Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 23
Fyrir 6-8 2 kg lambalæri 1 hvítlaukur ½ búnt ferskt rósmarín 1,5 kg kartöflur 1 sítróna ólífuolía MYNTUSÓSA 1 búnt fersk mynta 1 tsk. sykur 3 msk. vínedik Takið lambið úr ísskáp klukku- tíma áður en það fer í ofninn þannig að það nái stofuhita. Hitið ofninn í 200ºC og setjið fat fyrir kartöflurnar á neðri grind í ofni og látið fatið hitna þar tómt. (Lambið fer síðar á efri grind.) Takið hvítlaukinn í sundur, afhýðið þrjú rif en látið hin rif- in eiga sig. Saxið rúmlega helminginn af rósmarín- laufunum án stilkanna. Skerið kartöflurnar til helminga. Merjið afhýdda hvítlaukinn í skál og blandið saman við rósmarín. Rífið sítrónubörk út í skálina og skvettið ólífuolíu yfir og blandið vel. Saltið lamb- ið með sjávarsalti og svörtum pipar og nuddið svo hvítlauks- maríneringunni yfir kjötið. Setjið lambið beint á efri grind í ofni, yfir fatinu á neðri grind. Sjóðið kartöflurnar til hálfs í söltuðu vatni, í 10 mínútur, sigtið svo vatnið frá og látið þær þorna. Hristið þær til í sigtinu til að hýðið losni aðeins frá og skellið svo aftur í pottinn. Bætið af- gangs rósmaríni (heilum grein- um), hvítlauksrifjunum sem ekki voru afhýdd, salti og pipar og skvettu af ólífuolíu í pottinn og hristið saman. Setjið kartöflurnar með kryddinu í heita fatið í ofninum undir lambinu. Safinn af lamb- inu lekur niður á kartöflurnar og gefur gott bragð. Eldið lambið í 75 mín ef það á að vera bleikt eða 90 mín ef það á að vera fulleldað. Á meðan lambið eldast er tími til að gera myntusósuna. Tínið myntulaufin af stilkunum og skerið smátt. Setjið í litla skál. Blandið sykrinum, einni msk af heitu vatni og edikinu saman við. Þegar lambið er tilbúið, tak- ið það út og látið það hvíla í korter. Skerið það niður og berið fram með kartöflunum, myntusósunni og grænmeti að eigin vali. Lambalæri með myntusósu 4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Best er að byrja á kart- öflum, snúa sér svo að sós- unni og enda á að steikja kjötið. FRANSKAR KARTÖFLUR bökunarkartöflur ólífuolía salt Skerið bökunarkartöflurnar í jafn þykka strimla og leggið í ískalt vatn í nokkrar mín- útur. Þerrið kartöflurnar mjög vel og leggið í eldfast mót eða á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gull- inbrúnar. Snúið kartöflun- um einu sinni til tvisvar á meðan þær eru í ofninum. FYRIR SÓSUNA 5 eggjarauður 250 g smjör, skorið í teninga 1 msk. bernaise essens 2 – 3 tsk fáfnisgras, smátt saxað salt og nýmalaður pipar BERNAISE ESSENS 1 dl hvítvínsedik 8 svört piparkorn 2 tsk fáfnisgras 3 skallottulaukar, smátt saxaðir ½ rautt chili, smátt skorið Útbúið bernaise essens með því að setja hvítvínsedik, skallottulauk, fáfnisgras, chili og svört piparkorn í pott og sjóðið saman þar til 1 msk af vökva er eftir. Sigtið vökvann og geymið til hliðar. Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er smá handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið hana af vatnsbaðinu og kælið, en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikil- vægt að skálin sé ekki of heit en annars eldast eggjarauð- urnar. Bragðbætið með bernaise essens, salti og pipar. Gott er saxa niður ferskt fáfnisgras og chili og sáldra yfir sósuna rétt í lokin. NAUTAKJÖT ólífuolía 2 entrecôte steikur (ca. 1 steik eða 200-250 g á mann) salt og nýmalaður pipar rósmarín grein 1 hvítlaukur Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið kjötið við háan hita í 2-3 mín- útur á hvorri hlið. Kryddið til með salti og pipar. Gott er að setja rósmaríngrein og hvít- lauksrif út á pönnuna rétt í lokin ásamt smjörklípu. Leyf- ið kjötinu að hvíla í 5 mínútur áður en þið berið það fram. Uppskrift: Evalaufeykjaran.is Entrecôte með chili-bernaise Marínerað svínakjöt Gott er að marínera svínakjöt og nauðsynlegt er að marínera kjötið a.m.k. einum klukkutíma áður en það er eldað, helst deginum áður. MARÍNERINGIN Myljið saman í morteli: 1 tsk. fennelfræ ½ tsk. cumin fræ 2 negulnaglar Bætið út í: 1 kúfaðri msk. af reyktu paprikudufti rifnum berki og safa úr einni appelsínu Blandið þessu saman. Því næst skal skera: 4 hvítlauksrif mjög smátt skorin ferskt timían, skorið Setja út í mortelið og blanda. Næst skal setja út í: 150 ml eðal-tómatsósu 6 msk. balsamik Blandið öllu saman. Leggið fjórar (ca. 400 gr hverja) svínalundir á bakka og saltið og piprið. (Má nota annað svínakjöt eins og svínakótilettur.) Hellið maríneringu yfir og nuddið í kjötið. Geym- ið smávegis af maríner- ingu til að nota síðar. Látið þetta liggja í allt að sólarhring í ískáp, minnst klukkutíma. Gott er að loka kjötinu á heitri olíuborinni pönnu, nokkrar mínútur á hvorri hlið. Setjið síðan í heitan ofn (200°C) í 20-25 mín- útur eða þar til kjarnhiti kjötsins er 60°C. (Gott er að snúa kjötinu einu sinni og pensla með restinni af maríneringunni.) Látið kjötið hvíla í 10 mínútur áður en það er skorið. Gott að bera fram með salati, baunum og maís- korni eða maísstönglum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.