Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Side 31
ágjöf að undanförnu, eins og ekki hefur farið fram hjá neinum. Rétturinn hefur þá stefnu að svara ekki fyrir sig nema í dómum sínum og segja má því að öll svör sem fást séu þá gefin fyrirfram. Þessi stefna réttarins er einnig gagnrýnd. En það er þó ekki auðvelt að sjá að einhver önnur aðferð gengi upp. Sú er varla tiltæk að rétturinn fari að munnhöggvast við menn um ein- staka dóma sína. Það eru oftast nær mikilvægustu hagsmunir ein- staklinga og lögaðila sem rata á borð réttarins, bæði einkaréttalegir og opinberir hjá einstaklingum og átök um ríka hagsmuni lögaðila. Þótt stundum skipt- ist sök er algengast að sjónarmið annars aðilans verði undir. Það er fyrirsjáanlegt og til þess stofnað af tölu- verðri sannfæringu af aðilum. Þess vegna er eðlilegt að ergelsi, beiskja og jafnvel reiði blossi upp í huga þess sem undir verður. Þess er ekki að vænta að opin- berir aðilar þrasi við réttinn um niðurstöðuna. En það er ekkert að því að forsvarsmenn hagsmuna lýsi því að dómur Hæstaréttar komi þeim á óvart og þeir geti ekki skrifað upp á þau rök sem til þess leiða. Það er í samræmi við málatilbúning manna, sem iðulega hef- ur verið tekist á um í nokkur ár og mikið legið undir. Því er gjarnan, en ekki þó alltaf, bætt við að engu að síður virði menn niðurstöður réttarins. Ef það þýðir að menn muni una niðurstöðunni þá er slíkur fyr- irvari óþarfur. Ef það þýðir, sem er sennilega það sem meint er, að menn virði og treysti réttinum eftir sem áður þótt ágreiningur séu um þessa lögfræðilegu niðurstöðu hans þá fer ekki illa á að athugasemdum sé lokið þannig. Væntanlega væri ekkert að því, og þá einkum þeg- ar nokkuð er liðið frá, þótt dómarar við Hæstarétt tækju þátt í fræðilegri umræðu um álitamál í dómum. Það þekkist annars staðar frá, t.d. meðal dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, þótt þeir munnhöggvist ekki við málsaðila eða lögmenn þeirra utan réttar. Tímans tönn eykur vit Eitt af spaklegum spádómsorðum, sem snýst um lög- fræði, segir að þá fyrst séu menn orðnir góðir lög- fræðingar þegar þeir hafi gleymt öllu sem þeir lærðu í lagadeildinni. Það er freistandi fyrir þá sem útskrifuðust úr laga- deild fyrir rétt tæpum 42 árum að telja að þessi vís- dómsorð hafi óyggjandi gildi. Þeir eru a.m.k. örugg- lega komnir langleiðina með að hafa gleymt öllu því sem þeir lærðu. Sérstaklega auðvitað þeir sem ekki sýsla með fræðin nema í mesta lagi óbeint í störfum sínum. Bréfritari hefur lengi haft sem tómstundaiðju að líta yfir hvern Hæstaréttardóm og lesa allvel þá sem áhugaverðastir eru og þá iðulega einnig lunga úr þeim undirréttardómi sem byggt er á. Síðari tíma tækni gerir þetta gaman aðgengilegt og rétturinn gerir sitt til að auðvelda áhugasömum leikinn með samantekt og „stikkorðum“. Þeir, sem fyrir gleymsku sakir eru komnir í hóp bestu lögfræðing- anna eða á góðri leið þangað, telja engu að síður að jafnvel þeir hafi gott af þess háttar viðhaldi fræðanna og að sjá hvernig á þau sé litið nú. Fjölmörg viðfangs- efni sem ekki var litið á í lagadeild forðum tíð sjást þar nú. Margt af því sem rétturinn taldi sem höggvið í stein forðum tíð er nú talið fjarstæða. Hæstaréttardóm- arar eru því örugglega meðvitaðir um að þótt menn dæmi eftir bestu samvisku verður mönnum á og stundum kann rétturinn að hafa fest sig í bábiljum. Nú myndi rétturinn aldrei dæma menn, sem dýft höfðu stóru tánni í alkóhól, til ökuleyfissviptingar eða annarrar refsingar fyrir að setja bíl sinn í gang í frosti og sitja í bílnum óhreyfðum til að forðast króknun. Áður var talið að það að ræsa bíl með lykli væri óslítanlegur þáttur í akstri bíls. Þetta viðhorf hefur hugsanlega orðið ofan á þegar fimm dómarar sátu saman í Hæstarétti, mætir menn og lærðir og áttu það sameiginlegt, fyrir utan lærdóminn, að eng- inn þeirra keyrði bíl. Það mætti eins segja að það að fylla tank af bensíni væri forsenda þess að aka bíl og því yrði að svipta þá bílstjóra ökuleyfi sem fram- kvæmdu slíkt rallhálfir eða meir. Það hefði ekkert verið að því að segja að slíkir dóm- ar væru sérkennilegir eða jafnvel arfavitlausir. Og kurteislegt að bæta því við að auðvitað myndu menn bæði una dómnum og virða réttinn áfram. Í dag er ólíklegt að Hæstiréttur myndi dæma menn seka um brugg fyrir að hella vodka saman við pilsner. Tókst illa til Þótt sjónarmiðið að dómur Hæstaréttar sé endir allra deilna sé prýðilegt og til friðsemdar fallið er ekkert að því þótt málfrelsið nái ekki síður til þess að gagnrýna efnislega dóma Hæstaréttar sem annað. Dómur féll á dögunum um skaðabóta- og miska- kröfur einstaklinga sem reiknistokkur Einsteins eða annarra ofurmanna, hafði með óskeikulum hætti fundið út að ættu að vera í hópi 15 útvaldra af 33 og það upp á 0,025% og alls ekki nokkur hinna! Jafnvel kardínálar gömlu kirkjuþinganna í Róm voru ekki svona vissir í sinni sök þegar meinlokurnar heltóku þá, eins og nefndarmennirnir þarna. Höfðu kardínálarnir þó bakhjarl sem bágt var að þrátta við. Reiknistokksmenn, með alla aukastafina, höfðu sann- fært sig um að enginn annar en þeir mætti hafa neitt um þetta að segja og allra síst sá sem bar ábyrgð á öllu saman! Meira að segja Umboðsmaður Alþingis, sem aldrei bregst þegar mestu vitleysuna vantar liðsmann, setti á sig hlaupaskóna sem hann notaði í Hönnu Birnu málinu og brúkar helst þegar brýnast er að hlaupa á sig án tafar og reyndi að tryggja að einn af geislum sviðsljóssins félli á hann. En það hljóta allir læsir menn að mega segja að fyrrnefndur dómur Hæstaréttar er æði ólíklegur til að fá fegurðarverðlaun, enda illt að geta ekki stillt sig um að leggja mönnum lið, sem seilast til valds sem þeir hafa ekki. Og það jafnvel þótt kollegar og helstu leikendur sviðsins sem dómarar og lögspekingar hrærast á eigi í hlut. Fer ekki vel Vera má að almenningur eigi eftir að upplifa fleiri dóma af þessu tagi. Því það gildir það sama um þá eins og Guð að það nær enginn til þeirra. Þótt Guði sé haldið utan við frekari bollaleggingar verða dauðlegir menn að standast freistingar sem af slíkri stöðu leiða. Því þótt enginn nái til þeirra minnkar traustið sem þeim er nauðsynlegra en allt annað. Það sannast aft- ur og aftur þessa dagana að fáir rísa vel undir því að vera dómarar í sinni sök. Við getum hvert og eitt spurt okkur sjálf um það hvort okkur væri fullkom- lega treystandi til að ráða við slíkar aðstæður. Þau okkar sem svara því hiklaust að þau sé hafin yfir allan vafa ættu helst ekki að fá tækifæri til að sanna það eða afsanna. Þingið samþykkti hvern og einn einasta lands- réttardómara, eftir tillögu dómsmálaráðherrans, sem studdist að langmestu leyti við reiknistokkinn svo vafasamur og hann augljóslega er. Ráðherrann gerði smávægilegar breytingar þegar forystumenn flokka á þingi gerðu honum ljóst að afurð reiknistokksins yrði aldrei samþykkt óbreytt. Það er óþægilegt að Hæstiréttur skuli ekki hafa haldið höfði þegar málið kom til hans kasta. En einstakt dæmi er ekki tilefni til að fella stóran dóm yfir réttinum. Fræðimenn benda réttilega á að ráðherra einn beri ábyrgð á skipunum dómaranna og því verði ekki breytt með almennri löggjöf. En svo fara þeir út af í lausamölinni eins og Kínverjar í bílaleigubíl og telja engu að síður að einmitt þeim þætti sem snýr að valdi ráðherrans hafi verið breytt með almennum lögum. En grundvallarfullyrðing þeirra ætti að þýða að án breytingar á stjórnarskrá verði þetta vald ekki af ráðherranum tekið. Vandinn er sá að grunur er uppi um að vegna þess að þetta mál snýst um valdasöfnun dómaranna sjálfra geti stjórnarskráin ekki treyst þeim. Þá er fokið í flest skjól. Vald og ábyrgð verða að fara saman. Það er fráleitt að umsagnarnefnd, hvort sem það er hæfisnefnd eða önnur, skuli telja sig mega umgangast starf sitt þannig að henni sé falið alræð- isvald en telja engu að síður að ráðherrann skuli áfram bera ábyrgð á þeirra verkum. Það má vera að þeim þyki að nefnd sem hafi fundið upp annað eins galdratæki og reiknistokkinn sé orðin óskeikul upp á 0,025% og það sé því engum vorkunn að taka fulla og skilyrðislausa ábyrgð á gjörðum hennar! Og einnig að þeir beri enga. Og vissulega má viðurkenna að óskeikulir menn geta léttilega komist af án allrar ábyrgðar. En hvers vegna eru þeir sem þvert á stjórnar- skrána hafa verið rændir því lýðræðislega valdi sem almenningur heldur að hann sé einn fær um að veita látnir sitja áfram uppi með alla ábyrgð? Sú endaleysa gengur ekki upp og er að auki galin. Það þarf ekki einu sinni lögfræðinga sem hafa gleymt öllu sem þeir lærðu til að sjá það. Þetta sér hvert „barn í lögum“ svo nælt sé í bókar- heiti Sveins Sölvasonar frá 1754. Það vekur óneitanlega nokkurn óhug þegar þeir sem umfram alla aðra verða í störfum sínum að standast bæði persónlegar og hóplægar freistingar virðast ekki ráða við það. Er svo komið? Þá er illa komið. Morgunblaðið/Árni Sæberg 4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.