Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 34
Ég býð listamönnum að koma hingað inn ásýninguna og taka upp þriggja mínútnalöng hljóðlaus myndskeið, þeirra eigin
verk, meðan myndavélin snýst einn hring hér
um súluna og tekur upp. Svo skeyti ég verk
þeirra allra saman og kvikmyndin gengur hér
látlaust í innri salnum – og sífellt bætast fleiri
verk við hana meðan á sýningunni stendur.“
Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona er
að útskýra sýninguna sem hún kallar „Evolve-
ment“ og verður opnuð í Kling & Bang í Mar-
shallhúsinu kl. 17. Eins og kemur fram í lýs-
ingu hennar á kvikmyndatökunum sem verða í
innsta sal Kling & Bang þá er hún í samstarfi
við fjölda annarra myndlistarmanna, og skálda
að auki, við að „festa sköpunina sjálfa í form,“
eins og hún segir. Sýningin er sögð vera „óút-
reiknanlegt ferli þar sem sköpunin, núið og til-
viljunin leika stöðugt ærslafullt spiladósarlag“.
Samhliða opnun sýningarinnar kemur út
bókin „Ég er hér“ sem gefur yfirlit um feril
Heklu Daggar og eru auk þess birtar í henni
hugleiðingar um verk hennar og feril, eftir
Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, sýningarstjóra
sýningarinnar, og Markús Þór Andrésson.
Myndritstjóri bókarinnar er Lilja Gunnars-
dóttir og hönnuður Ragnar Helgi Ólafsson.
Hekla Dögg hefur starfað sem myndlistar-
maður í rúma tvo áratugi. Hún er einnig pró-
fessor við myndlistardeild Listaháskóla Ís-
lands og er einn stofnenda og virkur meðlimur
í listamannarekna rýminu Kling & Bang.
Ljósskúlptúrinn fréttaveita skálda
„Það er eftir að koma í ljós hve margir lista-
menn eiga eftir að taka hér upp þriggja mín-
útna verk,“ segir Hekla Dögg og kveikir á raf-
drifnum bílnum sem ekur þá hring um súluna í
salnum með tökuvélina á þremur mínútum.
„Þetta verða jafn ólík verk og listamennirnir
eru margir en þau verða öll jafn löng og eru öll
tekin innan þessa hringlaga ramma í þessu
ferkantaða rými – ég er glöð ef ég fæ tækifæri
til að vinna með mörgum og ólíkum listamönn-
um. Ég fékk á sínum tíma þrjátíu listamenn til
að vinna með mér í Hafnarborg og það var tek-
ið upp á 16 mm filmu,“ segir hún og vísar til
sýningarinnar „Framköllun“ sem hún setti
upp í Hafnarborg 2014.
Framar á sýningunni er hljóðnæmur ljósa-
skúlptúr sem Hekla Dögg skapar einnig í sam-
starfi við listamenn og í því tilfelli skáld.
„Ég kalla skúlptúrinn „2018“ og fæ skáld til
að skrifa fyrir hann ljóð og lesa inn í hann.
Skúlptúrinn lifnar síðan við þegar ljóðin
streyma úr honum. Hann verður einskonar
fréttaveita fyrir þetta ár en ljóðin fjalla öll um
eitthvað sem á sér stað núna, í lífi þeirra eða í
heiminum. Listamenn eru í raun alltaf að fjalla
um og vinna úr því sem gerist í heiminum
hverju sinni – þeir fjalla á annan hátt um það
en við þekkjum úr hefðbundum fréttum en
engu að síður geta verið meiri upplýsingar,
dýpt og sannleikur í umfjöllun þeirra en við
þekkjum úr fréttum.“ Og Hekla segir að meðal
annars vegna þessarar endurspeglunar sam-
tímans sem birtist í nýjum verkum á hverjum
tíma njóti hún þess að fylgjast með samtíma-
list. „Á Documenta-sýningunni í Þýskalandi í
fyrra, sem haldin er á fimm ára fresti, var til
að mynda mikið af gömlum verkum og þótt
það hafi í sjálfu sér verið áhugavert, þá langaði
mig frekar að sjá ný verk og sjá listamenn
draga upp nýjar myndir af heiminum eins og
þeir upplifa hann núna,“ segir hún.
„Ég hef oft unnið með ljós í verkum og þeg-
ar ég setti upp í Norðurlandahúsinu í Fær-
eyjum árið 2016 sýningu þar sem fólk samdi
sérstaklega tónlist fyrir skúlptúrana, þá upp-
lifði ég ótrúlega skemmtilega tengingu milli
listamannanna og skúlptúranna. Það var eins
og óskastund þar sem maður tengdist beint í
sköpunina – og hún er svo spennandi hvort
sem sköpunarþátturinn er minn eða annarra.“
Reynir að fanga töfrana
Þegar gestir koma á sýningu Heklu Daggar þá
ganga þeir gegnum einskonar „confetti“-regn;
marglit pappírssnifsi sáldrast yfir þá.
„Gestirnir ganga úr hversdagsheiminum inn
í þennan töfraheim, inn í þessa uppsprettu
sköpunarinnar,“ segir Hekla Dögg. „Hér inni
þarf að opna fyrir skilningarvitin og hlusta á
fréttir með öðrum hætti en vanalega.“
Við undirbúning sýningarinnar bjó hún til
einskonar laug í salnum, fjögurra metra langa
á hverja hlið, og í henni vann hún flennistór
pappírsverk með svokallaðri marmoringu, þar
sem arkirnar eru lagðar í vatn með litum í og
sjúga þá í sig svo skrautleg mynstur birtast.
Orðið marmoring vísar til marmara-áferðar
sem margir þekkja til að mynda innan af
spjöldum eldri bóka. Hvers vegna réðst Hekla
Dögg í að gera þessar stóru „vatnslitamyndir“
með þessari tækni?
„Þetta eru í raun bakgrunnar í passlegri
stærð sem listamönnunum býðst að nota þegar
þeir taka upp myndskeið,“ svarar hún og dreg-
ur til marglitar myndirnar sem eru vel á fjórða
metra á kant hver.
„Vissulega eru þetta einhverskonar vatns-
litaverk en ég set þetta fram sem bakgrunna.
Fólk hugsar öðruvísi um eitthvað sem er sagt
bakgrunnar en það sem er sagt listaverk – ef
þetta er hins vegar hvort tveggja getur fólki
þótt það ruglandi, mörkin verða óljós og ég hef
einmitt áhuga á því.
Ég fékk fjölda fólks til að vinna þetta með
mér og óvissuþátturinn í aðferðinni var mjög
áhugaverður, ekki síst út af stærðinni. Maður
veit ekkert hvað gerist þegar blaðið lendir í
vatninu, það er eins og töfrabrögð – ekki ósvip-
að því sem gerist í myrkraherberginu með
ljósmyndun. Enn og aftur töfrar í sköpunar-
ferlinu.“
Og enn og aftur skapar Hekla grundvöll fyr-
ir þátttökuverk sem hún fær aðra til að vinna
með sér, eins og einkennir þessa sýningu.
„Já, ég skapa aðstæður, mæti hér öðrum
listamönnum í samtali og þá verður vonandi til
eitthvað nýtt; rétt eins og þegar tveimur efn-
um er blandað saman og eitthvað nýtt verður
til með efnahvarfi.
Ég vinn sífellt á einhverskonar mörkum.
Það má spyrja: er þetta mín myndlist eða
þeirra sem taka þátt í henni – en auðvitað er
sköpunin á einhvern hátt okkar allra sem tök-
um þátt. Mér finnst gott að hlutir sem lista-
menn gera á sýningum mínum eigi sér fram-
haldslíf hjá þeim, en það fylgir þeim samt við
hvaða aðstæður þeir urðu upphaflega til.“
Að lokum berst talið að bókinni nýju um
feril Heklu Daggar og hún segir vissulega
ánægjulegt að hafa þar yfirlit yfir hann.
„Mig langaði til að kalla fyrstu einkasýn-
inguna mína þetta á sínum tíma, „Ég er hér“,
en þorði það ekki. Mér finnst það þó eiga við
núna,“ segir hún og brosir. „Auðvitað næst
aldrei allt inn í verk sem þetta en þetta er samt
yfirlit og mikið af myndum. Það eru birt viss
lykilverk sem lýsa mögulega einmitt því sem
ég vinn með hér, þessari leit að töfrunum sem
felast í sköpuninni. Og því að reyna að fanga
töfrana – ég er alltaf að eltast við það.“
Hekla Dögg með stór
vatnslitaverkin sem hún
vann með svokallaðri
marmoringu. Hún segir
þetta vera bakgrunna fyrir
aðra listamenn að nota.
Morgunblaðið/Einar Falur
Inn í þennan
töfraheim
„Ég skapa aðstæður, mæti hér öðrum listamönnum í
samtali og þá verður vonandi til eitthvað nýtt,“
segir Hekla Dögg Jónsdóttir um forvitnilega
sýninguna sem hún opnar í Kling & Bang í dag.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’Ég vinn sífelltá einhverskon-ar mörkum. Þaðmá spyrja: er þetta
mín myndlist eða
þeirra sem taka
þátt í henni – en
auðvitað er sköp-
unin á einhvern
hátt okkar allra
sem tökum þátt.
Í innsta sal Kling & Bang ekur myndavél
kringum súlu og tekur upp þriggja mín-
útna löng verk annarra listamanna.
LESBÓK Píanóleikarinn snjalli Paul Lewis heldur á sunnudag kl. 17 einleiks-tónleika í Norðurljósasal Hörpu. Hann leikur verk eftir þrjá meistara
frá Vínarborg á 18. og 19. öld – þá Haydn, Beethoven og Brahms.
Lewis leikur verk eftir meistara
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018