Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 35
4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 24.-30. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 ÞorstiJo Nesbø
2 Sigraðu sjálfan þigIngvar Jónsson
3 Stígvélaði kötturinnStella Gurney endursagði
4 Bætt melting betra lífMichael Mosley
5 NáttbirtaAnn Cleeves
6 SakramentiðÓlafur Jóhann Ólafsson
7 Hús tveggja fjölskyldnaLynda Cohen Loigman
8 GatiðYrsa Sigurðardóttir
9 Saga ÁstuJón Kalman Stefánsson
10 Með lífið að veðiYeonmi Park
1 Stígvélaði kötturinnStella Gurney endursagði
2 Hvar er Valli? ÆvintýraferðinMartin Handford
3
Handbók fyrir ofurhetjur,
fyrsta bók
Elias/Agnes Vahlund
4 Þitt eigið ævintýriÆvar Þór Benediktsson
5
Framúrskarandi konur
sem breyttu heiminum
Kate Pankhurst
6
Kvöldsögur fyrir upp-
reisnargjarnar stelpur
Elena Favilli/Francesca Cavallo
7 Dagbók Kidda klaufa 9Jeff Kinney
8
Kiddi klaufi – Þín eigin
dagbók
Jeff Kinney
9 Góðar gáturGuðjón Ingi Eiríksson
10
Bestu barnabrandararnir
– heimsklassa grín
Ýmsir höfundar
Allar bækur
Barnabækur
Ég er að lesa athyglisverða bók,
eldgamla reyndar, Tvenna tíma
eftir Elínborgu Lárusdóttur. Það
var verið að gefa
hana út aftur, en
hún var til gömul
hérna í bókasafninu.
Þetta er átakan-
legur lestur og hlut-
ur kvenna var ekki
hátt skrifaður í þá
daga svo að því leyti hefur okkur
farið mikið fram.
Ég er með Sakramentið hans
Ólafs Jóhanns
Ólafssonar á nátt-
borðinu. Ég er að-
eins byrjuð á henni.
Mér finnst hann
ágætur höfundur,
hann skrifar fallegt
mál.
Síðan hef ég verið að glugga í
Allt þetta fólk, bókina um
Þormóðsslysið eftir
Jakob Ágúst Hjálm-
arsson. Þegar ég var
að alast upp hér á
Bíldudal vissu
náttúrlega allir um
Þormóðsslysið en
það var aldrei talað
um það. Ég held að það hafi verið
áfallahjálp fólksins á þeim tíma,
það var bara ákveðið að það yrði
ekki nefnt.
ÉG ER AÐ LESA
Sigríður
Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir er forstöðu-
maður Bókasafns Bílddælinga.
Þríleikur Jóns Kalmans Stefánssonar, Himna-
ríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta
mannsins hefur verið gefinn út í einu bindi und-
ir nafni fyrstu bókarinnar. Bækurnar, sem komu
út á árunum 2007 til 2011, eru uppsretta leik-
verksins Himnaríkis og helvítis sem nú er á
fjölum Borgarleikhússins. Sögusviðið er sjávar-
þorp um þarsíðustu aldamót og sagan er
þroskasaga pilts sem er einn í heiminum og fót-
ar sig á leið til fullorðinsáranna og ástarinnar.
Benedikt bókaútgáfa gefur út.
Þótt sýrt grænmeti njóti hylli víða um heim
og hafi gert það í þúsundir ára er lítil hefð fyrir
slíku hér á landi þó áhuginn hafi aukist undan-
farin ár. Í bókinni Súrkál fyrir sælkera, sem
Vaka-Helgafell gefur út, segir Dagný Her-
mannsdóttir frá því hvernig sýra megi græn-
meti og birtir fjölmargar uppskriftir, meðal
annars af hefðbundnu súrkáli, gúrku-relish,
rófu-chutney, kóresku kimchi, sýrðum smá-
gúrkum, pækluðum radísum og söltuðum sí-
trónum svo dæmi séu tekin. Myndir í bókinni
eru eftir Gunnar Sverrisson og Höllu Báru
Gestsdóttur.
Ellefta bókin í sagnabálki Jo Nesbø um lög-
regluforingjann Harry Hole heitir Þorsti og seg-
ir frá því er kona finnst látin í íbúð sinni í Ósló
eftir að hafa átt stefnumót á bar. Á hálsi kon-
unnar eru för sem líkjast bitförum manneskju
en ekki alveg nema viðkomandi hafi verið með
yddar vígtennur. Fleiri áþekk morð fylgja í kjöl-
farið og lögreglan kallar til Harry Hole, sem er
orðinn kennari við lögregluháskólann. Hann er
tregur en slær svo til þegar ástvinum hans er
ógnað. Halla Kjartansdóttir þýddi.
NÝJAR BÆKUR
Nýjasta bókin í Eddumálaröð Jónínu Leósdótturer Óvelkomni maðurinn og hefst með heldur enekki sviplegu dauðsfalli.
- Eins og Edda er nú skemmtileg söguhetja þá veit ég
ekki hvort ég myndi þora að umgangast hana of mikið af
ótta við að hljóta hörmuleg endalok!
„Það er kannski ekki lífshættulegt að umgangast hana
Eddu en það er aldrei lognmolla í kringum hana,“ segir
Jónína Leósdóttir. „Hún verður líka friðlaus ef hana
grunar að einhver eigi sér leyndarmál. Þeir sem vilja lifa
í friði og ró ættu því að vara sig á henni, ekki síst ef þeir
hafa þar að auki eitthvað að fela.“
- Eitthvað er henni líka í nöp við fólkið í heita pott-
inum.
„Flestir eru haldnir ákveðinni sjálfsblekkingu og það á
einnig við um Eddu. Þannig hefur hún fyrirlitningu á
fólki sem nýtur þess að smjatta á lífi annarra, t.d. á með-
an það marar í heitum pottum við sundlaugar. En svo er
hún sjálf yfirmáta forvitin um náungann og með nefið of-
an í hvers manns koppi. Þó myndi hún auðvitað orða
þetta þannig að henni væri einfaldlega ekkert mannlegt
óviðkomandi.“
- Það er mikill hraði í bókinni og ótrúlega mikið sem
gerist á fáum dögum, ertu ekki að ganga fullnálægt
henni?
„Edda er nú ekki nema 67 ára þannig að hún þolir al-
veg smáhasar í nokkra daga. Þegar um hægist slakar
hún síðan á með því að lesa bækur, enda fyrrverandi
verslunarstjóri í bókabúð og mikill bókaormur. Ég spái
því reyndar að brátt leiðist henni svo lífið í hinum helga
steini að hún skelli sér aftur út á vinnumarkaðinn. Og þá
þurfa nú fleiri en Vesturbæingar að vara sig! Fyrst verð-
ur ríkisstjórnin þó að hækka frítekjumark eftirlauna-
fólks sem Eddu finnst algjör skandall.
Nema hún fari hreinlega í pólitík. Þar gæti hún t.d.
barist fyrir bættum kjörum Gustavs, vinar síns, og ann-
arra arðrændra útlendinga á Íslandi. Ég myndi hiklaust
kjósa hana því við Edda höfum svipaða réttlætiskennd.“
- Þú nefndir það einu sinni að þú fléttaðir gjarnan
sannar en stílfærðar sögur úr daglega lífinu inn í bæk-
urnar – er sagan af Sibbu og Steven þannig til komin?
„Ég hef botnlausan áhuga á fólki, samskiptum þess og
örlögum. Ég bókstaflega drekk í mig frásagnir af drama-
tískri lífsreynslu, enda má læra margt af því hvernig
þroskaðir einstaklingar takast á við áföll og ná að lifa
með þeim. Saga Sibbu, móður Viktors sem lesendur
Eddubókanna kannast við, er ekki byggð á manneskju
sem ég þekki, heldur sprottin af vangaveltum um
reynslu sem hlýtur að vera hræðilega erfið. Sibbu hefur
tekist að halda þessu leyndu í áratugi en þegar Edda
kemst á sporið er auðvitað ekki að sökum að spyrja.“
- Fáum við að heyra meira af fyrrverandi hennar
Eddu og gráa fiðringnum hans?
„Það hefur alltaf staðið til að segja svolítið frá fyrrver-
andi eiginmanni Eddu en vesalings maðurinn hefur ekki
enn komist að þótt bækurnar séu orðnar þrjár. Er það
ekki alveg dæmigert?“
Yfirmáta forvitin Edda
Edda er eftirlaunakona í Vesturbænum, forvitin mjög um hagi annarra og
kannski dálítið afskiptasöm, enda má hún ekkert aumt sjá. Af henni eru
ýmsar sögur sem Jónína Leósdóttir skráir í bókaflokknum Eddumál.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Jónína Leosdóttir segir Eddu sína yfirmáta forvitna.
Morgunblaðið/RAX