Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Qupperneq 36
Í þessari nýju þáttaröð af Para-dísarheimt ræði ég við fanga.Fólkið sem er lokað inni og úti-
lokað frá mannlegu samfélagi.
„Utangarðsmenn“ ef þannig má að
orði komast. Þetta er fólk eins og ég
og þú, menn og konur, þrátt fyrir
sekt þess eða sakleysi. Og svo eru
oft fórnarlömb sem eiga um sárt að
binda.“
Þetta segir sjónvarpsmaðurinn
Jón Ársæll Þórðarson en sýningar á
Paradísarheimt hefjast að nýju á
RÚV í kvöld, sunnudagskvöld.
Fangar og fangelsi eru viðkvæmt
umfjöllunarefni en Jón Ársæll segir
sér og samstarfsfólki sínu hafa verið
afskaplega vel tekið, bæði af föng-
unum sjálfum og fangelsismála-
yfirvöldum. „Við höfum unnið náið
með fangelsismálayfirvöldum sem
hafa sýnt verkinu mikinn skilning og
svo auðvitað föngunum sjálfum. Af-
staða, félag fanga, hefur líka verið
með í ráðum.“
Fjöldi manna kemur að verkefn-
inu með Jóni Ársæli. Fyrst og síðast
nefnir hann vin sinn og samstarfs-
félaga, Steingrím Jón Þórðarson,
framleiðanda, myndatökumann og
mann sem er allt í öllu. Þeir hafa
unnið saman í aldarfjórðung.
Jón Ársæll segir gerð þáttanna
hafa tekið á. „Það að geta valsað inn
og út úr fangelsum landsins með
myndavél og hljóðnema er eitt en
það að sitja inni, lokaður frá um-
heiminum, er dálítið annað og meira.
Reyndar eru margir þeirra sem ég
ræddi við búnir að vera lengur inni í
fangelsum en úti. Það er hinn kaldi
raunveruleiki. Fangar eru hluti af
því kerfi sem við höfum skapað. Þeir
eru hluti af okkur. Hluti af samfélag-
inu. Ég veit líka að margir eiga um
sárt að binda vegna margra þeirra
sem lokaðir hafa verið inni. Þeir eru
einfaldlega að taka út sinn dóm. Og
svo eru það börn, foreldrar, ætt-
ingjar og vinir. Mitt hlutverk er að-
eins að hlusta á raddir fanga. Heyra
þeirra sögur. Þeirra sýn á lífið og til-
veruna án þess að dæma. Það er
ekki mitt.“
Allir menn eiga sér von
Stundum er sagt að í grunninn séu
til tvær gerðir af föngum; annars
vegar óforbetranlegir glæpamenn
og hins vegar menn sem villst hafa
af leið, til dæmis vegna fíkniefna-
neyslu, en eru í grunninn hjarta-
hreinir og eiga sér von. Jón Ársæll
tekur undir þetta að hálfu leyti. „Ég
held að allir menn eigi sér von.
Franski heimspekingurinn Rouss-
eau sagði að maðurinn væri í sínu
innsta eðli góður. Ég kvitta undir
það. Við erum ef til vill misjafnlega
góð.“
Það er upplifun Jóns Ársæls að á
margan hátt sé mjög vel búið að ís-
lenskum föngum og hann kveðst
hafa kynnst mörgum frábærum
fangavörðum og yfirmönnum þeirra
þá mánuði sem hann dvaldist í fang-
elsunum. „Hitt er annað mál að allt-
af má gera betur. Það vantar spýtu
og það vantar þjöl. Fangar á Íslandi
þyrftu að fá meiri vinnu og ýmiss
konar aðstoð til að betrunin standi
undir nafni.“
Spurður hvort áherslan í fang-
elsum eigi að vera á betrun eða refs-
ingu svarar Jón Ársæll: „Með lögum
skal land byggja, eins og kerlingin
sagði. Auðvitað verður að refsa fólki
sem brýtur lög og reglur. Það er
eins og að ala upp börn. Sumt má,
annað er bannað. Betrunin verður
þó alltaf að vera fyrir hendi. Annars
er þetta ef til vill ekki rétta spurn-
ingin. Ég er fyrst og fremst í þessum
þáttum að kynnast föngum og kynn-
ast þeirra sýn á lífið og tilveruna
hvað svo sem þeir hafa brotið af sér.
Hvaða skaða þeir hafa valdið eða
ekki. Ég hlusta, þeir tala.“
Þegar kemur að sanngjörnum
tækifærum úti í samfélaginu eftir að
afplánun lýkur má þó klárlega gera
miklu, miklu betur, að dómi Jóns Ár-
sæls.
„Hér er ekki bara við yfirvöld að
sakast. Það er við okkur öll að sak-
ast. Taka þarf miklu betur við föng-
um þegar þeir hafa tekið út sinn
dóm. Margir hafa í ekkert hús að
venda, fangar eru margir svo að
segja á götunni þegar þeir koma út
og við tekur sama gamla munstrið.“
„Fangar á Íslandi þyrftu að fá
meiri vinnu og ýmiss konar
aðstoð til að betrunin standi
undir nafni,“ segir Jón Ársæll
Þórðarson.
Ljósmynd/RÚV
Fangar eru hluti af okkur
Fyrsti þátturinn af sex í annarri þáttaröðinni af Paradísarheimt er á
dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld, sunnudagskvöld. Að þessu sinni
eru viðmælendur Jóns Ársæls Þórðarsonar fangar.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018
LESBÓK
Fyrsta þáttaröðin af Para-
dísarheimt, sem fjallaði um
geðræna erfiðleika, fékk
glimrandi viðtökur vítt og
breitt um samfélagið. Það ylj-
aði Jóni Ársæli um hjartaræt-
urnar. „Þau kynni sem stofn-
að var til þar urðu mér
ómetanleg og gefandi. Auð-
vitað er gott að finna ef geng-
ið hefur verið til góðs en það
er svo víða í íslensku þjóð-
félagi og reyndar heiminum
öllum sem við þurfum að taka
til hendinni. Það er verk að
vinna. Ég stend þó ekki fyrir
neinni herferð með logandi
kyndil. Ég held bara á hljóð-
nema og spyr spurninga. Það
þarf einhvern í það líka.“
Og raðirnar af Paradísar-
heimt verða að óbreyttu
fleiri. „Við Steini erum rétt að
byrja eftir 25 ára frábæra
samvinnu,“ segir Jón Ársæll
en verst þó frétta af næsta
verkefni. „Guð einn veit hvar
við dönsum næstu jól!“
Spyr bara
spurninga
Frá Litla-
Hrauni.
MÁLMUR „Þegar ég stofnaði Megadeth gerði ég ekki
ráð fyrir því að lifa í 35 ár til viðbótar sjálfur, hvað þá að
bandið mitt næði þeim merka áfanga,“ sagði Dave Must-
aine við blaðamenn á dögunum en þrassbandið goð-
sagnakennda hyggst halda rækilega upp á afmælið á
árinu, meðal annars með því að dusta rykið af marg-
víslegu efni sem sjaldan heyrist á tónleikum. „Ég vil
þakka nánast öllum sem ég hef kynnst, unnið með og
spilað með undanfarna þrjá og hálfan áratug,“ bætti
Mustaine við en gríðarleg starfsmannavelta hefur verið
í Megadeth gegnum árin. Nú eru með þeim Dave Ellef-
son í bandinu brasilíski gítarleikarinn Kiko Loureiro og
belgíski trymbillinn Dirk Verbeuren. Alþjóðleg útgerð.
Nýrrar plötu er að vænta á næsta ári.
Óvænt langlífi
Mustaine
hress á Nasa.
Morgunblaðið/Sverrir
SJÓNVARP Aðdáendur bandaríska spé-
dramans Shameless þurfa ekki að örvænta
þrátt fyrir að áttunda serían hafi nú runnið
sitt skeið á enda; Showtime, sem framleiðir
þættina, hefur upplýst að tökur á níundu
þáttaröðinni hefjist fljótlega á þessu ári. Það
þýðir að Shameless er fyrsti þátturinn sem
nær þeim áfanga í fjörutíu ára sögu Show-
time; seríurnar af Dexter og Weed urðu átta
og gerð áttundu seríunnar af Homeland
stendur nú yfir. Ævintýrum hinnar litríku og
úrræðagóðu Gallagher-fjölskyldu er því
hvergi nærri lokið á skjánum. Vinsamlegast
hafið því beltin áfram spennt!
Shameless snýr aftur og slær met
Emmy Rossum
leikur Fionu
Gallagher.
AFP
Heida Reed fer með hlutverk Stellu.
Blómlegur kvistur
SJÓNVARP SÍMANS Andhetjan,
tálkvendið og lögfræðingurinn
Stella Blómkvist, sem fetar sínar
eigin slóðir, heldur áfram að rann-
saka dularfull morðmál á sunnu-
dagskvöldið kl. 21. Í starfi sínu sem
lögfræðingur vílar hún ekki fyrir
sér að beita brögðum til að fá sínu
framgengt og tekur að sér mál þar
sem hún sér möguleika á að upp-
ræta spillingu og glæpastarfsemi
hjá einstaklingum í valdastöðum.
Þetta er fjórði þáttur af sex.
RÁS 2 Fram og til
baka nefnist
morgunþáttur
rásarinnar á
laugardögum frá
kl. 9 og fram að
hádegisfréttum kl.
12.20. Felix Bergs-
son stýrir klukku-
tímanum frá 9 og
10, spilar notalega tónlist, býður
upp á hlustendagetraun og fær til
sín góða gesti úr hinum ýmsu
áttum. Felix fer svo á tímaflakk
ásamt Margréti Blöndal á milli kl.
10 og 11. Þau fara fram og til baka
og rifja upp tónlist og atburði lið-
inna áratuga. Felix og Margrét eru
bæði þrautreynd þegar kemur að
dagskrárgerð fyrir útvarp og hafa
lengi unnið saman.
Fram og til baka
Margrét
Blöndal
STÖÐ 2 Bein útsending frá Hlust-
endaverðlaunum Bylgjunnar, X-ins
977, FM957 og Tónlist í Háskólabíói
hefst kl. 19.55 í kvöld, laugardags-
kvöld. Kynnir er Kjartan Atli og
Steindi Jr. verður með innslög. Ís-
lenskir popptónlistarmenn verða
verðlaunaðir fyrir framlag sitt á
árinu og sjá hlustendur um að velja
sitt uppáhald. Fjölmörg tónlistar-
atriði eru á dagskrá kvöldsins.
Steindi Jr. kemur fram.
Verðlaun í beinni