Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Alla jafna ber ég djúpa virðingu fyrir keppendum í spurningakeppniframhaldsskólanna Gettu betur! Þekking þessa unga fólks er meðólíkindum. Það veit allt um lotukerfið, gríska goðafræði og embætt- ismenn í Þorlákshöfn, auk þess að hafa aðdáunarverðan hæfileika til að láta manni líða eins og maður hafi lent í hvirfilbyl að afloknum hraðaspurning- unum. Einmitt þess vegna fyllti það hjarta mitt sorg þegar liðin sem leiddu saman hesta sína í sjónvarpinu fyrir rúmri viku, Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, urðu uppvís að því að vera úti á túni þegar kemur að mikilvægasta efnisflokknum í gjörvöllu þessu lífi, málmvísindum. Spurt var um hljómsveit sem stofnuð var í Los Angeles á því herrans ári 1981. Fimm árum síðar fórst bassaleikarinn í rútuslysi í Svíþjóð. Af honum birtist ljósmynd og nafnið kom fram síðar, Cliff Burton. Þegar hér er komið sögu var kötturinn minn meira að segja búinn að svara. Þá voru plöturnar taldar upp, ein af annarri, Kill ’Em All, ... And Justice for All, Svarta platan. Koma svo! Loks kom fram að faðir trommuleikarans héti Torben og hefði í gamla daga verið frægur tennisleikari í Danmörku. Enn voru öll ljós slökkt. Ég trúði varla mínum eigin augum og eyrum. Verzló reyndi ekki einu sinni að giska en eftir japl, jaml og fuður hrökk eftirfarandi svar upp úr FG: Mötley Crüe. Hafi höfuðið einhvern tíma verið bitið af skömminni ... Ég meina, Mötley fokking Crüe! Ég segi bara eins og Willem Dafoe í Mississippi Burning: Hvað amar eig- inlega að þessu fólki? Og nei, Villi naglbítur, þetta er ekki góð ágiskun! Sá hefur tekið bylturnar í gröfinni, Cliff Burton. Spyrtur við Tommy Lee. Jesús, María og Jósep! Og í öllum bænum ekki snúa út úr fyrir mér með því að rifja upp að Jason Newsted, arf- taki Burtons, hafi verið með Tommy Lee í sjónvarpsbandinu Rockstar: Su- pernova. Hef einfaldlega ekki húmor fyrir því! Með fullri virðingu fyrir Magna Ásgeirssyni. Ég viðurkenni að vikan hefur verið mér erfið, eftir þessi ósköp. Getur verið að framhaldsskólar þessa lands séu uppfullir af málmleysingjum? Hér er grafalvarlegt mál á ferðinni og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra þessarar þjóðar, þarf að sjálfsögðu að hreinsa allt annað út af borðinu hjá sér uns viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar. Máttlaus er málmlaus þjóð! Ha, nafnið á hljómsveitinni? Ekki segja mér að þú vitir það ekki heldur!!! Stjórnendur Gettu betur! þekkja sinn málm, ólíkt keppendum. Ljósmynd/Ragnar Visage Málmleysingjar Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Verzló reyndi ekkieinu sinni að giska eneftir japl, jaml og fuðurhrökk eftirfarandi svar upp úr FG: Mötley Crüe. Hafi höfuðið einhvern tíma verið bitið af skömminni ... Ég meina, Mötley fokking Crüe! Ísabella Snorradóttir Aldrei á Íslandi. Ekki heldur sumar. Það er bara vetur hérna. Eða ég býst við vorinu kannski í júní. SPURNING DAGSINS Hvenær kemur vorið? Sveinn Svanþórsson Í júní. Ekki mjög bjartsýnn á að það komi fyrr. Morgunblaðið/Ásdís Anna Soffía Kristjánsdóttir Ég vona að það komi í apríl. Það er uppáhaldsmánuðurinn minn. Eiður Skarphéðinsson Í apríl. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Helga Vilborg tekur þátt í að skipuleggja árlega Kristniboðsviku Kristniboðssambandsins sem hefst um helgina, 25. febrúar, og stendur til 4. mars. Á hverjum degi eru viðburðir, kvikmyndasýningar, tón- list og samkomur tengdar starfinu Með þessu er at- hygli vakin á starfi íslenskra kristniboðsfélaga og fé aflað til starfsins. Kristniboðssambandið hefur staðið að uppbyggingu sjúkraskýla, skóla og þróunarhjálpar í Afríku og Asíu frá því snemma á síðustu öld. HELGA VILBORG SIGURJÓNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Forréttindi að vera kristniboði Hvernig er að vera kristniboði? „Kristniboðar starfa bæði á Íslandi og þó meira er- lendis en mér þykja það mikil forréttindi að hafa fengið að fara út, kynnast annarri menningu og sið- um. Það hefur kennt mér ótrúlegt margt og ég hef eignast vini með allt annan bakgrunn. Starfið er af- ar fjölbreytt en snýst mikið um kennslu og hjúkr- un. Þeir sem starfa sem kristniboðar eru með af- ar fjölbreyttan bakgrunn, þetta er fólk úr alls konar atvinnugreinum.“ Hvar hefur þú sjálf starfað sem kristniboði? „Ég starfaði í Eþíópíu í sex ár, fyrst í ár eftir menntaskóla og flutti svo þangað með fjöl- skyldu minni í fimm ár. Þar kenndum við, ég tón- list en eiginmaður minn sem er viðskiptafræðingur, kenndi viðskiptagreinar. Fyrst vorum við í Addis Abeba en fluttum svo á afskekktari stað, í dæmigert lítið afrískt þorp í Suðvestur-Eþíópíu. Hvað er það sem Kristniboðssambandið gerir? „Allt mögulegt en við höfum einkum starfað í Kenía og Eþíópíu. Þar höfum við stofnað skóla, rekið sjúkraskýli og tekið þátt í verkefnum sem snúa að því að hjálpa götu- börnum og einstæðum mæðrum. Við styrkjum kristniboð í Grikklandi, Búlgaríu og einnig í Japan. Starf kristniboðans snýr einkum að menntun og sjúkraaðstoð, stofna kirkjur og styrkja þær sem eru starfandi í landinu. Markmið starfsins er alltaf að gera kristniboðana óþarfa, að starfið verði sjálfbært og heimamenn geti tekið yfir.“ Hvað ætlið þið að gera í kristniboðsvikunni? „Alls konar viðburðir eru í gangi til að vekja athygli á starfinu og safna peningum til þess. Bæði hefðbundnar samkomur þar sem við hittumst yfir hugleiðingu eða predikun, við fáum til okk- ar tónlistarfólk svo sem Elsu Waage óperusöngkonu, erum með kvikmyndasýningu, kaffihúsakvöld og svo bjóðum við upp á eþíópískan mat.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.