Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
VETTVANGUR
Sjálfstæðisflokkurinn verðurníutíu ára á næsta ári. Allanþann tíma hefur grundvall-
arstefnan um einstaklingsfrelsi og at-
hafnafrelsi í allra þágu ekki glatað
grammi af gildi sínu. Leiðarljós
hennar er jafn skært og í upphafi.
Þetta er ástæða þess að níutíu árum
síðar er flokkurinn stærsti flokkur
landsins í öllum kjördæmum.
Fjöldahreyfingin
Skýr hugsjón hristir að lokum af sér
jafnvel hörðustu persónuátök. Og
hún leikur sér að því að umbera blæ-
brigðamun í skoðunum flokksmanna,
sem er að sjálfsögðu fyrir hendi eins
og vera ber í breiðri fjöldahreyfingu.
Þrátt fyrir skýra hugsjón boðar
Sjálfstæðisflokkurinn ekki allt-
umlykjandi hugmyndakerfi sem ætl-
að er að vera forskrift að öllu lífi og
lífsviðhorfi manna. Sjálfstæð-
isstefnan er ekki „stjórnmála-
trúarbrögð“ sem geymir svör við öll-
um spurningum án þess að skilja eftir
pláss fyrir sjálfstæða hugsun. Þannig
má á vissan hátt segja að umburð-
arlyndi og svigrúm fyrir ólík viðhorf
séu innbyggð í sjálfstæðisstefnuna.
Ég tel að það sé styrkur fremur en
veikleiki.
Úr þremur flokkum í átta
Það er merkilegt að hugsa til þess að
eftir fyrstu þingkosningarnar sem
Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í voru
aðeins þrír flokkar á Alþingi. Í dag
eru þeir átta.
Spyrja má hvort
grundvallarhug-
sjónir Íslendinga
séu virkilega svo
margbreytilegar að
það þurfi átta
flokka til að endurspegla þær. Ég tel
svo ekki vera.
Hinn mikli fjöldi flokka skýrist að
hluta til af því að oft ráða persónur
úrslitum frekar en málefnin. Önnur
líkleg ástæða er að umburðarlyndi
gagnvart blæbrigðamun í skoðunum
fari þverrandi. Með öðrum orðum:
Að fleiri en áður kjósi að tilheyra
minni flokkum, þar sem allir eru
sammála um allt. (Sagan sýnir auð-
vitað að það endist sjaldan lengi.)
Erindi Sjálfstæðisflokksins
Í fjöldahreyfingu á borð við Sjálf-
stæðisflokkinn fylkjum við okkur um
grundvallarhugsjón en leyfum okkur
rökræðu um annað – og sækjum
beinlínis kraft í málefnalegt samtal.
Okkur þykir langsótt að stofna
stjórnmálaflokk um aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Hvað þá að
stofna flokk um að auka eignarhald
ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Aukið úrval á hlaðborði stjórnmál-
anna hefur ekki dregið úr erindi
Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti.
Skattamál eru þar einna efst á
blaði. Sú staðreynd kom skýrt fram í
kosningabaráttunni síðastliðið haust.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokk-
urinn sem berst með trúverðugum
hætti fyrir lækkun skatta á fólk og
fyrirtæki. Það skiptir öllu máli að
flokkurinn standi vörð um þann trú-
verðugleika og efni það sem kveðið er
á um í stjórnarsáttmálanum um
tekjuskatt einstaklinga og trygginga-
gjald. Ísland er háskattaríki. Við get-
um lækkað skatta og eigum að gera
það. Einstaklingar og fyrirtæki þessa
lands – sem eru vel að merkja lang-
flest lítil eða meðalstór – þurfa eðli-
legt svigrúm fyrir atorku sína.
Það er vanmetin staðreynd að út-
gjöld eru ekki ávísun á betri þjónustu
eða meiri afköst. Og sumum verk-
efnum er ofaukið. Það er eðlileg krafa
á stjórnmálamenn að þeir hafi kjark
til að forgangsraða. Kröfurnar um
aukin útgjöld og allskonar liðsinni
ríkisins eru látlausar, og það úr
mörgum áttum, sumum óvæntum.
Pilsfaldakapítalisminn er víða og
Sjálfstæðisflokkurinn á að mínu viti
að stemma stigu við
honum, á sama tíma
og við leggjum kapp
á að efla samkeppn-
ishæfni Íslands og
tryggja atvinnulífinu
góð skilyrði.
Áhersla á félagsmál hefur verið
samofin sjálfstæðisstefnunni frá upp-
hafi og sá þráður er sterkur í okkar
hugsjón. Takmark okkar er að
tryggja öllum tækifæri til að njóta sín
til fulls. Og gleymum því aldrei að
þau tækifæri eiga að ná til landsins
alls.
Ég býð mig fram
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til
varaformennsku í Sjálfstæðis-
flokknum. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að gegna trúnaðarstörfum fyr-
ir flokkinn á undanförnum árum sem
framkvæmdastjóri þingflokksins, að-
stoðarmaður ráðherra, frambjóðandi
í tvennum alþingiskosningum og ráð-
herra í tveimur ríkisstjórnum. Þetta
hafa verið krefjandi verkefni en fyrst
og fremst gefandi, því að það er í
senn ástríða mín og forréttindi að
vinna að framgangi sjálfstæðisstefn-
unnar, eiga samtöl og samvinnu við
fólk og hlúa að framtíð og tækifærum
íslensks samfélags.
Það hefur verið dýrmætt að fá
hvatningu víða að og hún vegur
þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til
að eiga samtöl við sem flesta á næstu
dögum og vikum um sóknarfæri okk-
ar sjálfstæðismanna.
Erindi okkar
’Ég hef ákveðið aðbjóða mig fram tilvaraformennsku íSjálfstæðisflokknum.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brynjar Níelsson þingmaður
skrifaði á Facebook: „Mörgum
finnst skrítið, að ég sem hef skoð-
un á öllu og ekki síst á því sem ég
hef ekki vit á, skuli
ekki hafa tjáð mig
um umskurðar-
frumvarpið. Ég er í
eðli mínu ekki
mikill bannstefnu-
maður. Fram hafa komið ýmis góð
rök með og á móti þessu frum-
varpi.
Samt hefði ég haldið að líkams-
meiðingar af þessu tagi væru nú
þegar refsiverðar í íslenskum hegn-
ingarlögum og veit ekki til þess að
umskurður hafi verið undanskilinn.
Kannski væri réttara að leggja fram
sérstakt frumvarp um að um-
skurður á börnum sé heimill ef
menn vilja að svo sé. Minnir að
Þjóðverjar hafi farið þá leið.“
Kristín Ómarsdóttir rithöf-
undur skrifaði á Facebook: „Fyr-
irlitning á fólki
sem vill drekka
áfengi og taka eit-
urlyf oftar en ekki
er blettur á þjóð-
arsál, er ekki í
boði, maður skyldi vakna morgun
hvern og hugsa á hverjum einasta
morgni og merkja við dagana og
sleppa því að fá sér nammi þegar
maður gleymir því að hugsa: ég
elska fólk sem kann ekki að hóf-
stilla notkun á áfengi og lyfjum, ég
elska það, ég elska það, ég elska
það, eftir mánuð hefur maður
kannski tamið sér smá ást.“
Tónlistarmaðurinn og skáldið
Atli Sigþórsson,
eða Kött Grá
Pje, tísti:
„Er almennt nei-
kvæður. En kann
að meta ýmislegt.
Ætla að gera smá
skurk í að hafa orð á því hvað ég
fíla, í bland við röflið.
Fyrst: Ég fíla kirsuber mjög vel.
Þau eru næs. Samt stundum bragð-
laus og sökkí. En ef þau eru góð
eru þau ýkt góð.
Jákvæðni # 2: Ég kann að meta
Conga-súkkulaðikex. Kremið er
aðeins of sætt, það er aðeins of
mikið af vanillu í súkkulíkishjúpnum
og svo eru stórar saltflygsur í kex-
inu. Það er pínu krapp en ég fílaða,
samt bara einstöku sinnum.“
Sænsku spennuþáttaröðinni
Brúnni lauk á mánudagskvöldið og
sátu margir eftir uppi með spurn-
ingar. Saga Garðarsdóttir leik-
kona auglýsti eftir svörum á tístum
fyrir móður sína, sem spurði: „Var
mamma hans Tommy og amma
mannsins í hjólastólnum eftir allt
saman góð? Í Broen altså?“
Kristján Freyr Halldórsson,
trommari, texta- og hugmynda-
smiður, var með
svör á reiðum
höndum: „Já, hún
var eftir allt saman
bara töff týpa á
húsbíl sem syrgði
son sinn og var réttilega ósátt við
lögregluna á sínum tíma. En að hún
skuli ekki hafa vitað að fyrirætl-
unum sonarsonarins, sem n.b. bjó
hjá henni, er frekar skrýtið.“
Veðrið gerði mörgum lífið leitt í
vikunni, meðal annars Nönnu
Rögnvald-
ardóttur, mat-
argúru með
meiru:
„Gat ekki notað
gangbrautarljósin
á Bústaðaveginum
í morgun; þegar ég reyndi að sópa
snjónum af takkanum til að ýta á
hann þjappaðist hann bara saman
og takkinn virkaði ekki.“
AF NETINU
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
ColourFutures2018
Cobalt Night