Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Side 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
H
inn sköllótti, freknótti, hressi
maður með áberandi mikið
frekjuskarð, Hjálmar Örn Jó-
hannsson, hefur skemmt fólki
í nokkur ár sem íslensk
snappstjarna. Tíu þúsund manns fylgjast dag-
lega með þessum hálffimmtuga manni sem
vinnur á daginn hjá fjölskyldufyrirtækinu
Brimborg. Heima í Árbænum er allt með kyrr-
um kjörum og Hjálmar er heima, enda í fæð-
ingarorlofi þessa mánuðina. Á meðan litla
barnið Logi sefur úti í vagni segir Hjálmar frá
því hvernig bekkjartrúðurinn endaði á hvíta
tjaldinu en hann leikur nú aðalhlutverkið í
nýrri íslenskri kvikmynd.
Skylda að vinna á leikskóla
Leikföng liggja á gólfinu í stofunni hjá Hjálm-
ari, enda býr þarna lítill átta mánaða snáði.
Hjálmar er kominn aftur á æskuslóðirnir eftir
að hafa búið víða um bæinn.
„Ég er alinn upp í þessu húsi,“ segir Hjálm-
ar en litla fjölskyldan býr á hæðinni fyrir neð-
an foreldra Hjálmars. Hann á einnig tvær dæt-
ur, 18 og 22 ára, frá fyrra sambandi, sem hann
segir „nánast fullorðnar“.
„Svo fékk ég einn lítinn kút í verðlaun, á
gamalsaldri,“ segir hann og hlær. „Annars er
það mjög gott, maður er búinn að ganga í
gegnum alls konar, gera mistök og læra betur
inn á sjálfan sig, þannig að það er eiginlega
miklu betra núna. Ekki það að ég sé að fara að
mæla með því að eignast börn svona seint, en
það er eitthvað gott við það. Annað sem hefur
hjálpað mér gríðarlega var að ég vann á leik-
skóla. Það vil ég meina að ætti að vera í lögum,
að allir ættu að vinna á leikskóla áður en þeir
eignast börn. Það er ákveðin forvörn í því,“
segir hann og hlær.
„Það að eignast barn er nefnilega ekki bara
krúttlegt. Þetta er full vinna.“
Óagaður í eðli mínu
Hjálmar segir æskuna hafa verið áhyggju-
lausa; hann gekk í Árbæjarskóla á milli þess
sem hann sparkaði bolta. Lærdómur hafi ekki
verið hans sterkasta hlið, að hans sögn, enda
er hann með ADHD sem truflaði alla einbeit-
ingu.
„Mér gekk sæmilega í grunnskóla. Svo fór
ég í Menntaskólann við
Sund og þá yfirtók fé-
lagslífið allt annað, ég
gat ekki fókuserað á að
læra. Mér fannst svo
gaman. Ég er rosalega
óagaður, þó ég sé ekkert
alinn þannig upp. Ég er
óagaður í eðli mínu,“
segir Hjálmar og segir
að menntaskólanámið
hafi tekið enda eftir tvö
ár.
„Ég sá aldrei eftir því að hafa ekki klárað og
farið í háskóla, fyrr en kannski núna, það er
pínu eftirsjá. En á móti, þá fór ég bara aðra
leið.“
Hjálmar segir að alltaf hafi verið stutt í grín-
ið, alveg frá blautu barnsbeini.
„Ég hafði rosalega gaman af því að fá fólk til
að hlæja. Ég var trúðurinn í bekknum og í
menntaskóla tók ég þátt í uppistandskeppni og
lenti í þriðja sæti. Þetta var skemmtilegt en á
þeim tíma var enginn stökkpallur í þetta, uppi-
stand var ekkert byrjað. Þannig að þetta fjar-
aði bara út og eftir á að hyggja er ég rosalega
feginn að þessi athygli sem ég er að fá núna sé
að koma svona seint í lífinu. Ég er ekkert viss
um að ég hefði höndlað það á yngri árum, eins
og ég var. Mér finnst stundum eins og mér hafi
verið ætlað að gera þetta svona seint.“
„Þú ert með ADHD“
Hjálmar fór fljótlega að vinna hjá fjölskyldu-
fyrirtækinu Brimborg og var lengi sölustjóri
notaðra bíla, en vinnur nú
með öldruðum föður sín-
um við að ferja bíla á milli
staða. Eftir tæpan áratug
sem sölustjóri færði
Hjálmar sig yfir á Vef-
pressuna og seldi þar
auglýsingar. Þaðan fór
hann að vinna á leikskól-
anum Múlaborg og er nú
kominn aftur til Brim-
borgar, ásamt því að
skemmta á kvöldin og um
helgar. Fyrir utan að skemmta tíu þúsundum á
snappinu.
Hjálmar nefnir að hann sé augljóslega með
ADHD, en ekki hafi verið farið að greina börn í
þá daga. „Menn bara sáu það,“ segir Hjálmar
og nefnir að sumir sjái það strax, enn í dag.
„Þegar ég var að vinna á leikskólanum
Múlaborg, þar sem eru krakkar með alls kyns
greiningar, þá sá deildarstjórinn minn það
strax. Þegar ég spurði hana eitt sinn hvort ég
ætti ekki að fara eftir einhverju plani, eins og
allir aðrir, svaraði hún: „Veistu Hjálmar, ég sá
það bara strax, þú ert með ADHD og það bara
hentar þér ekki. Ég ætla bara að leyfa þér að
stjórna þessu sjálfur, það gengur svo rosalega
vel.“ Þetta er í fyrsta skipti sem einhver mann-
eskja tók eftir þessu strax, þetta var magnað,“
segir hann og lofar starfið.
„Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef
unnið, og deildarstjórinn var ekki að reyna að
troða mér í neinn kassa. Ég fékk rosalegt
frelsi.“
Hvítvínskonan mjög vinsæl
Hjálmar fær útrás fyrir sprelligosanum í sér í
gegnum snapchat-forritið þar sem hann kemur
fram í gervi ýmissa persóna sem hann hefur
skapað. Ævintýrið hófst fyrir fimm árum.
„Árið 2013 keypti ég gamlan snjallsíma og
setti inn þetta snapchat-forrit. Fyrst var ég
bara með vini og vandamenn, tíu, fimmtán
manns. En á einu og hálfu ári var ég kominn
með 500 manns,“ segir hann.
„Mér fannst svo merkilegt að fimm hundruð
manns væru að fylgjast með mér, alveg magn-
að. Þá fór ég að gera lítil leikrit, og búa til kar-
aktera. Ég gerði oft langar sögur, svona
sketsa. Ég notaði forritið til að koma á fram-
færi því sem ég vildi skapa. Svo vatt þetta upp
á sig og allt í einu var ég kominn með tvö þús-
und, svo fimm þúsund og er með tíu þúsund
fylgjendur í dag. Það er óraunverulegt að vera
Snapparinn og kvikmyndaleikarinn
Hjálmar Örn Jóhannsson er nú
heima í fæðingarorlofi og nýtur þess
að vera með syni sínum Loga.
Morgunblaðið/Ásdís
Ég var trúðurinn í bekknum
Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á
föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Svo vatt þetta upp á sigog allt í einu var ég kom-inn með tvö þúsund, svofimm þúsund og er með tíu
þúsund fylgjendur í dag. Það
er óraunverulegt að vera
með svona marga, en ég er
samt mjög þakklátur að það
séu svona margir að horfa.