Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 21
Rebekka og Ellert útskrifuðust bæði úr arkitektúr úrSCAD-háskólanum í Bandaríkjunum fyrir rúm-lega fimm árum. Rebekka er í dag arkitekt hjá Arkís arkitektum og Ellert hjá Archus. „Við bjuggum í fimm ár í yndislegu borginni Savannah,“ útskýrir Re- bekka sem segir fjölskylduna þó kunna vel við sig í Hlíð- unum. Í hverfinu séu til að mynda Klambratún, Kjarvals- staðir og Reykjavík Roasters í eftirlæti. „En vinirnir sem búa í hverfinu standa klárlega upp úr.“ Hjónin segja stílinn á heimilinu mínimalískan, hráan og persónulegan. „Jarðlitir og náttúruleg efni eru ríkjandi á heimilinu í bland við nóg af plöntum,“ útskýrir Rebekka. Aðspurð hvað sé efst í huga þegar heimilið er innréttað segir Rebekka mikilvægt að byrja að huga að heildar- myndinni og að skapa heildrænt útlit. Velja sér ákveðna liti og efnispallettu til að vinna með. Skapa rétt hlutföll í rýminu og nota lýsingu til þess að skapa ákveðið andrúms- loft eða stemningu. „Svo er það líka að gera heimilið sitt svolítið persónulegt, að persónuleiki eigandans fái að skína í gegn. Svo þarf skipulagið að vera gott til að heim- ilið haldist nú hreint.“ Hjónin versla helst í Epal og Willamia hér á Íslandi. „Svo er alltaf hægt að finna fallega smáhluti í Hrím og Snúrunni. Petit er svo með einstaklega fallega hluti í barnaherbergið. Erlendis verslum við helst í CB2 og svo finnst mér skemmtilegast að versla í litlum „local“ búðum þar sem hægt er að finna persónulega eða handgerða muni. Það er hefð að kaupa allavega einn slíkan hlut í hverri utanlandsferð.“ Hvað varðar innblástur nefnir Rebekka fyrst ferðalög bæði innan og utanlands. „En annars skoða ég síður eins og archdaily og dezeen daglega og elska að setjast niður með góðan kaffibolla og gott tímarit eða bók. Þar stendur Rum Magazine upp úr eins og er.“ Aðpurð að lokum hvað sé á óskalistanum inn á heimilið svarar Rebekka: „Fleiri Wishbone-stólar frá Hans Wegn- er eða nýr bekkur við borðstofuborðið. Svo hefur staðið til lengi að skipta út bekknum í forstofunni.“ Eldhúsið er mínimalískt og smart. Hjónin sækja meðal ann- ars innblástur í ferðalög bæði innanlands og utan. Heillandi heimili arkitekta í Hlíðunum Hjónin Rebekka Pétursdóttir og Ellert Hreinsson búa í skemmtilegri íbúð í Hlíðunum ásamt dóttur sinni. Hjónin, sem bæði eru arkitektar, sækja innblástur til að mynda í ferðalög. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hjónaherbergið er hlýlegt, persónulegt og hrátt í senn. Hjónin Ellert og Rebekka hafa búið sér afar fallegt heimili. Á heimilinu er nóg af fallegum plöntum. 25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 www.husgagnahollin.is VE FVERSLUN A LLTAF OP IN TAXFREE AFSLÁTTUR* af La-Z-Boy og Broyhill * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti. Gildir ekki af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.