Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
Í
annað eyrað barst samtal í fréttum í útvarpi
um að það vanti upp á að íslenska þjóðin hafi
staðið við fyrirheit sín gefin á ráðstefnu í
Kyoto fyrir aldarfjórðungi, um að draga úr
„losun“ út í andrúmsloftið. Hún hafi þá viljað
taka þátt í því að stoppa það að jörðin ofhitn-
aði af mannavöldum, bræddi úr sér, svo líkingamál
bifreiðaverkstæða sé notað. Íslenskur kommissar
umhverfismála upplýsti að það vantaði fjórðung upp
á það, að Íslendingar hefðu staðið við sitt.
Og þetta hafi gerst þrátt „fyrir íslenska ákvæðið“
um 10% afslátt, sem landinn hafi fengið „út á forna
frægð í loftslagsmálum“. Sérstaklega var tekið fram
að nú þýddi ekki lengur að vísa á þessa fornu frægð.
Nú yrðu menn einfaldlega að standa sig „eins og aðr-
ir“.
En sú forna frægð, sem vísað er til, er fjarri því að
vera gömul. Hún nær því varla að vera 30 árum eldri
en bréfritari. Hún er þannig miklu yngri en sú forn-
aldarfrægð sem Jónas Hallgrímsson spurði um í
sömu andrá og um frelsið og manndáðina bestu. Hún
er næstum því öldinni yngri en spurning Jónasar um
fornaldarfrægðina.
Framsýnir fornmenn
Þessi meinta fornaldarfrægð segir frá afrekum fram-
sýnna manna, eins og Jóns Þorlákssonar og Einars
Benediktssonar og fleiri, sem vildu nýta þann kraft
sem landið býr yfir og hefur umfram það sem mörg
önnur lönd gera. Þeir vildu sýna fram á að landið væri
ekki sá útnári og berangur sem ekkert gæfi af sér,
eins og stundum var látið.
Þessi fornmannakraftur var ekki vegna þess að um-
ræða um loftslagsmál væri þá komin í tísku, eins og
nú er, þegar umræða um þau er sveipuð bannhelgi,
ekkert ósvipaðri þeirri sem einkenndi stundum um-
ræðu um trúmál.
Íslendingar höfðu vissulega ekki komið sér fyrir í
landi sem bjó yfir gæðum sem skjóta þjóðum í
fremstu röð ríkisbubba, eins og olíu og kolum eða
kopar og enn meira glansandi góðmálmum. Og þá
voru þeir ekki með úran, sem er galdrastafur vopna
kjarnorkuveldanna og eins kjarnorkuveranna sem
stórlönd Evrópu geta ekki þrifist án.
Úrgang geislavirkra efna er enn örðugra að losna
við en plast, sem nú er í hátísku að fjalla um og for-
dæma, eftir frægan þátt Attenboroughs. Það er sagt
að plastik sé framleitt á 5 sekúndum, notað í 15 sek-
úndur og það taki 500 ár að eyða því.
Kjarnorkuframleiðslan er tímafrekari og nýtingar-
tíminn lengri en vandræðin við að geyma úrganginn
eru svo mikil að menn kjósa helst að fjalla ekki um
það. Plastið, þótt vont sé, er ekki eins bráðdrepandi.
En það er því prýðilegt efni í umræðu og skaust upp á
himinhvolf hennar á sama hraða og kvennamál Harv-
eys Weinsteins, en þau hafa orðið til þess að annar
hver karl um allan heim liggur undir grun um svipað
atferli og kvikmyndamógúllinn.
Myndin af plastinu í fjöruborði og svamlandi um öll
heimsins höf er einkar ógeðfelld og slær á tilfinningar
fólks. Og fáir eru þeir sem finna ekki til sektarkennd-
ar í þeim efnum eða ættu að gera það. Til viðbótar við
tilfinningaáhrifin bættust þau vandræði að Kína hef-
ur lokað fyrir það að taka við plastúrgangi frá sið-
menntuðum þjóðum, sem þurfa að koma honum af
sér.
Það jákvæða og neikvæða
Það er svo bannfært hneykslismál, sem ákveðið hefur
verið að horfast ekki í augu við, að endurvinnsla á
plastumbúðum er að hluta til hreint blekkingartal, til
að láta nútímamanninum líða betur. Eins konar proz-
ac í ræðuformi.
Það er vissulega huggunarríkt að 97% vísinda-
manna, sem láta loftslagsmál til sín taka, séu al-
gjörlega sammála um þau og að allir stjórnmálamenn
heims, nema hugsanlega Donald Trump, séu sam-
mála 97 prósentum vísindamannanna.
Það má slá því föstu að gjörvallt það mannkyn, sem
hægt sé að taka mark á í þessum efnum, telji að
öruggt sé að loftslagshættan nú sé af mannavöldum
og þess vegna sé raunhæft að leggja til mannlegar
mótaðgerðir við henni. Þótt mannkynið sé sökudólg-
urinn, þá má segja að það hafi heldur betur dottið í
lukkupottinn í þetta sinn, því hingað til hefur enginn
mannlegur máttur getað neitt átt við hlýnun eða
kólnun veraldarinnar.
Það er nú svo að 90% af tímanum er kólnunin aðal-
áhættan en hlýnunin aðeins í 10% tilvikanna og nú í
fyrsta sinn er hægt að stjórna vörninni beint úr um-
hverfisráðuneytum heimsins.
Efast um efasemdamenn
Þeir eru til sem segja að þessi eindrægni vísinda-
manna sé tilkomin með sérstakri tækni. Svo hátt
hlutfall vísindamanna sé fundið með því að taka alla
þá út fyrir sviga sem hafi efasemdir um það hversu
vísindaleg þessi niðurstaða sé. Slíkir séu afgreiddir,
þegar af þeirri ástæðu, sem óforbetranlegir afneit-
unarmenn og í besta falli efasemdamenn og þar með
ekki marktækir vísindamenn. Þeir teljist því ekki
með frekar en afneitunarmenn og efasemdamenn á
kirkjuþingum forðum tíð. Þrjú prósent vísindamann-
anna, sem skeri sig úr fjöldanum, en fái samt að vera
með í útreikningunum, séu ekki beinir„afneitarar“ og
í sjálfu sér ekki raunverulegir efasemdamenn, því
þeir telji aðeins æskilegt að renna enn sterkari stoð-
um undir vísindakenningarnar, áður en öllu sé end-
anlega slegið föstu. Þess utan væri dálítið glannalegt
að tala um 100% hópsins.
Leikmönnum þykir dálítið óþægilegt þegar vísinda-
leg umræða fellur í slíkan farveg og sé varin með
næstum ofsakenndum ákafa og útskúfunum. Mætti
ekki ætla, að þeir sem hafa, að eigin sögn, allan vís-
indaheiminn með sér, þyrftu ekki að hafa áhyggjur af
fáeinum sérvitringum og undirmálsmönnum að auki
og vera opnir fyrir því að taka efnislega umræðu við
þá?
Fyrir okkur leikmenn er þó ekki önnur aðferð tæk
en að leggja til grundvallar það sem stutt er af mest-
um vísindalegum þunga. Og það hafa flestir gert.
Allur hinn pólitíski heimur hefur fylgt hinni „óum-
deildu“ niðurstöðu fast eftir og notar sömu aðferð og
gert er innan vísindaheimsins og neitar að taka um-
ræðu við efasemdamenn og afneitunarmenn.
Sá frægi kappi Al Gore neitar að svara þeim blaða-
mönnum á fréttamannafundum sem koma upp um sig
með spurningum sínum að þeir séu efasemdamenn og
jafnvel afneitarar. Þegar einhver þeirra spurði Gore
nýlega hvað liði fullyrðingum hans um að ísinn á
norðurskautinu yrði horfinn árið 2007 sá varaforset-
inn fyrrverandi að þar fór samanfrosinn efasemda-
maður og hann þyrfti því ekki að svara honum. Og
Gore hitti naglann á höfuðið því að blaðamaðurinn
hafði bersýnilega efasemdir um að ísinn á norður-
skautinu hefði horfið árið 2007 og það munu fleiri
hafa.
Fulltrúar fólksins
Stjórnmálamenn eiga það flestir sameiginlegt, hvað
þetta efni varðar, að sýna næstum vandræðalega
undirgefni og þeir spyrja aldrei upphátt spurninga
um eitt né neitt, heldur láta nægja að vitna.
Nú ætti ekki að vera neitt að því að spyrja spurn-
Hefur hjól
neanderdals-
mannsins ryðgað?
Reykjavíkurbréf23.02.18