Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2018 William gamli Shakespeare er talinn mestur höfunda á enskri tungu. Samdi á sínum tíma 37 leikrit, liðlega 150 sonnettur og önnur ljóð. Íslend- ingum eru mörg leikritanna að góðu kunn; nefna má af handahófi Rómeó og Júlíu, Hamlet og Jónsmessunótt. Flestir eru vanir einu leikriti í einu en nú verður breyting á. Sjeikspír eins og hann leggur sig er „frábærlega fyndinn, hraður og margrómaður gamanleikur“ sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir um næstu helgi. Í kynn- ingum hefur raunar verið talað um nýstofnað Sjeikfélag Akureyrar, sem hefur „meira af kappi en listrænu Sesselía Ólafsdóttir, Jó- hann Axel Ingólfsson og Benedikt Karl Gröndal. innsæi, eða staðgóðri þekkingu á verkum og ævi William Shakespeare, ákveðið að flytja öll verk skáldsins, 37 tals- ins á 97 mínútum“. Um er að ræða sýningu sem hefur verið sýnd í níu ár samfleytt á West End í London. Leikfélag Íslands sýndi verkið fyrir 17 árum í Iðnó og síðar í Loftkastalanum, það hefur verið aðlagað og þýtt á ótal tungumál og það verk- efni leysti nú af hendi Vilhjálmur Bergmann Bragason, annað Vandræðaskáldanna svokölluðu á Akureyri. Vand- ræðaskáldin, Vilhjálmur og Sesselía Ólafsdóttir, semja tónlist fyrir verkið en auk Sesselíu leika Benedikt Karl Gröndal og Jóhann Axel Ingólfsson í sýningunni. Já; þrír leikarar flytja öll leikrit meistarans. Þó ekki í heild enda sýningin aðeins 97 mínútur. Spennandi! skapti@mbl.is William Shakespeare Allur Sjeikspír á mettíma 37 leikrit meistara Shakespeares í meðförum þriggja leikara á 97 mínútum! Ljósmynd/Auðunn Níelsson Ekkert er nýtt undir sólinni. Morgunblaðið sagði frá því í september 1988 að jörð skylfi undir fótum Grímseyinga. „Öflugasti skjálftinn í yfir- standandi hrinu brast á um kl. 20.20 á sunnudagskvöld þegar Grímseyingar voru flestir að horfa á sjónvarpsfréttir og börn að leika útivið. Mikill óhugur greip um sig í eynni. Mönnum varð ekki svefnsamt um nóttina, en róuðust þó nokkuð eftir að haldinn hafði verið fundur í fé- lagsheimilinu Múla með þeim Guðmundi Sigvaldasyni jarð- fræðingi og Páli Einarssyni jarð- eðlisfræðingi. Þeir héldu til Grímseyjar á sunnudagskvöld. Fundurinn hófst eftir miðnætti og stóð til að ganga þrjú,“ sagði í blaðinu miðvikudag 14. sept- ember. Rætt var við Hólmfríði Har- aldsdóttur, sem var heima að strauja um miðjan föstudag þeg- ar fyrsti kippurinn kom. „Mér fannst koma bylmingshögg á norðurvegg hússins og fann ég hvernig skjálftinn skreið undir húsið, fyrst undir vinstri fótinn og svo undir þann hægri þar sem ég stóð við strauborðið og síðan sem leið lá suður með húsinu.“ GAMLA FRÉTTIN Skjálftar í Grímsey Haraldur, Björg, Bjarney og Stella voru úti að leika sér þegar stóri skjálftinn kom og hlupu strax heim til mömmu, sagði undir þessari mynd í blaðinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞRÍFARAR VIKUNNAR Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður Sverrir Guðnason leikari Björn Borg tennishetja RELEVE Model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 399.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 539.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- SAVOY Model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 223 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- ETOILE Model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 419.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 449.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.