Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Millifyrirsagnir eru blaðsins. Úr formála: Hvernig öðlast skáldverk, fræðirit og skemmtiefni alþjóðlegt gildi? Hvernig hafa hugmyndir og kenn- ingar borist um heiminn? Eða lær- dómur og trúarbrögð, söguleg vitn- eskja og verkþekking? Hvernig hefur verið hægt að greiða fyrir við- skiptum og samningum þjóða sem búa við ólíkar aðstæður og siðvenjur? Hvernig má fregna það sem gerist í fjarlægum löndum? Með þýðingum. Með svifbrúm yfir sundin sem aðskilja málheima og menningarsvæði – með því að talað mál og textar eru flutt að nýju á ann- arri tungu; með störfum einstaklinga sem ráða yfir kunnáttu í tveimur eða fleiri málum og geta þar með miðlað margskyns reynslu og þekkingu. Úr greininni „Skapandi tryggð. Shakespeare og Hamlet á íslensku“, þar sem m.a. er fjallað um hvernig Helgi Hálfdanarson fylgir eftir texta og myndmáli Shakespeares: Það er sérstaklega spennandi að fylgjast með slíkri textafylgni Helga þegar hann glímir við óvenjulegt orðalag eða myndmál í línum Shake- speares, til dæmis þegar sendiboði segir konungi um Laertes að „The ocean, overpearing of his list, / Eats not the flats with more impetuous haste“, eða þegar Póloníus minnir Laertes á að „The wind sits in the shoulder of your sail“. Matthías Jochumsson kýs að fylgja frumtext- anum ekki orðrétt eftir heldur þýða samkvæmt viðteknu íslensku orð- færi, í fyrra tilfellinu: „Hafið veltist / ei ofsalegar yfir flóðgirðingar / og inn á land […]“, og í því síðara: „Því vind- ur blæs nú beint í voðir þínar“. Skapandi þýðing Þýðing Helga reynist mun meira skapandi þótt orðréttari sé: „Hafsjór sem brotið hefði varnargarð / gæti’ ekki hraðar hámað undirlendið“ og „nú stendur byr í herðar segla þinna“. Þýðing Helga sýnir, að mínu áliti, að þegar um óvenjulega málbeit- ingu er að ræða á frummálinu getur vökul og hugkvæm nánd við frum- textann reynst frjóasti þýðingar- kosturinn. […] Þó að Helgi sýni oftlega mikla hug- kvæmni í slíkri textafylgni, á hann það til að forðast orðrétta þýðingu þegar maður hefði þó helst vænst hennar. Þetta er ekki endilega við- leitni til að forðast það að þýðingin verði „þýðingarleg“, eins og sagt er, því slíkt veltur á setningaskipan fremur en orðavali (og „orðrétt“ þýð- ing Helga er sjaldan „orð-fyrir-orð“ þýðing). Í Hamlet er að finna fræg- ustu hendingu sem Shakespeare lét frá sér fara, línu sem margir hafa á hraðbergi (og kunna á frummálinu), jafnvel þótt þeir hafi aldrei lesið leik- ritið eða séð það á sviði: „To be, or not to be, that is the question“. Þessa línu þarf þýðandi ekki einu sinni að „merkja“ sem fræga línu, hún virðist alveg sjá um sig sjálf með sínum sáraeinföldu orðum; þarna er bara sögnin að „vera“, neitunarorðið, og svo orðið „spurning“. Enda þýðir Matthías að því er virðist á ofur eðli- legan hátt: „Að vera eða’ ekki, það er þessi spurning“. En ef betur er að gætt hljótum við að heyra áhersluna sem skapast við tvítekningu sagnar- innar og finna hversu afleitt er að sleppa henni. Jafnframt er „question“ í raun mun veigameira orð en svo að rétt sé að skilja það einungis sem beina spurningu – þó að línan sé stundum skilin þannig að Hamlet sé einvörðungu að glíma við spurn- inguna hvort hann eigi að fyrirfara sér eða ekki. Eins og sjá má í þýðingu Helga hefur hann glímt við bæði þessi vandamál en samt hefur þurft tölu- verða dirfsku til að láta glímuna end- urspeglast í þessari „einföldu“ línu: „Að vera, eða’ ekki vera, þarna er ef- inn“. Í örfáum orðum fáum við hér gott dæmi um hæfileika Helga til að meta gildi rismikilla orða og stöðu þeirra í stigveldi merkingarinnar. Fyrst fylgir hann frumtextanum ná- kvæmlega eftir og varðveitir því þá háspekilegu og tilvistarlegu túlkunar- möguleika sem „ekki vera“ felur í sér, en í seinni línuhelmingi felst texta- fylgnin raunverulega í því að bregða út af „eðlilegri“ orðréttri þýðingu og þessi velkunna hending lifnar öll við fyrir vikið. Úr greininni „Jaðarheims- bókmenntir“, þar sem m.a. er vikið að umfjöllun bókmenntafræðingsins René Wellek um hugtakið „heims- bókmenntir“, sem hann oftar en einu sinni tengir við „allar bókmenntir frá Íslandi til Nýja-Sjálands“, m.a. í frægri bók, Theory of Literature (1949) sem hann skrifaði með Austin Warren. Þar segir: „Hugtakið „heimsbókmenntir“, þýðing á Weltliteratur Goethes, er ef til vill óþarflega tilkomumikið, þar sem það felur í sér að kanna skuli bókmenntir í heimsálfunum fimm, frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Goethe hafði reyndar ekkert slíkt í huga. Hann notaði „heimsbókmenntir“ sem vísun til þess tíma þegar allar bók- menntir myndu verða ein heild. Þetta var hugsjón sameiningar allra bók- mennta í einum allsherjar samhljómi, þar sem hver þjóð myndi eiga sinn þátt í alheimskonsert.“ Heimskort bókmenntanna Hvað er Wellek að flengjast svona fram og aftur milli Nýja-Sjálands og Íslands? Það er sem þessi lönd séu látin ramma inn heimskort bók- menntanna […]. Ég tel að einnig skipti máli í þessu sambandi að ey- þjóðir þessar og fyrrverandi nýlend- ur eru í ákveðinni jaðarstöðu í þeirri vestrænu heimsmynd sem Wellek hefur í huga. Í þessum löndum býr að mestu „vestrænt“ fólk en eyþjóðirnar eru samt táknmyndir fjarlægðar og framandleika og sem slíkar geta þær vísað í senn til ystu marka vestrænn- ar menningar og til þeirrar víðáttu sem við blasir jafnskjótt og litið er burt frá þröngt skilgreindu vestrænu hefðarveldi. Og Wellek óar við því að missa hugtakið út í þessa víðáttu, þetta „óþarflega tilkomumikla“ svið, þar sem hætta er á að það leysist upp […]. En ég held að Wellek hafi rétt fyrir sér þegar hann tilgreinir þetta sem einn af merkingarþáttum hug- taksins. Þessi skilningur á heims- bókmenntum er greinilega í andstöðu við hið afmarkaða hefðarveldi sem „vel lesinn“ einstaklingur getur kom- ist yfir með markvissri viðleitni. Eng- in ein manneskja kemst yfir að lesa allar heimsins bókmenntir en hún getur vitað af þeim á sinn hátt; þær eru áskorun til hennar að kynnast lífi og hugsun fólks á þessum hnetti. Til þess þarf að horfa út fyrir þann bók- menntagarð sem er manni næstur og aðgengilegastur. Úr lokagreininni, en hún nefnist „Heimar þýðinga“: Að setja eitt orð (eða fleiri) í annars stað, að finna leið til að endurskapa óvenjulegt myndmál í frumtexta, að móta og ydda málsgrein eða ljóðlínu á sérstakan hátt, að flytja menning- arvísun í frumtexta yfir í samhengi þar sem hún skilar sér ef til vill ekki á jafn greiðan hátt – þessi og ótal við- fangsefni önnur eru hluti af túlkun og endurritun þýðandans, og það jafn- gildi sem er leiðarljós hans hverju sinni mótast ennfremur af heild- arskilningi hans og túlkun á verkinu öllu. Slík túlkun einstakra verka felst í flutningi í fleiri en einum skilningi þess orðs. Rétt eins og verk tónskálds er flutt af hljóðfæraleikurum og/eða söngvurum, leikrit er flutt af leikhópi, eða ljóð lesið upp í útvarpi – allt með ákveðnum túlkunaráherslum hverju sinni – þannig er sérhver þýðing ein- stakur flutningur á frumverki. Önnur ólík þýðing á sama verki kann einnig að vera góðra gjalda verð þótt hún túlki það á annan hátt. […] Þótt þýðing sé flutningur verks – einnig í þeim skilningi að það er flutt yfir mörk sem skilja að ólík mál og menningarheima – þá leiðir samsvör- unarvinnan á landamærunum til þess að útkoman er blendingur. Hinn nýi texti er sköpun þýðandans en verkið telst enn frumhöfundarins – það hef- ur líkt og smogið út úr orðaheimi sín- um og inn í hinn nýja skapnað, og er þar þekkjanlegt jafnvel þótt það hafi runnið saman við nýjan málheim. […] Mótsagakenndar hömlur En í þýðingum, eins og því hugtaki er oftast beitt, búa einnig þær hömlur sem greina þær frá óbundnari end- urritun. Þótt tungan sé önnur leita þýðendur samsvörunar eftir ýmsum merkingarleiðum: í endursköpun stí- leinkenna og framsetningar og í eft- irlíkingu þess umheims, veruleika, sem birtist í frumverkinu. Þessar hömlur, sem eru jafnframt viðspyrna þýðandans, geta þó virst mótsagna- kenndar. Þó að orð frumtextans skili sér einungis að takmörkuðu leyti yfir landamærin, þá eru gæði þýðingar samt iðulega metin eftir því hvort hún teljist standa skil á orðum höfund- arins; hvort hún túlki merkingu þeirra, framsetningu þeirra í bygg- ingu og stíl, með viðunandi hætti. […] Það er í raun fátt auðveldara en að benda á dæmi um að orðum skáld- verks sé ekki komið áleiðis í þýddum texta og slíkar ábendingar nægja oft til að skapa fordóma gegn þýðingum, sérstaklega þegar ekki er staldrað við til að hugleiða hvað felist í að koma merkingu orða til skila og hverskonar túlkun það kalli á. Þá er ekki heldur litið til þess að þýðandinn stundar iðju sína, fremur list sína, í afmörkuðu rými – þar sem hann nýtur þess þó líka að standa á skilum menningar- heima og vinna með þræði úr þeim báðum. Nýi textinn sem hann leggur fram er óhjákvæmilega breytt verk – afurð tveggja höfunda sem hafa unnið á ólíkum forsendum. Þetta er blöndun og hún þvælist fyrir þeim sem hefðu viljað skilja á milli höfundanna eins og við teljum okkur geta gert þegar við metum til dæmis söng og ljóð: flutn- ing söngvarans á ljóði skáldins. Þýðingin sem blendingur: Þarna felst gildi og sérstaða þýðinga – og af þessum samruna spretta hugsanlega einnig fordómar gegn þýðingum og „óhreinleika“ þeirra. En með þessum blendingi, þessum sérstaka samleik verks og nýs texta á vegum tveggja höfunda, geta undur gerst; töfrar nýrrar samræðu. Af heimi þýðinga Í bókinni Orðaskil – Í heimi þýðinga, sem Háskólaútgáfan gaf út sl. haust, fjallar Ástráður Eysteinsson um hlutverk og stöðu þýðinga í íslenskum bókmennta- og menningarheimi, veltir fyrir sér þeirri menningarsamræðu sem einkennir þýðingar, ígrund- ar stöðu þeirra í bókmenntasögunni og hlutverk þeirra á sviði heimsbókmenntanna og rýnir í mikilvægar íslenskar þýðingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flutningur Ástráður Eysteinsson fjallar um hlutverk og stöðu þýðinga í ís- lenskum bókmennta- og menningarheimi í bók sem hann nefnir Orðaskil. Meira til skiptanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.