Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Hjólabretti Ungmenni úr félagsmiðstöðinni Fókus í Grafarholti bregða á leik á brettasvæðinu í Laugardalnum. Hanna Eitt af áherslu- atriðum mínum í fjár- lögum ársins 2018 var að styrkja úr- skurðarnefnd um- hverfis- og auðlinda- mála í þeim tilgangi að vinna á uppsöfn- uðum málum og hraða þannig úr- skurðum í kæru- málum fyrir nefnd- inni. Kæruaðilar geta verið framkvæmdaaðilar, ein- staklingar eða umhverfisvernd- arsamtök. Enginn þessara aðila hefur hag af löngum málsmeðferð- artíma. Nokkrar ástæður eru fyrir því hversu langan tíma hefur tekið að úrskurða í kærumálum. Í upphafi þegar úrskurðarnefndin var sett á laggirnar var hún undirmönnuð, kærumálum hefur fjölgað og ein- stök mál og málaflokkar eru tölu- vert þyngri en áður. Lögbundinn úrskurðartími nefndarinnar er þrír mánuðir en sex mánuðir í umfangsmiklum málum. Slíkum málum hefur fjölg- að á undanförnum árum. Á árinu 2017 bættist eilítið við málahal- ann, en á sama tíma styttist af- greiðslutími fyrir nefndinni lít- illega. Meðalafgreiðslutími var um níu mánuðir. Flest kærumál tengj- ast skipulags- og byggingar- málum, en leyfisveitingar sem byggjast á mati á umhverfisáhrif- um hafa verið 10-20% mála. Hin síðarnefndu eru oft umfangsmikil og flókin. Ég bind vonir við að þær auknu fjárheimildir sem Alþingi tryggði úrskurðarnefndinni muni á næstu árum leiða til skemmri málsmeðferðartíma fyrir nefndinni, en ljóst er að nokkurn tíma tekur að ná því markmiði. Mikilvægt er að fylgjast grannt með þróun þessara mála. Að mínu mati er þó ekki nóg að tryggja að málsmeðferðartími kærumála sé innan marka hins lögbundna úrskurð- artíma. Það þarf líka að auka sátt um bæði umhverfis- og nátt- úruvernd og um ýmsar fram- kvæmdir. Ég tel að í mörgum til- vikum megi ná niðurstöðu sem er viðunandi fyrir flesta, þó svo að stundum séu framkvæmdir það stórar að grundvallarágreiningur stendur um hvort ráðast eigi í þær eður ei. Aðkoma almennings og umhverfisverndarsamtaka fyrr í ferli ákvarðanatöku gæti skilað okkur meiri sátt og þar með færri kærumálum. Verkefnið fram und- an er því ekki síður að finna leiðir til þess að svo megi verða. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson »Ég bind vonir við að þær auknu fjárheim- ildir sem Alþingi tryggði úrskurðar- nefndinni muni á næstu árum leiða til skemmri málsmeðferðartíma Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlinda- ráðherra. Aukið fjármagn til úrskurðarnefndar Á síðasta ári gerði ég mér ferð á pallana í ráðhúsinu til að mót- mæla fyrirhuguðum framkvæmdum á svo- kölluðum Bykoreit sem mér fannst ógna öryggi mínu í Vest- urbænum eftir búsetu hér í tæp 30 ár. Fyrirmynd mín var mamma, sem ein- hvern tíma æddi niður í ráðhús og inn á skrifstofu Davíðs Oddssonar, hellti sér yfir hann og stoppaði þar með „skipulagið“, þ.e. blokkarbyggingu eftir endilöngum Drafnarstíg, þessum friðsæla leynistíg sem heilt barnaheimili stendur við og nokkur sögufræg hús; Skáholt, Brekkholt og húsið sem lék í Benjamín dúfu. Mömmu tókst að stöðva byggingu blokk- arinnar og ég ákvað því að vera ekki minni manneskja og tjá mig þar sem borgarstjórn væri að finna, á pöllunum. Ég þóttist vita að það væri bannað, að minnsta kosti var hinum heimsfræga og dáða listamanni Jónsa í Sigurrós hent út af pöllunum með lög- regluvaldi þegar hann mótmælti Kárahnjúkavirkjun. En ég ætlaði samt, og líka til að láta þessa valdamenn vita hvað íbúar í þess- ari borg væru að hugsa. Hvernig fólki liði hér. Ég var á Eyrarbakka um daginn og þá uppgötvaði ég hvað borgin er geld, borgin er að breytast í vél. Á Eyrarbakka ríkti hin „villta náttúra“ … skarfabryggjur, bréf- dúfur, eldsmiðjur, furðulegir hlutir alls staðar, fjárhús inni í byggðinni og alls konar. Í Reykjavík ríkir bara ein stefna. Ég hef búið í húsinu mínu í tæp 30 ár. Fyrir framan húsið stendur „byko- skúrinn“. Einu sinni var bátasmiður með sjö árabáta og trillur í skúrnum; að fá að gægjast þangað inn jafnaðist á við að sjá Örkina hans Nóa í smíðum. Töfrar … Þessi bátasmíði fékk ekki að standa lengi, skúrinn var fylltur af drasli. Nú stendur pósthús við hliðina á skúrnum en fyrir þá sem ekki vita það eru pósthús upphaf og endir allrar rómantíkur. Pósthúsið á að víkja síðast þegar ég vissi. Það var ekki heiglum hent að komast út úr húsinu til að mót- mæla, ég fylltist af minnimátt- arkennd og raddirnar í höfðinu byrjuðu: Þú átt eftir að skjálfa, titra, og getur ekki komið orðum að hugsunum þínum. Þú getur ekki tjáð reiði. Þú ert klikkuð, þetta er klikkun. Vertu bara heima, já vertu bara heima, það er langbest. Og það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sat í stólnum rúmlega tvítug og gat ekki risið upp. Ein- mitt. Ég sat í stól á Ísafirði í sama herbergi og pabbi minn, sem virti mig ekki viðlits, lét eins og ég væri ekki í herberginu, beindi orð- um sínum að öðrum í herberginu. Og á meðan sat ég í stólnum og hugsanirnar hringsnerust í höfðinu á mér. „Hvað ef ég stend bara upp og öskra á hann: Pabbi, sérðu mig ekki, ég er hérna líka.“ En ég var svo hrædd. Hrædd við að hann færi að hlæja að mér. Að ég myndi lamast og hrynja í gólfið. Svona getur fortíðin stjórnað mér. Ég ætlaði að hringja í fjölmiðla því auðvitað vissi ég að þetta var sögulegur atburður. Alin upp á dagblaði og af blaðamanni, en ég þorði það ekki; „hvað ef ég væri í maníu án þess að vita af því, það væri ekki gott að það kæmi í sjón- varpinu“. Svo ég lagði bara af stað. Eftir Sólvallagötunni. Það var sól í mars. Þá gekk kona í veg fyrir mig. Hún var með stól á bakinu. Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum. Goðsagan holdi klædd. Yrði ég alltaf með stólinn á bakinu? Stólinn sem ég gat ekki risið upp úr. Kúgaður Íslendingur. Kúguð kona, dóttir. Jarðarbúi. Og ekki nóg með það að þarna gengi kona í veg fyrir mig með stól á bakinu heldur stóð á stóln- um stórum stöfum: REAL. Þetta var semsagt ekki ímynd- un. Og heldur ekki ímyndun að þessi stóll stjórnaði lífi mínu. En ég komst niður í ráðhús og hitti fyrstan þar Halldór Halldórs- son, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Sagði honum ráðagerð mína og mér yrði örugglega hent út ef ég myndi kveðja mér hljóðs. „Ég kem þá með þér ef það verður kallað á lögregluna. Ég fylgi þér,“ sagði Halldór. En fyrir þá sem ekki vita það er Halldór einn af sárafáum stjórnmálamönnum sem við eigum hér á heimsmælikvarða. Hann einn stóð á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma, hann einn hugsaði heildrænt og bauð umhverfis- verndarsinnum að koma vestur á Ísafjörð þar sem hann var bæjar- stjóri og búa til samfélag þar. Ég mun aldrei gleyma þessum degi, ég hafði staðið í mótmælum allan veturinn og nú var eins og hella lyftist frá brjóstinu við að lesa þessi orð Halldórs. Og nú blésu orð hans mér hug- rekki í brjóst; ég fór upp á pallana og kom mér fyrir og hjartað byrj- aði að slá. Samt var þetta ósköp venjulegt fólk þarna í borg- arstjórninni og sumir meira að segja vinir eða kunningjar. Ég ein á pöllunum. Ég hlustaði á þau afgreiða tvö mál. Svo stóð ég á fætur, reis upp, studdi höndunum á handriðið og sagði: Mig langaði að kveðja mér hljóðs. Það varð allt vitlaust. Dagur borgarstjóri var í ræðu- stól, hann leit ekki upp, hann virti mig ekki viðlits, það var eins og ég væri enginn. Hann beindi orðum sínum annað, gerði ekki hlé á máli sínu, skondraði ekki einu sinni augunum upp á pallana. Og þá hrópaði kona úr pallborðinu: Hættu, þetta er bannað. Svo kom hún hlaupandi upp og „body- guard“ með henni. Ókei, svolítið orðum aukið, en maðurinn sem átti að henda mér út. Sjálfsagt starfs- maður á planinu niðri. Ég hefði getað hrópað eitthvað, eða haldið áfram með ræðuna mína, reynt að verja húsið mitt, hugmyndir mín- ar, hugsjón um lóð handa krökk- unum í Vesturbæjarskóla í staðinn fyrir þessi hótel og blokkir. En skólalóðin er ein sú minnsta sem um getur. En þarna á þessu augnabliki uppgötvaði ég að ég var búin að fá nóg af ofbeldi í lífinu, ég gat ekki hugsað mér að þessi mað- ur snerti mig og að lenda í stimp- ingum þarna. Svo ég bakkaði, tók ákvörðun, lengra næðu mótmælin ekki í bili, rödd mín myndi alltaf hljóma í húsinu, orðin: Mig langar að kveðja mér hljóðs … Svo ég þáði kaffið hjá húsverð- inum. Og á leiðinni heim varð hjartað rórra þótt ég hugsaði svolítið um hvort ég hefði tapað, hvort ég hefði risið eða sest. En þegar ég sá húsið mitt – það liggur stígur að húsinu mínu – spratt þessi hugsun ósjálfrátt upp eins og njólagróður: já þetta hús var ör- yggi og hafði veitt mér skjól og börnunum mínum öll þessi ár og það var ekki virðingu hússins sam- boðið að lenda í útistöðum við fólk sem vildi ekki hlusta á mig. * Það má svo bæta því við að ég sel það ekki dýrar en ég keypti það en heyrði að lóðin væri þegar seld í annað sinn, manni sem hefur keypt upp heilu hverfin hér í borg, keypt af borginni, og hann hyggur á „stórkostlegar framkvæmdir“ allt frá Loftkastalalóðinni að Byko- reit. Ég bara vona að þetta sé ekki rétt og Reykjavíkurborg beri gæfu til að kaupa lóðina aftur undir börnin í Vesturbænum, þeirra leiki, þeirra hróp og köll. Því ann- ars gæti farið svo að þessa vinstri- meirihluta yrði helst minnst fyrir það að endurreisa hér Pláss- kóngaveldið þegar Alli ríki og Ein- ar ríki áttu staðinn. En þá væri allt farið að ganga aftur á bak. Eftir Elísabetu Jökulsdóttur »Ég mun aldrei gleyma þessum degi, ég hafði staðið í mótmælum allan vet- urinn og nú var eins og hella lyftist frá brjóst- inu við að lesa þessi orð Halldórs. Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er skáld. Saga af hugleysi … borgarbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.