Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 19

Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 ✝ Walter Ketelfæddist í Tókýó í Japan 11. júlí árið 1952. Hann lést á heimili sínu 24. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Akiko Kim- ura, f. 1923, d. 1964, og Hellmuth Ketel, f. 1893, d. 1961. Frá tíu ára aldri ólst Walter upp hjá hálfbróður sínum Hugo Ketel og Miriam Ketel eigin- konu hans. Alsystir Walters er Helga Haenschel. Bræður hans sammæðra eru Minouru Kimura og Akitoshi Kimura. Systkini samfeðra eru Carl Ketel, Hugo Ketel og Elise Ketel. Þann 31. desember 1974 kvæntist Walter eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristjönu Sig- ríði Ólafsdóttur, f. 26. janúar 1951. Foreldrar hennar: Ólöf Ólafsdóttir, f. 1925, d. 2009, og Ólafur Helgi Jónsson, f. 1925, d. 2016. Börn Walters og Krist- jönu: 1) Andreas Ólafur Ketel, f. 7.1. 1976. Kona hans, Elín Karol Guðmundsdóttir, f. 6.1. 1976. Börn þeirra: Adrian Róbert og Sóldís Thelma. Fyrir átti Andr- eas soninn Walter Brynjar. Son- ur Elínar er Alexander Aron Valtýsson. 2) Róbert Veigar Ke- tel, f. 20.4. 1980. Kona hans, Inga Dröfn Sváfnisdóttir, f. 27.6. 1982. Börn þeirra: Andreas Haraldur, Kamilla Hafdís, Ma- rikó Árný og Dalía Lórey. 3) Hugrún Helga Ketel, f. 14.10. 1982. Maður hennar, Óðinn Ólafsson, f. 6.9. 1978. Börn þeirra: Kristjana Vala, Viktoría Sólveig og Alexander Óli. Wal- ter ólst upp í Tókýó en 15 ára gamall fór hann til Þýska- lands; fyrst í heimavistarskóla og lauk síðar matreiðslunámi í Hamborg. Þar í landi kynntist hann Kristjönu, verðandi eig- inkonu sinni og fluttist með henni til Íslands árið 1974. Lengst af bjuggu þau í Hafn- arfirði, síðast að Eskivöllum 9. Allan sinn starfsferil vann Wal- ter í sínu fagi. Strax eftir kom- una til Íslands hóf hann störf á Hótel Borg, var yfirkokkur á Lækjarbrekku í nokkur ár, hafði umsjón með mötuneyti Búnaðarbankans í á annan ára- tug en var síðustu árin kokkur í mötuneyti Sjálfsbjargarheim- ilisins. Walter ræktaði sam- bandið við ættmenni sín í Japan og Þýskalandi, fór eins oft í heimsóknir og hann gat því við komið og það var honum sér- stakt gleðiefni að fá fólkið sitt í heimsókn til Íslands. Útför Wal- ters fer fram frá Víðistaða- kirkju í dag, mánudaginn 12. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku yndislegi pabbi minn. Ég er ekki enn að trúa því að þú sért farinn frá okkur, svona skyndilega, ég fékk ekki einu sinni að kveðja þig. Þú skilur eft- ir þig stórt skarð sem enginn mun fylla. Enda er það ekki hægt, elsku pabbi minn, þú varst svo frábær og dásamlegur og gafst alltaf svo mikið af þér til allra. Elsku pabbi minn, takk fyrir allar frábæru stundirnar okkar, takk fyrir að hugsa svona vel um mig og elska mig. Ég var svo sannarlega litla prinsessan þín og var dekraðasta stelpan í öll- um heiminum. Takk fyrir að elska börnin mín af öllu þínu hjarta og dekra við þau í hvert skipti sem þið hittust. Þau munu eiga svo fallegar og góðar minn- ingar um þig og ég mun sjá til þess að þau gleymi þér aldrei. Takk fyrir að elska manninn minn og koma fram við hann eins og einn af sonum þínum. Ekki hafa áhyggjur af mömmu okkar, við munum passa vel upp á hana fyrir þig. Elsku pabbi minn, nú er kom- ið að leiðarlokum hjá okkur í bili. Það verður erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur en ég hugga mig við það að þú sért kominn í faðm foreldra þinna. Þú passar upp á litlu Akiko okkar. Ég elska þig meira en allt, elsku engillinn minn. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Kveðja, Hugrún Helga Ketel. Elsku tengdapabbi minn. Þú gafst mér ótrúlega góðar stund- ir. Þú tókst mér opnum örmum þegar ég byrjaði með litlu stelp- unni þinni eins og þú sagðir við mig. Við áttum margar góðar stundir saman og á ég mjög margar góðar minningar um þig. Þú varst börnunum rosa góður afi og veittir þeim alla þá athygli sem þau vildu fá. Þín verður sárt saknað. Það verður skrítið að geta ekki heyrt rödd þína eða séð þig. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég veit að þú passar hana Ragnheiði Akiko okkar þar sem þið eruð á himn- um. Ég á eftir að sakna þín. Óðinn Ólafsson. Elsku Walter, yndislegi hjart- ans vinur og faðir. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta þar til við munum hittast aftur í sum- arlandinu fagra. Walter, þú varst okkur svo óendanlega góður tengdafaðir, faðir og afi. Við viljum meina að þú hafir lýst alla dimma stíga með hverju fótspori sem þú steigst, þar sem hjartahlýjan og hugulsemin skein svo skært frá þér. Þér fannst alltaf svo gott að geta lát- ið gott af sér leiða. Walter var mikill fjölskyldu- maður og vildi helst heyra hljóð- ið í hverjum og einum afleggjara sínum daglega til þess að geta sofið rótt um nætur. Hann elsk- aði að vera innan um börnin sín og barnabörn og hefði helst vilj- að að allir hans afkomendur byggju undir sama þaki. Walter sýndi stuðning og áhuga á öllu sem við vorum að gera og hann hafði gaman af að fylgjast með öllu fróðlegu sem og allri þvælunni sem maður vildi tala um eða gera. Hann var rosalega duglegur að fá barnabörnin lánuð og fara með þau í sund, bíóferðir eða bara það sem börnin langaði til, alltaf tilbúinn í alla vega ævin- týri. Hann var alltaf afar áhuga- samur um að vita hvað við vær- um að fara gera hvert sinn sem við hittumst og var nær alltaf tilbúinn til að koma með, hvort sem það var að fara í bíó eða kaupa ferð til Tenerife, þá heyrðist alltaf í honum: Kidda, eigum við að fara líka? Walter kom ósjaldan með okk- ur Róberti og Ingu í bíltúra þeg- ar við vorum að rúnta með hross- in hingað og þangað. Það var svo gaman að hafa hann með, hann var svo áhugasamur um hvað og hvert okkar leið lá og vildi oftast koma með en spurði samt alltaf fyrst hvort börnin vantaði ekki félagsskap á meðan við værum í burtu því hann vildi alltaf vera með þau og gera eitthvað með þeim öðlingurinn. Þeir voru afar nánir Walter og Andreas Haraldur, afastrákur- inn hans, þeir voru svo líkir á svo margan og mikinn hátt. Báðir höfðu þeir afskaplega gaman af landafræðinni og gátu stúderað saman löndin á Google Earth tímunum saman. Eins voru þeir miklir bíómátar og já, bara bestu mátar. Þeim fannst líka bara gott að vera saman án þess að hafa ofan af hvor fyrir öðrum. Walter var kokkur góður og fengum við fjölskyldan aldeilis að bragða á töfrum hans í eld- húsinu. Inga á eftir að sakna þess sárt að hafa hann ekki við borðhaldið þar sem þau tvö voru oftar en ekki þau einu sem voru eftir við borðið að „njóóóta hvers og eins bita“ ef svo má að orði komast. Walter minn, þú varst okkur svo góður og svo miklu meir. Það eru sár í hjörtum okkar sem munu seint eða aldrei gróa. Elsku Walter: Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. óþekktur) Guð veri með þér, Róbert Veigar, Inga Dröfn og börn. Elsku afi Walter. Mikið á ég eftir að sakna þín og samveru okkar. Þú varst alveg yndislegur afi við eigum margar góðar minningar saman og mun ég ávallt muna eftir þeim. Þú varst mér svo kær og gat ég alltaf komið til þín og sagt þér frá öllu ef mér leið illa eða ef ég var bara rosa glöð þú hlustaðir alltaf á allt sem ég sagði, sama hvort þú varst það þreyttur að þú sofnaðir oft næstum því. Þú varst og verður alltaf við hlið mér. Afi minn, það verður sárt að hafa þig ekki lengur á meðal okkar en veit að þú ert kominn á betri stað. Láttu fara vel um þig, elsku afi minn. Kveðja, Kristjana Vala. Lífið getur verið hverfult, það kom upp í hugann þegar við systurnar fengum fregnir af því að Walter hefði orðið bráðkvadd- ur. Margar minningar koma upp í hugann og langar okkur að minnast Walters með nokkrum orðum. Þegar Walter og Kidda giftu sig var ekki laust við að okkur tveimur eldri systrunum, því yngsta var ekki fædd, hafi fund- ist smá dulúð í loftinu. Við systur aldar upp í Neskaupstað, sem okkur fannst náttúrulega nafli alheimsins þá, en svo kemur Kidda frænka með kærasta alla leið frá Japan. Það fannst okkur alveg magnað. Walter var okkur alla tíð mjög góður, hann sótti mikið í okkur krakkana, fannst þægilegt að læra að tala íslensku í okkar félagsskap. Ef við þyrft- um að lýsa Walter í fáum orðum, þá kæmi fyrst upp í hugann góð manneskja. Hjálpsemi, virðing fyrir öllum og áhugi fyrir því sem aðrir tóku sér fyrir hendur var einkennandi fyrir Walter og þökkum við það. Elsku Kidda, Andý, Róbert, Hugga og fjölskyldur, sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Ykkar frænkur, Inga Sif, Ólöf og Helga Hafdís og fjölskyldur. Walter Ketel HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi minn. Takk fyrir allt saman sem þú hefur gert fyrr mig. Þú varst besti afi í öllum heim- inum. Ég mun sakna þín að eilífu. Kveðja, Viktoría Sólveig. Elsku afi minn, ég elska þig svo ofurheitt, ég fatta stundum bara ekki að þú sért farinn. Þú varst alltaf til staðar þegar ég var leið. Við eigum ótrúlega mikið af minningum saman. Kamilla Hafdís.  Fleiri minningargreinar um Walter Ketel bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. lengi að. Þú hefur gert svo mikið fyr- ir mig, kennt mér svo mikið um lífið og tilveruna, hjálpað mér að sjá björtu hliðarnar á lífinu, hvatt mig, glatt mig og sýnt mér svo mikla hlýju og ást. Ég spenni saman greip- ar og fer með kvöldbænina, sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín elskandi dótturdóttir, Eydís. Amma var yndisleg manneskja sem hugsaði vel til allra og vildi öll- um vel. Að verða 104 ára og svona vel á sig komin eins og hún var er gjöf Guðs til hennar fyrir hversu stórkostleg kona hún var. Minning- arnar úr Grænuhlíðinni þar sem amma bjó verða ljóslifandi og fá mann til að brosa og gleðjast að hugsa til þess tíma. Grænahlíðin þar sem amma var með prjónastofuna sína og prjónaði mikið og vel enda einstaklega góð prjónakona, amma hafði mikið dálæti á plöntum og blómum sem gerðu heimilið blóm- legt og hlýlegt. Þarna hittist fjöl- skyldan í kaffi og í kringum jólin var skemmtilegt að koma í Grænuhlíð- ina og hitta ættingjana vegna þess hversu gott var að koma og vera hjá ömmu, sem var mjög gestrisin. Amma var heilsuhraust fram á síð- asta dag, sem er ómetanlegt, og var hún dugleg að fara í heimsóknir, göngutúra og fleiri skemmtilega hluti. Alltaf var gaman þegar amma mætti í afmælin, fermingar eða út- skriftir barnabarnanna því hún var stolt af sínu fólki og var ætíð að hrósa fyrir það sem var verið að gera. Allt- af var hún svo þakklát fyrir að vera með okkur og nærvera hennar gladdi alla. Nú er amma fallin frá en minningar um hana munu lifa með okkur og þessi einstaka kona mun alltaf eiga stað hjá okkur. Elsku amma, þín verður sárt saknað en ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem þú munt fylgjast með okkur. Takk, elsku amma, fyrir það sem þú kenndir okkur. Páll Einarsson og fjölskylda. Elsku besta amma mín. Mikið sem ég var montin, stolt og heppin að eiga þig að sem ömmu. Alltaf til staðar og svo hjálpsöm. Nærvera þín var alltaf svo góð og auðvelt að leita til þín með allt sem manni lá á hjarta. Betri ömmu og langömmu er vart hægt að hugsa sér. Mikið sakna ég þín og við öll. Eiríkur Hrafn, þriggja ára, sem er yngstur minna barna, spyr mig oft þessa dagana: hvar er langamma? Og þegar ég segi honum að þú sért farin frá okkur en sért þó með okkur í anda og búir í raun innra með okkur öllum þá lítur hann á mig með sínum fallegu barnsaug- um og segir: „Ó“. Þú ert mín mesta fyrirmynd í líf- inu og meðal annars ein stærsta ástæða þess að ég ákvað að drífa mig í Háskóla Íslands á sínum tíma. Þú talaðir alltaf fyrir því að menntun væri mikilvæg. Hún var kvenrétt- indakona mikil og dugnaðarforkur til allra verka. Í dag er núvitund hugtak sem er mikið notað. Núvitund þýðir það að geta verið með hugsunum sínum eins og þær koma fyrir, geta veitt því athygli sem er að gerast á hverju augnabliki í kringum okkur og innra með okkur. Amma átti auðvelt með að tileinka sér núvitund. Hún var alltaf til staðar fyrir mann á hvaða tíma sem var og á hvaða æviskeiði sem maður gekk í gegnum. Þegar ég var yngri gaf hún mér ristað brauð með osti og rifsberjahlaupi og spilaði við mig vist eða manna eins og hún hefði bara ekkert annað að gera. Hún var algjörlega með hugann við spilið og þó að sjálfsagt hafi alls kon- ar áhyggjur verið til staðar eða jafn- vel beðið eftir henni prjónavinna. Þegar ég var unglingur og leið illa var gott að koma til ömmu og fá frið, því á heimili hennar ríkti alltaf góður andi. Það hefur alltaf verið gott að tala við ömmu. Þegar ég varð svo fullorðin hóf ég búskap í næstu götu við Lönguhlíðina þar sem hún bjó þar til hún kvaddi þennan heim. Þá var æðislegt að fá hana í heimsókn, það þótti mér vænt um. Amma elskaði afkomendur sína, börnin sín, okkur barnabörnin og barnabarnabörnin, hún var alltaf til í að leika við yngri kynslóðirnar. Mín- um krökkum þótti gaman að koma í Lönguhlíðina til langömmu og leika sér að dóti sem hún átti og geymdi í appelsínugulum kassa, dót og púsl sem hún hafði átt frá því að við vor- um sjálf börn. Amma var nýtin og fór vel með það sem hún átti. Amma hafði þann hæfileika að lifa í núinu, gera eitt í einu, sýna þol- inmæði og gera það sem hún tók sér fyrir hendur afar vel. Hennar verður sárt saknað, en stórt skarð hefur myndast í lífi okkar allra sem hana þekktu. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kær kveðja, Meira: mbl.is/minningar Fanney og fjölskylda. Kær móðursystir mín, Inga Dag- mar eða Inga eins og hún var ávallt kölluð, kvaddi þetta líf 25. febrúar sl. tæplega 105 ára gömul. Alveg skýr og ótrúlega hress fram á síðasta dag. Var t.d. í afmæli hjá langömmubarni sínu daginn áður en hún dó. Að leið- arlokum vil ég fá að þakka þér, frænka mín, fyrir að passa mig þeg- ar ég var lítil stelpa meðan mamma og pabbi komu til höfuðborgarinnar til að kaupa inn fyrir búðina sína á Akureyri. Þegar við komum til þín er mér enn í fersku minni hvað mér þótti gott volgt, nýbakað og ljúffengt brauðið hjá þér. Þá man ég vel fal- legu og vönduðu prjónavörurnar sem þú töfraðir fram á gömlu prjónavélina þína. Treflar, húfur og vettlingar sem runnu ávallt út úr verslun foreldra minna eins og heitar lummur. Takk einnig fyrir að taka mér opnum örmum þegar ég stund- aði nám í hjúkrunarskólanum fyrir um hálfri öld, þá fjarri heimahögum mínum. Ljúfmennska þín og hlýja var mér mikil fyrirmynd. Þegar svo yngsta barnið mitt veiktist alvarlega varst þú mér stoð og stytta. Það veitti mér öryggi að vera í návist þinni. Takk fyrir að taka síðar Magn- úsi og börnunum mínum vel. Þau minnast þín með mikilli hlýju og væntumþykju. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst mér og upp- byggilegu samtölin sem við áttum. Hvíl í friði, elsku frænka Karitas R. Sigurðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Ingu Dagmar Karls- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, PETRÍNA FRANSISKA JÓNSSON, Ninna, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, laugar- daginn 3. mars. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Gunnþór, Margrét Halldóra og Hjördís María Ingabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÆVAR JÓHANNESSON tækjafræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. mars klukkan 13. Jóhannes Örn Ævarsson Sif Garðarsdóttir Sigríður Ævarsdóttir Benedikt Líndal Þórarinn H. Ævarsson Barbara Ómarsdóttir Ólöf Ævarsdóttir Björn Bögeskov Hilmarsson barnabörn og barnabarnabarn Elsku pabbi okkar, sonur og bróðir, BJÖRGÚLFUR ÓLAFSSON, rithöfundur og leiðsögumaður, lést á Landspítalanum 9. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Birta Björgúlfsdóttir Ólafur Björgúlfsson Teitur Björgúlfsson Ólafur Björgúlfsson Kristín Ólafsdóttir Örn Svavarsson Bergljót Ólafsdóttir Arnar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.