Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 26

Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Svavar Knútur og gömlu góðu söngperlurna Ánægðar Ólafía Harðardóttir og Gréta Guðmundsdóttir í Hannesarholti. Glaðar Þorgerður Guðfinnsdóttir og Hanna Rún Eiríksdóttir. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Undanfarinn áratugur hefur verið sannkallað blómaskeið í íslensku tón- listarlífi. Á öllum sviðum hefur verið mikil gróska, íslensk bönd orðið heimsfræg og íslensk tónskáld látið að sér kveða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sigtryggur Baldursson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (Útón), segir að með auknum stuðningi hins opinbera frá og með 2012 hafi tónleikhald ís- lensks tónlistarfólks erlendis stór- aukist. „Árið 2012 reiknaðist okkur til að tónleikarnir hafi verið um 700 tals- ins, en árið 2013 voru þeir orðnir um 1.400 sem er tvöföldun á milli ára. Á kollegum mínum hjá útflutnings- skrifstofum tónlistar annars staðar í Evrópu heyri ég að fólki þykir þetta íslenska útflutnings-sumar merkilegt fyrirbrigði og er nú svo komið að við eigum fleiri alþjóðlega þekkt tónlist- aratriði en flest önnur norræn lönd.“ Kreppa, samstarf og góðar fyrirmyndir Margir þættir hafa virkað saman til að skapa þetta blómaskeið. Einn mikilvægur áhrifavaldur var stofnun Útón sem hefur frá árinu 2006 unnið að því að auka hróður íslenskrar tón- listar um allan heim. Í síðustu viku efndi Útón til tíu ára afmælisveislu, þó tæknilega hafi skrifstofan þá verið orðin 11 ára gömul en kennitala Útón er frá árinu 2007. Segir Sigtryggur að dregist hafi að halda upp á tíu ára af- mælið vegna anna og pólitískra vær- inga á síðasta ári sem urðu til þess að tafðist að endurnýja þriggja ára sam- starfssamning Útón og mennta- málaráðuneytisins. Er samningurinn núna í höfn og gildir til 2020. Fleira hefur orðið til þess að efla ís- lenskt tónlistarfólk og nefnir Sig- tryggur efnahagshrunið sem dæmi:. „Rannsóknir hafa sýnt að hrunið hafði hvetjandi áhrif á allar list- greinar á Íslandi og tónlistarlífið þar á meðal. Kreppan virðist hafa orðið til þess að fólk leitaði meira inn á við og fann sér útrás í listunum. Einnig virð- ist það vera styrkleiki íslenskrar tón- listar að mikil samvinna á sér stað þvert á listaheiminn, og mikil sam- verkun á milli listafólks úr ólíkum átt- um. Það kann að vera ein skýringin á því að hér hafa orðið til skemmtilegar blöndur af tónlist sem þykja nokkuð sérstakar og erfitt að flokka í tiltekin hólf.“ Góðar fyrirmyndir hafa líka rutt brautina samhliða því að tónlistar- markaðurinn hefur orðið dreifstýrð- ari og auðveldara en nokkru sinni fyr- ir neytendur að finna tónlist eftir sínu höfði frekar en að þurfa að láta sér nægja misgott úrvalið í næstu plötu- búð. „Ungt fólk á Íslandi sem hefur áhuga á tónlist hefur mjög sterkar fyrirmyndir, og voru Björk og Sigur Rós lengi stærstu sendiherrarnir þó fleiri hafi bæst við í seinni tíð. Mark- aðurinn býður tónlistarfólki síðan upp á að skapa tónlist á eigin for- sendum, eftir eigin höfði, frekar en að verða að eltast við einhverjar stað- almyndir til að geta átt möguleika á að koma sér á framfæri.“ Sigtryggur bendir líka á þann grundvallarmun á íslenskum tónlist- armönnum og erlendum kollegum þeirra að íslenski markaðurinn er smár, sem knýr stéttina til útrásar. „Íslenskt tónlistarfólk sem er alvara með sinni tónlist þarf að komast úr landi, og íslenski markaðurinn er of smár til að hægt sé að lifa af honum með góðu móti. Til samanburðar eru Danmörk, Finnland og Noregur með meira en fimm milljónir íbúa hvert um sig og í Svíþjóð búa nærri 10 milljón manns.“ Tónlist fyrir myndefni vaxandi tekjustofn Á undanförnum tíu árum hefur tekjuumhverfi íslensks tónlistarfólks lika breyst. Styrkjum hefur fjölgað, sjóðirnir stækkað, og markaðurinn fyrir tónlist breyst töluvert. Í rann- sókn sem Útón og Samtök tónlistar- rétthafa létu framkvæma kom í ljós að hartnær þriðjungur íslensks tón- listarfólks hefur tónlistina sem sitt aðalstarf. „Tónlistarstreymi er að koma inn sem mikilvæg tekjulind á síðastliðnum árum en á sama tíma hefur vægi plötusölu fallið og fyrir flesta er stærsti tekjustofninn lifandi flutningur á tónlist,“ segir Sig- tryggur. Smæð íslenska markaðarins krefst útrásar  Sigtryggur vill stofna tónlistarklasa og lítur á tónlist sem sprotageira Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Auðlind Tónlistarsenan er orðin þjóðhagslega mikilvæg. Bara útgjöld gesta tónlistarhátíða eins og Iceland Airwaves eru mikil innspýting. Úr safni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.