Morgunblaðið - 12.03.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 12.03.2018, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 ICQC 2018-20 : Glæsilegt páskablað fylgirMorgunblaðinu föstudaginn 23.mars NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 19. mars. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögum og fleira. AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Einhver leiðigjarnasta og vitlausasta umræða um myndlist sem heyrist er sú hvort málverkið sé dautt. Sem það getur ekki verið, enda málverkið – með öllum þeim endalausu mögu- leikum sem felast í þessu orði – einn þeirra mörgu miðla sem myndlistar- menn geta gripið til og beitt í sköpun sinni. En hitt er þó rétt að á undan- förnum áratugum hefur málverkið verið mismikið í tísku hjá þeim sýn- ingarstjórum sem áhrifamiklir teljast á hverjum tíma, og í þeim söfnum og sýningarstöðum sem einkum er horft til. Fyrir vikið eru nýjungar í miðl- inum mis-sýnilegar, frá einu ári til annars. Hluti myndlistarmanna held- ur þó alltaf áfram að starfa að sinni list í sífelldri glímu við þetta form, málverkið, (rétt eins og aðrir glíma við þrívíð verk, innsetningar, ljós- mynda- eða myndbandsverk…) og inni á milli er fólk sem tekst að koma með nýjungar og ferskar, áhrifamikl- ar hugmyndir. Um þessar mundir er málverkið af- ar áberandi í samtímamyndlistinni. Fí- gúratíft og abstrakt, tví- eða þrívítt; ótalmargir listamenn leita út um allt leiða til að tjá sig í miðlinum. Það mátti sjá á síðasta Whitney-tvíæringi í New York – fulltrúar málara hafa ekki ver- ið jafn margir á þeirri sýningu í ára- tugi, það má sjá í galleríum stórborga austanhafs sem vestan og málverkið er nú víða hyllt á sýningum stærstu safna. Ein þeirra athyglisverðu sýn- inga er í Tate Britain í London, All Too Human nefnist hún og undirtitill- inn skýrir rammann: Bacon, Freud and a Century of Painting Life. Myndefnið teygt og togað Í Tate Modern er áhorfandinn leiddur gegnum ellefu sali þar sem völdum verkum fígúratífra málara og áhrifavalda í breski myndlist síð- ustu öldina hefur verið stillt upp. Horft er til listamanna sem tjáð hafa í málverkum lífið í kringum sig, og hafa teygt og togað möguleika mið- ilsins. Sumir máluðu alltaf fyrir- myndir sem þeir höfðu fyrir framan sig, ættingja, vini eða elskhuga, eða landslag nærumhverfisins. Aðrir hafa viðað að sér allrahanda mynd- efni og hugmyndum að vinna úr ímyndaðar senur eða frásagnir. Sýningin byrjar á verkum lista- manna á borð við W.R. Sickert, So- utine og Stanley Spencer, þá hafði William Coldstream áhrif, með ná- kvæmum portrettum, og Slade- skólinn. Þar kemur ungur Lucian Freud inn, annar tveggja risa á sýn- ingunni og í þessari sögu, en hann kenndi við skólann. 17 verk eftir Freud eru á sýningunni, heillandi í nákvæmninni og túlkun á fólki. Og mjög gott úrval verka eftir hinn ris- ann, Francis Bacon. Þegar nær kem- ur okkur í tíma verða konur áhrifa- meiri, Paula Rego til dæmis, Jenny Saville og Celia Paul. Síðastnefnda varð ung ástkona og barnsmóðir Freuds, sem var þá á sextugsaldri. Sjá má áhrif frá honum í verkunum en þau eru engu að síður persónuleg og áhrifamikil, þar sem Paul málar sjálfa sig og ættingja á afhjúpandi hátt. Og þannig er þessi ágæta sýn- ing; ein sýn á sögu miðils og efnistök; spennandi sýn á möguleika og mikil- vægi málverksins í breskri myndlist liðnnnar aldar. Á fjölæran miðil sem blómstrar enn. Mennskan í málverkinu Fjölskylda Paula Rego (f. 1935): „The Family,“ 1988. Akríllitir á pappír sem límdur er á striga, 213 x 213 cm. Upplifanir kvenna eru oft myndefni Rego. Mannamyndir Til vinstri : Celia Paul (b.1959): „Painter and Model,“ 2012. 137 x 76 cm. Að ofan: Francis Bacon (1909-1992). „Study for Portrait of Lucian Freud ,“ 1964. 198 x 148 cm. Eiginkona Lucian Freud (1922-2011). „Girl with a White Dog,“ 1950-51. Olíulitir á striga, 76 x 102 cm. Verk frá fyrra tímabili Freuds, málað með fínlegum penslum af mikilli nákvæmni. Seinna hlóð hann litunum upp. Kona Jenny Saville (f.1970). „Reverse,“ 2002-3. Olíulitir á striga, 213 x 249 cm. Saville vinnur eftir ljósmyndum, flennistór verk.  Fígúratíft málverk í Tate-safninu © Jenny Saville. Með leyfi listamannsins og Gagosian. Marlborough International Fine Art © Paula Rego © Celia Paul and Victoria Miro, London © Tate © The Estate of Francis Bacon. DACS, London

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.