Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 2

Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðherra Með stofnun dómstólsins er verið að tryggja sjálfstæði. Dómstóll um endurupptöku  Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um endurupptöku- dómstól  Hæstiréttur yrði bundinn af niðurstöðunni  Verði skipaður fjórum Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dóms- málaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Dómsmálaráðherra segir að með stofnun þessa nýja dómstóls sé verið að tryggja sjálfstæði dómstóla þann- ig að framkvæmdavaldið leggi ekki mat á hvort endurupptaka eigi dóma. „Menn hafa bent á að endur- upptökunefnd sé stjórnsýslunefnd, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, og það sé óeðlilegt að hún hafi það vald að ákveða hvort dómar skuli enduruppteknir eða ekki,“ segir Sig- ríður Andersen. Dómstóllinn skipaður fjórum Réttarfarsnefnd lagði grunninn að frumvarpinu fyrir ráðherra en lagt er til að dómstóllinn verði skipaður fjórum einstaklingum, einum úr hverju dómstiganna þriggja; héraðs- dómi, landsrétti og hæstarétti, auk eins sem yrði skipaður eftir auglýs- ingu að uppfylltum skilyrðum um hæfi til að geta gegnt stöðu dómara. Þrír dómarar kveða upp niðurstöðu hverju sinni, en dómari þess dóm- stigs sem hafði dæmt í því máli sem óskað er eftir endurupptöku á mun sitja hjá við meðferð þess hjá endur- upptökudómi. Sigríður segir að Hæstiréttur hafi fyrir tveimur árum komist að þeirri niðurstöðu að endurupptökunefnd gæti ekki fellt dóma dómstóla úr gildi þar sem slíkt stæðist ekki stjórnarskrá. Á því yrði breyting með tilkomu endurupptökudómstóls því Hæstiréttur væri þá bundinn af niðurstöðu hans. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Við munum herða á kröfum okkar og nú er svo komið að framhaldsskóla- kennarar ræða í fullri alvöru að boða verkfall. Möguleikinn er að minnsta kosti fyrir hendi þótt vonandi komi ekki til slíkra aðgerða,“ segir Guð- ríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samninga- nefnd félagsins hefur verið boðuð til fundar næstkomandi mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna í yfir- standandi viðræðum. Í framhaldinu verða trúnaðarmenn úr skólunum mögulega kallaðir saman til funda strax eftir páska. Samningar félags- ins við viðsemjandann runnu út í ágúst 2016 en friðarskylda gilti þó fram í október í fyrra. Framhaldsskólakennarar og ríkið gerðu sín í milli kjarasamning árið 2014 og meðal ákvæða þar var nýtt vinnumat auk þess sem meta átti áhrif þeirra miklu kerfisbreytinga sem stytting framhaldsskólanáms úr fjórum árum í þrjú hefur haft á starf kennara. Við það segir Guðríður ekki hafa verið staðið. Henni finnst skjóta skökku við að á sama tíma og fullyrt er að framlög til framhalds- skólanna hafi aukist um 1.290 millj- ónir króna á milli ára strandi gerð nýrra kjarasamninga á vanefndum ráðuneytisins, meðal annars vegna fjárskorts. Allt verði efnt „Við tökum þetta alla leið og göng- um ekki frá borði með viðsemjend- um okkar fyrr en allt í fyrri samningi hefur verið efnt,“ segir Guðríður og minnir á að fyrir liggi úrskurður fé- lagsdóms um þau efnisatriði sem samið hafi verið um en ekki efnd. sbs@mbl.is Málið tekið alla leið og verk- fallsboðun er í umræðunni  Félag framhaldsskólakennara kallar á samninganefndina Guðríður Arnardóttir Alþingi samþykkti í gær lagabreyt- ingu á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga með 48 atkvæðum gegn engu. Einn sat hjá. Breytingin felur í sér breytta skil- greiningu kynferðisbrota og er með lagabreytingunni skerpt á orðalagi þar um, þá sérstaklega um sam- þykki við kynlífsathafnir. Segir í þessum nýsamþykktu lögum að nauðgun felist í samræði eða kyn- ferðismökum við mann án sam- þykkis viðkomandi. Segir í lögunum: „Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung.“ Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Vegamótum, fagnar hinum nýsamþykktu lögum í samtali við Morgunblaðið og segir þau endurspegla breytt viðhorf sam- félagsins til kynferðisbrota. „Það hefur orðið mikil breyting á almenn- um vettvangi um hvað felst í nauðg- un,“ segir Steinunn. „Við erum sem samfélag farin að skilgreina nauðg- un þar sem skortur er á samþykki.“ Steinunn segir að gömlu lögin hafi gert ráð fyrir að nauðgun hafi falið í sér innrás í líkama manneskju með ofbeldi eða hótunum um það og þess vegna hafi umræðan oft „farið að snúast um hvort hún barðist á móti og meiri áhersla lögð á verknaðar- aðferðirnar en það sem nauðgunin raunverulega fólst í, sem er brot á kynfrelsi manneskjunnar“, segir Steinunn. Á sama tíma og Steinunn fagnar skýrum stuðningi á Alþingi á hún ekki von á að ný lög breyti miklu fyr- ir brotaþola kynferðisofbeldis. „Við stöndum frammi fyrir kerfi þar sem konum er oft ekki trúað,“ segir Steinunn. ash@mbl.is Breyttur kynferðis- brotakafli  Breytt viðhorf að mati Stígamóta Morgunblaðið/Ernir Druslugangan Nýju lögin fela í sér breytta skilgreiningu á brotum. Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ bar sigur úr býtum í úrslitaþætti spurningakeppni fram- haldsskólanna, Gettu betur, á RÚV í gærkvöldi. FG fékk 34 stig en lið Kvennaskólans í Reykjavík 24 og voru úrslit ráðin þegar enn átti eftir að spyrja tveggja spurninga. Brutust þá út mikil fagnaðarlæti, en þetta er í fyrsta sinn sem Garðabæjarskólinn sigrar í keppninni, sem var fyrst efnt til 1986. Lið FG skipuðu Jóel Ísak Jóelsson, Gunnlaugur Hans Stephensen og Guð- rún Kristín Kristinsdóttir. „Ég held að mér hafi aldrei liðið jafn vel,“ sagði Gunnlaugur við blaðamann að lokinni keppni. Sigrinum lýsti lið- ið sem afrakstri vinnu og þrotlausra æfinga undanfarið. olofr@mbl.is, sbs@mbl.is Innlifun á sigurstundu í Gettu betur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað 14 ára stúlku 2016. Henni á hann einnig að greiða 1,6 milljónir króna í bætur, auk vaxta. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sótt stúlkuna og ekið með á afvikinn stað, haft við hana mök og nýtt yfirburði sína gagnvart henni. Vegna rannsóknar lagði lögregla hald á tölvu ákærða. Þar fundust ýmis gögn um einstaklinga, svo sem um kynferðislegar athafnir. Í síma brotaþola fundust gögn sem stað- festu samskipti hennar og ákærða. Ákærði neitaði sök og staðhæfði fyrir dómi að kynferðislegar at- hafnir sínar og brotaþola hefðu ver- ið með samþykki. Maðurinn var í héraðsdómi 2008 dæmdur í eins árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Dæmdur í fjögurra ára fangelsisvist fyrir nauðgun Innheimtu veggjalda í Hvalfjarðar- göngum mun að öllum líkindum ljúka síðari hluta september á þessu ári. Frá þessu var greint í gær á aðalfundi Spalar ehf. sem á og rekur göngin. Vegagerðin tekur við mannvirkinu þegar innheimtu lýkur og er það í samræmi við þá samninga sem gerðir voru þegar tekin var ákvörðun um fram- kvæmdir. Nákvæm dagsetning í þessu sambandi ætti að liggja fyrir í maímánuði. Skuldbindingar Spalar eru nú um 1,3 milljarðar króna. Stærsti bitinn þar er endurgreiðsla veg- lykla og afsláttarkorta til við- skiptavina þegar gjaldtöku verður hætt, eða 422 millj. kr. Útlit er fyrir mikla aukningu umferðar um göng- in nú í mars frá sama mánuði í fyrra. sbs@mbl.is Ókeypis verður í Hvalfjarðargöngin í september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.