Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynntu þér keppnina á Landsvirkjun.is/samkeppni Landsvirkjun, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, óskar eftir tillögum að hönnuðu verki eða listaverki sem sett verður upp á Þeistareykjum. Verkið þarf að falla vel að umhverfinu og auka upplifun þeirra sem um svæðið fara. Við hvetjum alla áhugasama að taka þátt í samkeppninni og nýta sér leiðsögn sem verður um svæðið á keppnistíma. Tillögum skal skila fyrir 1. júní 2018 og er heildarverðlaunafé 3,5 milljónir króna. Hugmyndasamkeppni um listaverk eða hannað verk í náttúru Þeistareykja Jarðvarmastöðin á Þeistareykjum er nýjasta aflstöð Íslendinga. Stöðin var gangsett þann 17. nóvember 2017 og nú efnir Landsvirkjun til hugmyndasam­ keppni um verk sem staðsett verður í víðáttumikilli náttúru Þeistareykja. Í samstarfi við OPIÐ RÝMI Opið r ými Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholts- braut við Norðurfell í Reykjavík. Þetta er þriðja tilraunin sem gerð er til að fá þessa göngubrú smíð- aða. Í fyrri tveimur tilraununum voru tilboðin svo há að þeim var öll- um hafnað. Tilboð Skrauta ehf. hljóðaði upp á 146 milljónir króna. Er það nokkru yfir áætluðum verktaka- kostnaði, sem var 125 milljónir. Eitt annað tilboð barst, frá Munck Ís- landi ehf. Það var 155,5 milljónir. Göngubrúin verður úr eftir- spenntri steinsteypu og verður 95 metra löng. Þetta er steypt bitabrú í fjórum höfum þar sem eitt hafið nær yfir Breiðholtsbraut. Í brúnni verða stálsúlur úr ryðfríu stáli og einnig er handrið úr ryðfríu stáli. Innifalin í tilboðinu er nauðsynleg færsla á lögnum meðan á fram- kvæmdum stendur og uppsetning, rekstur og niðurtekt á viðvörunar- búnaði vegna hárra bíla. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2018. Gerð göngubrúarinnar er samstarfsverkefni Vegagerðar- innar og Reykjavíkurborgar. Borg- in mun annast stígagerð við brúna og er reiknað með að það verk verði boðið út fljótlega. Verkið var fyrst boðið út í byrjun árs 2017, aftur síðastliðið haust og loks í byrjun þessa árs. Göngu- brúnni er ætlað að bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gang- andi og hjólandi vegfarenda á leið milli Fellahverfis og Seljahverfis. sisi@mbl.is Göngubrúin Hin nýja brú mun tengja saman tvö hverfi í Efra-Breiðholti. Loksins var tekið tilboði í göngubrú  Nú brú byggð yfir Breiðholtsbraut Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Auðun Freyr Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, hluta- félags um eignarhald og rekstur fé- lagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjón- ustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Tilefni þess að Morgunblaðið hafði samband við Auðun Frey var upp- hringing á ritstjórn frá íbúa í Selja- hlíð sem sagði farir sínar ekki slétt- ar. Hingað til hefði leigan sem greidd væri fyrir þjónustuíbúð fyrir aldraða í Seljahlíð verið innan við 60 þúsund krónur á mánuði en nú lægi fyrir að innan skamms yrði hún hækkuð um fleiri tugi þúsunda. Gríðarlega viðkvæmt mál „Félagsbústaðir keyptu Seljahlíð af Reykjavíkurborg í árslok 2016 og fengu heimilið, sem er bæði þjón- ustuíbúðakjarni og hjúkrunarheim- ili, afhent í apríl 2017, eða fyrir tæpu ári. Við höfum vitað það frá því við tókum við Seljahlíð að það var gríð- arlega viðkvæmt mál hjá íbúum Seljahlíðar hvernig leiguverðskerfið er hjá Félagsbústöðum,“ sagði Auð- un Freyr í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að íbúar Seljahlíðar hafi, áður en Félagsbústaðir eignuð- ust heimilið, ekki notið húsnæðisbóta eða sérstaks húsnæðisstuðnings. Þess vegna hafi leiguverðið þar verið niðurgreitt af Reykjavíkurborg í áraraðir. „Ég held að það sé yfirlýst stefna allra flokka í borginni að leiguverð eigi að endurspegla raunkostnað og síðan taka húsnæðisbætur og hús- næðisstuðningur mið af tekjum og eignastöðu hvers og eins íbúa. Til samræmis við það sem gengur og gerist í hinum 307 þjónustuíbúðun- um í eigu Félagsbústaða erum við að undirbúa að taka upp sama kerfi í Seljahlíð,“ sagði Auðun Freyr. Vildu gefa aðlögunartíma Hann sagði að þeir hjá Félagsbú- stöðum hefðu gert sér fulla grein fyrir því hversu viðkvæm þessi kerf- isbreyting væri í augum íbúa Selja- hlíðar og því hefði verið ákveðið þeg- ar þeir tóku við heimilinu fyrir ári að fresta leiguverðshækkuninni til þess að gefa íbúunum ákveðinn aðlögun- artíma. Nú færi að líða að því að kerfisbreytingin tæki gildi, en ekki væri komin nein ákvörðun um það hvenær nákvæmlega það yrði. Loks sagði Auðun Freyr að það væri undir fjárhagslegri stöðu, eign- um og tekjum hvers og eins leigj- anda komið hversu háar fjárhæðir hann eða hún gæti gert sér vonir um að fá í húsnæðisbætur og/eða hús- næðisstuðning. Sumir íbúar sem væru vel staddir fjárhagslega ættu engan slíkan húsnæðisbóta- eða stuðningsrétt. Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið  Húsnæðisbætur dragi hjá sumum íbúum úr hækkuninni Morgunblaðið/Golli Seljahlíð Í Seljahlíð eru 49 þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þar er jafnframt hjúkrunarheimili. Félagsbústaðir eignuðust Seljahlíð í árslok 2016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.