Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is VERÐ 25.980 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið í dag kl. 11-16 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Kr. 7.900 • Str. 44-56 Margir litir Túnikur Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Vorjakkar í úrvali Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í fyrsta lagi er hægt að svara fyrir- sögn greinarinnar afdráttarlaust neitandi, matsmannakerfið er ekki ógnun við réttaröryggi. Hins vegar er hægt að taka undir ýmislegt í greininni. Þetta kerfi er ekki full- komið en það er ekki rotið eins og því er lýst þarna,“ segir Ingibjörg Þor- steinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands. Grein Ríkharðs Kristjánssonar, verkfræðings og þrautreynds mats- manns og meðdómara, í Morgun- blaðinu á fimmtudag vakti nokkra at- hygli. Þar segir hann að við meðferð gallamála hafi dómkvaddir mats- menn meira vald en áður, að dóm- urinn leggi ekki faglegt mat á við- fangsefnið en að matsmönnum sé í raun falin úrlausn þess. Hins vegar séu nær engar formlegar kröfur gerðar til matsmanna. Kveðst höf- undur hafa séð illa unnar matsgerðir í gegnum tíðina sem sé bagalegt því oft sé aleiga fólks undir. Þá gagn- rýnir Ríkharður hvernig staðið er að vali á matsmönnum. Ingibjörg segir að tvö atriði í grein Ríkharðs séu góðar ábendingar sem margir séu sammála. Annars vegar það að skipulag í kringum dómkvaðningu matsmanna mætti vera betra. Hins vegar að menntun og þjálfun mætti vera markvissari og skipulagðari. „Varðandi skipulag á dómkvaðn- ingu matsmanna þá skiptir máli að dómari hafi aðgang að gagnagrunni þar sem ítarlegar upplýsingar um matsmenn liggja fyrir. Þetta hefur vantað lengi og hefur gert okkur erfiðara fyrir en ella að hafa yfirsýn. Ég tengi þennan skort á gögnum við það hvað stjórnsýsla dómstólanna hefur verið veikburða svo árum skiptir. Það hefur ekki verið mið- lægt kerfi sem getur tekið að sér svona verkefni. En núna erum við komin með Dómstólasýsluna og ég veit að það er verið að vinna að þess- um málum.“ Hvað finnst þér um fullyrðingar í greininni þess efnis að áður fyrr hafi meðdómendur getað breytt niður- stöðum matsmanna í endanlegum dómi en að í dag sé oftast dæmt út frá fyrirliggjandi matsgerð? „Ég held að þetta sé byggt á röng- um skilningi og fái ekki staðist. Mats- gerð er eitt af þeim sönnunargögnum sem aðilar geta aflað, með aðstoð okkar. Önnur sönnunargögn hafa auðvitað vægi líka. En þegar þú ert kominn með matsgerð sem er faglega unnin, og fylgt eftir með skýrslu matsmanns fyrir dómi, þá ertu kom- inn með sönnunargagn sem er erfitt að hnekkja. Þá áttu kannski ekki annan kost en að biðja um yfirmat ef þú vilt hnekkja. Þessi staðhæfing um að áður fyrr hafi meðdómendur haft þau völd að geta breytt mati, þetta er grundvallar- misskilningur. Það eru matsmenn sem búa til sönnunargögn. Dómarar búa ekki til sönnunargögn, þeir leggja mat á þau. Meðdómsmenn eiga að leggja mat á hvort matsgerðin sé fullkomið sönnunargagn í málum. Þeir taka ekki að sér úrvinnslu á matinu. Þetta kerfi þjónar réttaröryggi okkar ágætlega að mínu mati.“ Sjálfsagt að skoða breytingar Reimar Pétursson, formaður Lög- mannafélags Íslands, segir þessa gagnrýni ekki hafa verið tekna sér- staklega fyrir á vettvangi félagsins enn sem komið er. „Mér sýnist að þarna sé lagt til að gerðar verði samsvarandi breytingar á matsmannakerfinu og gerðar voru með sérfróða meðdómendur um síð- ustu áramót. Áður fyrr var það þannig að dómarar höfðu óheft val á sér- fróðum meðdómendum, þó hægt hafi verið að draga hæfni þeirra í efa. Það kerfi þótti ekki heppilegt. Nú er kerfið þannig að Dómstólasýslan tilnefnir menn með sérfræðiþekkingu á opin- beran lista til fimm ára í senn. Þegar þörf er á sérfróðum meðdómsmanni er gert ráð fyrir því að hann sé kvaddur til úr þessum hópi. Ég myndi halda að það væri sjálfsagt að fara yfir málið og sjá hvort skynsamlegt gæti verið að nota sama fyrirkomulag við tilnefn- ingu matsmanna,“ segir Reimar. „Það má auðvitað ekki gleyma því að svona matsgerðir kosta peninga og málsaðilar þurfa að borga fyrir þær. Umræðan á undanförnum árum hefur því gengið út á að reyna að draga úr kröfunum við matsgerðir. Kröfurnar mega ekki verða mönnum fjötur um fót. Í þessu skyni voru sett lög 2015 sem heimiluðu það að dómkvaddir matsmenn skiluðu aðeins niðurstöðu sinni skriflega en flyttu rökstuðning sinn munnlega fyrir dómi. Ég skil gagnrýni Ríkharðs þannig að hann sé ekki að leggja til að auka umfang matsstarfanna eða kostnað við þau, frekar að gerðar séu auknar kröfur um hæfi sérfræðinganna sem kvaddir eru til. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert.“ Reimar segir síðan að ekki megi gleyma að síðustu ár hafi ýmislegt ver- ið gert í því skyni að bæta störf mats- manna. „Það hefur verið samstarf milli Lögmannafélagsins, Dómstólaráðs frá árinu 2015 og núna frá áramótum Dómstólasýslunnar. Á grundvelli þess er stefnt að útgáfu leiðbeininga fyrir dómkvadda matsmenn á næst- unni. Þá er verið að skipuleggja nám- skeið fyrir matsmenn sem verður lík- lega haldið nú í maí. En þrátt fyrir þetta er sjálfsagt að skoða allar aðrar tillögur sem snúa að því að bæta þessa hluti.“ Bæta á skipulag og menntun  Formaður Dómarafélagsins tekur undir sumt í gagnrýni á kerfi matsmanna í gallamálum en segir annað byggt á misskilningi  Ýmsar breytingar síðustu ár Morgunblaðið/Ófeigur Héraðsdómur Skiptar skoðanir eru á hlutverki dómkvaddra matsmanna í gallamálum. Því hefur verið haldið fram að matsmannakerfið sé „rotið“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir Reimar Pétursson Allt um sjávarútveg Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á páskaeggjum og páskamat í mat- vöruverslunum 20. mars síðastlið- inn. Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum, í 28 tilfellum af 32, en dýrustu eggin var oftast að finna í Hagkaup eða í 19 af 32 til- fellum. Lítill munur er í flestum til- fellum á verði páskaeggja á milli Krónunnar og Bónuss og munaði oft einungis einni krónu á verðinu. Mikill verðmunur reyndist vera á kjöti. T.d. var allt að 127% verð- munur á frosnum kjúklingabring- um, 84% á frosnu lambalæri og 52% verðmunur var á fersku lambafille. Allt að 57% munur á verði páskaeggja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.