Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef að mestu leyti bú-ið í Kenía undanfarin ell-efu ár, en núna er ég far-in að koma meira heim
til Íslands og bý því eiginlega í báð-
um löndunum. Ég er að vinna núna
að kynningu hér heima á barna-
hjálpinni okkar, því við þurfum að
afla fleiri stuðningsaðila til að geta
rekið þessa skóla, eftir viðskilnaðinn
við ABC hjálparstarfið sem varð
fyrir tveimur árum,“ segir hug-
sjónakonan Þórunn Helgadóttir hjá
Íslensku barnahjálpinni sem var
stofnuð árið 2015 til að standa á bak
við starf hennar í Kenía, en sam-
tökin eru rekin sem áhugamanna-
félag.
„Við rekum tvo skóla í Kenía,
annar er í Nairobi og þar vinnum
við í fátækrahverfunum og hjálpum
götubörnum, börnum sem halda til
á öskuhaugunum og börnum ein-
stæðra mæðra. Hinn skólinn er á
framhaldsskólastigi og er í Loitok-
tok sem er í Maasailandi við rætur
fjallsins Kilimanjaro. Þar býr
Maasai-fólkið, fólk klætt rauðum
kuflum með síða eyrnasnepla og
spjót í hendi. Þetta er hjarðfólk sem
lifir frumstæðu lífi og þar tíðkast
enn umskurður stúlkna sem og
barnahjónabönd. Við vinnum gegn
því með því að leggja áherslu á að
taka stelpur inn í skólann, þær sem
eru á flótta til að komast undan því
að vera gefnar manni barnungar.
Yngsta stúlkan sem hefur komið til
okkar í þeim aðstæðum var níu ára,
en oftast eru þær þrettán eða fjór-
tán ára þegar þær eru gefnar í
Skjól frá þrælkun og
barnahjónaböndum
Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stund-
um yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún
þó getur gert. Þórunn Helgadóttir segir skólana sem Íslenska barnahjálpin rekur í
Kenía og Pakistan m.a. vera skjól fyrir börn sem halda til á ruslahaugum.
Nám Ungar námsmeyjar í skóla Íslensku barnahjálparinnar í Pakistan.
Kenía Börnin í skóla Þórunnar í Nairobi koma úr fátækrahverfunum.
Fuglar eru dásamlegt fyrirbæri, fjöl-
breyttir og skemmtilegir og syngja
sumir hverjir fyrir okkur óumbeðið. Á
morgun, sunnudag 25. mars, kl. 14-17
hefst páskasýning á Skriðuklaustri
sem ber yfirskriftina FUGLAR. Í til-
kynningu kemur fram að á sýningunni
séu fuglar af fjölbreyttum toga í formi
listmuna, handverks, bóka og mynda.
Sýnendur eru Guðrún Gísladóttir,
Smávinir – Lára Gunnarsdóttir, Hafþór
Ragnar Þórhallsson, Úlfar Svein-
björnsson, Rósa Valtingojer, Oddný
Jósefsdóttir, Ágúst Jóhannsson, Mar-
grét Þórarinsdóttir, Rán Flygenring og
Hjörleifur Hjartarson, Erna Jónsdóttir.
Sýningin er samstarfsverkefni Hand-
verks og hönnunar og Gunnarsstofn-
unar og stendur til 22. apríl. Dagleg
opnun hefst á Skriðuklaustri á föstu-
daginn langa og er þá opið kl. kl. 12-16
virka daga en kl. 12-17 um helgar og á
helgidögum.
Vefsíðan www.skriduklaustur.is
Fuglar Hér getur að líta nokkur sýnishorn þeirra fugla sem verða á sýningunni.
Fuglar himinsins í ólíku formi
Inga Lára Baldvinsdóttir, sérfræðing-
ur í Ljósmyndasafni Íslands, ætlar að
vera með leiðsögn um sýninguna
Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan
myndheim á morgun sunnudag 25.
mars kl. 14. Leiðsögn Ingu Láru verð-
ur um þátt ljósmynda á sýningunni,
sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu
í Reykjavík. Sjónarhorn er grunnsýn-
ing á sjónrænum menningararfi Ís-
lendinga en þar eru sýnd verk úr
safneign Þjóðminjasafnsins, Lista-
safnsins, Náttúruminjasafnsins,
Þjóðskjalasafnsins, Landsbókasafns-
ins og Stofnunar Árna Magnússonar.
Leiðsögnin er ókeypis og allir vel-
komnir.
Endilega …
… fræðist um
þátt ljósmynda
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Inga Lára Hún er hafsjór af fróðleik.
Gréta Gísladóttir er myndistarkona
sem fer sínar eigin leiðir í listsköpun.
Hún er með vinnustofu í gömlu fjósi á
þeim forna kirkjustað Hruna í Hruna-
mannahreppi og þar málar hún bæði á
striga og viðarplötur. Hún notar bland-
aða tækni í sínum verkum og málar
ýmist með olíulitum eða akrýl. Gréta
útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á
Akureyri 2011 og nú stendur yfir sýn-
ing á verkum hennar í Menningarhús-
inu Bergi á Dalvík. Sýningin heitir
Lokkar og má þar sjá afrakstur þess
sem Gréta hefur unnið að á þessu ári
og því síðasta. Sýningin stendur fram
yfir páska svo nú er lag að skella sér
og njóta þess að skoða verkin hennar
Grétu sem mörg geyma konur, í öllum
sínum fjölbreytileika.
Lokkar, myndlistarsýning í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík
Ekki missa af fjölbreyttu
konunum hennar Grétu
Konur Tvær af þeim mörgu konum sem Gréta hefur skapað með pensli.
Gréta Að störfum í fjósinu í Hruna.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.