Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 13
Ljósmyndir/Þórunn
Afríka Þórunn með nokkrum Maasai-konum, en Maasai-fólkið er hjarðfólk sem lifir frumstæðu lífi.
hjónabönd. Þær búa á heimavist
skólans og eiga því skjól hjá okkur,“
segir Þórunn og bætir við að skól-
inn í Loitoktok sé einvörðungu
heimavistarskóli en skólinn í Nai-
robi sé blandaður, bæði dagskóli og
heimavistarskóli. „Börnin þar eru
yngri, alveg niður í þriggja ára, en
elstu krakkarnir í Loitoktok eru
rúmlega tvítug.“
Börn sem koma úr lægstu
stigum samfélagsins
Barnahjálp Þórunnar tók ný-
lega við átta skólum í Pakistan sem
hýsa 2.200 börn, en þeir skólar voru
áður á vegum ABC hjálparstarfsins,
þar sem Þórunn starfaði í áraraðir.
„Ég tók þátt í því með þeim að
starta þeim skólum árið 2005, og við
erum núna að reyna að safna stuðn-
ingi til að halda þessum skólum
gangandi. Þetta verkefni í Pakistan
er mjög merkilegt því skólarnir þar
einbeita sér að minnihlutahópum,
en í Pakistan er kristinn minnihluti
sem býr í þorpum á landsbyggðinni.
Skólarnir okkar hafa verið stofnaðir
í þessum lægstu stigum samfélags-
ins því börn í þessu samfélagi eiga
mjög erfitt uppdráttar. Og þarna er
mikil barnaþrælkun. Skólaverkefnið
okkar þarna snýst því mikið um að
hjálpa þessum börnum að komast
undan þessari þrælkun,“ segir Þór-
unn og bætir við að skólarnir séu
fjármagnaðir með stuðningsaðilum,
Íslendingum sem taka að sér
styrkja eitt barn eða fleiri með föst-
um mánaðarlegum greiðslum.
„Sú upphæð sem stuðningsaðil-
inn greiðir með barni fer í að borga
kennurum laun og kaupa mat fyrir
börnin og skólagögn. Skólarnir eru
því algerlega reknir með þessum
styrkjum og við biðlum nú til fólks
að leggja okkur lið með því að
styrkja barn, hvort sem það er í
Kenía eða Pakistan,“ segir Þórunn
og bætir við að þeir sem hafa áhuga
á að styrkja barn geti farið inn á
vefsíðuna islenskabarnahjalpin.is.
Fann ástina í Kenía
Þegar Þórunn er
spurð að því hvort
henni fallist ekki stund-
um hendur í starfi sínu,
við að sjá hversu mörg
börn þurfa aðstoð eða
björgun frá döprum að-
stæðum sínum, segir
hún það sannarlega vera svo.
„Ó, jú, þetta er stundum yfir-
þyrmandi verkefni, en maður verð-
ur að rífa sig upp og einbeita sér að
því sem maður getur gert. Hvert og
eitt barn er dýrmætt og skiptir
máli. Ég fæ hugrekki og kraft til að
halda áfram þessu starfi þegar ég
hugsa um einstaklingana sem hafa
verið hjá okkur og þegar ég sé ár-
angurinn af hjálp okkar. Mörg þess-
ara barna höfum við alið upp og
skólinn hefur verið þeirra annað
heimili. Þau elstu hjá okkur eru í
áframhaldandi stuðningi og það er
mjög gefandi að fylgjast með þeim
og sjá þau spjara sig.“
Hjálparstarf Þórunnar hefur á
margan hátt verið örlagavaldur í
hennar lífi, því hún fann ástina í
Kenía og er nú gift kenískum
manni, Samuel Lusiru Gona.
„Það var ekki planað þegar ég
fór út,“ segir hún og hlær. „Ég
kynntist honum að-
eins viku eftir að ég
fluttist út til Kenía
árið 2006. Hann var
þá offisér í sjóhern-
um og örlögin leiddu
okkur saman þegar
hann var í fríi í Nai-
robi, en þar áttum við sameiginlega
vini sem við kynntumst í gegnum.
Hann býr núna á Íslandi og vinnur
fyrir fjölskyldunni, því starf barna-
hjálparinnar vinn ég í sjálfboða-
starfi.“
Sveitin Líf Maasai-fólks er ólíkt því sem við þekkjum, sem og húsakostur.
Hjón Þórunn og maður hennar, Samuel Lusiru Gona, á góðri stund í Afríku.
Ég kynntist hon-
um aðeins viku
eftir að ég flutt-
ist út til Kenía.
Nánar má fræðast um Íslensku
barnahjálpina á heimasíðunni
www.islenskabarnahjalpin.is
og á fésbókarsíðunni www.face-
book.com/islenskabarnahjalpin.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Þegar þú styrkir barn þá breytir þú lífi þess. Þú gefur barninu tækifæri til
að fara í skóla sem það hafði ekki áður. Þú gefur því einnig sjálfsvirðingu,
framtíð að stefna að og stað í þjóðfélaginu. Þegar þú styrkir barn hjálpar
þú í raun svo miklu fleirum. Þú hjálpar fjölskyldunni allri því að þú léttir
af þeim byrðinni og áhyggjunum. Að auki hjálpar þú einnig öðrum börn-
um í skólunum sem ekki eru með stuðningsaðila. Stuðningur þinn fer í að
reka skólann sem barnið þitt er í. Hann borgar laun kennara og starfs-
fólks, kaupir í matinn, borgar prófin og kaupir bækur. Ekki er gert upp á
milli barnanna og því njóta óstudd börn einnig góðs af þínum styrk.
Að auki gerir stuðningurinn kannski eitthvað fyrir þig. Það segir á góð-
um stað að sælla sé að gefa en að þiggja. Við hjá Barnahjálpinni finnum
fyrir því og vonumst til þess að þú gleðjist einnig í hjarta þínu yfir þeirri
gjöf að geta hjálpað barni í neyð. (af vefsíðunni: islenskabarnahjalpin.is)
Hvaða þýðingu hefur
stuðningurinn minn?
SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA
Kátir piltar Í öðrum skólanum sem Íslenska barnahjálpin rekur í Nairobi í Kenía.
Starfsmannafatnaðu
fyrir hótel og veitingahú
Höfðabakka 9,
110 Reykjavík
Sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is
www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina
Rúmföt og handklæð
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjór
r
s
i
nandann 86
ÁRA