Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur 2018 Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl næstkomandi kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Þingsal 2-3. Dagskrá: 1. 2. 3. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50b eigi síðar en viku fyrir ársfund. Einnig verður hægt að nálgast tillögurnar og allar nánari upplýsingar á vef sjóðsins www.lifbank.is. Vakinerathygli áaðá fundinumfer framkosningþriggjastjórnarmanna af sex og skulu tilkynningar um framboð vegna stjórnarkjörs, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skriflega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársfund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að veita Búseta 50 milljón króna afslátt af kaupverði lóðarinnar Keilugranda 1 í Vesturbænum. Borgin úthlutaði Búseta lóðinni í mars 2017 og var heildarupphæð byggingarréttar og gatnagerðargjalda rúmar 400 millj- ónir króna. Búseti hyggst reisa alls 13 hús á lóðinni, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Ástæðan fyrir afslættinum er sú að þegar SÍF-skemman, sem áður stóð á lóðinni, var rifin kom í ljós leyndur galli. Púði sem var undir húsinu og byggja átti ofan á reyndist ónothæfur. Jarðvegur reyndist mengaður enda gamlir sorphaugar á þessu svæði. Í stað þess að fjarlægja jarðveginn var sú ákvörðun tekin að byggingar yrðu grundaðar á for- steyptum súlum, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í vikunni. Var þetta gert til að lágmarka áhættu og kostnað af því að fjarlægja jarðveg- inn. Greiðir Reykjavíkurborg helm- ing af umræddum grundunarkostn- aði. Langt er niður á fast berg á þessu svæði, eða átta metrar að meðaltali. Jafnframt samdi Reykjavíkur- borg við Búseta um frágang á lóð- inni og að búa hana leiktækjum, en hluti hennar telst borgarland. Þarna á að vera lýðheilsureitur, alls 860 fermetrar. Búseti tekur að sér að annast rekstur og viðhald svæðisins næstu 25 árin. Fær Búseti greiddar tæpar 40 milljónir fyrir frágang og rekstur borgarlandsins. Morgunblaðið/RAX Keilugrandi 1 SÍF-skemman rifin. Ekki reyndist unnt að nota púða undir húsinu eins og til stóð. Þá komu í ljós gamlir sorphaugar Reykvíkinga. Leyndur galli í lóð við Keilugranda  Gamlir sorphaugar voru á svæðinu  Búseti fékk 50 milljón króna afslátt Páskahlé er hafið á Alþingi Íslend- inga og kemur þing saman á ný mánudaginn 9. apríl. Páskahléið markar lok vetrarþings samkvæmt þingsköpum og upphaf vorþings. Þetta skipulag var tekið upp fyrir um áratug eða svo þegar ákveðið var að lengja þinghaldið, segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis. „Það voru sterkar raddir um að lengja þyrfti þinghaldið og byrja fyrr á haustin. Þegar það var gert var jafnframt ákveðið að fjölga ekki þingfundadögum, hafa þá um 100- 110 – auk nefndadaga – eins og verið hefur um langan tíma, og gefa heldur nefndum meira svigrúm og þing- mönnum færi á að sinna öðrum þátt- um í starfi sínu en setu á þingfund- um,“ segir Helgi. Ákvæðið um páskahléið er í þing- sköpum Alþingis og starfsáætlun jafnan gerð samkvæmt því. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson er sem fyrr sá sem lengst hefur talað það sem af er 148. löggjafarþinginu. Hann hefur talað í tæpar 13 klukku- stundir. Félagi hans Björn Leví Gunnarsson kemur skammt á eftir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er í þriðja sæti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir að fresta þingi fimmtudaginn 7. júní nk. Vegna sveitarstjórnarkosning- anna, sem fram fara laugardaginn 26. maí, verður gert hlé á þingstörf- um frá og með 11.-25. maí, eða í tvær vikur. Næsta þing, 149. löggjafarþingið, verður sett þriðjudaginn 11. septem- ber 2018. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Fundarsalurinn Fundum Alþingis hefur nú verið frestað í tvær vikur. Páskahlé markar lok vetrarþings  Alþingi kemur næst saman 9. apríl Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Aðalfundur verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju sem haldinn var sl. fimmtudag á Akureyri mótmælir harðlega í ályktun ,,þeirri stétta- skiptingu og siðblindu sem skekur þjóðfélagið í dag. Það er algerlega óþolandi að laun og bónusar til forstjóra hækki um meira en þreföld lág- markslaun verkafólks á mánuði,“ segir í ályktuninni. Eru stéttarfélög hvött til að búa sig undir harðar deilur næsta vet- ur. „Verkafólk getur hvorki né vill láta traðka svona á sér. Það verður að sýna atvinnurekendum og ríkisvaldi að nú sé nóg komið. Ennfremur samþykkir fundur- inn að hvetja stjórn lífeyrissjóðs- ins Stapa til að setja skýrari regl- ur um ráðstafanir „ef fyrirtæki sem sjóðurinn er eigandi að veður áfram eins og stjórn N1 gerði með óheyrilegum greiðslum til forstjór- ans. Fyrst góðærið er svona mikið þá á verkafólk að njóta þess. Ekki bara þingmenn, forstjórar og ann- að „sjálftökulið“,“ segir í ályktun aðalfundar Einingar-Iðju. Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, sagði er hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum, að með auknum verkefnum væri nauðsynlegt að þjappa fólki sam- an, t.d. að sameina félög til að gera þau öflugri. „Mig dreymir um að öll almenn félög á Eyjafjarðar- svæðinu muni sameinast í eitt deildaskipt félag eftir starfsgrein- um. Einnig myndi vera raunhæfur kostur að Norðurland vestra kæmi inn í þessa sameiningu. Í mínum huga er það ekki hvort heldur hve- nær við verðum gleypt af félögun- um á höfuðborgarsvæðinu í lands- félög ef við þjöppum okkur ekki saman sjálf á okkar landsvæði,“ sagði hann. Saman en fylgja ekki formönn- um sem þola ekki hvor annan Formaðurinn fjallaði einnig um deilur innan verkalýðshreyfingar- innar á síðustu vikum og mánuðum og spurði hvort menn héldu í al- vöru að lausnin væri að sundra ASÍ enn frekar en orðið væri. ,,Væri ekki nær að vinna þéttar saman með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi heldur en að fylgja einhverjum formönnum sem þola ekki hvor annan,“ sagði Björn. „Það á enn við og við skulum aldrei gleyma því að samstaða er styrkur en sundrung er veikleiki. Þannig hreyfing vil ég ekki að verði ofan á í okkar samfélagi. Af hverju er ég að tala um þetta? Ég hef áhyggjur; ef einhver er ósam- mála fjöldanum þá koma hótanir um úrsögn úr ASÍ. Hverjum gagnast þetta? Allavega ekki laun- þegum þessa lands heldur atvinnu- rekendum og stjórnvöldum.“ Björn sagðist hafa sagt nei við uppsögn kjarasamninga á dögun- um og það hefði verið í samræmi við samþykkt trúnaðarráðs félags- ins sem nokkrum dögum áður fór ítarlega yfir kosti og galla þess að segja upp samningunum. ,,Niðurstaðan í ráðinu varð að rúmlega 75% vildu ekki segja upp, en þetta var fjölmennur fundur og trúnaðarráðið er þverskurður af félaginu,“ sagði hann. Fram kemur í ársskýrslu félags- ins að fullgildir félagsmenn voru 7.789 í lok seinasta árs. Heildar- tekjur voru tæplega 511 milljónir kr., heildargjöldin rúmar 470 millj- ónir, söluhagnaður á árinu var 92,4 milljónir og tekjuafgangurinn tæp- ar 133 milljónir kr. Laun formanns félagsins í fyrra voru 10.912.901 og laun stjórnar 3.521.400 kr. 2.175 styrkir voru veittir úr sjúkrasjóði á árinu. Búast við hörðum deilum  Eining-Iðja mótmælir „stéttaskiptingu og siðblindu sem skekur þjóðfélagið“  Formaðurinn hvetur til sameiningar Björn Snæbjörnsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Kröfuganga á baráttudegi verkalýðsins 1. maí á seinasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.