Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 18

Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 in vegna Rússlands leggi Eistar fyrir vikið áherslu á að bandamenn þeirra hugi að sama skapi að öryggismálum Eistalands. „Þann tíma sem ég hef verið yfirmaður eistneska hersins, það er undanfarin rúm sex ár, hafa Rússar aukið herafla sinn við landa- mærin að Eistlandi og Lettlandi úr 41 þúsund hermönnum í 76 þúsund. Þetta er nánast tvöföldun. skrið- drekum hefur til dæmis fjölgað í rúmlega þrjú hundruð. Það þarf eng- inn að segja mér að þetta sé einhver friðsöm heræfing. Sú er ekki raunin. Þess utan hafa farið fram viðamiklar heræfingar. Til að mynda fór fram heræfing á síðasta ári, sem rúmlega eitt hundrað þúsund hermenn tóku þátt í og kölluð var Vestur. Það er á fárra vitorði. Það þýðir einfaldlega án nokkurs vafa að henni var beint í vestur. Hún fór fram við landamærin að Noregi, Tyrklandi og landamærin að öllum bandalagsríkjunum í vestri.“ Terras segir að mikilvægt sé að hafa þetta í huga. Hann segist enda ekki telja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, herkænskusnilling heldur fyrst og fremst tækifærissinna. Sjái hann veikleika reyni hann að nýta sér hann. Til að mynda reyni hann að reka fleyg á milli aðildarríkja NATO enda sé samstaða bandalagsríkjanna þeirra helsti styrkur. Enginn hafi til dæmis búist við því að Pútin myndi leggja undir sig Krímskagann með hervaldi. Hins vegar hafi hann séð sér leik á borði vegna veikrar stöðu ríkisstjórnar Úkraínu. Almenningur hafi ekki borið traust til hennar. Það skorti á samstöðuna í landinu og Pút- ín nýtti sér þann veikleika. Afleið- ingin er hins vegar sú að Úkraínu- menn hafa aldrei staðið meira saman. Bæði gagnvart stjórnvöldum í Rúss- landi og gegn spillingu sem og að reyna að takast á við efnahagserfið- leikana sem við er að etja í landinu. „Ég á ekki von á því að Pútín geti úr þessu skipt um ráðamenn í Úkraínu eins og til stóð í upphafi.“ Terras segir Pútín í raun ekki skilja annað en harða afstöðu og að heræfingar í Eystrasaltsríkjunum á undanförnum árum og víðar á vegum NATO hafi sent Rússum rétt skila- boð. Það er að aðildarríkin standi saman og geti gripið til aðgerða ger- ist þess þörf. Tvo þarf til að eiga samtal „Við þurfum vitaskuld líka að halda möguleikanum á samtali opn- um en samtal krefst þess auðvitað að báðir aðilar séu reiðubúnir að taka þátt í því. Því miður virðast Rússar gjarnan aðeins hafa áhuga á eintali. Fyrir vikið er ekki auðvelt að eiga í samtali við rússneska ráðamenn. Stjórnvöld í Rússlandi reyna meðal annars að eiga í tvíhliða samskiptum við einstök ríki innan NATO sem getur orðið til þess að rjúfa samstöð- una og það er auðvitað ekki af hinu góða. Samstaða bandalagsríkjanna skiptir lykilmáli og ekki síst fyrir lítil ríki eins og okkar.“ „Við hræðumst ekki Rússa“  Rússnesk stjórnvöld reyna að reka fleyg á milli ríkja NATO, segir yfirmaður hers Eistlands  Segir Pútín tækifærissinna en ekki herkænskusnilling Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarmál Fyrsta reynsla Rihos Terras, yfirmanns eistneska hersins, var í sjóher Sovétríkjanna. Meðal annars í kafbátum í hafinu við Ísland. Riho Terras hefur verið yfirmað- ur herafla Eistlands frá því í desember 2011 en áður gegndi hann meðal annars stöðu for- manns herráðs eistneska hers- ins um tíma. Hann er fæddur ár- ið 1967 í borginni Kohtla-Järve í norðausturhluta landsins. Terras á að baki langa reynslu í eistneska hernum og sömu- leiðis hefur hann stundað nám víða í hernaðarfræðum. Þar á meðal í Bretlandi, Sviss, Þýska- landi og Svíþjóð. Hann er meðal annars sagnfræðingur og með meistaragráðu í stjórnmála- fræði og félagsfræði. Menntaður víða í Evrópu RIHO TERRAS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það hefur dregið nokkuð úr fjölda þeirra sem koma frá þeim ríkjum sem voru efst á blaði í fyrra og hitti- fyrra. Þannig hafa ekki margir kom- ið frá Makedóníu, sem var fjölmenn- asti hópurinn 2016, og Georgíu, sem var stærsti hópurinn 2017. Fyrir vik- ið eru aðrar þjóðir komnar ofar þó komum hafi ekki endilega fjölgað,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upp- lýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Umsóknir um hæli voru í janúar og febrúar alls 95 og koma flestar þeirra frá Írak, samtals 16. Næstir koma hælisleitendur frá Albaníu, 13 manns, Pakistan, 12, Georgíu, 9, Pal- estínu, 8, og sjö frá Sómalíu. Þrír eða færri hælisleitendur koma frá öðrum ríkjum. Þá verða komutölur fyrir mars birtar fljótlega eftir páska. Hefur ekkert forspárgildi Aðspurð segir Þórhildur Ósk ómögulegt að segja til um hvernig þróunin verður á þessu ári. „Janúar og febrúar hafa aldrei verið stærstu mánuðir áranna. Þess- ar tölur segja okkur því ekkert um hugsanlega þróun yfir allt árið,“ seg- ir hún. Þá hefur umsóknum um hæli fækkað nokkuð í nágrannaríkjum okkar frá árinu 2015 þegar þær náðu hámarki. „Það er ekki búist við því að þeim fækki enn frekar heldur að umsóknir verði á svipuðu róli og þær voru 2017,“ segir Þórhildur Ósk. Langflestir þeirra hælisleitenda sem hingað komu í janúar og febrúar eru fullorðnir karlmenn, alls 64. Konur eru 15 talsins, drengir 7 og stúlkur átta. Eitt fylgdarlaust ung- menni kom á þessu tímabili og var það drengur frá Sómalíu, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Árið fer rólega af stað  Langflestir hælisleitendur full- orðnir karlmenn 0 1 500 3 000 4 500 5 300 Breyting frá 2016 Fjölgun hlutfallslega miðað við milljón íbúa 2017 Fjöldi þeirra sem leituðu hælis í Evrópu Heimild: Eurostat Fækkun Heildarfjöldi 649.855 1.206.120 árið 2016 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur lagt til að Týsgata verði einstefna frá Skóla- vörðustíg til suðvesturs og að Þórs- gata, milli Týsgötu og Óðinsgötu, verði einstefna frá Týsgötu til norð- vesturs. Samhliða verði bílastæði á sama kafla Þórsgötu felld niður og stöðubann sett. Fulltrúar meirihlutans í um- hverfis- og skipulagsráði sam- þykktu tillöguna með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru á móti fækkun bílastæða á þessu svæði. Telja þeir að betur hefði farið á að halda áfram með það fyrirkomulag sem fólst í verk- efninu Torg í biðstöðu, s.s. torg á sumrin en bílastæði á veturna. sisi@mbl.is Einstefna í Þingholt- unum var samþykkt Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Tallinn, Vilnius og Riga Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá 11. og 12. öld og kynnumst miðaldastemningu sem er engri lík. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dóm- kirkjur, þröngar steini lagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveitaþorp með brosandi heimamönnum. Við förum aftur í tíma og rúmi. 15.-25. ágúst Eystrasaltið í sinni fegurstu mynd Verð 219.900 kr. á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, allar ferðir, aðgangur þar sem við á, hótel með morgunmat , íslensk fararstjórn Sími 588 8900 transatlantic.is VIÐTAL Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki ein- ungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal ann- ars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína. Þannig að það er óstöðugleiki fyrir hendi víða. Hins vegar er vandamálið frá okkar sjónarhóli fyrst og fremst Rússland. Rússar hafa sýnt að þeir hafa getuna til þess og eru reiðubúnir til þess að beita hefðbundnum hernaðarmætti til þess að ná pólitískum markmiðum sínum.“ Þetta segir Riho Terras, yfirmað- ur eistneska hersins, í samtali við mbl.is en hann er staddur á Íslandi þessa dagana þar sem hann hefur rætt við fulltrúa íslenskra stjórn- valda og kynnt sér aðstæður á örygg- issvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Blaðamaður minntist á það við upp- haf viðtalsins að reynsla Íslendinga af Rússum hernaðarlega séð væri bundin við ferðir rússneskra her- skipa í kringum Ísland. Terras gat þess þá að honum hefði á sínum tíma verið gert að sinna herskyldu í sjóher Sovétríkjanna þegar Eistland var enn hluti þeirra. Meðal annars í kaf- bátum í hafinu við Ísland. Heræfing Rússa nefnd Vestur „Við hræðumst ekki Rússa, það er ekki málið. Almenn afstaða fólks í Eistlandi er sú að aðild okkar að öfl- ugasta varnarbandalagi heimsins veiti okkur ákveðna öryggiskennd. Við höfum alltaf lagt áherslu á að leggja okkar af mörkum í starfsemi NATO. Við höfum verið í Írak, með Frökkum í Mið-Afríkulýðveldinu, með Þjóðverjum í Djíbútí, með Bret- um í Helman-héraði í Afganistan og Dönum í Kósóvó. Þannig að við höf- um alltaf reynt að svara kallinu þeg- ar óskað hefur verið eftir þátttöku okkar í lausn mála.“ Vegna stöðunnar sem upp er kom-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.