Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í bréfi sem Landsnet hefur ritað
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
er bent á að Landsneti hafi ekki
verið veittur þriggja mánaða frest-
ur til að gera athugasemdir við
fyrirhugaða friðlýsingu jarðarinnar
Hóla í Öxnadal eins og tillaga
Umhverfisstofnunar kveður á um.
Þá fullyrðir Landsnet að ákvæða
náttúruverndarlaga hafi ekki verið
gætt við ferlið og að uppfylla þurfi
ákvæði í þeim lögum til þess að
ljúka megi friðlýsingu svæðisins
með lögmætum hætti. Bendir
fyrirtækið á að sú staða valdi því
að fyrir hendi sé „ólögmætisástæða
er hamlar töku stjórnvaldsákvörð-
unar af hálfu ráðherra á þessu
stigi.“
Í bréfinu, sem dagsett er á
föstudag í síðustu viku, er farið yf-
ir þá stöðu sem fyrirtækið telur í
uppsiglingu á grundvelli frétta-
flutnings um fyrirhugaða friðlýs-
ingu sem stendur fyrir dyrum.
Bendir fyrirtækið á að óskilyrt
friðlýsing á jörðinni myndi setja
áform þess um styrkingu raforku-
kerfisins í uppnám og að svæðið
hafi „umtalsverða þýðingu fyrir
samfélagslega hagsmuni tengda
flutningskerfi raforku,“ eins og það
er orðað. Um svæðið liggur nú
þegar Rangárvallalína 1 sem er
hluti af hinni svokölluðu byggða-
línu.
Þannig hafi Landsnet lagt mat á
tvo möguleika við uppfærslu flutn-
ingskerfisins sem sé orðin knýj-
andi. Annars vegar sé mögulegt að
tengja milli suðurs og norðurs um
Sprengisand og styrkingar milli
Blöndustöðvar og Fljótsdalsstöðv-
ar. Hins vegar sé gert ráð fyrir
uppbyggingu kerfisins meðfram
núverandi byggðalínu. Báðir þessir
kostir geri ráð fyrir uppbyggingu á
nýrri 220 kV tengingu milli Blöndu
og Fljótsdals og þeir kostir hafi
báðir að geyma hina svokölluðu
Blöndulínu 3. Sú lína sé fyrirhuguð
um Öxnadal en með friðlýsingu
Hóla verði lokað á þann möguleika,
ekki síst vegna þess að jörðin
Hraun í sama dal var friðlýst sem
fólkvangur árið 2007.
Heildstætt mat jarðstrengja
Landsnet bendir einnig á að ef
friðlýsing jarðarinnar Hóla muni
fela í sér kröfu um að raforkuflutn-
ingur um svæðið verði um jarð-
streng þá kunni það að hafa áhrif á
möguleika fyrirtækisins á lagningu
jarðstrengja á öðrum hlutum línu-
leiðar Blöndulínu 3. „Slíkt gengi
gegn þeirri hugsun sem felst í í 9.
tölul. A-liðar tillögu til þingsálykt-
unar um stefnu stjórnvalda um
uppbyggingu flutningskerfisins
[…] skuli tryggja að ákvarðanir
um einstaka jarðstrengskafla, þeg-
ar það á við, byggist á heildstæðu
mati á þeim hluta flutningskerf-
isins þar sem lengd jarðstrengs-
kafla er háð takmörkunum og inn-
byrðis háð.“ Auk þess er bent á að
gengið sé út frá því að jarðstrengs-
kaflar séu nýttir á svæðum þar
sem jarðstrengur hafi í för með sér
mestan ávinning umfram loftlínu
en að mat á því hvar það eigi við
hafi enn ekki farið fram í tilfelli
Blöndulínu 3.
Málið í höndum setts ráðherra
Möguleg friðlýsing Hóla í Öxna-
dal er í höndum Svandísar Svav-
arsdóttur, setts umhverfis- og auð-
lindaráðherra í málinu. Málið var
falið henni til úrlausnar eftir að
Guðmundur I. Guðbrandsson, um-
hverfis- og auðlindaráðherra, lýsti
sig vanhæfan vegna málsins. Sif
Konráðsdóttir, sem til skamms
tíma var aðstoðarmaður Guðmund-
ar, er eigandi jarðarinnar. Þá hafði
Sif einnig lýst því yfir, meðan hún
gegndi starfi aðstoðarmanns, að
Guðmundur væri ekki vanhæfur til
að taka ákvörðun í málinu, þrátt
fyrir eignarhald hennar á jörðinni.
Lagaskilyrði skorti fyrir friðlýsingu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Raforka Landsnet bendir á að í stjórnarsáttmála komi fram að flutnings- og
dreifikerfi raforku verði að mæta betur þörfum atvinnulífs og almennings.
Landsnet segir rök hníga að því að ekki sé tímabært að ljúka afgreiðslu á friðlýsingu Hóla í Öxnadal
Lagaskilyrði skorti til ákvörðunarinnar vegna formgalla Tryggja þurfi lagningu Blöndulínu 3
Langt ferli
» Fjögur ár eru liðin frá því að
leitað var athugasemda við
fyrirhugaða friðlýsingu.
» Landsnet hefur ákveðið að
framkvæma nýtt umhverfis-
mat fyrir Blöndulínu 3.
» Af þeim sökum hefur línan
verið tekin af framkvæmda-
áætlun næstu þriggja ára.
● Í lok fyrstu heilu viðskiptaviku Kviku
á First North-markaði Kauphallarinnar
var markaðsverðmæti félagsins komið í
15 milljarða króna og hafði þá aukist
um hálfan milljarð frá fyrsta viðskipta-
degi. Gengi félagsins hækkaði um 0,6%
í gær og alls um liðlega 3% í vikunni.
Góð fyrsta viðskipta-
vika Kviku á First North
24. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.33 99.81 99.57
Sterlingspund 140.53 141.21 140.87
Kanadadalur 77.12 77.58 77.35
Dönsk króna 16.425 16.521 16.473
Norsk króna 12.854 12.93 12.892
Sænsk króna 12.112 12.182 12.147
Svissn. franki 104.76 105.34 105.05
Japanskt jen 0.94 0.9454 0.9427
SDR 144.35 145.21 144.78
Evra 122.36 123.04 122.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.3256
Hrávöruverð
Gull 1342.35 ($/únsa)
Ál 2057.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.63 ($/fatið) Brent
Litið er á það neikvæðum augum af
mögulegum viðskiptavinum gagna-
vera að einungis eitt fyrirtæki,
Farice, bjóði nettengingar við um-
heiminn. Auk þess er bandvídd dýr-
ari hér en í samkeppnislöndum.
Þetta kemur fram í úttekt KPMG.
Fram kemur í skýrslunni að sam-
keppnisforskotið sem Ísland hafði,
að bjóða upp á rafmagn á hagstæð-
ara verði, sé að hverfa. Gagnaver-
um hérlendis bjóðist svipuð verð og
í Norður-Evrópu, og hærri verð en í
Danmörku og Svíþjóð. Á sama tíma
er verð bandvíddar að verða steinn í
götu gagnavera, líka fyrir starfsemi
sem krefst lítillar bandvíddar.
Efla þarf nettengingar til lands-
ins til þess að gagnaver hérlendis
geti keppt alþjóðlega. Það verður æ
erfiðara fyrir þau ef ekkert verður
aðhafst í málinu. Ákjósanlegast
væri, að mati höfunda skýrslunnar,
ef það væru tveir netstrengir í
einkaeigu og sá þriðji væri í eigu
ríkisins sem tryggði áreiðanlega og
hagkvæma varatengingu við um-
heiminn.
Næstbesti kosturinn væri að
greiða fyrir því að einkaaðilar fjár-
festi í þriðja neðansjávarkaplinum
til Evrópu. Hann þyrfti að tengjast
veltengdu svæði.
Takist ekki að koma upp þriðja
kaplinum er nefnt sem möguleg
skammtímalausn að koma einum af
sæstrengjum Farice til einkaaðila.
Við þá ráðstöfun væri ekki einungis
einn aðili sem annaðist nettenging-
ar við umheiminn. helgivifill@mbl.is
Einkaaðilir fjár-
festi í nettengingu
Rafmagn til gagnavera er ekki ódýrt
Gagnaver Verð á bandvídd fer að
verða steinn í götu gagnavera.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
TILBOÐSVERÐ FRÁ
2.459.000 KR. ÁN VSK
TILBOÐSVERÐ 3.05
0.000 KR. MEÐ VS
K
CITROEN.IS
CITROËN JUMPY
MODUWORK - aukið flutningsrýmiNálægðarskynjarar að aftan
Þrjár lengdir
– allt að 4 metra
flutningsrými
FJÖLHÆFUR & STERKUR
LENGDIN SKIPTIR MÁLIBAKKAÐU AF ÖRYGG
I
KOMDU &MÁTAÐU
CITROËN JUMPY Í DAG!
AÐEINS Í NOKKRA D
AGA!
300.000KR.
AFSLÁTTUR
GILDIR TIL 2
8. MARS!