Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Það vantar stundum gleði í um-ræðuna um móðurmálið. –En snúum okkur að efnidagsins.
Í námskrá í íslensku eru lagðar línur
um helstu áherslur. Skólarnir útfæra
svo markmiðin nánar í skólanámskrá
sinni. Þetta er dýrmætt frelsi. En frels-
ið skerðist reyndar af annarri ástæðu,
nefnilega þeirri kvöð að þurfa að kaupa
nánast allt námsefni af „stóra bróður“
(=Menntamálastofnun). Fyrir rúmum
áratug gátu skólar sótt í sæmilega digr-
an sjóð til kaupa á námsefni af öðrum en „stóra bróður“ og þannig valið á
milli kosta. En sá sjóður hefur nánast tæmst.
Svo kemur spurningin um samræmd próf – sem „stóri bróðir“ ber
ábyrgð á. Þurfum við á þeim að halda (burtséð frá skakkaföllum í fram-
kvæmdinni)?
Ég er kominn á þá skoðun að senda mætti skólunum „sýnishorn
prófa“ sem kennarar gætu haft til viðmiðunar ef þeim sýndist svo. Fólk
úr skólasamfélaginu (nýtt fólk á hverju ári) mundi semja þessi sýnis-
horn; þannig mætti fyrir-
byggja einsleitnina sem hef-
ur sett nokkurn svip á
samræmdu prófin um árabil.
Menn hafa gagnrýnt
krossaprófin. En þau eru
ekki alslæm, t.d. í mál-
fræðikennslunni, því að þau vísa nemanda veginn að réttu svari: hann
sér málfræðiheiti sem hann kannski getur ekki beitt af öryggi en kann-
ast við um leið og það birtist sem svarmöguleiki á blaði. Tökum dæmi:
Hvað eiga skáletruðu orðin hér að neðan sameiginlegt?
auk þess/ vegna kosninganna/ til drottningarinnar/ milli mín og þín.
( ) Þetta eru atviksorð og þau eru óbeygjanleg.
( ) Þetta eru forsetningar sem stýra þolfalli.
( ) Þetta eru forsetningar sem stýra þágufalli.
( ) Þetta eru forsetningar sem stýra eignarfalli.
(Setjum krossinn við neðstu línu.)
Það þarf að kynna nemendum algengustu hugtök í málfræði, m.a. til
að auðvelda þeim nám í öðrum tungumálum en ekki síður til að gera
þeim kleift að ræða um eigin tungu. Tengjum beygingafræðina við raun-
veruleikann. Kennari á Akureyri: „Jæja, krakkar mínir, er ekki gata
hér í bænum sem heitir Drottningubraut?“ Nemandi: „Jú, nei, ha, bíddu,
hún heitir Drottningarbraut.“ Kennarinn: „Hvers vegna segja þá sumir:
‚Hann fór til drottningunnar‘?“ Umræðan er komin á fleygiferð.
Við getum líka gripið til fyrirsagna dagblaðanna: „Ræðumenn þagn-
arinnar“; „Æpandi þögn“. Þessar fyrirsagnir úr smiðju gamals skóla-
bróður sýna hvað þversögnin er áhrifamikið stílbragð. Við erum komin
út í stílfræði.
„Ó, öryggið!“ stendur í verðlaunabókinni Elín, ýmislegt (bls. 12) eftir
Kristínu Eiríksdóttur. Merking þessara orða snýst við ef þau eru töluð
(en ekki skrifuð). Það er ekkert öruggt í þessum heimi.
Þrjár auglýsingar að lokum sem góðkunningi sendi mér:
Hillur – hillur fyrir alla muni. – Húsgagnahöllin
Heilsteypt fyrirtæki. – Steypustöðin
Sumir fara aldrei aftur fram úr. – Umferðarráð
Prestakall =
eiginmaður prests
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Eftir að lífeyrissjóðir urðu ráðandi hluthafar íflestum stærstu fyrirtækjum landsins, semskráð eru á markaði, var ljóst að til þessmundi koma, fyrr eða síðar, að einhvers konar
sprenging yrði vegna launakjara æðstu stjórnenda
þeirra sömu fyrirtækja.
Stjórnir lífeyrissjóðanna eru skipaðar af þeim atvinnu-
vegasamtökum og launþegafélögum, sem að þeim
standa, hverjum fyrir sig. Þær stjórnir velja síðan full-
trúa lífeyrissjóðanna í stjórnir fyrirtækjanna, sem um er
að ræða. Þeir fulltrúar eru síðan ábyrgir fyrir launa-
kjörum æðstu stjórnenda fyrirtækjanna.
Hvernig gengur það upp fyrir launþegafélögin, að
fulltrúar, sem þau bera óbeina ábyrgð á í stjórnum fyr-
irtækjanna, samþykki launakjör æðstu stjórnenda, sem
eru í engu samhengi við launakjör félagsmanna þeirra?
Það gengur ekki upp.
Í raun og veru á það sama við um atvinnurekendur.
Það gengur ekki upp fyrir þá, að Samtök atvinnulífsins
haldi uppi málflutningi, sem út af fyrir sig er á rökum
reistur um bolmagn fyrirtækja til launagreiðslna en
fulltrúar á þeirra vegum í stjórnum
viðkomandi fyrirtækja fylgi allt ann-
arri stefnu, þegar kemur að launa-
kjörum stjórnenda.
Þessir augljósu hagsmunaárekstrar
komu loks upp á yfirborðið í tengslum
við aðalfund eins olíufélaganna, N1,
fyrir nokkrum dögum.
Fyrstu fréttir um launakjör for-
stjóra fyrirtækisins voru misvísandi að því leyti til að
þær bentu til þess að föst laun hans hefðu verið hækkuð
mun meira en launaþróun í landinu gaf tilefni til. Í ljós
kom að um var að ræða bónusgreiðslur.
Það skiptir hins vegar ekki máli vegna þess að reglur
um bónusgreiðslur geta líka verið út úr kortinu og raun-
ar er það svo að í sumum löndum í okkar heimshluta er
unnið markvisst að því að takmarka slíkar greiðslur og
setja hæfilegt hámark á þær.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn, sem upp koma deil-
ur um bónusgreiðslur í stórum fyrirtækjum.
Um slíkt tilvik var fjallað í bók minni Umsátrið – fall
Íslands og endurreisn, sem út kom haustið 2009. Þar seg-
ir (bls-123-124):
„Það skortir traust á milli okkar og stjórnvalda,“ segir
Hreiðar Már.
„Af hverju?“
„Hann (Davíð) vildi skapa „run“ á bankann hjá okkur
2003.“
Og vísaði til þess, þegar Davíð Oddssyni, forsætisráð-
herra, ofbauð kaupréttarsamningar, sem gerðir höfðu
verið við þá Sigurð (Einarsson) og Hreiðar Má, og tók út
innistæður, sem hann átti á bankabók í bankanum í mót-
mælaskyni.
Þann dag hringdi Hreiðar Már í bókarhöfund og sagði:
„Við ætlum að bakka út úr þessu, en ég er sannfærður
um að þetta kerfi (þ.e. kaupréttarkerfið) á eftir að koma
hér eins og í öðrum löndum.“
Kannski má segja að hvatningar úr ýmsum áttum um
að kaupa ekki benzín hjá N1 séu í ætt við þessa aðferð
þáverandi forsætisráðherra til mótmæla á sínum tíma.
Það voru ekki bara formenn nokkurra verkalýðsfélaga
og almennir borgarar, sem létu andúð sína í ljós af þessu
tilefni nú.
Í tilkynningu frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, einum
stærsta hluthafa í olíufélaginu, hinn 16. marz sl., sagði:
„Í starfskjarastefnu N1 hf. kemur fram að kjör for-
stjóra skuli vera samkeppnishæf og taka mið af hæfni,
ábyrgð og umfangi starfsins. Lífeyrissjóðurinn telur það
orka mjög tvímælis hvort fjárhæð launa forstjóra og
hækkun þeirra samræmist þessum viðmiðum og þeim
sjónarmiðum, sem hluthafastefna sjóðsins byggist á.“
Fyrir nokkrum dögum sendi Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna frá sér svohljóðandi ályktun:
„Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna
mótmælir harðlega þeirri sjálftöku
launa, sem á sér stað meðal stjórnenda í
íslenzkum fyrirtækjum. Allt frá því að
kjararáð gaf tóninn með hækkun launa
til þingmanna og forstöðumanna stofn-
ana hefur orðið til hyldýpi milli þessara
aðila og launafólks.
Þrátt fyrir að ákvörðunum kjararáðs
hafi verið mótmælt harðlega og þrátt
fyrir að ríkisstjórninni hafi gefizt kostur á að leiðrétta
þessa óhæfu, þá reyndist hún ekki hafa þann kjark, sem
til þurfti þegar á reyndi.
Á sama tíma er því haldið að launafólki að vera hófstillt
í launakröfum til þess að viðhalda stöðugleika í samfélag-
inu. Það ríkir hins vegar ekki stöðugleiki hjá íslenzku
launafólki, sem þarf á sama tíma að takast á við skerð-
ingar barna- og vaxtabóta og raunlækkun á persónu-
afslætti, sem ekki fylgir almennri launaþróun og hefur
ekki gert í áraraðir.
Slík ögrun verður ekki liðin og mun valda upplausn á
almennum vinnumarkaði verði ekkert að gert.
Stjórn LÍV skorar á stjórnvöld og stjórnir lífeyr-
issjóða að vinda ofan af þessari þróun aukinnar misskipt-
ingar“.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur nú þegar
komið til móts við þessa áskorun með því að lækka nokk-
uð laun forstjóra sjóðsins.
Það mun hins vegar ekki duga til, hvorki fyrir þann líf-
eyrissjóð eða aðra. Fulltrúar launþegafélaganna í stjórn-
um lífeyrissjóða hljóta að setja þessi mál á dagskrá og
knýja á um að afstaða fulltrúa þeirra í stjórnum ein-
stakra fyrirtækja til launakjara æðstu stjórnenda fyr-
irtækjanna verði í samræmi við sjónarmið þeirra, sem
þeir sækja umboð sitt til.
Samtök atvinnulífsins hljóta að horfast í augu við að
málflutningur þeirra um launamál verður ekki marktæk-
ur nema fulltrúar þeirra í stjórnum sömu fyrirtækja fylgi
yfirlýstri stefnumörkun þeirra í kjaramálum í stjórnum
fyrirtækjanna.
Það er komið að þáttaskilum í þessum efnum.
Sprenging í lífeyrissjóðum
Fulltrúar lífeyrissjóða
í stjórnum fyrirtækja
hljóta að fylgja afstöðu
umbjóðenda sinna
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Sjötíu ár eru nú liðin frá sögulegriheimsókn norska skáldsins Arn-
ulfs Øverlands til Íslands. Hann
hafði verið róttækur á yngri árum,
en gekk úr norska kommúnista-
flokknum eftir hreinsanir Stalíns og
sýndarréttarhöld 1938. Hann hafði
ort mergjað ádeilukvæði um nas-
ismann, sem Magnús Ásgeirsson
sneri á íslensku. Eftir hernám Nor-
egs handtóku nasistar hið norska
skáld og sendu í fangabúðir í Sach-
senhausen. En í stríðslok sá Øver-
land og skildi, að ekki höfðu allir al-
ræðissinnar verið lagðir að velli í
stríðinu. Þeir réðu enn Rússlandi.
Uppnám varð á norrænu rithöf-
undaþingi í Stokkhólmi í árslok 1946,
þegar Øverland leyfði sér að ræða
um hina harkalegu sjálfsritskoðun
Finna eftir ósigur þeirra fyrir Stalín
1944. Úr finnskum bókasöfnum voru
þá til dæmis fjarlægðar allar bækur,
sem talist gátu gagnrýnar á Stalín
og stjórnarfar hans. Skrifuðu 25 rit-
höfundar á þinginu undir mótmæli
við orðum Øverlands, þar á meðal
þau Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör
og Þórunn Magnúsdóttir.
Næsta árið talaði Øverland víða
fyrir varnarbandalagi gegn Stalín.
Þegar vitnaðist, að hann kæmi til Ís-
lands vorið 1948, hófu íslenskir
kommúnistar áróðursherferð gegn
honum. Jóhannes úr Kötlum skrifaði
grein í tímaritið Rétt um væntanlega
komu hans og valdi honum hin
verstu orð. Eftir að Øverland flutti í
Austurbæjarbíói fyrirlestur gegn
kúgun kommúnista, birtu þeir
Sverrir Kristjánsson og Halldór
Kiljan Laxness svæsnar árásir á
hann. Øverland hefði svikið æsku-
hugsjónir sínar og gengist banda-
rísku auðvaldi á hönd. Kallaði Lax-
ness hann boðbera stríðs og haturs.
Á stúdentafélagsfundi í Háskólanum
stóð Jónas H. Haralz upp og flutti
svipaðan boðskap, sem hann birti
síðan í Þjóðviljanum. Aðrir tóku
Øverland betur, og var húsfyllir á
fyrirlestrum hans og upplestra-
kvöldum.
Sjö fyrirlestrar Øverlands komu
síðan út á íslensku vorið 1949, Milli
austurs og vesturs. Er enginn vafi á
því, að hið orðsnjalla, einlæga skáld
hafði talsverð áhrif í þeim um-
ræðum, sem fram fóru eftir stríð í
Noregi og Danmörku og á Íslandi
um, hvort þessar þjóðir ættu erindi í
varnabandalag vestrænna þjóða.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Heimsókn
Øverlands
KRINGLU OG SMÁRALIND
SKECHERS GO WALK MAX HERRASKÓR
HERRASKÓR
MEÐ GOGA MAX INNLEGGI.
STÆRÐIR 41-47
VERÐ 9.995