Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akur- eyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimilinu kl. 11. Umsjón Sindri Geir Óskarsson og Hjalti Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Nú- palind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söng- ur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kirkj- unnar kl. 11. Umsjón hafa Anna Sigga og Aðal- heiður. Fermingarmessa kl. 13.30. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Kristný Rós Gústafsdóttir og Dagur Fannar Magnússon. Messa og ferming kl. 14. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafs- dóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Barna- kór kirkjunnar syngur og leikur á bjöllur í upp- hafi guðsþjónustunnar. Kór kirkjunnar leiðir söng. Keith Reed stjórnar báðum kórunum. Prestur er Kjartan Jónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jóns- dóttur og Arnórs Bjarka Blomsterberg. Hress- ing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Páskaeggjaleit og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Sigrún Ósk, Guðmundur Jens, Arngrímur Bragi, Ástvaldur og sr. Hans Guðberg. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifs- dóttir, taka á móti börnunum. Prestur Magnús Björn Björnsson. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te eða djús og meðlæti í safnaðar- salnum. Tómasarmessa kl. 20. Fjöldi presta, djákna og messuþjóna tekur þátt. BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingamessur kl. 10.30 og 13. Kór Bústaðakirkju og Jónas Þórir. Hólmfríður djákni og sr. Pálmi þjóna ásamt messuþjónum. DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessur kl. 11 og 13.30, prestur Gunnar Sigurjónsson, organ- isti Sólveig Sigríður Einarsdóttir, kammerkór Digraneskirkju syngur, einsöngvari Marteinn Snævar Sigurðsson. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 8.30 á pólsku, hátíðarmessa kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messur virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigil- messa). DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Sunnu- dagaskóli á kirkjuloftinu. Prestsvígsla kl. 14. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir Díönu Ósk Óskarsdóttur guðfræðing. Dómkór- inn og organisti er Kári Þormar. FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarmessa kl. 14 í tilefni 30 ára vígsluafmælis Fella- og Hóla- kirkju. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stef- ánsson leikur á fiðlu. Kórinn flytur verk eftir Vi- valdi og Caccini. Inga Backman og Kristín R. Sigurðardóttir syngja einsöng. Eftir messu er hátíðarkaffi. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Ástu og Kristínar. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Sunnu Kristrúnu djákna. Barna- og æsku- lýðskór Kirkjunnar syngur undir stjórn Margrét Árnadóttur tónlistarstjóra. Messa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerár- kirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Prestar eru Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Kór Grafarvogskirkju leið- ir söng og organisti er Hákon Leifsson. Ferming kl. 13.30. Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sigurður Grétar Helgason. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifs- son. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunn- arsson prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli, Daníel Ágúst, Ásta Lóa og Sóley taka á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Samskot til Hjálpar- starfs kirkjunnar. Kaffi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Fermingarmessa kl. 13.30. Kirkjukór Grensáskirkju syngur, org- anisti Ásta Haraldsdóttir og prestur María Ágústsdóttir í báðum athöfnum. kirkjan.is/grensaskirkja/ GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jóns- son. Organisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Sig- urðar Óskars og Hákons Darra. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu kl. 11 sem Erla Björg og Hjördís Rós hafa umsjón með. Kl. 17-19 flytur sönghópurinn Lux Aeterna passíusálma Hallgríms Péturssonar við „gömlu lögin“ sem fólk söng um aldir. Fólk getur fengið söngbækur til að fylgjast með söngnum og einnig getur fólk komið og farið að vild. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna- starfs Inga Harðardóttir. Kings Voices frá Cam- bridge syngja í messunni. Ensk messa kl. 15 (ath. breyttan tíma) í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Passíusálmalestur í dymbilviku mánud.-fimmtud. kl. 17-18 og föstud. langa kl. 13 (eftir messu). HÁTEIGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Kór Hjalla- kirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Prestar eru Sunna Dóra Möller og Karen Lind Ólafsdóttir. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu kl. 11. undir stjórn Mark- úsar og Heiðbjartar. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Æsku- lýðsmessa og páskastund fyrir allar kynslóðir. Börn í sunnudagskólanum og TTT-starfi, ferm- ingarbörn og nemendur úr Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leiða stundina ásamt séra Bryndísi Valbjarnardóttur og Hugrúnu Sif Hall- grímsdóttur tónlistarstjóra. Djús og meðlæti eftir stundina. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og ferming kl. 10.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | „Fjörskyldu- samvera“ kl. 13. Stutt hugvekja. Kaffi að sam- verustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa í Keflavíkur- kirkju kl. 11, sr. Fritz Már þjónar. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Súpa og kaffi eftir messu. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnu- dagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma, stjórnendur eru Gríma Katrín Ólafsdóttir og Birkir Bjarnason. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir þjóna. Organisti er Magn- ús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Ferming í messunni. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Hafdís- ar og Söru. Djús og ávextir í lok stundar. LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Helgistund kl. 13 Betri stofunni, Hátúni 12. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sig- urðarsonar organista. Prestar eru Arndís Linn og Kristín Pálsdóttir. lagafellskirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Tónlistarflokkur- inn Sálmari leikur. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Stein- gríms Þórhallssonar organista. Prestur Skúli S. Ólafsson. Sunnudagskóli undir stjórn sr. Ásu Laufeyjar, Katrínar, Hebu og Ara. Kaffiveit- ingar og samfélag á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingarguð- sþjónusta og barnastarf kl. 14. Séra Pétur Þor- steinsson predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Árni Heiðar Karlsson organisti leiðir safnaðasöng ásamt meðlimum úr Fjárlaganefnd. Fermd verða fjög- ur ungmenni. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. „Má deyða aðra manneskju?“ Ræðu- maður Birna G. Jónsdóttir. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bjarni Þór Bjarna- son sóknarprestur þjónar. Organisti er Glúmur Gylfason. Leiðtogar sjá um sunnudagaskól- ann. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. Mánudaginn 26. mars kl. 19.30 verður hið ár- lega páskaeggjabingó í safnaðarheimilinu. Kaffiveitingar. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Saga páskanna, söngur og páskaeggjaleit. Kaffi, djús og samfélag í safn- aðarheimili eftir stundina. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng og organisti er Sigur- björg Kristínardóttir. SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Ferm- ingarmessa kl. 15. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkju- bæjar- og Sleðbrjótskirkna. Meðhjálpari Mar- grét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar. SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli laugardag kl. 14. Föndur fyrir páskana. Messa sunnudag kl. 14. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti: Elísa Elíasdóttir. Meðhjálpari: Valdís Ólöf Jónsdóttir. Kirkjuvörður: Reynir Pétur Steinunnarson. Lokabæn: María K. Jacobsen. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Fræðarar sunnudaga- skólans fara yfir atburði páskanna. Barnakór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigur- geirssonar. Kanínan Dofri stýrir páskaeggja- leit. gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds- dóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson. ÞORLÁKSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar Ermenrekur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson. Kór Þorlákskirkju. Miklos Dalmay. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonBúðakirkja á Snæfellsnesi. Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Jóh. 12) Notkun snjalltækja og áhrif þeirra á börn hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið. Neikvæðu áhrifin geta verið margvísleg. Notkun snjalltækja eftir kvöldmatartíma hefur eins og margir vita slæm áhrif á svefn og á það bæði við um börn og fullorðna. Það er meðal annars vegna þess að birtan úr tækjunum dregur úr framleiðslu á svefnhormóninu melatonin sem stuðlar að eðlilegri syfju í lok dags. Samskipti sem fara að mestu fram í símum geta dregið úr hæfni barna til að læra eðlileg félagsleg samskipti. Börn og unglingar fara gjarnan í sím- ana þegar þau eru saman, í stað þess að leika sér eða spjalla saman. Sama á við um tölvuleikjanotkun. Algengt er að börn hittist í heimahúsi og eyði nær öllum tímanum sem þau eru saman í tölvuleiki í stað þess að tala saman, leika sér eða fara út úr húsi. Skjátími kemur í staðinn fyrir margt sem talið er mikilvægt fyrir heilaþroska barna. Má þar nefna þjálfun í að mynda gott vinasamband, tala saman augliti til auglitis, snert- ingu á milli vina (svo sem klapp á bak eða faðmlag), hreyfingu og útiveru svo eitthvað sé nefnt. Sé þessum fyrr- nefndu atriðum ekki sinnt getur það haft áhrif á greind, seiglu og getu barna til að þola álag og takast á við erfið verkefni hvort sem er í skóla eða í lífinu almennt. Í fyrirlestri sem Björn Hjálm- arsson barnalæknir hélt fyrir um ári kom fram að nærri 90% kennara telji að tæknin hafi skapað auðtruflaða kynslóð með stutta athyglisspönn. Nærri 50% fannst dregið hafa úr gagnrýninni hugsun og færni til heimanáms. 76% kennara töldu nem- endur orðna skilyrta til þess að leita svara í miklum flýti, í stað þess að gefa sér tíma til þess að leita að góðu, réttu og vel ígrunduðu svari við spurningum. 60% kennara töldu að dregið hefði úr skriflegri færni og samskiptum sem fælu ekki í sér sam- skipti í gegnum snjalltæki. Hvernig er hægt að minnka snjallsímanotkun og notkun samfélagsmiðla? Hvað varðar snjallsímanotkun barna og unglinga er mikilvægt að foreldrar eða forráðamenn fylgist með og ræði við börn sín og unglinga um það hvað þau eru að gera á sam- félagsmiðlum og á internetinu. Einnig þarf að fræða þau um skað- leg áhrif þessarar nýju tækni. Börn og unglingar þurfa að vera á varð- bergi gagnvart einelti og skilaboðum frá ókunnugum. Það þarf að brýna fyrir þeim að láta foreldra sína alltaf vita ef þau fá óviðeigandi skilaboð eða myndir sendar, eða ef þau eru að lenda í einelti eða sjái að einelti sé í gangi á samfélagsmiðlunum. Góð regla er að koma alveg í veg fyrir að börn og unglingar séu með símann sinn inni hjá sér þegar þau fara að sofa. Allt of algengt er að börn eru í símanum langt fram yfir hátta- tíma. Þau sofa oft allt of lítið og mæta dauð- þreytt í skólann dag- inn eftir. Of lítill svefn hefur meðal annars slæm áhrif á líðan barna og unglinga og veldur einbeitingarerf- iðleikum í skóla og við heimanám. Auðvelt er að kaupa hefðbundna vekjara- klukku til að nota í stað vekjaraklukkunnar í símanum. Ef börnin eru með símann hjá sér þegar þau vinna heimavinnuna sína, er hætt við því að athyglin leiti annað og trufli einbeit- ingu þeirra. Nauðsynlegt er að setja takmörk á snjalltækjanotkun og sjónvarpsáhorf barna og unglinga. Læknasamtök í Bandaríkjunum og Kanada ráðleggja að börn á aldrinum 0-2 ára fái engan skjátíma. Börn á aldrinum 3-5 ára fái skjátíma að hámarki eina klukku- stund á dag og börn og unglingar á aldrinum 6-18 ára um tvær klukku- stundir á dag. Best er fyrir börn að leika sér þeg- ar þau hittast og þá er gott að for- eldrar geymi símana fyrir þá á meðan þau eru við leik. Börn og unglingar ættu einnig að eiga sér áhugamál ut- an tölvuleikja og snjalltækja. Það ætti að reynast auðvelt þar sem úrval námskeiða fyrir börn og unglinga er orðið gríðarlega mikið og er alls ekki allt bundið við íþróttir. Svo er hægt að lesa, spila, fara í sund, spjalla við fjölskyldu og vini, leika með öll þau ósköp af dóti sem börn eiga nú til dags, teikna og lita, fara út að leika eða í göngutúr og fleira skemmtilegt. Áður en snjallsímar og tölvur fóru að taka yfir voru börn og unglingar ekki í vandræðum með að finna sér eitthvað að gera. Það að leiðast og þurfa að finna sér eitthvað að gera hvetur börn til að nota hugmyndaflug sitt, sem er mikilvægt fyrir heila- þroska þeirra. Þetta á sér sjaldan stað hjá börnum og unglingum í dag því þau hafa alltaf snjalltæki eða tölvu að grípa í. Ræða þarf við ung- lingsstúlkur um að lífið snúist ekki um það að vera vinsæll og fallegur. Gott er að ræða um hvað skipti raun- verulegu máli í lífinu. Hjálpa þeim að finna sér raunhæf og mikilvæg mark- mið að stefna að og styðja þau til þess að ná þeim. Og það sem mikilvægast er fyrir þau er að eiga sem flestar gæðastundir með fjölskyldunni og mynda góð og traust tengsl við for- eldra sína eða forráðamenn og systk- ini. Eftir Sigrúnu Þórisdóttur Sigrún Þórisdóttir »Mikilvægt er að foreldrar eða for- ráðamenn fylgist með og ræði við börn sín og unglinga um það hvað þau eru að gera á samfélagsmiðlum og á internetinu. Höfundur vinnur með börnum, unglingum og ungmennum hjá Sálfræðingunum Lynghálsi. Hvernig fara snjalltæki og samfélagsmiðlar með börnin okkar? ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.