Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
✝ ValtýrGeorgsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 19.
apríl 1956. Hann
lést 10. mars 2018.
Valtýr var son-
ur hjónanna Ásu
Valtýsdóttur, f. í
Vestmannaeyjum
7.8. 1933, d. 24.
apríl 1981, og
Georgs Sigurðs-
sonar, f. í Vestmannaeyjum
23.1. 1930. Bræður Valtýs
voru þrír: Sigurður, f. 3.4.
1954, kvæntur Elínborgu Ósk-
arsdóttur, f. 12.9. 1958, þau
eiga tvær dætur og sjö barna-
börn. Guðni, f. 14.10. 1957,
kvæntur Vigdísi Rafnsdóttur,
f. 7.7. 1958, þau eiga tvær dæt-
ur og eitt barnabarn. Jóhann
Brandur, f. 30.10. 1959, kvænt-
byggðu upp af samhentum
myndarskap. Synir þeirra eru:
Guðbrandur, f. 15.9. 1988, d.
22.9. 1988. Sindri, f. 9.8. 1989,
unnusta hans er Bryndís Jóns-
dóttir, f. 9.1. 1995. Reynir, f.
15.11. 1995.
Valtýr gekk í Barna- og
gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja og hóf fljótlega að
starfa við hin ýmsu verka-
mannastörf og var eftirsóttur
verkmaður með óbilandi
áhuga á vinnuvélum og vöru-
bílum. Hann gat jafnframt
breytt sér í hvaða iðnaðar-
mann sem var.
Eftir eldgosið á Heimaey
hóf hann störf hjá Áhaldahúsi
Vestmannaeyja. Þar valdist
hann fljótlega til trúnaðar-
starfa þar sem leiðtogahæfi-
leikar hans nutu sín í verk-
stjórn til dauðadags.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 24. mars 2018,
klukkan 11.
ur Rögnu Birgis-
dóttur, f. 14.4.
1961, þau eiga
þrjá syni og þrjú
barnabörn. Bræð-
ur Valtýs og
Georg faðir þeirra
eru allir búsettir í
Vestmannaeyjum.
Valtýr og eigin-
kona hans, Sigríð-
ur Guðbrands-
dóttir frá Unhól í
Þykkvabæ, f. 11.1. 1958, hófu
búskap að Strembugötu 12 og
gengu í hjónaband 12. desem-
ber 2003. Foreldrar Sigríðar
eru Guðbrandur Sveinsson, f. í
Borgarholti í Miklaholtshreppi
28.5. 1920, d. 15.6. 2010, og
Sigurfinna Pálmarsdóttir, f.
16.9. 1925 í Unhól Þykkvabæ.
Valtýr og Sigríður bjuggu
að Foldahrauni 1 sem þau hjón
Laugardagurinn 10. mars var
einn erfiðasti dagur sem ég hef
upplifað þegar elskulegi pabbi
minn varð bráðkvaddur skyndi-
lega aðfaranótt laugardagsins,
þetta er sárara en maður hefði
nokkurn tímann getað ímyndað
sér, að missa pabba sinn sem á allt
lífið framundan. Margs er að-
minnast um pabba og hann kenndi
mér allt sem ég kann í dag. Vanda-
mál voru aldrei til hjá honum og
hann fann alltaf einfalda og góða
lausn á hlutunum, sama hvað mað-
ur spurði hann um, hann gat gert
allt, sama hvað það var. Við áttum
okkar síðustu stund saman kvöld-
ið áður en hann lést þar sem við
horfðum á sjónvarpið, spjölluðum
mikið og hlógum saman, sú stund
gleymist aldrei. Langar að minna
alla á hversu dýrmætt lífið er,
hversu mikilvægt er að halda góð
sambandi við fjölskyldumeðlimi
og elska skilyrðislaust. Minning
þín lifir um ókominn ár og þú átt
alltaf stóran part í hjarta mínu.
Takk fyrir allar stundirnar og allt
sem þú hefur kennt mér, mun allt-
af þykja vænt um þig, elsku pabbi
minn.
Þinn sonur,
Reynir Valtýsson.
Orð fá ekki lýst hve erfitt það er
að átta sig á að elskulegi pabbi
minn sé búinn að yfirgefa þennan
heim. Pabbi var mín fyrirmynd.
Ég man vel hvað það var gaman
að fá að fara með honum í vinnu,
að fá að hanga með honum heilu
og hálfu dagana á vörubílnum sem
hann vann á fyrir mörgum árum
og fylgjast með öllum gröfunum
og þeim tækjum sem voru í kring-
um hann í áhaldahúsinu. Ég man
líka hvað það var gaman þegar
hann náði í mann í leikskólann á
þessum tækjum, sama hvort það
var vörubíll, sóparabíll eða hrein-
lega á gröfu. Auk þess man ég
hvað allir þessir kallar sem unnu
með honum í áhaldahúsinu voru
alltaf vinalegir þegar ég kíkti þar
inn. Pabbi var maður sem gat allt,
að manni fannst, hann gat breytt
sér í hvaða iðnaðarmann sem var
og var duglegur og góður í öllu
sem hann tók að sér. Vinnuþjark-
ur og dugnaðarforkur sem var
alltaf til staðar ef mann vantaði
aðstoð og studdi mig í öllu því sem
ég tók mér fyrir hendur. Ég á hon-
um svo ótrúlega margt að þakka á
minni ævi, alla aðstoðina sem ég
hef fengið í gegnum tíðina í hrein-
lega öllu. Þar ber þá helst að nefna
fyrstu íbúðina sem ég keypti.
Pabbi á heiðurinn að þeirri skver-
ingu sem þar var gerð og útkom-
unni sem var hreint út sagt frá-
bær. Íbúðin var bókstaflega gerð
fokheld og byggð upp að nýju, þar
sýndi hann og sannaði að hann
væri samblanda af öllum iðnaðar-
mönnum og gæti bókstaflega allt
sem að hann ætlaði sér. Í þeim
framkvæmdum fékk pabbi auk
þess góða aðstoð frá bræðrum sín-
um sem alltaf voru til staðar fyrir
hann ef hann vantaði aðstoð og
ráðleggingar í einhverju. Auk
þess sem pabbi var alltaf tilbúinn
að hjálpa sínum nánustu, sama af
hvaða stærðargráðu verkefnin
voru. Pabbi var mikill húmoristi,
hafði ég mjög gaman að húmorn-
um hans og voru fimmaurabrand-
arar sérgrein hjá honum. Hann
hafði sterkar skoðanir og sagði
það sem honum fannst. Hann var
einstaklega barngóður maður og
var oft stutt í stríðnina og bros hjá
honum þegar við vorum í sam-
kvæmum og veislum þar sem börn
voru. Hann hafði mikinn áhuga á
vinnunni sinni og lagði mikinn
metnaði í að gera eins vel og hann
gæti þar. Fjölskyldan var númer
eitt hjá honum og sýndi hann það
og sannaði með að standa sem
klettur við hlið okkar bræðra og
mömmu ef eitthvað bjátaði á, þá
var allt annað lagt til hliðar og fjöl-
skyldan sett í forgang. Ég ætti
efni í heila bók um minningar af
pabba en læt þetta gott heita hér.
Þú lifir alltaf í hjarta okkar, elsku
pabbi. Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og gert fyrir mig. Mun
alltaf elska þig, elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Sindri.
Öll viljum við að samfélagið
okkar gangi hnökralaust fyrir sig.
Frá grunni til yfirvalda. Við viljum
að götur séu ruddar í snjó-
þyngslum, þær lagaðar, frárennsli
sé eðlilegt frá heimilum okkar og
annað tilheyrandi. Ef eitthvað fer
aflaga köllum við þá til aðstoðar
sem sinna þessum störfum fyrir
bæjarfélögin. Alveg sama hvenær
sólarhrings er. Þá kemur til skjal-
anna verkkunnátta og þekking
þeirra sem vinna við þessi störf.
Í dag kveðjum við einn af
máttarstólpum okkar í þessum
málum hér í Vestmannaeyjum,
Valtý Georgsson, sem varð bráð-
kvaddur langt um aldur fram að-
faranótt 10. mars sl.
Valtýr ólst upp ásamt bræðrum
sínum að Strembugötu 12 í Vest-
mannaeyjum og var oft líf og fjör á
heimili Ásu og Dodda með fjóra
drengi fædda á fimm ára tímabili.
Í næsta húsi bjuggu móðuramma
og afi Valtýs ásamt stórfjölskyldu
og var fjölskyldan mjög náin og
veitti mikla hjálparhönd í veikind-
um Ásu.
Kraftmiklir peyjar sem undu
sér við leiki og íþróttir og oft var
mikið hlegið í fjölskylduboðum
þegar prakkarastrik þeirra voru
rifjuð upp. Oftar en ekki könnuð-
ust þeir bara ekkert við þau og
fylgdi glottsvipur á þeim við þær
upprifjanir.
Valtýr var ekki maður margra
orða. Hann valdi þau orð vel sem
hann lét frá sér fara og oft kom
hann með gullkorn sem kættu við-
stadda. Ekki það að hann væri
skoðanalaus. Það var gaman að
rökræða við hann um hin ýmsu
þjóðfélagsmál þar sem hann var
réttsýnn og með hlutina á hreinu.
Sama má segja um vinnuna sem
hann gekk til. Þar var gengið
rösklega til starfa og verkin klár-
uð. Bæði fyrir bæjarfélagið og
heimili hans og fjölskyldunnar.
Valtýr gekk í allt, smíði, pípulögn,
múrverk, eldamennsku, garð-
yrkju, barnauppeldi og aðra um-
hirðu sem var til algjörrar fyrir-
myndar. Valtýr var iðinn
verkmaður sífellt að störfum. Leti
var ekki til í hans lífi. Sigga hans
og drengirnir voru grunnpunktur
í lífinu alla tíð og fjölskyldan og
heimilið í forgangi. Hann og bræð-
ur mynduðu oft gott gengi þegar
framkvæmdir stóðu yfir á heim-
ilum þeirra og réttu hver öðrum
hjálparhönd við þau verkefni og
aldrei stóð á Valtý að aðstoða stór-
fjölskylduna ef hann var beðinn.
Þá var gaman að hlusta á spaugs-
yrðin og orðaleppana á milli þeirra
bræðra á meðan þeir unnu saman.
Óborganlegt.
Valtýr var mikill íþróttaáhuga-
maður og studdi ÍBV alla tíð og
var einn af hörðustu Hólsurum á
Hásteinsvelli á hverju sumri
hvetjandi sína menn. Það verður
autt stæði á Hásteinsvelli á kom-
andi sumri og hans verður sárt
saknað.
Þær eru dýrmætar myndirnar
sem voru teknar af honum síðasta
sumar, glottandi á svip stýrandi
stórri vinnuvél. Þar var hann á
heimavelli, við stjórn á stórum
tækjum sem hann var með mikla
þekkingu og reynslu á. Synir hans
feta í fótspor föður síns í þeim efn-
um.
Bæjarfélagið sér nú á eftir
tryggum og trúföstum starfs-
manni sem vann stærsta hluta ævi
sinnar í þágu þess. Mestur er
missir Siggu, Sindra, Bryndísar,
Reynis og föður Valtýs.
Margs er að minnast og margt
er að þakka. Minning hans lifir í
hjörtum okkar allra.
Blessuð sé minning Valtýs
Georgssonar.
Pabbi, Sigurður, Guðni
Jóhann og fjölskyldur.
Elsku frændi, þú varst glettinn
og það var ávallt stutt í nokkra
fimmaura þegar við komum öll
saman, vissulega gat fokið í þig en
það náði nú oftast ekki mikið
lengra en það að þú tuðaðir við
sjálfan þig eða bræðurna, svo var
það búið. Samband og traust ykk-
ar bræðranna var mikið en eitt
símtal og allir voru mættir að gera
það sem þurfti, að horfa á ykkur
vinna saman var svo sannarlega
aðdáunarvert, allir höfðu hlutverk
og vissu hvað þeir áttu að gera og
skipti engu máli hvers eðlis verk-
efnin voru, þið bara leystuð þau.
Skemmtilegast var þó að fylgj-
ast með ykkur tuða og rökræða
þegar þið unnuð saman, þú yfir-
leitt brostir bara að vitleysunni í
hinum og hafðir gaman af að kasta
inn nokkrum fullyrðingum bara til
að ná hinum aðeins upp.
Við eigum eftir að sakna þess
mikið að sjá ekki bros þitt og
heyra nokkra fimmaura á næstu
hittingum en minning þín lifir í
hjörtum okkar og við vitum að þú
munt hlæja með okkur þegar við
förum að tala um rakettur og
kassabíla.
Biðjum góða Guð að vaka yfir
afa Dodda, Siggu, Sindra og Reyni
á þessum erfiðu tímum.
Þínar frænkur,
Björk og Alma Guðnadætur.
Valtýr Georgsson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýju vegna andláts elskulegrar systur
okkar,
INGIBJARGAR SVERRISDÓTTUR
sjúkraliða
frá Höfn í Hornafirði.
Ólöf Sverrisdóttir
Sveinbjörn Sverrisson
Svava Sverrisdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR BERGUR ÁRNASON,
fyrrverandi kaupmaður,
hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð,
Akureyri.
lést miðvikudaginn 21. mars.
Útförin fer fram mánudaginn 9. apríl frá Akureyrarkirkju
klukkan 13.30.
Erna H. Gunnarsdóttir Gunnar M. Guðmundsson
Jóhanna A. Gunnarsdóttir Vilbergur Kristinsson
Guðmundur Ö. Gunnarsson
Halldóra K. Gunnarsdóttir Árni G. Leósson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS E. ÁRSÆLSSON,
Maríubaugi 41,
lést á Landakoti 15. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 26. mars klukkan 13.
Linda Guðbjartsdóttir
Ársæll Magnússon Andrea Bergþóra Pétursdóttir
Björk Inga Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, mágur
og frændi,
GRÉTAR MAGNÚS GRÉTARSSON
kvikmyndagerðarmaður,
lést í Kaupmannahöfn 12. mars.
Útför Grétars fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 27. mars klukkan 13.
Bjarney J. Friðriksdóttir Magnús Thejll
Grétar M. Guðmundsson Katrín S. Jensdóttir
Sólveig J. Grétarsdóttir Hörður Þ. Harðarson
Sóley D. Grétarsdóttir Egill D. Brynjólfsson
Friðrik S. Grétarsson Erla Ragnarsdóttir
Linda Ö. Grétarsdóttir Sveinbjörn R. Magnússon
og frændsystkini
Heitt elskaður,
JÓHANN GEORG MÖLLER
tannlæknir,
er genginn.
Eiginkona
Ástkær móðir okkar tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSA EYJÓLFSDÓTTIR
frá Sandgerði,
lést á Hrafnistu, Reykjanesbæ, þriðjudaginn
20. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Dóra Garðarsdóttir Ögmundur Magnússon
Guðmundur Garðarsson Brynhildur Guðmundsdóttir
Geir Garðarsson Helga Ingimundardóttir
Guðrún Garðarsdóttir Birgir Þórbjarnarson
Eyjólfur Garðarsson Kristín Magnúsdóttir
Hafdís Garðarsdóttir Einar Jónsson
Jórunn Garðarsdóttir Hilmar Magnússon
Garðar Garðarsson Kristín Bárðardóttir
Sigurður Garðarsson Lilja Ármanssdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURJÓN EBENESER
HALLGRÍMSSON
frá Dynjanda í Jökulfjörðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði,
fimmtudaginn 22. mars.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 6. apríl
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
bankareikning hjúkrunarheimilisins Eyrar, reikningur
0156-15-380134, kt. 650914-0740.
Bjarki Bjarnason Árný Björg Halldórsdóttir
Sigurjón K. Sigurjónsson Svanlaug Guðnadóttir
Hallgrímur M. Sigurjónsson Jóhanna Einarsdóttir
Guðfinna Sigurjónsdóttir Trausti Sigurgeirsson
Sigríður Jóna Sigurjónsd. Steingrímur Einarsson
Guðbjörg Þorsteinsdóttir Þorgeir Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi okkar, sambýlismaður, sonur,
bróðir og mágur,
ARNAR SIGURÐUR HELGASON,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu 20.
mars, verður jarðsunginn frá
Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn
28. mars klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á styrktarreikning barna hans,
0137-05-064417, kt.: 030482-3449.
Ebba Dís
Sunna Líf
Aron Máni
Sigríður Reykjalín Hreggviðsdóttir
Berglind Sigurðardóttir
Íris Alda Helgadóttir
Helgi Steinar Helgason Todd Edward Kulczyk
og aðrir aðstandendur