Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 ✝ Dóra KristínGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1926. Hún lést á Gentofte Hospital í Dan- mörku 2. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gunnar Árnason verkamaður frá Tréstöðum í Hörg- árdal, f. 27. apríl 1892, d. 20. des- ember 1984, og Guðrún Halldórs- dóttir verkakona, f. í Pálsseli í Laxárdal í Dalasýslu 18. ágúst 1895, d. 7. desember 1973. Bróðir Dóru var Hilmar Örn, útibús- stjóri Íslandsbanka á Seltjarn- arnesi, f. 23. janúar 1933, d. 4. nóvember 2014. Eftirlifandi eig- inkona Hilmars er Steinunn Jónsdóttir, f. 20. maí 1936. Börn Liv, f. 2002. 2) Kristín, f. 3. októ- ber 1967, gift Henrik Thorval og eiga þau soninn Peter Vilhelm Fredrik, f. 2003. Börn Henriks frá fyrra hjónabandi eru: Andr- eas og Natasia. Dóra ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Miðbæj- arskólann og síðar í Kvennaskól- ann. Eftir Kvennaskólann fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Að námi loknu vann hún í verslun Ludvigs Storr og síðan sem gjald- keri í Útvegsbanka Íslands við Lækjartorg. Árið 1959 hélt Dóra utan til Kaupmannahafnar og réð sig í starf í Privatbanken. Í Dan- mörku kynntist hún Pétri, lífs- förunaut sínum. Dóra var heima- vinnandi meðan dæturnar voru að alast upp en vann síðan sem ritari Dansk Islandsk Fond þar til hún fór á eftirlaun. Dóra og Pét- ur héldu heimili í Hilleröd allt fram til síðasta hausts er þau fluttu í íbúð á heimili fyrir eldri borgara í Gammel Holte, þar sem Pétur býr enn. Útför Dóru fór fram frá Skansekapellet i Hilleröd 10. febrúar 2018. þeirra eru: Jón Gunnar, Birgir Ari og Rúna Helga en fyrir átti Steinunn soninn Hörð Inga. Eftirlifandi eig- inmaður Dóru er Pétur Mikkel Jón- asson vatnalíffræð- ingur, f. 18. júní 1920, en þau gengu í hjónaband 1964. Foreldrar Péturs voru Jónas Halldór Guðmunds- son skipasmiður, f. 2. september 1891 á Hrauni í Keldudal í Dýra- firði, d. 20. febrúar 1970, og Mar- grét Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 19. febrúar 1890 á Ingunn- arstöðum í Kjós, d. 10. desember 1964. Dætur Dóru og Péturs eru: 1) Margrét, f. 15. september 1964, gift Claus Parum. Börn þeirra eru: Marcus, f. 1999, og Mamma var miðpunktur og driffjöður fjölskyldunnar og stjórnaði heimilinu á Helsevej 21 af miklum myndarskap og sá um að allir hlutir væru í lagi. Hún var pabba ómetanlegur stuðningur í starfi hans, sem prófessor í vatna- líffræði við Háskólann í Kaup- mannahöfn. Hann gat einbeitt sér að vinnu sinni, ferðast á ráðstefn- ur um heiminn og verið virkur í vísindasamfélaginu. Þar sem pabbi var oft á ferðalögum varð hún að sjá um sig og okkur stelp- urnar ein að miklu leyti. Eitt af helstu einkennum mömmu var sjálfstæði og dugnaður. Hún lauk við allt sem hún tók sér fyrir hend- ur og tókst það, þrátt fyrir að vera í erlendu landi með lítil börn langt frá sínum nánustu. Bína Boeskov, móðursystir pabba, bjó í Birkeröd og það var vissulega styrkur að leita til hennar. Á heimilinu var mikill gesta- gangur og var mamma ávallt tilbúin að taka á móti erlendum vísindamönnum og íslenskum ferðalöngum. Veislur voru oft haldnar á Helsevej og voru þá ís- lenskar kökur oft á borðum. Þann- ig urðu pönnukökurnar hennar Dóru þekktar meðal margra Dana og vatnalíffræðinga víða um heim. Mamma var okkur stelpunum mikill stuðningur og hvatti okkur til að nýta þau tækifæri sem gæf- ust í lífinu. Hún setti sjálfa sig ávallt í annað sætið, stóð þétt á hliðarlínunni og gerði allt til þess að við fengjum að blómstra. Hún hvatti okkur til að öðlast góða menntun, æfa íþróttir, dans og tónlist. Hún var sjálf söngelsk og spilaði undursamlega á flygilinn þegar tími gafst til. Þegar hún var barn voru aðrir tímar og engir peningar til að kaupa píanó né til að læra að spila. Hún byrjaði því ekki að læra á píanó fyrr en á full- orðinsárum. Mamma var alin upp í mjög samheldinni fjölskyldu, þar sem allir studdu hver annan, sem framast mátti. Þessa sýn tók mamma með sér til Danmerkur og hefur stuðlað að því að við erum náin íslensk fjölskylda, þar sem allir hjálpast að. Hún studdi okkur hvenær sem þörf var á. Þegar Marcus, fyrsta barnabarnið, fæddist stóð á leikskólaplássi í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma fór hún tvisvar til þrisvar í viku, svo mánuðum skipti, inn til Kaup- mannahafnar frá Hilleröd til að passa drenginn, svo að Margrét og Claus gætu sótt vinnu. Þegar mamma var ung var hún hvött af móðursystur sinni, Magn- eu Halldórsdóttur, og eiginmanni hennar, Frímanni Guðjónssyni, til þess að ferðast og skoða heiminn. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð var að fara og vinna í Privatbanken í Kaupmannahöfn, sem varð til þess að leiðir þeirra mömmu og pabba lágu saman. Síðar auðnað- ist mömmu og pabba að ferðast víða, oft ásamt okkur dætrunum en einnig með samstarfsmönnum pabba. Við í fjölskyldunni kveðjum mömmu með þakklæti, hún ól okkur vel upp og hvatti okkur til góðra verka og var góð amma. Hennar mikli viljastyrkur hefur stuðlað að gæfu og vegsemd í líf- inu. Hún studdi pabba í sínu starfi og hélt fjölskyldunni saman. Nú er hún farin á nýjar slóðir og von- andi nýtt ævintýri að hefjast, þar sem hún mun mæta gömlum vin- um og ættingjum. Þökk fyrir að hafa fengið að hafa þig elsku Dóra, mamma og amma. Pétur Mikkel, Margrét, Kristín, Claus, Henrik, Marcus, Liv og Peter. Nú þegar Dóra systir hans pabba hefur kvatt þennan heim sitjum við systkinin hér heima á Íslandi og rifjum upp allar þær góðu minningar sem við eigum um góða frænku, sem bjó svo allt of langt í burtu. Dóra og pabbi voru alltaf mjög samrýnd og góð systk- ini og samband þeirra hefur verið okkur góð fyrirmynd. Hún bjó með fjölskyldu sinni í Hilleröd í Danmörku svo lengi sem við mun- um en var samt alltaf svo nálæg, enda var hún dugleg að koma heim til Íslands ásamt Pétri og stelpunum tveimur, Margréti og Kristínu. Það var mjög dýrmætt fyrir okkur að fá tækifæri til að kynnast þeim svo vel, þrátt fyrir að búa í sitt hvoru landinu. Þegar við vorum tíu og tólf ára fórum við með mömmu og pabba í ferðalag um Norðurlöndin og var þá dvalið um tíma hjá fjölskyld- unni í Hilleröd, það var í fyrsta en ekki síðasta skipti sem við komum þangað enda var einstaklega gott að sækja Dóru heim. Hún var mikil húsmóðir og var heimili Dóru og Péturs sérlega fallegt, þar sem blönduðust dönsk og ís- lensk áhrif. Þá var hún mikil hand- verkskona og var dugleg að sauma föt á stelpurnar sínar, sem voru alltaf mjög fallega til fara. Dóra var einnig mjög tónelsk og spilaði fallega á flygilinn og var unun á að hlýða. Í seinni tíð voru ferðir Dóru og Péturs til Íslands enn tíðari, einn- ig ferðir okkar til Danmerkur. Alltaf var jafn gaman að hitta þau, hvort sem það var hér á Íslandi eða hjá þeim í Danmörku. Nú er Dóra farin á vit feðranna og erum við þess viss að hún og pabbi hafa sameinast aftur á fal- legum stað. Eftir sitja minningar um góða frænku sem gefið hefur okkur svo mikinn kærleik. Birgir og Rúna. Dóra Kristín Gunnarsdóttir Við systkinin vor- um fastagestir í Þröm hjá ömmu og afa alla okkar grunnskólagöngu, oftast vorum við þar frá því að skóla lauk og þar til mamma var búin að vinna seinni part dags. Okkar beið alltaf eitthvað kræsi- legt þegar við komum um hádeg- isbilið. Einhver okkar voru leiðin- lega matvönd á þessum tíma og erfitt að gera okkur til geðs í þeim efnum. Amma fann fljótt lækn- ingu við þeirri pest. Til varð „ömmulokan“, sem fræg er orðin. Hún samanstóð af rúgbrauði öðrumegin, smurðu með þéttu smjörlagi og hinumegin var heil- hveitibrauðsneið með safaríkri gúrku og osti. Þegar tók að vora lékum við krakkarnir okkur í leikjum eða körfubolta á skólalóðinni, veðrið var alltaf gott – að minnsta kosti í minningunni. Þegar þessum leikj- um linnti fórum við til ömmu, sát- um í stofunni eða eldhúsinu og spjölluðum við hana um málefni líðandi stundar. Það var þægilegt að tala við hana, því hún var svo viðræðugóð. Hlustaði á gaspur um Ragnheiður Ester Guðmundsdóttir ✝ RagnheiðurEster Guð- mundsdóttir fædd- ist 9. janúar 1927. Hún lést 28. febr- úar 2018. Útförin fór fram 17. mars 2018. ýmislegt án þess að gera við það athuga- semdir og lét okkur ekki finna að við værum illa upplýstir krakkar. Hún var sjálf víðlesin og bráðskörp. Amma réð flest allar kross- gátur sem blöð og tímarit höfðu upp á að bjóða á hverjum tíma og yfirleitt var hún búin að leysa allar krossgát- ur dagsins þegar sest var að til- búnu veisluborði um hádegisbil. Hún kunni auk þess mikið af ljóð- um og hafði einstakt auga fyrir fallegum og haglega ortum kveð- skap. Garðurinn í Þröm var glæsi- legur og bar vott um þá ástríðu sem amma hafði fyrir garðyrkju og metnað til að hafa fallegt í kringum sig. Hún nýtti mikið af þeim tíma sem gafst utan venju- legra anna til vinnu í garðinum. Hvert ár, jafnvel þó að væri á gamals aldri stakk hún upp beð, setti niður lauka og snyrti til tré, runna og rósir. Það var augljóst að í garðinn var lögð mikil vinna. En það var þó ekki fyrr en hún fluttist á dvalarheimili að við ætt- ingjarnir fengum að kynnast því á eigin skinni hve mikil sú vinna hafði verið í raun. Við systkinin kveðjum ömmu með söknuði. Þorkell, Bjarni og Ragnheiður. Þó að fornu björgin brotni, bili himinn, þorni upp mar, allar sortni sólirnar, aldrei deyr þótt allt um þrotni endurminning þess sem var. Haustið 1947 fór ég suður að Laugarvatni, ein míns liðs til að setjast í 3. bekk, sem þá skiptist í gagnfræðadeild og landsprófs- deild. Ég var búin að ljúka tveggja vetra námi í Héraðsskólanum á Laugum, en þar var ekki komin landsprófsdeild. Ferðalagið eitt og sér var langar leiðir frá nútím- anum. Rútuferðalag, sem tók heil- an dag; Akureyri, Akranes, svo Akraborgin gamla. Gisting í Reykjavík hjá góðu fólki, svo aftur rútuferðalag að Laugarvatni, nú með Ólafi Ketilssyni. En Laugarvatn var í sárum. 17. ágúst sumarið 1947 varð stórbruni á Laugarvatni og burstirnar brunnu ofan af aðalbyggingunni allar nema ein. Ekkert manntjón varð en flest af sumarstarfsfólkinu missti allar sínar veraldlegu eigur og nemen- dabústaðir stúlkna farnir. Skóla- stjóranum, Bjarna Bjarnasyni, var mikill vandi á höndum. Ákveð- ið var að vísa engum frá sem búið var að lofa skólavist, en þrengja þeim mun meira að nemendum. Nokkur nemendahús höfðu verið byggð undanfarin ár með tveggja manna herbergjum og ætluð piltum, nú voru settir fjórir í hvert herbergi og stúlkur úr yngri deildum í einhver húsanna, líka fjórar í hvert herbergi. Sjálfur átti Bjarni skólastjóri stórt hús í smíð- um sem nú var sett á fulla orku að ljúka við svo þar gæti orðið bú- staður fólks á komandi vetri. Við í landsprófsdeild byrjuðum fyrr um haustið og bjuggum rúmt, við stúlkur í Mörkinni tvær og tvær. Fáir dagar voru liðnir þegar yfir mig helltist slíkt óyndi að ég hefi ekki upplifað neitt því líkt fyrr eða síðar. Sá ég ekki fram á að ég héldi út að vera til vors með sama framhaldi. Þá gerist það einn daginn að ég ligg ein undir sæng í herberginu að bankað er á dyrnar. Þar var Ester komin að vitja mín. Af næmi sínu var hún búin að sjá að ekki væri allt sem skyldi með sálar- ástand mitt og vorum við þó ekki búnar að þekkjast nema nokkra daga. Það segir meira um hana en mig, hún var þeirrar gerðar að hún lét alltaf athöfn fylgja orðum. Röggsemi hennar, kraftur og ein- læg vinsemd sópuðu burt angri mínu og leiðinn hvarf og kom ekki aftur. Ég hafði eignast vinkonu. Hún var dálítið veraldarvön, hafði unnið á Hótel Borg og kippti sér ekki upp við klúran munnsöfnuð. Hún átti grammófón og í flestum frímínútum tjúttuðu þær vinkon- urnar, hún og Mæja, við músík af einu plötunni sem hún átti. Svo varð nýja hús skólastjóra- fjölskyldunnar fært til innflutn- ings. Á efri hæð flutti Bjarni skólastjóri og börn hans tvö. Á neðri hæð var lítil íbúð, sem bú- stjórinn og kona hans með tvö ung börn fengu. Svokölluð Skálholts- deild, fyrsti vísir að Menntaskól- anum, tók til starfa þetta haust, níu nemendum hennar og tíu stúlkum úr landsprófsdeild var pakkað þarna á neðri hæðina. Ester orðaði stundum við mig hvort ég vildi ekki koma með sér í Húsmæðrakennaraskólann næsta ár. En henni var ætlað annað. Vertu kært kvödd, elsku vinkona. Hjartans þökk fyrir allt. Hjördís Kristjánsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BETU EINARSDÓTTUR, Langholtsvegi 39. Sérstakar þakkir til starfsfólks 5. hæðar á Skjóli fyrir góða umönnun og hlýju. Fjalarr Sigurjónsson Anna Fjalarsdóttir Gísli Skúlason Máni Fjalarsson Anna Einarsdóttir barnabörn og langömmubörn Hjartans þakkir til allra sem sýndu samkennd og hlýhug vegna andláts og heiðruðu minningu móður okkar, PETRÍNU FRANSISKU JÓNSSON, Ninnu, frá Kvívík í Færeyjum. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks Sólvangs í Hafnarfirði fyrir kærleiksríka umönnun Gunnþór, Margrét Halldóra og Hjördís María Ingabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæru móður, tengdamóður og ömmu, ÖLDU MARKÚSDÓTTUR. Einnig þökkum við þeim sem önnuðust hana síðustu árin sem hún bjó heima, svo og starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Margrét Eggertsdóttir Guðbjörn Sigurmundsson Hildur Guðbjörnsdóttir Árni Guðbjörnsson Alda Kristín Guðbjörnsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR. Örn Andrésson Guðbjörg Erla Andrésdóttir Magnús Andrésson Þórdís Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HERMANNSSON, fyrrverandi tollstjóri, Hlíðarhúsum 3-5, áður Álftamýri 39, lést þriðjudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. mars klukkan 13. Ragna Þorleifsdóttir Þóra Björnsdóttir Jón H.B. Snorrason Gústaf Adolf Björnsson Guðrún Gunnarsdóttir Hermann Björnsson Eiríka Ásgrímsdóttir Jónas Björnsson María Markúsdóttir Hlín Brynjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.