Morgunblaðið - 24.03.2018, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Mig langar til að
minnast Benedikts
eða Benna eins hann
var alltaf kallaður.
Þegar nafn hans er nefnt kemur
Matta hans alltaf upp í hugann.
Þau voru samhent, glæsileg hjón
svo eftir var tekið, glaðleg og vin-
samleg. Þegar ég var unglingur og
kynntist þeim átti ég ekki von á að
við myndum seinna tengjast nán-
um fjölskylduböndum sem varð
raunin, þegar börnin okkar felldu
hugi saman. Það var gott að vita af
Freyju okkar í höndum þeirra
hjóna þegar hún flutti austur á
Eskifjörð til ástarinnar sinnar,
enda kom það á daginn. Benni var
einstakur vinur barna sinna og
yndislegur afi. Þegar fjölskyld-
urnar fluttu suður kom ekki annað
til greina en að búa í sama hverfi
og hefur unga parið notið stuðn-
ings og ekki síður hafa barnabörn-
Benedikt Jón
Hilmarsson
✝ Benedikt JónHilmarsson
fæddist 21. maí
1957. Hann lést 15.
mars 2018.
Útför Benedikts
fór fram 22. mars
2018.
in okkar, Sonja Salín
og Steinunn Matt-
hildur, notið nálægð-
ar þeirra.
Daglega hugsum
við kannski ekki um
merkingu orðsins
fjölskylda, en hún
felur í sér fjölda af
skyldum, sem Benni
sinnti af alúð svo
aðdáanlegt var. Það
sem hann skilur eftir
sig er lífsspeki sem byggist á sam-
heldni, vinsemd og elsku og hún
mun áfram lifa í börnum hans og
litlu afstelpunum.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir)
Elsku Matta, elskulegur
tengdasonur okkar Hilmar, Sonja
Björk, Símon, litlu afa- og ömmu-
stelpurnar Sonja Salín og Stein-
unn Matthildur, Freyja okkar og
Arnrún, megi minning um ein-
stakan mann lifa með ykkur og
styrkja á erfiðum tímum.
Ólína Freysteinsdóttir,
Viðar Ólason og börn.
Það er svo ótrú-
lega erfitt að þurfa
að hripa niður þessi
orð um okkar ynd-
islega Gest á þess-
um tímamótum. Um
leið rifjum við upp allar þær fjöl-
mörgu stundir sem við áttum
með honum og tilfinningin því
ljúfsár á þessum erfiðu tímum.
Gesti kynntumst við hjóna-
kornin fyrst þegar hann mætti til
að pípa í kjallaranum okkar litla á
Brávallagötunni þar sem við
hreiðruðum um okkur í byrjun
okkar samvista. Þá höfðu þau
Oddný verið nýbyrjuð að slá sér
upp saman.
Við áttuðum okkur snemma á
því að Gestur var traustur maður
og einstaklega hlýr enda var inn-
koma hans inn í okkar líf og fjöl-
skyldu svo áreynslulaus og þægi-
leg að í baksýnisspeglinum
virðist sem hann hafi alltaf verið
þar.
Það er okkur minnisstætt þeg-
ar Oddný hringdi og bað okkur að
mæta stundvíslega kl. 14 til
þeirra í kaffi í Mosó þar sem þau
höfðu komið sér fyrir fyrir ofan
bílaverkstæði. Okkur þótti þetta í
meira lagi grunsamlegt þar sem
þau voru yfirleitt sultuslök yfir
því hvort fólk mætti á slaginu eða
ekki. Kom svo upp úr dúrnum að í
miðri veislu á verkstæðinu birtist
séra Pétur Þorsteinsson og
straujaði þau saman innan um
bílaparta, skiptilykla og pípu-
lagningagræjur við undirleik
Tinu Turner: The Best! Það var
Gesti og Oddnýju líkt að vilja
hafa þetta jarðbundið og lág-
stemmt innan um nánasta fólkið
sitt.
Gestur átti það sameiginlegt
með Oddnýju að vera framtaks-
og vinnusamur og þau voru fljót
Gestur Kristinsson
✝ Gestur Krist-insson fæddist
26. júlí 1950. Hann
lést 10. mars 2018.
Útför Gests fór
fram 21. mars 2018.
að finna sér verkefni
saman, í akstrinum,
í pípulögnunum, á
verkstæðinu í Mos-
fellsbænum og svo í
Gaulverjaskóla þar
sem þau ráku sam-
an farfuglaheimili.
Þó oft væri ákaflega
mikið að gera hjá
þeim voru þau bæði
ákaflega greiðvikin
og ég minnist þess
ekki að hafa heyrt þau nokkurn
tíma kvarta yfir álagi.
Gestur var afi barnanna okkar
og tók það hlutverk alvarlega.
Þeim þótti sjálfsagt og í raun
mikill lúxus að eiga þrjá afa. Þau
hjónin tóku þeim alltaf opnum
örmum og sinntu þeim af ást og
alúð. Afi Gestur og Hugi Freyr
sonur okkar tengdust sérstökum
og órjúfanlegum böndum strax í
barnæsku Huga. Sá stutti ljóm-
aði ef hann frétti af því að hann
ætti að hitta afa og afi sömuleiðis.
Þeir „afarnir“ voru ákaflega sam-
rýndir og Hugi leit ákaft upp til
afa, ætlaði t.a.m. að verða pípari
eins og afi þegar hann yrði stór.
Hugi rifjaði upp góða minningu
þegar hann fékk að „stelast“ í
framsætið í bílnum hans afa við
Gaulverjaskóla og afi keyrði
óvart upp á grasið. Afi sagði
bara: „úps“! Það þótti þeim ákaf-
lega fyndið báðum tveim.
Elsku Gestur, það er svo sárt
að þurfa að kveðja þig. Við hugg-
um okkur við allar góðu minning-
arnar sem við eigum saman. Við
sjáum þig fyrir okkur brillera á
golfbrautinni í Sumarlandinu,
elsku afi.
Þín
Haraldur Vignir,
Elín Oddný, Hekla Björt
og Hugi Freyr.
Elsku pabbi.
Það er ekki auðvelt að skrifa
niður minningar um þig þar sem
þú ert í huga mér ekki farinn.
Margar eru minningarnar og af
ólíkum toga. Þú áttir fjölbreytta
og litríka ævi og varst ófeiminn
við að prufa ólíka hluti. Þú varst
ævintýragjarn og elskaðir að
ferðast og kynnast nýju fólki.
Hestamennska er eitt af því sem
tók hug þinn allan um langan
tíma og þar smitaðist ég hressi-
lega sem endaði með því að ég
fékk Kirkjubæjarmeri í ferming-
argjöf frá þér og mömmu. Við
eyddum oft löngum stundum inn-
an um hestana okkar og nutum
samverunnar. Ég minnist þess
með hlýju þegar ég var au-pair í
Californiu og þú komst í heim-
sókn. Ég átti afmæli og þú tókst
með þér ýmislegt góðgæti eins og
Ora grænar baunir, mömmu rab-
arbarasultu, harðfisk o.fl. Við
brölluðum hitt og þetta saman
þennan tíma sem þú varst hjá
mér og m.a. leigðum við Ford
Mustang-blæjubíl. Þú sagðir með
bros á vör að nú væri draumur
þinn að rætast frá því þú varst 16
ára, þegar við brunuðum hrað-
brautina á leið okkar til San
Francisco með blæjuna niðri og
vindinn í hárinu í sól og sumaryl.
Ég gæti eflaust skrifað heila bók
með minningum en kýs frekar að
varðveita þær í hjartastað og í
huga mér. Þú kenndir mér
margt, bæði hvernig manneskja
ég vil vera og líka hvernig mann-
eskja ég vil ekki vera. Þú varst
börnunum mínum, Rebekku
Þurý og Hannesi Má, góður og
kærleiksríkur afi og þín verður
sárt saknað, elsku pabbi. Von-
andi líður þér betur núna hvar
svo sem þú ert staddur í veröld-
inni.
Ég kveð þig með þessum orð-
um:
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(JÁ)
Þín dóttir,
Hjördís.
Elsku afi.
Ég er ekki viss um að við höf-
um alveg áttað okkur á því að þú
sért farinn frá okkur ennþá. Við
systkinin getum talað endalaust
um allt sprellið og ævintýrin sem
við brölluðum hjá þér og ömmu í
sveitinni.
Ég minnist þess alltaf þegar
ég fór með þér og ömmu og
Rikka frænda í fyrstu og einu
veiðiferðina mína. Þú skildir ekk-
ert í því af hverju ég kom alltaf til
baka í húsbílinn öll vot í fæturna
og bölvaðir mömmu fram og aft-
ur fyrir að senda barnið hennar í
götóttum stígvélum í veiðiferð.
Það var ekki fyrr en þú sendir
mig og langömmu á Ísafjörð að
kaupa ný stígvél að þú sást að hin
stígvélin voru í fullkomnu lagi.
Ég óð hreinlega bara alltaf of
langt út í vatnið þannig að það
flæddi yfir.
Við töluðum oft um þessa ferð
og gerðum grín að okkur. Ég
man það bara fyrir nokkrum dög-
um þegar ég hitti þig, þá hlógum
við enn og aftur að veiðiferðinni
okkar góðu.
Hannes bróðir á margar góðar
minningar um þig, þar á meðal
veiðiferðina sem hann fór í með
þér, ömmu og Eydísi. Eydís fékk
fisk trekk í trekk en ekkert gekk
hjá Hannesi. Hann var orðinn
verulega leiður og afbrýðisamur
en þá komst þú til hjálpar þar
sem þú sást hvernig honum leið
og reddaðir þessu fyrir hann og
þá loksins fékk hann vænan fisk á
öngulinn sem honum tókst að
landa. Þú varst alltaf svo hjálp-
samur og skilningsríkur.
Lexíurnar og minningarnar
eru óteljandi margar og svo góð-
ar og hamingjusamar. Þannig
munum við muna eftir þér, afi.
Hressum og kátum.
Þú varst besti afinn. Það eru
ekki allir svo heppnir að eiga
svona góðan og kærleiksríkan afa
sem var alltaf tilbúinn að hlusta á
endalausa blaðrið í okkur og allt-
af hafðir þú ráð við öllu. Þú hafðir
alltaf gaman af okkur og vildir að
við lifðum lífinu til fulls. En það
munum við svo sannarlega gera,
elsku afi.
Þín verður svo sárt saknað.
Alltaf.
Þín barnabörn,
Rebekka Þurý og
Hannes Már.
Kær vinur,
Björgúlfur, er fall-
inn frá langt fyrir
aldur fram. Okkur
setur hljóðar, við syrgjum og
rifjum upp góðar minningar frá
liðnum tíma. MR klíkan okkar
var góð, sterk og samheldin.
Bjöggi var í miðpunkti hennar.
Hár og grannur með ljóst hárið
í óreiðu, fjörugur, frumlegur en
umfram allt svo skemmtilegur.
Lífið var létt og leikandi, ung-
dómurinn horfði bjartsýnn fram
á veginn, allar leiðir voru færar.
Leiðir okkar Bjögga lágu sam-
an á þessum árum. Hann var
stólpinn í hópnum og alltaf til í
allt.
Bjöggi var afar vinamargur
enda var gott að vera í kringum
hann. Hann hafði hárfínan og
beittan húmor sem hann spar-
aði ekki á mannamótum. Það
fylgdi honum hressileiki. Við
minnumst góðu stundanna við
eldhúsborðið á Unnarbrautinni.
Þar átti hann sitt sæti. Pönnu-
kökuát, skemmtisögur og hlát-
urköst. Staður til að ræða
nýjustu uppákomurnar í skól-
anum, fjörugt félagslífið og
drekka te. Við minnumst líka
heimilis Bjögga á Tjarnarstíg
Björgúlfur
Ólafsson
✝ BjörgúlfurÓlafsson fædd-
ist 6. nóvember
1961. Hann lést 9.
mars 2018.
Útför Björgúlfs
fór fram 20. mars
2018.
þar sem hann stóð
fyrir vinsælustu
samkundunum í
hópnum, heiti pott-
urinn, stóri garður-
inn og fjaran lokk-
uðu. Supertramp,
Sumar á Sýrlandi
og Pink Floyd á
fóninum og dansað
fram á rauða nótt.
Svo var lagst í
ferðalög bæði er-
lendis og innanlands og alltaf
var tjaldið með í för. Stundum
var farið á gömlu grænu
fólksvagenbjöllunni, Græna
slíminu, sem við systurnar höfð-
um til umráða. Bíll sem var svo
ryðgaður í gólfi að gæta þurfti
að svo ekki væri stigið óvart í
gegn. Í þessum ferðum naut
sögumaðurinn í Bjögga sér vel,
hann gat spunnið ótrúlegustu
sögur úr því sem fyrir augu bar.
Bjöggi hafði gaman af útivist
og var afburðagóður skíðamað-
ur. Hann fór létt með að skíða í
glæsilegu svigi niður brekkurn-
ar og munaði ekkert um að
skíða með vinkonu á bakinu.
Slíkar ferðir voru ævintýralegt
samflug. Kæri vinur, við vitum
að þú flýgur hátt á útþöndum
vængjum núna í eilífðargeislum
sólarinnar. Við minnumst þín
með hlýju og þakklæti. Við vott-
um fjölskyldu Björgúlfs og öðr-
um ástvinum okkar innilegustu
samúð. Blessuð sé minning
hans.
Siv Friðleifsdóttir,
Ingunn Friðleifsdóttir.
Ólafur Þórðarson,
eða „Óli afi“ eins og
hann var kallaður á
mínu heimili, var
einstaklega hjarta-
góður maður. Hann var ekki líf-
fræðilegur afi minn en hann taldi
sig alltaf vera afa minn og barna
minna og fyrir okkur var hann
það. Hann var með hjartað á rétt-
um stað. Óli afi var alltaf kátur og
sérstaklega barngóður. Eitt sinn
þegar ég var um sex ára gamall
kom hann vestur til Bolungarvíkur
til þess að sækja Peugeot-bíl sem
hann hafði lánað Skarphéðni og
mömmu. Bíllinn hafði staðið undir
snjó um veturinn og ekkert verið
notaður. Óli var að reyna að koma
bílnum í gang með því að hlaða raf-
geyminn. Krakkarnir í víkinni
flykktust að til þess að fylgjast
með þessum skemmtilega karli við
bílaviðgerðir. Þegar hann settist
inn í bílinn til þess að starta sagði
hann við okkur krakkana „ef bíll-
inn fer í gang býð ég öllum upp á
kók og prins“. Bíllinn rauk í gang
og Óli stóð við sitt. Hann fór með
allan krakkaskarann niður í
sjoppu og keypti kók og prins og
einnig fyrir þá krakka sem voru í
sjoppunni fyrir.
Ég var mikið hjá Óla afa og Álfu
ömmu í Njarðvík á sumrin enda
Ólafur Eiríkur
Þórðarson
✝ Ólafur EiríkurÞórðarson
fæddist 4. apríl
1943. Hann lést 13.
mars 2018.
Útför Ólafs fór
fram 22. mars 2018.
var bara eitt ár á
milli okkar Ástmars
og vorum við miklir
vinir. Óli var alltaf
tilbúinn til að gera
eitthvað skemmtilegt
með okkur. Hann fór
oft með okkur í sund
og á hverju sumri var
farið í Bláa lónið.
Okkur Ástmari
leiddist gjarnan þeg-
ar ekið var um
Reykjanesbrautina og fannst okk-
ur Óli keyra fullhægt. Þá áttum við
það til að fara í leik sem hvatti Óla
til að keyra hraðar. Við gáfum hon-
um stig fyrir hvern bíl sem hann
ók fram úr og mínusstig fyrir þá
sem fóru fram úr okkur. Auðvitað
pössuðum við okkur á því að Óli
heyrði um hvað við vorum að tala
og þá var ekki að spyrja að karli,
hann gaf í og tók fram úr hverjum
bílnum á fætur öðrum. Þá vorum
við alsælir með kallinn.
Þegar við fjölskyldan komum
suður var skyldumæting í dekur
hjá þeim hjónum. Þau léku við
hvern sinn fingur í kringum
krakkana. Má til dæmis nefna að
alltaf var vatn í heita pottinum fyr-
ir börnin sem áttu þar gæðastund-
ir með þeim hjónum. Óli minn,
takk fyrir allar stundirnar sem ég
og fjölskylda mín höfum fengið að
njóta með þér. Nú ertu kominn í
faðm Ástmars og Skarphéðins
sem voru teknir frá okkur alltof
snemma. Ég veit að þú munt vaka
yfir okkur, hvíldu í friði, elsku Óli
afi minn.
Kristinn Ísak Arnarsson.
Mig langar til að
minnast ömmu
minnar, Sigríðar Margrétar Ei-
ríksdóttur, alltaf kölluð Didda, í
fáeinum orðum. Þegar ég hugsa
um ömmu hugsa ég alltaf um
hana og afa í Fróðasundi 9. Þó
að þau hafi búið síðustu árin í
Lindasíðu þá eru svo ótalmargar
yndislegar æskuminningar um
ömmu frá þeim tíma sem þau
bjuggu í Fróðasundinu. Gott að
borða hjá ömmu, amma og afi að
hlusta á fréttirnar, skúffukaka
og mjólk, bestu jólagjafirnar,
sniðug viðurnefni, þvottur á
snúrunni, sól og garðurinn ilm-
andi grænn og fallegur, amma
úti í blómabeði og amma að selja
konum úr hverfinu blóm, rifs-
berjarunnar, spennandi kjallar-
inn, leyndardómsfulla brúðan úr
Kínaferð ömmu, amma að spjalla
við mann um heima og geima.
Amma var hagmælt og hafði
mikinn og smitandi áhuga á ís-
lensku máli, orðtökum og máls-
háttum, vísum, þulum og sögum
hverskonar og það voru ófá orð-
in sem maður hváði við að heyra
en fékk útskýringar á hjá henni.
Maður fann alltaf hvað ömmu
Sigríður Margrét
Eiríksdóttir
✝ Sigríður Mar-grét Eiríks-
dóttir fæddist 11.
febrúar 1929 á
Dvergsstöðum í
Eyjafirði. Hún lést
4. mars 2018. Útför
hennar fór fram í
kyrrþey 16. mars
2018.
þótti vænt um
mann og hafði gam-
an af manni þótt
maður væri stund-
um frekur krakki
og skapvondur ung-
lingur en hún var
aldrei með neina
væmni eða tilfinn-
ingasemi. Maður
skynjaði bara til-
finningar hennar og
ég man eftir húmor
og hlýjum faðmlögum. Amma
var örlát, hlý og góð en samt al-
gjör nagli, eflaust mótuð af sín-
um tíðaranda og uppvexti.
Dugnaðarforkur sem gekk allt
sem hún fór, saumaði og eldaði
og sá um alla og kvartaði ekki.
Það var mjög sárt að vita þegar
hún greindist með parkinson-
sjúkdóminn sem háði henni mjög
undir það síðasta. Nú hefur hún
fengið lausn frá veikum líkama,
södd lífdaga og ég er þakklát
fyrir að hafa átt svona vel gefna,
góða og frábæra ömmu. Ég enda
þessa minningargrein um elsku
ömmu mína með ljóðabút sem
hún kenndi mér þegar ég var
unglingur, erindi úr ljóðinu Lífs-
hvöt eftir Steingrím Thorsteins-
son. Guð geymi þig elsku amma
mín, elsku afa votta ég samúð
mína.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber:
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Sigríður Ásta.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann