Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 43
1994-2006, sat í bæjarráði í fjögur og
var forseti bæjarstjórnar í fjögur ár.
Hún sat í fjölda nefnda á vegum
Kópavogsbæjar og Sjálfstæðisflokks-
ins og hefur skrifað fjölda blaða-
greina um heilbrigðismál og stjórn-
mál.
Halla stofnaði fyrirtækið Heilsu-
ljósið árið 2008, sem býður upp á
fyrirlestra og einkaviðtöl um breyt-
ingar á högum og/eða umhverfi fólks.
Hún öðlaðist alþjóðavottun í mark-
þjálfun árið 2013 og býður nú upp á
slíka þjónustu í Heilsuljósi.
Halla hefur starfað í félögum
ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga,
lýðheilsufræðinga og markþjálfa, var
í Rótaryklúbbnum Borgir í Kópavogi
í nokkur ár, er meðlimur í FKA –
Félagi kvenna í atvinnulífinu, var for-
maður Eyrbyggja, hollvinasamtaka
Grundarfjarðar um skeið, hefur
starfað í sóknarnefnd Kársnessóknar
í mörg ár, verið þar varaformaður og
hefur setið á kirkjuþingi síðustu árin.
Halla er félags- og fjölskyldukona,
nýtur þess að fá gesti, gekk mikið á
fjöll hér áður fyrr, hefur gaman af
því að veiða og ferðast bæði innan-
og utanlands. Hún les mikið og hefur
gaman af ættfræði og sagnfræði.
Fjölskylda
Eiginmaður Höllu er Þórarinn
Hjaltason, f. 4.10. 1947, umferðar-
verkfræðingur og MBA. Foreldrar
hans voru Hjalti Þórarinsson, f. 23.3.
1920, d. 23.4. 2008, yfirlæknir á
Landspítalanum og prófessor við
læknadeild HÍ, og Alma Anna Þór-
arinsson, f. 12.8. 1922, d. 9.7. 2011,
svæfingar- og geðlæknir á Landa-
koti, Landspítalanum, Vífilsstöðum
og Kleppi.
Börn Höllu og Þórarins eru 1)
Hjalti, f. 29.1. 1975, tölvunarfræð-
ingur og MBA, framkvæmdastjóri
hugbúnaðarsviðs Marels (Innova)
búsettur í Seattle í Bandaríkjunum,
kvæntur Ernu Margréti Geirsdóttur,
kennara og listamanni, og eru börn
þeirra Andrea Ósk, Þórarinn Orri og
Óliver Daði; 2) Freyja Vilborg, f.
30.7. 1980, stjórnmálafræðingur, lög-
fræðingur, hagfræðingur og ráðgjafi
hjá Merrill Lynch og starfar einnig
við rannsóknarstörf, búsett í Seattle,
gift Magnúsi Halldórssyni, blaða-
manni og frumkvöðli, og eru synir
þeirra Heimir Andri og Halldór Elí.
Systkini Höllu eru Gísli Karel, f.
3.6. 1950, byggingarverkfræðingur
og bóndi; Jóhanna Hallgerður, f.
13.2. 1953, framkvæmdastjóri; Jó-
hannes Finnur, f. 18.12. 1954, hag-
fræðingur, sérfræðingur í innanrík-
isráðuneytinu og formaður FEBAN;
Halldór Páll, f. 29.8. 1957, skóla-
meistari Menntaskólans á Laug-
arvatni; Guðrún, f. 4.6. 1960, hjúkr-
unarfræðingur og listamaður;
Sólrún, f. 31.5. 1964, hagfræðingur,
MBA og listamaður, og Sveinbjörn, f.
29.7. 1965, rafmagnstæknifræðingur.
Foreldrar Höllu: Halldór Finns-
son, f. 2.5. 1924, d. 7.4. 2001, spari-
sjóðsstjóri og sveitarstjóri í Grundar-
firði, og Pálína Gísladóttir, f. 27.1.
1929, kaupmaður og húsmóðir í
Grundarfirði.
Halla mun halda upp á afmæli sitt
í San Diego í Kaliforníu.
Halla Halldórsdóttir
Jónína Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Vindási
Jón J. Kristjánsson
b. í Vindási í Eyrarsveit,
af ætt Jóns Teitssonar
Hólabiskups og
Hannesar Finnssonar
og Finns Jónssonar
Skálholtsbiskupa
Jóhanna Hallgerður Jónsdóttir
húsfr. á Grund
Pálína Gísladóttir
húsfr. í Grundarfirði
Gísli Karel Elísson
b. á Grund í Eyrarsveit
Vilborg Jónsdóttir
húsfr. í Vatnabúðum,
af ætt sr. Kolbeins
Þorsteinssonar í Miðdal
Elís Gíslason
b. í Vatnabúðum í Eyrarsveit,
af ætt Skúla fógeta
Gísli Karel Halldórs-
on byggingaverkfr. í
Borgarnesi
s
Pálína Gísladóttir
verkfr. hjá
fasteignafélaginu Eik
Dagfríður Finnsdóttir
húsfr. í Eyjum og á
Selfossi
Pétur Guðjónsson
framkv.stj. hjá Marel
Finnur Sveinbjörnsson
framkv.stj. hjá
Fjármálaeftirlitinu
Sveinbjörn Finnsson
stýrim. í Rvík
Halldór Páll
Halldórsson skólam.
ML á Laugarvatni
Karen Nótt
Halldórsdóttir
skólastj. í Grímsey
Lilja Bjarnadóttir
lögfr. og framkv.stj.
Sáttaleiðarinnar ehf.
Sólrún Halldórsdóttir
hagfræðingur, MBA og
listamaður í Kópavogi
Jóhanna Hallgerður
Halldórsdóttir
framkvstj. í
Grundarfirði
Vigdís Gunnars-
dóttir hestab. og
eigandi Sindrastaða
lís Gíslason skipstj.
í Grundarfirði
ERagnheiður Elísdóttir
læknir í Rvík
Hólmfríður
Gísladóttir
fyrrv. form.
Ættfræði-
félagsins
Eggert
ggertsson
yfjafr. í Rvík
E
l
Bergrún Eggerts-
dóttir líffr. í Noregi
jartan Eggerts-
son skólastjóri
Tónskóla Hörp-
unnar
KIngrid
Kjartansdóttir
tónmennta-
kennari
Gísli Eggertsson
ráðgjafi í Rvík
Hólmfríður
Gísladóttir
blaðam. við
Morgunblaðið
Dagfríður Jóhannsdóttir
sveit, síðar í Stykkishólmi
húsfr. á Kvíabryggju í Eyrar-
Halldór Indriðason
b. á Kvíabryggju, síðar
verkam. í Stykkishólmi
Halla Halldórsdóttir
húsfr. á Spjör og í
Grundarfirði
Finnur Sveinbjörnson
skipstj. á Spjör og í Grundarfirði
Guðný Margrét Árnadóttir
húsfr. á Hellnafelli og í Rvík
Sveinbjörn Finnsson
b. á Hellnafelli í Grundarfirði
Úr frændgarði Höllu Halldórsdóttur
Halldór Finnsson
sparisjóðs- og sveitarstj. í Grundarfirði
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Jón Brandsson fæddist á Prests-bakka í Hrútafirði 24.3. 1875.Foreldrar hans voru Brandur
Tómasson, prestur í Einholti á Mýr-
um, á Prestbakka og á Ásum í Skaft-
ártungu, og s.k.h., Valgerður Jóns-
dóttir húsfreyja.
Brandur var sonur Tómasar Jóns-
son, bónda á Smáhömrum í Kolla-
firði á Ströndum, síðast í Brodda-
nesi, og k.h., Herdísar Björnsdóttur
húsfreyju. Valgerður var dóttir Jóns
Jónssonar, hreppstjóra á Skriðins-
enni í Bitru, og k.h., Hallfríðar
Brynjólfsdóttur húsfreyju.
Eiginkona Jóns var Guðný Magn-
úsdóttir húsfreyja, dóttir Magnúsar
Jónssonar, bónda í Miðhúsum og
Skálholtsvík í Hrútafirði, og k.h.,
Ólafar Magnúsdóttur húsfreyju.
Börn Jóns og Guðnýjar voru
Ragnheiður, húsfreyja á Felli í
Kollafirði og í Reykjavík; Hjálmar
Björn, bóndi í Kollafjarðarnesi og á
Felli í Kollafirði; Brandur, skóla-
stjóri Heyrnleysingjaskólans;
Magnús Ólafur, bóndi í Kollafjarð-
arnesi og síðar söngkennari og söng-
stjóri á Akranesi og í Reykjavík;
Matthías, kennari og húsvörður á
Akranesi; Valgerður, húsfreyja í
Kópavogi; Georg Valdimar, lést í
frumbernsku; Guðbjörg, húsfreyja í
Stórholti í Saurbæ í Dölum, og
Sigurður, bóndi á Felli í Kollafirði,
en fósturdóttir var Vigdís Jóna Run-
ólfsdóttir, saumakona í Reykjavík.
Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða
skólanum 1899 og embættisprófi í
guðfræði frá Prestaskólanum í
Reykjavík 1902.
Jón var við verslunarstörf á
Hólmavík 1902-1904, varð prestur í
Tröllatungu við Steingrímsfjörð
1904 og þjónaði prestakallinu óvenju
lengi eða til 1951. Hann bjó fyrstu
fjögur árin í Broddanesi en síðan í
Kollafjarðarnesi sem þá var gert að
prestssetri.
Jón varð prófastur Strandapró-
fastsdæmis 1920 og sat í sýslunefnd
Strandasýslu og fasteignanefnd
sýslunnar.
Jón lést 8.1. 1959.
Merkir Íslendingar
Jón
Brandsson
Laugardagur
85 ára
Ingibjörg Runólfsdóttir
80 ára
Baldvin Jóhannsson
Valentinas Martimovas
75 ára
Bárður Guðmundsson
Jósef Hermann
Vernharðsson
Ólafur Valdemar
Sigurpálsson
Ólafur Þ. Bjarnason
Ragnheiður S. Helgadóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
Sigurður O. Guðmunds-
son
Unnur Guðríður Jónas-
dóttir
Örn Árnason
70 ára
Emma Sigurjóna
Rafnsdóttir
Páll Bragason
60 ára
Andrei Manolescu
Axel Oddsson
Áslaug Björg Harðardóttir
Björg Sigurðardóttir
Gautur Þorsteinsson
Guðmundur Ólason
Guðrún B.
Sigurbjörnsdóttir
Guðrún H. Aðalsteins-
dóttir
Guðrún Halldóra Þórs-
dóttir
Hafdís Kristinsdóttir
Hafsteinn Sigurjónsson
Herborg Elísabet
Þórðardóttir
Hólmfríður Ben
Benediktsdóttir
Jerzy Marian Palasinski
Már Jóhannsson
Örn Þórðarson
50 ára
Andrés Jón Davíðsson
Arnar Þór Kjærnested
Artur Nasiadka
Björg Ágústsdóttir
Brahim Moukhliss
Eva Agata Alexdóttir
Helga Kristín Haralds-
dóttir
Jónas Heiðdal Helgason
Jón Pálmi Magnússon
Luisa Agdasiw Lataoan
Þór Sigurðsson
40 ára
Ásgeir Leifur Höskuldsson
Bergvin Fannar
Gunnarsson
Elva Hrund
Guðmundsdóttir
Gísli Örn Stefánsson
Stefán Hugi Jónsson
Sveinn Pálsson
30 ára
Atli Hjörvar Einarsson
Árni Valur Sigurðarson
Bergsteinn Ingólfsson
Dolores Godlewska
Heimir Þór Björnsson
Hildur Ösp Hafberg
Hólmfríður Jóna
Guðmundsdóttir
Ingi Haraldsson
Michal Kamil Slowikowski
Orri Guðmundsson
Rakel Dóra Leifsdóttir
Stefán Andri Stefánsson
Sævar Þór Sævarsson
Sunnudagur
95 ára
Katrín Elíasdóttir
90 ára
Ása Leósdóttir
Guðrún Egilsdóttir
85 ára
Bergsveinn Þórður Árna-
son
Björn B. Kristjánsson
Elín S. Jónsdóttir
Ingvar Kjartansson
80 ára
Elín Guðnadóttir
Gylfi Jónsson
Jökull Arngeir
Guðmundsson
Kristín Guðbjartsdóttir
Sigfús Björnsson
Skúli Sigurðsson
Svanberg Jóhann
Þórðarson
75 ára
Guðlaug Valdís
Kristjánsdóttir
Róbert Jörgensen
70 ára
Guðmundur Guðmunds-
son
Halla Halldórsdóttir
Hannes Gíslason
Jóhanna Svanrún
Hjartardóttir
Kristinn Aadnegard
Valgerður Ólafsdóttir
Þórunn Jóhanna
Hermannsdóttir
60 ára
Benedikt Benediktsson
Garðar Jónsson
Gísli Ólafsson
Guðmundur Ragnarsson
Guðrún Erna Baldvins-
dóttir
Ingibjörg Alda
Guðmundsdóttir
Jenný Jóhannsdóttir
Kristbjörg Lára Helga-
dóttir
Kristinn Jónsson
Leifur Kristinn Ólafsson
María Málfríður
Guðnadóttir
Pia Gunni Vestergaard
Sigurlín Sigurðardóttir
Smári Jónsson
Þuríður Guðrún
Reynisdóttir
50 ára
Emil Svavar Þorvaldsson
Eyrún Ósk Magnúsdóttir
Kristinn Þór Ágústsson
Kristín Ágústsdóttir
Lovísa Björg Traustadóttir
Magnús Gunnarsson
Maia Hutium
Marina Leonova
María Pétursdóttir
Ólafur Helgi Gylfason
Sigurður Bjarnason
Zoltán Belányi
40 ára
Darius Kadusauskas
Dorcas Benedikta Omane
Eiríkur Emil Beck
Ellen Magnúsdóttir
Georg Gíslason
Karel Geir Sverrisson
Samatchaya Khumthang
Thomas H. Hammer
Jensen
30 ára
Anna Kristín B. Jacobsen
Arnar Jan Jónsson
María Ólafsdóttir
María Rosario Blöndal
Regína Ósk Einarsdóttir
Sindri Vestfjörð
Gunnarsson
Þórir Guðmundsson
Til hamingju með daginn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn
fastus.is
PRÓTEINRÍKIR
NÆRINGARDRYKKIR
Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af næringarvörum fyrir þá sem þurfa
næringarviðbót og fá ekki næringarþarfir sínar uppfylltar úr fæðinu.