Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Alþjóða hamingjudagurinn er í næstu viku, þriðjudaginn 20. mars. Haldiðverður upp á hann með málþingi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 2030 og Heilsueflandi samfélag kl. 12.30-16.15 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Alþjóða hamingjudagurinn 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 Hár blóðþrýstingur eða há-þrýstingur er eitthvað semmargir eru að kljást við en það er margt hægt að gera til þess að bregðast við ástandinu. Notaðu tæknina Þó nokkur öpp eru til sem geta hald- ið utan um upplýsingar tengdar heilsu hjarta- og æðakerfis. Til dæmis má nefna Blood Pressure Companion og Heart Habit. Það allra nýjasta er síðan sérstakt hulst- ur sem mælir blóðþrýsting með því aðeins að nota einn fingur en greint er frá þessu í nýjasta blaði Science Translational Medicine. Flestir nota samt hefðbundna blóðþrýstingsmæla heima sem fara utan um handlegg. Í þeim tilfellum er nauðsynlegt að hvíla sig í fimm mínútur fyrir mælingu og gæta þess að 30 mínútur séu liðnar frá síðustu máltíð, æfingu eða baði en nauðsyn- legt er að fylgja öllum leiðbeiningum nákvæmlega. Síðan er um að gera að skrá niðurstöðunar, t.d. í ofangreind öpp og fara með þær í næstu lækn- isheimsókn. Farðu að prjóna Bresku samtökin Knit for Peace gerðu rannsókn á áhrifum þess að prjóna á heilsuna og segja að það myndi spara breska heilbrigðiskerf- inu mikið fé ef fólk færi almennt að prjóna. Þau segja að það að prjóna lækki blóðþrýsting, dragi úr þung- verkunum því hann gæti þá viljað breyta skammtinum eða skipta um lyf. Á Heilsuvera.is er réttilega minnt á að regluleg inntaka á blóð- þrýstingslækkandi lyfjum geti kom- ið í veg fyrir að þú fáir hjartaáfall eða heilablóðfall og þar með bjargað lífi. Hreyfðu þig Regluleg hreyfing, a.m.k. 30 mín- útur flesta daga vikunnar, getur lækkað blóðþrýstinginn um 4-9 mm Hg, samkvæmt mayoclinic.org. Þar segir að það sé mikilvægt að hreyf- ingin sé regluleg því um leið og mað- ur hættir að æfa getur blóðþrýsting- urinn hækkað á ný. Ef einhver er með hækkaðan blóðþrýsting en ekki háþrýsting er mjög mikilvægt að hreyfa sig til að forðast að ástandið versni. Gott er að ganga, skokka, hjóla, synda eða dansa. Styrktar- þjálfun getur líka hjálpað til. Æfingarnar geta líka verið gagn- legar til að léttast en það er gott að gera ef viðkomandi er í yfirvigt og með háþrýsting. Borðaðu hollan mat Mataræði sem er ríkt af heilkornum, grænmeti og fituminni mjólkur- vörum getur lækkað blóðþrýsting- inn um allt að 14 mm Hg en þetta mataræði er kennt við DASH. Grænt laufgrænmeti á borð við klettasalat, spínat og grænkál, ber og rauðrófur eru góður kostur. Ban- anar, haframjöl, lax, hvítlaukur, ólífuolía, fræ og jafnvel dökkt súkku- laði eftir matinn er á meðal þess sem rúmast innan mataræðisins. Minnkaðu saltið Það að draga jafnvel lítillega úr salt- neyslu getur minnkað blóðþrýsting um 2-8 mm Hg en Íslendingar neyta meira af salti en mælt er með. Sam- kvæmt ráðleggingum um mataræði er mælt með að fullorðnir neyti ekki meira en sem nemur 6 grömmum af salti á dag. Stór liður í því er að borða ekki tilbúinn mat. Hversu mikið salt við notum er vani og það tekur stuttan tíma að venja sig á að borða minna salt. Kryddjurtir af ýmsu tagi koma þarna sterkar inn sem valkostur við saltið til að gefa gott bragð. Blóðþrýstingur er ávallt gefinn upp sem tvær tölur, efri mörk og neðri mörk, og einingin sem enn er notuð er mm Hg (millimetrar kvikasilfurs). GettyImages/iStockphoto Baráttan við blóð- þrýstinginn Blóðþrýstingsgildi Heimild: Heilsuvera.is Blóðþrýstingur Efra gildi Neðra gildi Háþrýstingur 140 eða hærra 90 eða hærra Hækkaður 120 til 139 80 til 89 Eðlilegur 119 eða lægra 79 eða lægra Margir þjást af of háum blóðþrýstingi en það er ýmislegt hægt að gera til að fylgjast með ástand- inu og líka vonandi bæta það. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is lyndi og seinki elliglöpum. Þau segja prjónamennskuna jafnslakandi og jóga. Prjón geti róað hjartsláttinn um 11 slög á mínútu að meðaltali og skapi almennt róandi ástand sem dragi úr stresshormónum og lækki þar með blóðþrýsting. Stöðugt stressástand er stór þátt- ur í of háum blóðþrýstingi. Þess vegna er mikilvægt að læra að tak- ast á við stressið, átta sig á því hvað veldur því og hvernig er hægt að minnka það eða útrýma því. Þeir sem vilja ekki prjóna geta til dæmis stundað jóga, gert öndunar- eða nú- vitundaræfingar til að draga úr stressinu. Taktu lyf Þeir sem eru komnir með háþrýst- ing ættu að sjálfsögðu að taka þau lyf reglulega sem læknir þeirra ávís- ar þeim. Það er samt mikilvægt að ræða við lækninn ef lyfin valda auka- ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.