Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 12
Þ
að er ekkert launungarmál að sam-
ræmd könnunarpróf í grunn-
skólum landsins hafa verið gagn-
rýnd, ekki bara núna í ár þegar
tæknilegir annmarkar settu prófin
úr skorðum, þar sem til dæmis aðeins 1.700
nemendur af 4.000 gátu lokið prófi í íslensku,
heldur einnig síðustu árin. Hefur gagnrýnin
meðal annars snúið að því að prófin séu ekki í
takt við nútímakennsluaðferðir, séu gamaldags
og trufli skólastarf.
Prófin hafa líka verið gagnrýnd fyrir innihald
og spurningar og má þar einkum nefna ís-
lenskuprófin, sem málfræðingar, kennarar og
foreldrar hafa fundið ýmislegt að, en á næstu
síðum er fjallað um þessa gagnrýni frá ýmsum
hliðum.
Ákveðið hefur verið að nemendum í 9. bekk
gefist kostur á að þreyta að nýju könnunar-
prófin í ensku og íslensku og er þátttaka val-
kvæð, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur
mennta- og menningarmálaráðherra og
Menntamálastofnun hefur ráðið þrjá óháða sér-
fræðinga til að fara yfir ferlið við fyrirlögn sam-
ræmdra könnunarprófa og leitað ráða hjá fyrr-
verandi forstöðumanni Námsmatsstofnunar.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í
Kópavogi, segir að nemendur hafi í ár orðið fyr-
ir miklu áfalli.
„Ég held það hafi ekki komið nógu skýrt
fram í þessu öllu að þetta fór sérlega illa í þá.
Krakkarnir voru búnir að undirbúa sig ofboðs-
lega vel og leggja mikinn metnað í þetta, sum
voru jafnvel búin að kaupa sér aukatíma. Þetta
fór sérstaklega illa í nemendur sem voru að
þreyta prófin í séraðstæðum, þá sem þurfa les-
aðstoð eða lengri tíma en líka bara alla. Það fóru
nemendur að gráta og þótt tæknivandamálið sé
leyst situr þetta eftir í nemendum og okkur
starfsfólki skólans líka. Manni finnst mikið á
nemendur lagt að það eigi að endurtaka þennan
leik,“ segir Hafsteinn.
Umdeild samræmd próf
Skólasamfélagið er í
uppnámi eftir fyrir-
lögn samræmdra
prófa í 9. bekk í
síðustu viku, þar sem
stór hluti nemenda tók
prófið við óviðunandi
aðstæður. Tæknilega
hliðin er þó aðeins
einn þáttur gagnrýni
á prófin.
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
Getty Images/iStockphoto
ÚTTEKT
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
Menntamálastofnun, MMS, tók að fullu til starfa
haustið 2015 og er stjórnsýslustofnun á sviði
menntamála sem skal stuðla að auknum gæðum
skólastarfs og framförum í þágu menntunar.
Verkefni sem áður voru á hendi Námsgagna-
stofnunar, Námsmatsstofnunar og mennta- og
menningarmálaráðuneytis eru nú hjá MMS. Af
stórum verkefnum MMS ber stofnuninni til
dæmis að sjá grunnskólanemendum fyrir fjöl-
breyttum og vönduðum námsgögnum sem eru í
samræmi við aðalnámskrá, einnig á MMS að
geta haft hlutverk varðandi námsgögn á öðrum
skólastigum. MMS á þá að hafa eftirlit og meta
með mælingum árangur af skólastarfi, svo sem
með umsjón samræmdra prófa í grunnskólum,
og MMS undirbýr skimunarpróf sem nær til
bæði leik- og grunnskóla.
Stofnunin sér um framkvæmd aðgangsprófa í
Háskóla Íslands og hefur einnig að segja um eft-
irlit og mat á leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Stofnunin sinnir eftirliti og mælingum á stöðu
skólakerfisins út frá alþjóðlegum viðmiðum,
annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga
um menntamál og veitir á grundvelli þeirra
stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi upplýs-
ingar og leiðbeiningar.
MMS kemur að framkvæmd ýmissa stjórn-
sýsluverkefna, til dæmis viðurkenningu einka-
skóla á framhaldsskólastigi og framhalds-
fræðsluaðila, innritun nemenda í framhalds-
skóla og undirbúningi að staðfestingu náms-
brauta- og áfangalýsinga framhaldsskóla, m.a. í
tengslum við styttingu náms til framhalds-
skóla.
HLUTVERK MENNTAMÁLASTOFNUNAR