Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 16
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
E
þíópía bíður Solveigar Sveinbjörns-
dóttur handan við hornið; land
með litríka menningararfleifð og
fallegt mannlíf. Í dag býr fólk þar
við hræðilegan raunveruleika
þurrka og átaka og milljónir manna eru í neyð.
Hjálparstarfsmenn leggja sitt af mörkum til
að bjarga mannslífum og er Solveig ein af
þeim. Blaðamaður nær að grípa hana í spjall
nokkrum dögum fyrir brottför. Á notalegu
kaffihúsi gleymum við tímanum enda er af
nógu að taka; sögurnar eru svo margar og
áhugaverðar að það er í raun efni í heila bók.
Solveig segir sögur frá framandi löndum og
ótrúlegum ævintýrum en þau eru óþrjótandi
verkefni hjálparstarfsins. Óbærilegur hiti,
skordýr, ónýtir vegir, drullusvað, sníkjudýr og
hættulegar skotárásir eru vinnuaðstæður sem
hún býr við oft á tíðum í vinnu sinni erlendis.
Milljónir í neyð
Eftir nám hér heima í félagsráðgjöf hélt Sol-
veig til Ástralíu þar sem hún kláraði meist-
aranám í friðar- og átakafræðum (Peace and
Conflict Studies) en hún hlaut styrk frá Rót-
arýhreyfingunni til námsins. Síðan 2006, með
nokkrum hléum, hefur Solveig unnið í fátæk-
um og oft stríðshrjáðum löndum. Í Srí Lanka,
þar sem hún hefur dvalið þrisvar, vann hún við
friðargæslu þegar stríð stóð þar yfir á milli
stjórnvalda og Tamil Tígra og síðar fór hún í
tvígang þangað eftir Tsunami-flóðið í sjálf-
boðastarf í barnavernd með frönskum hjálp-
arsamtökum. Hún bjó í ár í Súdan, áður en
landið breyttist í Suður-Súdan, þar sem heim-
ili hennar var ósköp fátæklegt tjald í af-
skekktu þorpi.
Á Íslandi hefur hún tekið að sér hlutverk fé-
lagsmálastjóra um tíma í sveitarfélögunum
Sandgerði og þánefndum Bessastaðahreppi.
Hún hefur unnið hjá Reykjavíkurborg með
hælisleitendunum og nú síðast með kvóta-
flóttafólki í Árborg og Hveragerðisbæ.
„Mér fannst dálítið erfitt að hætta eftir
rúmt ár hjá sveitarfélagi Árborgar og Hvera-
gerðisbæ enda margt þar af góðu samstarfs-
fólki sem ég er þegar farin að sakna. Sam-
félagið í heild sinni fannst mér alveg til
fyrirmyndar í móttökunni sem og framlag
Rauða krossins. Svo margir lögðu sitt af mörk-
um, hvort sem það tengdist tómstundum
barnanna eða fyrirtækjum sem buðu vinnu og
studdu fólkið fyrstu skrefin á atvinnumark-
aðnum á Íslandi. Menningarmiðlari var einnig
til staðar til að brúa bil ólíkra menningarheima
og aðstoða við framgöngu gagnkvæmrar að-
lögunar sem er svo nauðsynleg. Það hefur ver-
ið mikil reynsla og gott að hafa þekkingu og
innsýn í þessi ólíku verkefni; með hælisleit-
endum, fylgdarlausum börnum og svo kvóta-
flóttafólki á Íslandi,“ segir Solveig.
„Það er margt í mótun í þessum ört vaxandi
málaflokki en það hefur tekið langan tíma. Í
upphafi tel ég að ekki hafi tekist að bregðast
hratt og vel við neyð sem tengdist auknum
fjölda hælisleitenda í leit að vernd á Íslandi. Í
neyð er ekki hægt að bíða eftir stórum kerfis-
breytingum heldur þarf að hafa hraðar hendur
og móta samræmt verklag allra aðila. Sam-
hliða er hægt að gefa tíma í kerfisbreyting-
arnar. Fórnarkostnaðurinn á ekki að vera
neinn. Enginn á að þurfa að líða fyrir hægfara
ferla þegar það er hægt að vinna faglegra og
hraðar án mikils tilkostnaðar. Fagþekking
spilar þarna inn í sem oft er ekki nýtt nægi-
lega vel. Því miður er þetta raunveruleikinn
víðar, eins og í málefnum fatlaðra og geðfatl-
aðra. Við eigum að geta gert betur,“ segir Sol-
veig.
„Svo fer maður í þessi stóru verkefni þar
sem milljónir eða hundruð þúsunda eru á
flótta og það þarf að búa til verkferla í kring-
um þá vinnu,“ segir Solveig sem nú er flogin til
Eþíópíu í verkefni hjá Unicef á vegum
utanríkisráðuneytisins.
„Þegar ég var búin að taka ákvörðun fyrir
nokkrum vikum fann ég hvernig allar frumur
líkamans tóku kipp. Af því að ég er búin að
vera dálítið lengi núna á Íslandi, í rúmt ár
samfellt. Ég upplifi mig eins tré, nú þarf ég að
fara að hrista af mér moldina og umpotta mig.
Ég fann hvernig frumurnar byrjuðu að und-
irbúa sig. Svo fer maður að hugsa, treysti ég
mér í þetta? Er ég tilbúin? Við sem getum ætt-
um að reyna að hjálpa, að reyna að draga úr
þjáningum. Það eru svo margir að leggja sitt
af mörkum einmitt til þess, hvort sem það er í
sköpun, rannsóknum, faglegri fréttamennsku
eða heiðarlegum viðskiptum. Þetta er mín leið
að leggja mitt af mörkum. Þannig ég má ekki
veigra mér við eða hætta við bara af því að ég
er smeyk við aðstæðurnar.“
Þurrkar, flóð og átök í Eþíópíu
Í Eþíópíu kemur Solveig til með að vinna í sex
mánuði að verkefnum sem tengjast barna-
vernd í suðausturhluta landsins, í Sómalí- og
Orómía-héraði.
„Ástandið hefur lengi verið erfitt; þurrkar,
flóð á einstaka svæðum og átök. Það eru miklir
þurrkar núna og fyrirséð að það verður upp-
skerubrestur, fjórða árið í röð. Þannig að það
hefur verið neyðarástand á þessu svæði til
langs tíma en eftir 2016 hafa aðstæður fólksins
versnað til muna, sérstaklega þar sem fólk er
ekki eingöngu að reyna að lifa af sökum upp-
skerubrests, heldur lifir í ótta og óöryggi sem
fylgir átökum sem blossa upp víða á landa-
mærum héraðanna,“ segir Solveig.
Hún segir að rúm milljón manns hafi þurft
að flýja heimili sín. „Það eru þeir sem urðu
fyrir barðinu á átökunum en svo eru aðrar sjö
milljónir sem metið er að þurfi neyðaraðstoð í
formi matar og annarra lífsnauðsynlegra
gagna, þar á meðal 3,5 milljónir barna. Þeir
sem þurfa mestu aðstoðina hafa orðið fyrir
barðinu á hvoru tveggja; þurrkum og átökum.
Þetta er fólk á flótta innan síns lands,“ segir
Solveig sem verður með starfsstöð bæði í
höfuðborginni Addis Ababa og í héruðunum og
mun því vinna í nálægð við flóttamannabúðir
sem dreifast vítt um héruðin tvö.
„Mitt hlutverk er að meta nánar hvar neyðin
er mest, samræma vinnulag og sinna eft-
irfylgd verkefna í samvinnu við stjórnvöld. Nú
þegar er vitað um 12.500 börn sem hafa orðið
viðskila við foreldra sína,“ segir Solveig en hún
hefur m.a. sérhæft sig í verkefnum tengdum
fylgdarlausum börnum.
„Ástandið í Eþíópíu í dag hefur mjög lítið
komið fram í fréttum, og meira að segja þegar
mér bauðst þetta starf nýlega þá þurfti ég að
lesa mér til um ástandið. Það eru önnur stærri
stríð og átök sem komast í fréttir því upp-
skerubrestur er svo tíður í Eþíópíu og nær því
ekki athygli alþjóðasamfélagsins. En vegna
átakanna sem bætast við þá er þetta stærri
vandi en fólk gerir sér grein fyrir.“
Solveig hefur tvisvar áður unnið í Eþíópíu
fyrir Unicef, í sex mánuði hvort skipti. „Fyrst
var ég að vinna í stóru verkefni með yfirvöld-
um að loka heimilum fyrir munaðarlaus börn
rekin af yfirvöldum og félagsamtökum sem
ekki uppfylltu lágmarksumönnunarstaðla.
Börn voru í raun að deyja á þessum stofn-
unum. Það þurfti að bregðast hratt við og loka
stofnunum og finna skjól og vernd fyrir börn-
in,“ útskýrir hún.
„Í seinna skipti var ég að vinna í flótta-
mannabúðum á landamærum við Suður-Súdan
þar sem ég stýrði samstarfsverkefni í barna-
vernd í flóttamannabúðum og nærliggjandi
bæjum,“ segir Solveig. Um var að ræða sam-
starfsverkefni þar sem Unicef, Rauði kross-
inn, Barnaheill, Plan International og stjórn-
völd tóku höndum saman í þeim tilgangi að
veita flóttafólki hjálp með áherslu á vernd og
stuðning við börn.
„Það er margt sem hefur verið erfitt að sjá
og upplifa og kannski þess vegna er ég að
þessu. Fyrir mér er þetta forgangur alls.“
Bjó með kvikindunum í tjaldi
Hvernig var að búa í tjaldi í heilt ár í Súdan?
„Við sváfum í venjulegum tjöldum eins og
þeim sem maður man eftir úr útilegum sem
barn á 8. áratugnum. Þetta var svona týpískt
grænt hermannatjald. Það var lítil girðing á
milli flóttafólksins og okkar starfsmannatjalda
og nálægðin því mikil,“ segir hún og rifjar upp
þessa sérstæðu lífsreynslu.
„Á morgnanna vaknaði ég við sólarupprás
við sóphljóð og seiðandi söng nágrannanna
minna flóttafólksins en fyrstu verkefni dagsins
þeirra voru að sópa saman þurri lausri mold-
inni af harðri jörðinni, safna spreki, kveikja
undir hlóðum og hita vatn. Litlu börnin voru
nývöknuð, berrössuð að skottast um. Ég fylgd-
ist oft með þeim á meðan ég beið í sturturöð-
inni. Þetta voru þær fallegu stundir sem
nærðu mann,“ segir hún.
„En svo var það annar raunveruleiki sem
viðkom praktískri aðstöðu minni sem ekki vek-
ur eins sælar minningar. Eins og þetta heimili
mitt! Þegar rigndi þá lak tjaldið. Ég setti alltaf
dótið mitt í annan beddann, en það voru tveir
beddar í tjaldinu. Á regntímabilinu var allt
rennandi blautt og kvikindin komu inn. Ég
vaknaði við froskakvak undir rúminu og ef ég
fór burt í nokkra daga var komið geitungabú
þar inn. Svo voru alls kyns lirfur í alla vega lit-
um eftir mánuðum. Stundum rauðar og svart-
ar, stundum grænar og gular. Risastórar og í
raun mjög fallegar. Ég fékk eitthvert sníkju-
dýr í magann frá menguðu vatni sem varð til
þess að ég fékk enga næringu og missti mátt
og mörg kíló. Ég var einnig óheppin að fá ann-
ars konar sníkjudýr eða pöddu í kálfann sem
byrjaði að grafa sig inn hægt og rólega þannig
að í lokin varð til stærðar hola inn að beini. Þá
var mér kippt út til Khartoum, höfuðborgar
Súdans, og ég sett beint á sýklalyf,“ segir Sol-
veig og brosir á meðan blaðamaður gapir í for-
undran.
„Ég bjó líka í smátíma í moldarkofa en þar
flugu inn leðurblökur á nóttunni. Ég nennti
ekki að kippa mér upp við það. Enda lítið sem
ég gat gert. Það var gat á þakinu og ekki for-
gangur að ganga í að laga það. Síðan voru það
fljúgandi kakkalakkarnir sem sóttust í tölvu-
birtuna á kvöldin og festust í hárinu á mér
þegar setið var utandyra við skýrsluskrif í lok
dags. Það var ekkert annað að gera en að slá
þá frá sér þar til maður gafst upp enda varð
maður bara að venjast sumu.“
Hvernig tilfinning er það eftir langan vinnu-
dag að þurfa að skríða inn í rakt tjald sem er
allt fullt af pöddum og öðrum kvikindum?
„Ég hafði tölvuna mína og horfði á Grey’s
Anatomy á kvöldin; Meredith og McDreamy
voru algjörir bjargvættir og bestu vinir mínir
á löngum kvöldum þegar rigndi grimmt,“ segir
hún og hlær. En Solveig átti reyndar fleiri vini
en læknana á skjánum.
„Við vorum um 25 hjálparstarfsmenn, bæði
alþjóðastarfsmenn og heimamenn, sem áttum
fasta búsetu í Agok-búðunum og svo voru aðr-
ir sem komu og fóru. Þannig að við höfðum
félagsskap hvert af öðru og um helgar var
grilluð geit og við fengum okkur bjór. Geitin
var tjóðruð við tré inni í búðunum og um helg-
ar vaknaði maður við umkomulaust jarm. Síð-
an var henni slátrað og daginn eftir komu litlu
kiðlingarnir í sama lit að leita að mömmu. Þá
vorum við búin að borða hana. Hræðilegt fólk!
Þetta var eins og með fljúgandi kakkalakkana,
sumu varð maður bara að venjast,“ segir Sol-
veig og hlær.
„Annars var alltaf sami maturinn. Dal, sem
er baunaréttur, og seigt geitakjöt með rauðri
sósu. Og okra, sem er svona slímugt grænmeti
en mjög hollt. En sósan var rosalega góð, það
bjargaði þessu alveg. Maður gerir engar kröf-
ur í þessum aðstæðum. Þetta er bara vinna og
þetta var lúxus hjá okkur á fá framreiddan
mat á hverjum degi.“
Skotárás á þyrluna
Hefurðu lenti í lífsháska?
„Já, í Súdan. Ég var ráðin af Unicef til þess
að fara í uppbyggingarstarf á þessu svæði. Ég
kom með þyrlu á staðinn því vegurinn var ekki
öruggur vegna átaka. Ég fór beint til öryggis-
varðarins til þess að fá upplýsingar um ástand-
ið. Hann var þar í rólegheitunum með fætur
uppi á borði og samtalið var mjög afslappað í
upphafi. En allt í einu brutust út átök, og ég
nýkomin á staðinn,“ segir Solveig sem hafði
aðeins verið þarna í um tvær klukkustundir.
„Það höfðu verið einhver smáátök kvöldinu
áður en í þessu mögnuðust átökin til muna. Þá
var sett í gang neyðarbrottflutningur starfs-
fólks en það þurfti að koma öllum burtu af
staðnum, meira að segja læknum án landa-
mæra sem fara yfirleitt síðastir af vettvangi.
Ég fór með fyrstu ferð í þyrlu ásamt öðrum
konum en við nokkrar gerðum athugasemdir
við þá forgangsröðun. Við vildum að hjálpar-
starfsmenn sem ættu ung börn hefðu forgang,
óháð kyni. En við sáum svo að það gekk ekkert
að malda í móinn enda allt fyrirfram ákveðið
Hvert líf er dýrmætt
Í rúman áratug hefur Solveig Sveinbjörnsdóttir verið á flakki um heiminn við hjálparstörf en hún hefur búið í Srí Lanka,
Sýrlandi, Eþíópíu, Filippseyjum, Gana, Fiji og í Súdan þar sem hún bjó í heilt ár í tjaldi ásamt froskum, lirfum, leðurblökum
og fljúgandi kakkalökkum. Síðastliðið ár starfaði hún með kvótaflóttamönnum í Árborg og Hveragerðisbæ en er nú flogin á
vit nýrra ævintýra og áskorana. Solveig segir hvert líf dýrmætt og finnur hjá sér þörf að hjálpa fólki í neyð.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Solveig er hér umkringd fylgdarlausum börnum í
Súdan árið 2008 en þar vann hún á vegum Unicef.
Börnin höfðu orðið viðskila við fjölskyldur sínar.
Solveig lenti í skotárás þegar hún var í Súdan og
þurfti að flýja undan kúlunun. Skotið var á þyrl-
una sem kom henni burt af svæðinu.