Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 23
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Eldbökuð pítsa með beikoni, döðlum og gráðosti PIZZADEIG 400 g hveiti, helst „00“ 250 ml vatn 10 g salt 1.5 g ger Blandið volgu vatni (við stofuhita) við gerið og leyfið að liggja í 10 mínútur. Setjið salt út í vatnið og hrærið vel saman. Vigtið hveitið í skál og hellið svo vatninu saman við hveitið og blandið saman. Þegar þetta er komið ágætlega saman veltið þessu úr skálinni og hnoðið á borði í 10 mínútur. Setjið aftur í skálina og látið hefast í 1 klukkustund við stofuhita. Takið deigið aftur úr skál- inni og skiptið í þrennt og mótið kúlur úr því. Geymið kúlurnar undir rökum klút í minnst 2 tíma en allt að 4 tímum. Stillið ofninn á hæsta hita og hafið blástur á. Setjið ofnplötu neðst í ofninn sem snýr öfugt. Kveikið á ofni 40 mínútum áður en pítsa er sett inn. Gott er að setja pítsuna á smjörpappír og trébretti áður en hún fer í ofn. ÁLEGGIÐ pizzasósa að eigin vali rifinn mozzarella ostur niðurskornar beikonsneiðar döðlur, skornar í smá bita mulinn gráðostur, eftir smekk Setjið áleggið á pítsuna í þessari röð: sósa, ostur, gráðostur, beikon og döðl- ur. Rennið pítsunni svo inn í ofninn af trébrettinu. Takið hana út þegar þið sjáið að hún er tilbúin. 100 g rjómaostur 10 g majónes 10 g rifinn ostur, t.d. tind- ur, ísbúi eða pizza-ostur 1 msk eplaedik dass pipar mulinn 5 g Ölverk lauksulta (sjá hliðaruppskrift) Setjið allt í skál og blandið saman með höndunum. Setjið í eldfast mót og stráið auka osti yfir og bakið á blæstri við 200°C þar til þetta fer að „búbbla“. Mjög gott með Pret- zel eða jafnvel nachos flögum. ÖLVERK LAUKSULTA 200 g rauðlaukur 50 g púðursykur 5 g olía 1,2 g salt 1 dl af bjór dass af pipar Ölverk bjórostadýfa Skerið lauk í 3 mm sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið svo lauk og salt út í. Steikið hann þar til hann er gegnsær, í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið bjór út í og næst er sykrinum hrært saman við. Sjóð- ið þar til nánast allur bjór er gufaður upp, eða í u.þ.b. klukku- tíma. Hrærið reglu- lega í pottinum. Smakkið til með salti og pipar. Það má nota hvaða bjór sem er í sultuna en best er að nota vandaðan kraftbjór frá íslensku örbrugghúsi. Þessi sulta er einnig góð með mörgum ost- um, á hamborgarann eða með ostapítsu. Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Súkkulaði- og heslihnetu- smjörs Nutella nokkur jarðarber 1 banani (eða meira ef þarf) flórsykur til skrauts Búið til venjulegan pítsu- botn. (Sjá uppskrift annars staðar á síðu.) Fletjið botninn út og gatið með gafli. Setjið hann á smjör- pappír og bakið í ofninum á háum hita (tekur stuttan tíma). Látið hann kólna aðeins og smyrjið svo með súkkulaðinu. Skerið jarð- arber og banana í litla bita og raðið á pítsubotninn. Stráið að lokum flórsykri yfir. Eftir- réttarpítsa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.