Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 2
Forsíðumyndin er frá
Getty Images/
iStockphoto
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Heill! Sá þessa mynd og fór að hafa áhyggjur. Er ekki allt gott aðfrétta úr Móunum?“Þannig hljómaði skeyti frá kærum vini úti í bæ sem barst mér
snemma í vikunni en hann vísaði þarna til myndar af tölvuskjá af tíu mest
lesnu fréttunum á mbl.is. Þær fjölluðu svo að segja allar um hræðileg morð,
mannskæð slys, morðtilraunir, stríð og andlát. Mest fór fyrir fréttum af
grimmum örlögum spænska drengsins Gabriels en þarna var líka að finna
fréttir um mannskæðasta flugslys í Nepal í áratugi og þyrluslys í Austurá í
New York, þar sem enginn lifði af, eiturefnaárásina á gamla Rússann og
dóttur hans í Bretlandi og andlát tískufrömuðarins Huberts de Givenchys
sem ég verð reyndar að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt nefndan. Þá
var O.J. gamli Simpson kominn upp á dekk með meinta morðjátningu.
Loks var þarna frétt um börn í
bráðri lífshættu í styrjöldinni í Sýr-
landi.
Það er gömul saga og ný að mál
sem þessi veki áhuga lesenda
fréttamiðla og án þess að hafa gert
á því vísindalega rannsókn stenst
þeim líklega ekkert snúning, nema
þá helst nekt og brjóst. Birtist ein-
hver einhvers staðar nakin/n eða
sleppi brjóstum sínum lausum þá
sýna dæmin að fréttin er fljót að
rjúka upp vinsældalistann. Enda
þótt mynd fylgi sjaldnast með.
Þetta á eflaust við á heimsvísu en ef við lítum okkur nær þá má bæta við
fréttum af því þegar einhver „frægur“ skellir húsinu sínu eða íbúðinni á
sölu. Þá fer þorri þjóðarinnar af hjörunum. Nú eða ef eitthvað óvenjulegt
hendir einhvern sem við könnumst við. Rataði ekki frétt um það að blóð-
blettur hefði verið þveginn úr kjól Ragnhildar Steinunnar á elleftu stundu
fyrir beina útsendingu Júróvisjón (eða Ísóvisjón) á toppinn yfir mest lesnu
fréttirnar á mbl.is fyrir skemmstu?
Svo eru það „lét sig ekki vanta“-fréttirnar. Þær drekkum við í okkur eins
og móðurmjólkina. Þarna er ég að tala um myndasyrpur frá viðburðum,
eins og tónleikum eða leikhúsfrumsýningum, þar sem fræga og fína fólkið
kemur gjarnan saman og stillir sér brosandi upp fyrir framan myndavélina.
Loks ber að nefna fréttir af heimsfrægu fólki sem statt er á Íslandi.
Ennþá fara öll skilningarvit á yfirsnúning þegar slíkar fréttir berast enda
þótt þetta sé í seinni tíð orðið nánast vikulegur viðburður. Var til dæmis
ekki sjálfur Cristiano Ronaldo hérna í vikunni?
Það ætlar að ganga hægt að berja úr okkur sveitamanninn!
Er ekki allt gott að
frétta úr Móunum?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Þær fjölluðu svo aðsegja allar um hræðileg morð, mann-skæð slys, morðtilraunir,
stríð og andlát.
Anna Sigrún Gunnarsdóttir
Já, helst föt af og til. Síðast keypti
ég kjól og stuttermaboli í jólagjafir.
SPURNING
DAGSINS
Verslar þú
á netinu?
Sigursteinn Hákonarson
Voðalega lítið. Síðast keypti ég
sokka frá Krabbameinsfélaginu til
þess að styrkja Mottumars.
Ástrós Sigfúsdóttir
Já, ég kaupi mjög oft föt. Ég kaupi
mikið af bolum.
Leifur Páll Guðmundsson
Já. Föt aðallega. Boli, buxur og
peysur.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Eggert
AGNES BJÖRT ANDRADÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Rafbylgja með
vandræði
og hjarta í
vasanum
Agnes Björt Andradóttir spilar á tónlistarhátíðinni
Sónar í Hörpu með hljómsveit sinni Sykur laugardag-
inn 17. mars . Hægt er að næla sér í miða á midi.is.
Af hverju Sykur?
Insúlín.
Við hverju má búast á tón-
leikum Sykurs á laugardaginn?
Rafbylgju með vandræði og hjarta í vas-
anum. Fín súpa – heit súpa. Spánný lög og
gamalgróin. Holdsflakk og himnarof.
Hvað er það skemmtilegasta við
að taka þátt í viðburði sem þess-
um?
Stemningin í loftinu þegar margt skapandi
fólk kemur saman. Lyktin af ungviðinu og
komandi straumum. Útrásin!
Opnar Sónar dyr fyrir unga ís-
lenska tónlistarmenn?
Auðvitað er alltaf gaman að spila fyrir nýja
hlustendur, hvort sem þeir eru erlendir eða
ekki. Það er vel staðið að þessari hátíð og
óneitanlega góð reynsla.
Eru einhverjir tónlistarmenn sem þú
mælir sérstaklega með á Sónar?
Sunna, Lindstrøm, Countess Malaise og Under-
world.
Hvað er í vændum hjá þér?
Myndband við Loving None, að taka upp Sykur
plötu og klára námið mitt við Myndlistarskólann í
Reykjavík.