Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
N
ú hefur heimurinn mannkyns-
söguna í fingurgómunum. En
það þýðir ekki endilega að nú
kunni fleiri en áður þá sögu upp
á sína 10 fingur.
Staðreyndir að smekk
Galopið aðgengi að upplýsingum verður til þess að
óþarft þykir að fylla hýsirými heilans með því sem er
innan seilingar hvenær sem er svo lengi sem símtækið
er það. Það gæti því sýnst hjákátlegt að velta þessu
fyrir sér og eyða pappír og „prentsvertu“ í það að auki.
En upplýsingarnar sem eru svo aðgengilegar eru ekki
allar eins og sýnast. Þeir sem fletta upp nýlegum at-
burðum eða umræðuefnum sem þeir sjálfir þekkja
mjög vel til sjá fljótt að villandi staðhæfingum og
stundum hreinum uppspuna er blandað við „þekktar
staðreyndir.“ Þá sést að þeim sem er umhugað um að
„sannleikurinn“ sé þeirra sannleikur tekst ótrúlega oft
að villa um fyrir þeim sem leitar sér fróðleiks. Margoft
er tilhæfulausum fullyrðingum blandað inn í texta sem
settur er fram eins og um samþykktar staðreyndir sé
að ræða. Þeir sem illa eru að sér fara illa út úr þeirri
mötun.
Stundum er látið vera að skrökva beint enda er lík-
legra að slíkt verði leiðrétt. Í staðinn er hlaðið inn
„staðreyndum“ sem saman draga upp brenglaða mynd
þótt hvert og eitt atriði gæti staðist. Þetta hefst með
því að sleppa að nefna staðreyndir sem ýta undir allt
aðra niðurstöðu. Þess utan geta hagsmunaaðilar keypt
sína útleggingu í þá stöðu að hún „poppar“ jafnan upp
fyrst þegar spurt er.
Staðreynd sem stendur fyrir sínu, segir aðeins
brotakennda mynd ef hún er sérvalin og látin segja
alla söguna. Sé birt „staðreynd“ um konu sem barði
mann, gaf honum glóðaraugu, sparkaði í klof og reif
hár hans, þá sýnir það að þar fór mikið skass og ætti
vart að ganga laust. Ef önnur staðreynd er höfð með
gæti hún sýnt að staðreyndin um barsmíðarnar, þótt
sönn væri, dró upp skakka mynd af því sem gerðist. Sú
staðreynd kynni að sýna að barsmíðarnar voru við-
brögð konunnar við tilraunum hrotta til að nauðga
henni.
Margir muna kannski enn hvernig fjölmiðlaheimur-
inn umturnaðist þegar einn af ráðgjöfum Trumps for-
seta, Kellyanne Conway, svaraði fullyrðingum frétta-
manna um dægurefni sem skaust stundarkorn upp í
hæstu hæðir umræðunnar. Fréttamennirnir bentu á
að þær staðreyndir sem þeir og starfssystkin þeirra
höfðu fært fram drægju upp mynd sem væri ekki góð
og ekki væri neinn vegur að andmæla. Frú Conway
sagði þá að „alternative facts“ drægju upp allt aðra
mynd af sama efni. Ekkert skal sagt um það hvort það
mat hennar var rétt. En viðbrögðin við þeim orðum
hennar að rétt væri að skoða aðrar staðreyndir til sam-
anburðar voru ótrúleg. Fréttaheimurinn taldi sig aldr-
ei hafa heyrt annað eins og þetta. Skyndilega hefði
eitthvað orðið til sem héti „alternative facts“ og fólk
sem staðið væri að því að vera með vond mál og við-
kvæm þættist geta teflt slíku fram gagnvart stað-
reyndum sem fjölmiðla- og rannsóknarblaðamenn
hefðu „aflað“. Slíkt og því líkt undirstrikaði með slá-
andi hætti siðleysi og forstokkun þess liðs sem nú
hefði, með atbeina Pútíns, hertekið Hvíta húsið með
kosningasvindli.
Þetta heimatilbúna hneyksli yfirtók alla umræðu
næstu tvo daga og var algjörlega einhliða.
Hefði hún staðið eitthvað lengur þá hefði hugsan-
lega náðst að sýna hvaða dellumakerí var á ferð. En þá
var komið eitthvert nýtt æsingamál og vera má að
Trump hafi sjálfur startað því um leið og hann skaust
niður í eldhús um nótt til að seðja sárasta hungrið og
hafi sent nokkur „tíst“ til að nýta tímann. Það er auð-
vitað hverju orði sannara að þær eru margar stað-
reyndirnar sem halda má fram að geti snerti hvert
mál. Kellyanne Conway sem er lögfræðingur, fyrrver-
andi málflutningsmaður og kennari við lagadeild
George Washington-háskóla, fór auðvitað nærri um
það.
Staðreyndirnar þarfnast talsmanns
Það er góð regla þegar mál eru rakin og tekist er á um
hagsmuni að reynt sé að koma sér sæmilega saman
um hver sé söguþráðurinn og hvaða „staðreyndir“
máls skipti einhverju um niðurstöðu þess.
En staðreynd lífsins er auðvitað sú að einstakir að-
ilar máls halda fremur fram þeim staðreyndum sem
þeir hafa gagn af en hinum. Enda er það jú annarra
málsaðila og talsmanna þeirra að sjá um sína hlið.
Góðir dómarar draga svo saman þá mynd sem lýsir
málavöxtum best og lög leiða til að eigi að hafa mest
áhrif á úrlausn máls.
Ef eingöngu annar aðilinn kæmi að málatilbúnað-
inum er næsta víst að sitthvað myndi vanta upp á aðra
hlið hans – „the alternative facts“.
Stundum háttar þannig til að ekki er „öðrum stað-
reyndum“ til að dreifa. Og þá liggur fyrir að „túlka
þær staðreyndir málstaðnum í hag. Þá verður einatt
mjög langt á milli aðila þótt sömu „staðreyndirnar“
liggi til grundvallar röksemdunum.
Einn Rússagaldurinn enn
Þessi rulla um sjálfsagða hluti er aðdragandi umfjöll-
unar um það mál sem einna hæst bar í vikunni sem er
að líða. Það var eiturefnaárás á tvo Rússa í Salisbury í
Englandi sunnanverðu. Málið er bæði dularfullt og
reyfarakennt. Allmargar staðreyndir liggja þegar fyr-
ir. En fjarri því allar. „Alternative facts“ gætu komið
fram síðar og því átt eftir að breyta þeim söguþræði
sem nú er þekktur.
Allmargar þekktar staðreyndir virðast óneitanlega
benda til þess að rætur ódæðisins hljóti að liggja í
Rússlandi. Sumir ganga lengra og fullyrða að rótar-
endana megi staðfæra af nákvæmni. Þeir eigi upphaf
sitt innan Kremlarmúra, þar sem Jósef gamli Stalín,
sjálfur „sonur skóarans,“ hélt lengst allra um tauma og
það nokkuð fast. Breski utanríkisráðherrann, Boris
Johnson, segir að „yfirgnæfandi líkur“ standi til þess
að Pútín forseti hafi gefið fyrirmælin um eiturefnaá-
rásina. Rússnesk yfirvöld brugðust fljótt og hart við og
sögðu m.a. að óhugsandi væri að „þessi ásökun yrði
fyrirgefin“. Slíkt orðalag sætti ekki tíðindum í pólitísk-
um skylmingum, en í opinberum yfirlýsingum, sem
lúta jafnan þekktu og samþykktu orðalagi, gegndi öðru
máli. Viðbrögð yfirvalda í Kreml sýndu að orð breska
ráðherrans væru ekki aðeins talin ögrun heldur per-
sónuleg árás á forseta Rússlands.
Hvaða rök, hvaða staðreyndir?
En hvers vegna telja bresk yfirvöld sig geta fullyrt að
eiturefnaárásin á rússnesku feðginin sé ákvörðun
æðstu yfirvalda í Rússlandi? Í fyrsta lagi vegna þess að
þau geta ekki nefnt neinn annan aðila til þessarar sögu
og ekki boðlegt að halda því fram að þau hvorki viti né
geti getið sér til um það hver hafi verið að verki. Og í
öðru lagi vegna þess að þau telja einfaldlega að vís-
bendingarnar um það séu margar og næsta ótvíræðar.
Eitrið sem notað var kemur að þeirra mati úr eitur-
geymslum gömlu Sovétríkjanna. Um það er varla deilt.
Ekki sé vitað um neinn annan sem hafi framleitt þetta
eitur. Skripal, sem fyrir árásinni varð, sé fyrrverandi
rússneskur njósnari sem hafi á sínum tíma verið
dæmdur svikari og njósnari bresku leyniþjónustunnar.
Vitnað er í orð Pútíns forseta sem hafi aðspurður
sagt í sjónvarpsviðtali að það sem hann þyldi verst og
reyndar alls ekki væru óheilindi. Þau fyrirgæfi hann
aldrei.
Þá er rætt um morðið á Alexander Litvinenko sem
árið 2006 var myrtur með rússnesku eitri, geislavirku
polonium 210 sem blandað hafði verið í te hans. Bresk
yfirvöld hafa í hans tilviki getað bent með trúverð-
ugum hætti á þá einstaklinga sem komu að morðinu á
Litvinenko.
Rússnesk yfirvöld segja hins vegar meint sönn-
unargögn vera fjarri því að vera trúverðug og hafna
því framsalskröfum Breta.
Breskir læknar áttu í nokkrum vandræðum með að
ákvarða hvaða eitur var notað til að bana Litvinenko,
en ekki er talið að það hafi orðið til þess að ekki tókst
að bjarga honum.
May, Mirzayanov og Corbyn
Theresa May forsætisráðherra sagði breskum þing-
heimi að það væri ekki kostur á annarri niðurstöðu (al-
ternative conclusion) en þeirri að Rússland bæri
ábyrgð á morðtilrauninni á Sergei Skripal, njósnara og
gagnnjósnara, og Yuliu dóttur hans, hinn 4. mars sl.
Feðginin eru nú sögð á hægum batavegi.
Einn af sovésku vísindamönnunum sem komu að því
að þróa taugaeitrið novichok (nýliði), Vil Mirzayanov,
sem fékk hæli í Bandaríkjunum og býr þar nú nærri
Eitrað andrúmsloft og kólnandi
og staðreyndir eins handfastar
og sápur í sturtuklefum
Reykjavíkurbréf16.03.18