Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna, sem fram fara 26. maí, hófst sl. laugardag. Ekki er hægt að segja að fólk hafi hópast til að kjósa en samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu kusu sex á laugardag. Sam- kvæmt upplýsingum frá sýslumann- inum höfðu tveir kosið um miðjan dag í gær og fjöldinn þá kominn í átta. Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á af- greiðslutíma á virkum dögum; kl. 8.30-15.00, og klukkan 12-14 um helgar. Átta höfðu kosið utan kjörfundar Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ef þetta mál er um ekkert eins og Guðríður segir hvers vegna leitaði þá Kennarasamband Íslands (KÍ) til fokdýrrar lögmannsstofu, en ekki til lögmanns hússins, til að verjast því að láta okkur í stjórn Vísindasjóðs í té okkar eigið bók- hald sem við áttum að sjálfsögðu að fá umyrðalaust þegar við báðum um það, enda bárum við ábyrgð á því,“ segir Linda Rós Michaelsdótt- ir og svarar þar ummælum Guð- ríðar Arnardóttur, formanns Fé- lags framhaldsskólakennara (FF), í blaðinu í gær. Í Morgunblaðinu 31. mars birtist viðtal við Lindu Rós, Erlu Elínu Hansdóttur og Þóreyju Hilmars- dóttur, sem hafa setið í stjórn Vís- indasjóðs sem er endurmenntunar- sjóður FF og stjórnenda í framhaldsskólum, þar sem þær segja KÍ skulda Vísindasjóði tugi milljóna vegna trassaskapar með fé sjóðsins. Guðríður sagði í blaðinu í gær að þetta mál snérist ekki um nokkurn skapaðan hlut en hefði kostað KÍ yfir 20 milljónir króna í lögfræðiálit, stefnur og málskostn- að. Um hræðilegt innanfélags- drama væri að ræða. Fengu ekki að sjá bókhaldið Átökin ná um tíu ár aftur í tím- ann þegar þáverandi stjórn Vís- indasjóðs óskaði eftir að sjá bók- hald sjóðsins sem KÍ hélt utan um. Þeim var neitað um það og það var ekki fyrr en eftir sáttaferli fyrir héraðsdómi sem stjórnin fékk bók- haldið árið 2014. Kom þá í ljós að æði mikið var að að sögn Lindu Rósar, bæði vanskil á vöxtum og óútskýrðar stórar upphæðir teknar út af reikningi sjóðsins. Þær fóru með vafaatriði í bókhaldinu til sér- staks saksóknara sem vísaði kæru- liðunum í einkamál árið 2016. Guð- ríður segir í Morgunblaðinu í gær að sérstakur saksóknari hafi ekki séð neitt athugavert við vinnubrögð KÍ í tengslum við Vísindasjóð. „Embætti sérstaks saksóknara sá verulega mikið að enda hefðu þeir aldrei tekið málið til skoðunar eftir innlögn ef þeir hefðu talið ekkert athugavert. Í niðurstöðun- um frá sérstökum saksóknara kem- ur líka fram að KÍ viðurkennir tvenn mistök í sambandi við sjóð- inn svo það var ýmislegt athuga- vert. Formaðurinn segir að stjórn Vís- indasjóðs hafi ekki skilað frá sér undirrituðum ársreikningum í nokkur ár. Uppgjör vegna ársins 2011 var með þeim fyrirvara að KÍ neitaði að afhenda gögn en 2014 voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir tímabil milli aðal- funda eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Næst á að leggja fram árs- reikninga fyrir aðalfund núna í apr- íl samkvæmt lögum. Guðríður segir líka að FF sé innan KÍ og því sé vinstri höndin að deila við þá hægri með ærnum tilkostnaði. Með því er hún að segja að KÍ eigi fjármunina en sjóðurinn er sjálfstæð lögper- sóna, er endurmenntunarsjóður kennara á eigin kennitölu.“ Orkan sett í að ærudraga fólk „Hefði stjórn KÍ orðið við þeirri sjálfsögðu beiðni okkar að afhenda lögmætri stjórn Vísindasjóðs bók- haldið strax og beiðni þess var lögð fram hefði málið orðið ekkert. Í staðinn ákvað stjórn KÍ að beina orku sinni í að ærudraga fólk og hælbíta fyrir það eitt að vilja hafa gagnsæi og heiðarleika í sjóðum fé- lagsmanna,“ segir Linda Rós. Segir málið miklu meira en ekkert  Fyrrverandi formaður stjórnar Vísindasjóðs framhaldsskólakennara svarar formanni Félags fram- haldsskólakennara  Segir embætti sérstaks saksóknara hafa séð verulega mikið að bókhaldi sjóðsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórn Þórey Hilmarsd., Erla Elín Hansd. og Linda Rós Michaelsd. Ekki er líklegt að kuldakaflinn um og eftir páska hafi áhrif á gróður. Til þess er gróður of skammt á veg kominn. Veðurstofa Íslands spáir áfram norðlægum áttum og frosti um allt land næstu daga. Veðurkortin sýna rauðar tölur á Suður- og Suðvestur- landi á daginn en bláar tölur um allt land á nóttunni. Ekki er annað að sjá fram yfir helgi. Fram kemur í veðurbloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings að eitthvað gæti hlýnað um næstu helgi og evrópska reiknimiðstöðin sýni hugsanlegar sunnanáttir í næstu viku. Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavík- ur, hefur ekki áhyggjur af trjá- gróðri í þessu kuldakasti. Segir að ekki hafi komið nógu langur hlýr kafli til þess að gróður hafi náð að taka við sér. Færð er þokkaleg um allt land. Hálka eða hálkublettir eru víða um land og skafrenningur á sumum heiðum. Gróður skemmist ekki í kuldakaflanum  Frost verður fram yfir helgi Morgunblaðið/Eggert Borgarfjörður Þótt kalt sé er veður stillt og ágætt til útivistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.