Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 endilega æskilegt. „Oftast næst að bólusetja með góðu móti ef fólk kemur með ekki minna en sex vikna fyrirvara, og ætti að vera hægt að leysa málin ef jafnvel bara mánuður er til stefnu, en það er alltaf betra að hafa meiri tíma frek- ar en minni. Ef margar bólusetn- ingar eru veittar í einu er meiri hætta á að fólk finni fyrir einkenn- um eins og hita og verkjum, en yf- irleitt er það samt hægt ef um er að ræða fullfrískt fólk.“ Sem dæmi um bólusetningar sem þarf að endurtaka í nokkur skipti má nefna kólerubólusetn- ingu, sem veitt er í drykkjarformi, og bólusetningu við lifrarbólgu A og B sem þarf að veita í þrígang yfir sex mánaða tímabil til að veita ævilanga vörn. Haga þarf bólusetningunum með ákveðnum hætti fyrir börn, aldraða og fólk með skert ónæmi s.s. vegna lyfjameðferðar eða óléttu. Segir Helgi að ferðalangar sem taka ónæmisbælandi lyf þurfi stundum að tímasetja bólusetn- ingar sínar í samræmi við lyfjagjöf- ina og vanfærar konur megi ekki fá bólusetningu við mýgulu vegna hættu á fósturskaða. „Börn gætu síðan þurft aðra skammta en full- orðnir, og sumar bólusetningar virka ekki fyrr en við 18 til 24 mán- aða aldur svo að foreldrar verða að huga að því að mögulega er ekki hægt að verja yngstu börnin gegn sjúkdómum sem gætu verið land- lægir á vissum svæðum.“ hættulegur,“ segir Helgi en bætir við að bólusetningin við mýgulusótt sé ekki dýr og veiti vörn í tíu ár. „Í Afríku þarf sömu bólusetn- ingarnar og í Suður-Ameríku, auk þess sem getur verið ástæða til að bólusetja við taugaveiki, og á ákveðnum svæðum verður að bólu- setja gegn heilahimnubólgu. Þá þarf fólk sem fer til Sádi-Arabíu, hvort heldur sem það er vegna vinnu eða pílagrímsferðar, að hafa fengið fjölgilda bólusetningu gegn heilahimnubólgu.“ Ef bólusetningarnar eru ekki í lagi geta ferðalangar stundum átt von á því að vera snúið við á landa- mærunum, ellegar vísað til læknis eða hjúkrunarfræðings sem veitir þeim bólusetninguna. „En það eru aðstæður sem fólk vill forðast enda ótryggt að hreinlætið eða bóluefnin séu eins og best verður á kosið,“ segir Helgi. Getur tekið tíma Best er ef byrjað er að undir- búa bólusetningarnar með hálfs árs fyrirvra, og gefst þá örugglega nægur tími til að endurtaka spraut- ur og dreifa bólusetningunum til að lágmarka möguleg óþægindi. Helgi segir hægt að bólusetja við mörgum sjúkdómum í einu en það sé ekki AFP Undur Heimurinn er fullur af ævintýrum og áhugaverðu fólki, en gæta verður að heilsunni og sýna hæfilega aðgát. Nú þegar raunin er sú að skortur er á dagforeldrum, þeim sem taka að sér að gæta barna sem ekki eru komin á leikskólaaldur, er ekki úr vegi fyrir þá foreldra sem bíða eft- ir plássi fyrir börnin sín að nýta sér bókasöfnin í borg- inni. Þau bjóða upp á sér- stakar samverustundir fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra, en samverustundir þessar eru haldnar í ólíkum útibúum í hverri viku. Tekið er fram að eldri börn séu líka velkomin, en stundin sé sér- staklega sniðin að þörfum lít- illa barna. Kosturinn við sam- verustundirnar er að þar geta börnin hitt leikfélaga og þar geta foreldrar kynnst öðrum foreldrum. Og stundum er boðið upp á fræðslu eða önn- ur skemmtilegheit. Sam- verustund er í dag, miðviku- dag, á tveimur bókasöfnum, sem og alla miðvikudaga, á bókasafninu í Gerðubergi í Breiðholti kl. 9.30-11 og í bókasafninu Sólheimum kl. 11-12. Sam- verustundin er alla fimmtudaga í bókasafninu Grófinni kl. 10.30-11.30, og í bókasafninu í Spönginni alla þriðjudaga kl. 14-15. Frítt inn og allir velkomnir. Samverustund í bókasöfnum borgarinnar Gæðastund Samvera foreldra og barna, hvort sem hún er innan heimilis eða utan, er dýrmæt og eflir tilfinningalegu tengslin. Samvera skiptir miklu máli Getty Images Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Loftpressur - stórar sem smáar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.