Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór og smá fyrirtæki. Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Norður-Íshafið verður að mestu ís- laust sum ár ef hitinn á jörðinni hækkar um tvær gráður á Celsíus miðað við meðalhitann við upphaf iðnvæðingarinnar, að sögn vísinda- manna. Þeir segja að ef hitinn hækk- ar um 1,5°C minnki líkurnar á haf- íslausum árum stórlega. Markmiðið með Parísarsáttmála 197 ríkja frá desember 2015 er að hitastig jarðar hækki ekki meira en 2°C miðað við meðalhitann við upp- haf iðnvæðingarinnar og að leitast verði við að halda hækkuninni undir 1,5°C. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar, sem voru birtar í vísinda- tímaritinu Nature Climate Change yrði Norður-Íshafið íslaust að mestu fjórða hvert ár ef hitastigið hækkar um 2°C. Hækki hitinn um 1,5°C yrði hafið íslaust að meðaltali einu sinni á hverjum 40 árum. „Ég bjóst ekki við því að hálf gráða myndi skipta miklu máli, en niðurstaðan varð sú,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Alexöndru Jahn, höfundi greinar um rannsóknina og aðstoðarprófessor við Colorado- háskóla í Boulder. Útbreiðslan minnkaði um 40% Hafísinn í Norður-Íshafi var 4,64 milljónir ferkílómetra í september síðastliðnum. Ísinn var þá talsvert meiri en árið 2012 þegar hann var minni en nokkru sinni fyrr, eða 3,39 milljónir ferkílómetra. Lang- tímaþróunin er þó óyggjandi því að lágmarksútbreiðsla hafíssins hefur minnkað um 40% að meðaltali á síð- ustu fjórum áratugum. Vísindamenn spá því að Norður- Íshafið verði íslaust að mestu á sumrin um miðja öldina ef losun gróðurhúsalofttegunda verður ekki minnkuð verulega eins og gert er ráð fyrir í Parísarsáttmálanum. Samkvæmt skilgreiningu vísinda- mannanna er þá miðað við að haf- ísinn verði minna en milljón ferkíló- metrar við norðurheimskautið. Mjög líklegt er að hlýnun jarðar á síðari helmingi 20. aldar megi rekja til aukningar gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar, að því er fram kemur í grein á vef Veðurstofu Ís- lands. Þar segir að um 20-30% af þeim plöntu- og dýrategundum sem hafa verið rannsakaðar verði í auk- inni útrýmingarhættu ef hlýnun fer yfir 1,5 til 2,5°C. Ef hlýnun fer yfir þessi mörk samfara aukningu kol- tvíoxíðs í andrúmslofti megi ætla að miklar breytingar verði á vistkerf- um. Aukið magn koltvísýrings í and- rúmsloftinu valdi því að sjórinn verði súrari en áhrif súrnunarinnar á líf- ríki hafsins séu enn ókunn. bogi@mbl.is Hafísinn í Norður-Íshafi Meðalstærð ísbreiðunnar frá 1981 Svæði sem var þakið hafís í september 2017 Á síðasta ári var þykkur ís 21% breiðunnar, en hann var 45% árið 1985 Byggist á skýrslunni Arctic Report Card 2017 GRÆNLAND KANADA RÚSSLAND NOREGUR ÍSLAND ALASKA Hækki hitastig jarðar um 2oC miðað viðmeðalhitann við upphaf iðnvæðingarinnar verður Norður-íshafið íslaust aðmeðaltali fjórða hvert ár. Hækki hitinn um 1,5oCminnka líkurnar á því í einn ámóti 40, aðmati vísindamanna Heimild: NASA/NOAA: Arctic Report Card/Nature Climate Change Hálf gráða hefði mikil áhrif á ísinn  Norður-Íshafið íslaust fjórða hvert ár? Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar Eistlands, Lettlands og Litháens ræddu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær og hvöttu hann til að fjölga bandarískum hermönnum í Eystra- saltslöndunum þremur og efla loft- varnir NATO á svæðinu. Dalia Grybauskaité, forseti Lithá- ens, Kersti Kaljulaid, forseti Eist- lands, og Raimonds Vejonis, forseti Lettlands, voru boðin í Hvíta húsið í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að löndin urðu sjálfstæð lýð- veldi. Fréttaveitan AFP hafði eftir hátt settum embættismanni frá Litháen að forsetar Eystrasaltsríkjanna hefðu óskað eftir því að Bandaríkin sendu þangað Patriot-varnarflaugar oftar til heræfinga og að eldflauga- varnarkerfi Atlantshafsbandalags- ins í Evrópu næði til landanna þriggja. „Ég vona að Bandaríkja- menn og aðrir bandamenn okkar skilji að lofthelgi Eystrasaltsland- anna þarfnast meiri verndar,“ sagði Grybauskaité í viðtali við ríkissjón- varp Litháens fyrir fundinn í Hvíta húsinu. „Það er mikilvægt að banda- rískt herlið verði varanlega í öllum Eystrasaltsríkjunum.“ Hafa minni áhyggjur af Trump Ráðamenn í Eystrasaltslöndunum höfðu áhyggjur af sigri Donalds Trumps í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember 2016, meðal annars vegna yfirlýsinga hans um að NATO væri úrelt og tregðu hans til að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Skoðanakönnun sem gerð var í Litháen á síðasta ári benti til þess að tveir þriðju íbúa landsins treystu ekki Trump til að taka réttar ákvarð- anir í mikilvægum málum. Afstaða Eystrasaltsþjóðanna til forsetans hefur þó breyst, einkum eftir að hann samþykkti að Bandaríkin út- veguðu Úkraínuher flugskeyti gegn skriðdrekum til að efla varnirnar gegn uppreisnarmönnum sem njóta stuðnings stjórnvalda í Rússlandi. „Margir í Eystrasaltslöndunum höfðu í fyrstu áhyggjur af afstöðu hans til NATO, en dregið hefur úr þeim á síðustu mánuðum,“ hefur AFP eftir Kestutis Girnius, fræði- manni við Háskólann í Vilnius. Stjórnmálaskýrendur í Litháen telja að sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að vísa 60 meintum njósnurum Rússa úr landi bendi einnig til þess að Trump hafi tekið harðari afstöðu til stjórnvalda í Rússlandi. Báðu Trump um aukna vernd gegn Rússlandi  Forsetar Eystrasaltsríkjanna á fundi í Hvíta húsinu AFP Viðræður Donald Trump ræðir við leiðtoga Eystrasaltslandanna. Þýskir saksóknarar hafa óskað eftir því að dómstóll í Slésvík-Holtseta- landi fyrirskipi að Carles Puigde- mont, fyrrverandi forseti héraðs- stjórnar Katalóníu, verði framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn og misnotk- un á opinberu fé vegna þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í október. Þýska lögreglan handtók Puigde- mont á pálmasunnudag þegar hann var á leiðinni til Belgíu eftir ferð til Finnlands. Honum er nú haldið í bænum Neu- münster. Dóm- stóll í Slésvík- Holtsetalandi þarf fyrst að ákveða hvort lagalegur grund- völlur sé fyrir því að halda Puigde- mont í varðhaldi meðan fjallað er um mál hans. Dómstóllinn úrskurðar síðar hvort framselja eigi Puigdemont sem get- ur áfrýjað úrskurðinum til dómstóls þýska sambandsríkisins. Þýskir dómstólar geta ekki sam- þykkt framsal nema hinn handtekni sé sakaður um brot sem telst refsi- vert samkvæmt þýsku hegningar- löggjöfinni. Uppreisn er ekki refsi- verð skv. þýskum lögum. Öðru máli gegnir um landráð en slík brot þurfa að tengjast ofbeldi. Nokkrir þýskir lögspekingar telja líklegra að Puigdemont verði framseldur á grundvelli ákærunnar um misnotk- un á opinberu fé. Saksóknarar óska eftir framsali  Talið er líklegra að Puigdemont verði framseldur til Spánar fyrir misnotkun á opinberu fé en fyrir uppreisn Carles Puigdemont

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.