Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 27
lingadella en árið 1983 hóf ég að taka myndir af miklum krafti og stundaði ljósmyndun til 1997. Ég hélt nokkr- ar einkasýningar, m.a. á Mokka og á Sóloni Íslandus, en hluti þessa af- rakstur er ljósmyndabók sem ég gaf út árið 2011 og ber heitið Óður. Sam- býliskona mín kom með heitið á bók- ina enda er það a.m.k. tvírætt. Það vísar til þess að ég á heima á Óðins- götu en eftir að hún kynntist mér fór að kalla götuna Óðs manns götu. Ég lagði allan metnað í vandaða útgáfu en bókin er bæði prentuð og bundin á Ítalíu. Myndirnar eru svart/hvítar mannlífsmyndir, flestar teknar á götum, torgum og kaffi- húsum borgarinnar. Eftir vinnuna við útgáfu bók- arinnar hóf ég aftur að taka myndir. Þær eru teknar á stóra myndavél á þrífæti og enn er mannlíf borg- arinnar viðfangsefnið.. Ég hef því verið að taka þessar myndir í sex ár og stefni nú á aðra ljósmyndabók. Til hennar verður mjög vandað og líklega verður upplagið mjög lítið, kannski svona 200 eintök.“ Að öðru leyti er Davíð fagurkeri, smekkmaður í klæðaburði, mikill áhugamaður um klassíska tónlist og sérlega vel að sér í íslenskum bók- menntum, fyrr og síðar, ekki síst ljóðlist, sem og því helsta sem heimsbókmenntirnar hafa upp á að bjóða. Fjölskylda Sambýliskona Davíðs er Sigríður Björnsdóttir, f . 25.11. 1953, verkefn- isstjóri í stjórnsýslu á framkvæmda- og tæknisviði Háskóla Íslands. Hún er dóttir Björns Ólafssonar, f. 6.6. 1920, d. 12.12. 1987, bónda frá Duf- ansdal í Arnarfirði, og k.h., Önnu Jónsdóttur, f. 16.4. 1926, d. 6.9. 1979. Sonur Sigríðar er Hrafnkell Sig- ríðarson, f. 20.8. 1981, mat- reiðslumaður í Reykjavík. Fyrrv. eiginkona Davíðs er Janice Margrét Balfour, f. 29.3. 1950, forn- fræðingur í grísku og latínu og fyrrv. kennari og starfsmaður Rauða krossins. Davíð og Janice skildu. Börn Davíðs og Janice eru 1) Ás- laug Davíðsdóttir, f. 30.10. 1972, textílhönnuður og kennari við Háa- leitisskóla, búsett í Hveragerði, og eru börn hennar Stella, f. 2000, og Freyr, f. 2015; 2) Brynja Davíðs- dóttir, f. 3.10. 1975, hamskeri, nátt- úru- og umhverfisfræðingur og for- stöðumaður Kötlu Geopark, búsett á Selfossi en unnusti hennar er Berg- ur Þór Björnsson, skógfræðingur hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti, og eru börn hennar Bjarmi Valent- inó, f. 1999, og Díana Rós, f. 2001, og 3) Þorsteinn Davíðsson, f. 10.12. 1980, grafískur hönnuður, búsettur í Reykjavík en kona hans er Marí- anna Said lögfræðingur og eru synir þeirra Davíð Máni, f. 2013, og ónefndur sonur, f. 2018. Systur Davíðs eru Björg Þor- steinsdóttir, f .21.5. 1940, myndlist- arkona í Reykjavík, og Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 22.11. 1949, bóka- safnsfræðingur og lengi bókavörður við Þjóðarbókhlöðu – Háskóla- bókasafn, búsett í Reykjavík. Foreldrar Davíðs: Þorsteinn Dav- íðsson, f. 12.2. 1918, d. 12.3. 2003, verslunarstjóri og kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Guðný Árnadótt- ir, f. 30.7. 1917, d. 5.12. 1992, hús- freyja í Reykjavík. Davíð Þorsteinsson Guðríður Finnbogadóttir húsfr. á Vindási og á Galtalæk Kristófer Jónsson b. á Vindási og á Galtalæk í Landsveit Finnbjörg Kristófersdóttir húsfr. í Rvík Guðný Árnadóttir húsfr. í Rvík Árni Pálsson prófessor í sagnfr. við HÍ Margrét A.Þórðardóttir húsfr. á Hjaltabakka Páll Sigurðsson pr. á Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi Halldóra Þorsteinsdóttir bókavörður og lengst af starfsmaður Þjóðarbókhlöðu - Háskólabókasafns Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona í Rvík Þórður Pálsson héraðslæknir í Borgarnesi Páll Oddgeirsson kaupmaður í Vestmannaeyjum Ísleifur Pálsson ramkvstj. í Rvík f Ólafur Ísleifsson hagfr. og alþm. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen pr. á Ofanleiti í Vestmannaeyjum Hólmfríður Þorsteinsdóttir húsfr. á Sauðanesi, systurdóttir Solveigar, móður ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona og ömmu Haraldar Guðmundssonar ráðherra, af Reykjahlíðarætt Arnljótur Ólafsson alþm. og prestur á Sauðanesi á Langanesi og höfundur hagfræðiritsins Auðfræði Halldóra Arnljótsdóttir húsfr. í Rvík Davíð Petersen Kristjánsson veitingam., útgerðarm. og síðar kaupm. í Rvík Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Kristján Jónsson verslunarm. á Seyðisfirði Úr frændgarði Davíðs Þorsteinssonar Þorsteinn Davíðsson verslunarstj. og kaupm. í Rvík Morgunblaðið/Jim Smart Afmælisbarnið Davíð Þorsteinsson. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Sigurður Guðbrandsson fæddistá Litlu-Gröf í Borgarhreppi4.4. 1903. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi, sonur Guðbrands Sigurðssonar, hreppstjóra þar, og k.h., Ólafar Gísladóttur húsfreyju. Sigurður er mjög verðugur fulltrúi þeirra manna sem umbyltu mjólkurvinnslu og mjólkurdreifingu hér á landi í kjölfar aukins þéttbýlis og breyttra búskaparhátta á fyrri helmingi síðustu aldar. Hann stund- aði nám við Hvítárbakkaskóla, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri, stund- aði mjólkurfræðinám í Noregi og lauk þar mjólkurfræðiprófi, fyrstur Íslendinga. Hann fór síðar aftur til Noregs að kynna sér ostagerð. Hann var síðan starfsmaður Mjólkurbús Borgfirðinga frá upphafi og mjólk- urbússtjóri þar frá 1933. Stjórn hinna vinnandi stétta setti róttæk afurðasölulög árið 1934, sem komu á opinberri verðlagningu mjólkur- og sauðfjárafurða og nán- ast útilokuðu samkeppni á mjólk- urafurðum. Vinnslu og sölu afurð- anna var veitt í ákveðinn farveg og um leið viðurkennt að stéttarsamtök bænda ættu að verða ráðandi um þessa þætti framleiðslunnar sem á endanum var talið bændum til hags- bóta. En þó Sigurður starfaði við þessi einhliða markaðsskilyrði hugsaði hann um gæði framleiðslunnar og hag neytenda. Hann var farsæll mjólkurbússtjóri en skyr og ostar frá hans samlagi þóttu löngum bera af sambærilegum vörum annarra samlaga. Áhugi Sigurðar á vörugæðum kemur ekki síst fram í því að hann var formaður Nautgriparæktar- félags Borgfirðinga frá stofnun, 1947, og um árabil. Hann var einnig formaður Félags íslenskra mjólkur- fræðinga, var lengi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, sýslunefnd- armaður og formaður Framsóknar- félags Mýrasýslu í 25 ár. Sigurður lést 25.4. 1984. Merkir Íslendingar Sigurður Guðbrandsson 100 ára Ágústa Þ. Gísladóttir 90 ára Borghildur A. Jónsdóttir Elsa Fanney Þorkelsdóttir 80 ára Aðalheiður Halldórsdóttir Anna Klara Guðlaugsdóttir Guðlaugur Sveinsson Ingvar Guðmundsson Lára Helgadóttir Lilja Hallgrímsdóttir 75 ára Amalía Þórhallsdóttir Birna Magnea Bogadóttir Björn Sigurðsson Guðlaug Jóhannsdóttir Jóna Vestfjörð Árnadóttir Kristín K. Jakobsdóttir Þórdór Pálsson 70 ára Davíð Þorsteinsson Jóna Gunnarsdóttir Jón Björn Jónsson Jónína Hjaltadóttir Víðir Benediktsson 60 ára Aðalheiður Steinarsdóttir Anna Katrín Eyfjörð Þórsdóttir Annika María Frid Bjarnheiður Jóna Ívarsdóttir Björn Einarsson Finnbogi Guðmundsson Guðlaugur Guðmundsson Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir Oddný Bára Birgisdóttir Ragnar Sævar Erlingsson Sigrún Guðmundsdóttir Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl Valgerður Ásgeirsdóttir Þorbjörg Erlendsdóttir 50 ára Ebba Ólafía Ásgeirsdóttir Guðmundur Hreinn Sveinsson Guðrún Bára Þórarinsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Gunnhildur Peiser Hanna Þóra Th. Guðjónsdóttir Jóhann Þorgilsson Kristján Halldórsson Karlsson Magnús Þór Sveinsson Pétur Örn Leifsson Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Unnur B. Friðriksdóttir 40 ára Dagmar A.R. Clothier Fjóla Lind Guðnadóttir Inese Maskina Jónas Karl Þorvaldsson Matthías Páll Gunnarsson Ólafur Örvar Ólafsson Piotr Myslakowski Theódór Aldar Tómasson Þórir Kristmundsson 30 ára Alice Corra Ágústa Íris Helgadóttir Ágúst Heiðar Ólafsson Beatriz Tasayco Caballero Björk Sigurðardóttir Daníel Valgeir Stefánsson Fanney Vala Arnórsdóttir Freyr Arnaldsson Jósep H.Long Jakobsson Mai Thi Nguyen Róbert Guðmundsson Scott Rhodes Sunna Lind Pétursdóttir Viktor Orri Dietersson Til hamingju með daginn 30 ára Björk býr í Reykja- vík, lauk prófum frá Flensborg og hefur starf- að á Hagstofunni. Systkini: Ásgeir Davíð Sigurðsson, f. 1980; Ólöf Ragnarsdóttir, f. 1986, og Kristjana Sigurðardóttir, f. 1993. Foreldrar: Sigurður B. Al- freðsson, f. 1962, starfsm. við mjölbræðslu í Eyjum, og Erna Braga- dóttir, f. 1962, félagsliði í Danmörku. Björk Sigurðardóttir 30 ára Ágústa ólst upp á Selfossi, býr í Reykjavík og starfar hjá Nova. Maki: Rúnar Freyr Ragn- arsson, f. 1989, rafvirki. Bræður: Eyþór Helgason, f. 1992, og Óskar Ingi Helgason, f. 2005. Foreldrar: Helgi Jónsson, f. 1963, bifvélavirki hjá Nýherja á Selfossi, og Sigurlaug Gréta Skafta- dóttir, f. 1968, ræstitækn- ir. Þau eru búsett á Sel- fossi. Ágústa Íris Helgadóttir 40 ára Þórir ólst upp á Egilsstöðum, býr í Vogum, lauk prófi í húsasmíði frá FB og vinnur við smíðar. Maki: Steinunn Lilja Gísladóttir, f. 1979, starfs- maður hjá Icelandair. Börn: Sóley Perla, f. 2001; Hákon Snær, f. 2004, og Tristan Dagur, f. 2009. Foreldrar: Helga Erlings- dóttir, f. 1956, og Krist- mundur Hákonarson, f. 1956. Þórir Kristmundsson Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.