Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 33

Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 »Djasstríóið Hot Eskimos hélt tónleika á Kex hosteli í gærkvöldi. Tríóið skipa þeir Karl Olgeirsson píanóleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Kristinn Snær Agn- arsson trommuleikari. Fluttu þeir eigin út- setningar af þekktum popplögum úr ýmsum áttum. Tríóið var stofnað árið 2010 og hefur meðal annars sent frá sér plötuna Songs from the top of the world. Djasstríóið Hot Eskimos kom fram á Kex hosteli í gærkvöldi Aðdáun Gestir kunnu vel að meta spilamennskuna og fylgduust með tónlistarmönnunum af athygli. Taktur Góður tónn gerir það að verkum að sumir sitja eins. Þægindi Fátt er betra á tónleikum en að láta fara vel um sig og njóta líðandi stundar. Hot Eskimos Kristinn Snær Agnarsson, Jón Rafnsson og Karl Olgeirsson kunna sitt fag og komu viðstöddum í rétta gírinn. Morgunblaðið/Hari Barack Obama hlaut góðar viðtökur í Chicago þegar hann í seinasta mán- uði kynnti menningarmiðstöð sem reist verður í hans nafni við Jackson- garðinn á South Side-svæði borg- arinnar. Hefð er fyrir því að reist séu söfn eða menningamiðstöðvar í nafni fyrrum Bandaríkjaforseta í heimaríkjum þeirra. „Þetta á að verða miðstöð breytinga fyrir South Side og atvinnuskapandi, skapa fleiri viðskiptatækifæri, tækifæri til menntunar og auka von. Þetta er okkar gjöf,“ sagði Obama og talaði fyrir hönd þeirra Michelle Obama. Samkvæmt frétt The Washington Post líst íbúum bæjarhlutans þó mátulega á uppbygginguna og ótt- ast að framkvæmdirnar verði til þess að sprengja upp húsnæðisverð á svæðinu. Samkvæmt rannsókn sem unnin var á vegum stofnunar sem rannsakar húsnæðismál þurfa um 14 þúsund heimili í nágrenni við miðstöðina á félagslegum búsetu- úrræðum að halda. Af þeim sökum hefur á þriðja tug hagsmuna- samtaka farið þess á leit við Obama- stofnunina, bæjaryfirvöld Chicago og Chicago-háskóla að gripið verði til mótvægisaðgerða til að koma í veg fyrir að bágur fjárhagur íbúa neyði þá til að flytjast búferlum. Meðal aðgerða væri loforð um að eignaskattur myndi ekki hækka á svæðinu og að framkvæmdaaðilar ráði heimafólk til byggingastarfa. Framkvæmdaaðilar vilja ekki ganga að því. „Við munum ekki flæma íbúa burt,“ segir Obama og bendir á að framkvæmdirnar sem nema um þremur milljörðum dala skapi 5.000 störf til framtíðar. „Ef húsaleigan [á svæðinu] hækkar munu íbúar hafa efni á henni sökum þess að þeir hafa fengið vinnu,“ segir Obama. Ljósmynd/DBOX fyrir Obama-stofnunina Miðstöð Ráðgert er að Obama- miðstöðin rúmist á 20 ekrum. Uppbygging Obama mætir mótstöðu ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.