Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 98. tölublað 106. árgangur
SVARTALOGN EFTIR
KRISTÍNU MARJU Í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU TÍSKAN Í FATAHÖNNUN
PEPSI-DEILDIR
KARLA OG
KVENNA
ÚTSKRIFTARHÁTÍÐ LISTAHÁSKÓLANS 12 40 SÍÐNA SÉRBLAÐFRUMSÝNING 38
AFP
Sekur Bill Cosby við réttarhöldin.
Bandaríski leikarinn Bill Cosby var í
gær sakfelldur í þremur ákæruliðum
fyrir kynferðisofbeldi, fyrir dómstóli í
Bandaríkjunum. Var hann sakfelldur
fyrir að hafa byrlað Andreu Constand
lyf á heimili sínu fyrir 14 árum og
brotið kynferðislega gegn henni.
Eftir er að kveða upp dóm yfir hon-
um. Cosby, sem er áttræður að aldri,
gæti staðið frammi fyrir því að verja
því sem eftir er af ævi sinni á bak við
lás og slá.
Constand var í dómsalnum í Norr-
istown, skammt utan við Fíladelfíu-
borg. Kviðdómurinn hafði fundað um
málið í samanlagt 14 klukkustundir á
undanförnum tveimur dögum áður en
hann komst að niðurstöðu. Þetta er
fyrsti dómurinn í réttarhöldum yfir
Cosby vegna ásakana um kynferð-
isbrot, en fjöldi kvenna hefur sakað
hann um slík brot og ná ásakanirnar
yfir langt tímabil. »20
Cosby sak-
felldur fyrir
kynferðisbrot
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykja-
víkur heldur velli en þó með minnsta
mögulega mun, samkvæmt skoðana-
könnun sem Félagsvísindastofnun
HÍ gerði fyrir Morgunblaðið dagana
23. til 25. apríl. Samfylkingin, Pírat-
ar og VG mælast með minnihluta at-
kvæða, eða 47%, og 12 borgarfull-
trúa af 23. Litlu munar að áttundi
maður sjálfstæðismanna nái inn á
kostnað Pírata og felli meirihlutann.
Samfylkingin er með mest fylgi,
samkvæmt könnuninni, en dalar að-
eins frá könnun í síðasta mánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn kemur á hæla
Samfylkingarinnar með sama fylgi
og í mars. Meiri sveiflur eru á fylgi
annarra. Þannig bætir Miðflokkur-
inn við sig og Flokkur fólksins nær
inn manni en það er á kostnað VG og
Viðreisnar.
Ánægðir og bjartsýnir
„Ég get ekki annað en verið
ánægður með stöðuna. Ljóst er að
það stefnir í jafnar kosningar. Við
þurfum að taka á öllu okkar og
sjáum að mikilvægt er að halda vel á
spöðunum næstu vikur,“ segir Dag-
ur B. Eggertsson borgarstjóri.
„Almennt sígur þetta í rétta átt.
Meirihlutinn gefur eftir smátt og
smátt, hann hangir nú á minnsta
mögulega mun og fellur á endanum.
Ég er bjartsýnn á að þetta fari vel,“
segir Eyþór Laxdal Arnalds, efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins.
Saxast á meirihlutann
Dagur B. Eggertsson: Það stefnir í jafnar kosningar
Eyþór Arnalds: Meirihlutinn gefur eftir og fellur að lokum
MMeirihlutinn heldur ... »4
B 2,8%
C 5,3%
D 27,3%
F 3,6%
M 7,3%
P 6,8%
S 30,5%
V 9,7%
Aðrir 6,7%
Fylgi flokkanna í Reykjavík
0 1
7
1
2 2
8
2
Fjöldi
borgarfulltrúa
samkvæmt
könnun
Spítali Líkan af nýju húsunum.
Útboð vegna byggingar Nýs Land-
spítala við Hringbraut var auglýst í
gær. Um er að ræða framkvæmdir
vegna jarðvinnu fyrir 66 þúsund fer-
metra meðferðarkjarna, götur,
göngustíga, bílastæði og annan lóða-
frágang, ásamt fyrirhuguðum bíla-
kjallara. Tilboð verða opnuð 6. júní
næstkomandi.
Gunnar Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf,
sem annast verkefnið, segir að búast
megi við miklu raski vegna fram-
kvæmdanna. Þær hafa verið mjög
umdeildar og líklegt að svo verði
áfram.
Kostnaðurinn við framkvæmdirn-
ar hleypur á mörgum milljörðum.
Gunnar segir að nýjar byggingar
muni gerbreyta allri aðstöðu fyrir
sjúklinga, starfsmenn og aðstand-
endur.
Byggingu hins nýja spítala á að
verða lokið árið 2024. »14
Gerbreytir allri aðstöðu
Útboð Nýs Landspítala auglýst í gær Tilboð opnuð í júní
Fram varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í
handknattleik í 22. skipti og annað árið í röð með
því að sigra Val, 26:22, í fjórða úrslitaleik lið-
anna sem fram fór í Framhúsinu í Safamýri.
Leikurinn var æsispennandi en Fram átti frá-
bæran endasprett, skoraði átta mörk gegn
tveimur og tryggði sér sigurinn og meistaratit-
ilinn. Fram vann þar með tvöfalt í ár því liðið
varð einnig bikarmeistari. » Íþróttir
Framkonur eru tvöfaldir meistarar 2018
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslandsbikarinn fór á loft í Safamýri
Lamaður maður sem hefur búið á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár
hefur ekki fengið að snúa þangað
aftur eftir aðgerð á Landspít-
alanum vegna mótmæla starfsfólks.
Tólf starfsmenn skrifuðu undir
undirskriftalista þar sem þeir hót-
uðu að ganga út ef maðurinn kæmi
aftur á Kirkjuhvol, vegna álagsins
sem hann veldur. Mánuður er síðan
maðurinn mátti fara heim af spít-
alanum en hann liggur þar enn.
Sonur mannsins segir um hreint og
klárt mannréttindabrot að ræða.
Talsmaður sjúklinga vinnur nú í
málinu sem er líka komið inn á borð
Embættis landlæknis. »6
Mótmæltu komu
lamaðs manns
„Það er mjög góð spurning,“ segir
Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra
Þórs Stefánssonar, aðspurður hvað
gerist þegar Sindri kemur til lands-
ins eftir að hafa verið í varðhaldi í
Amsterdam í Hollandi.
Sem kunnugt er var Sindri hand-
tekinn þar í borg sl. sunnudag eftir
flótta frá Sogni og þaðan með flugi til
Svíþjóðar. Óskaði Sindri eftir að
verða framseldur til Íslands.
„Í augnablikinu bíður hans ákveð-
in réttaróvissa. Verið er að skoða
möguleikana í stöðunni. Það liggur
ekki fyrir hvort hann fer beint í fang-
elsi. Núna erum við að skoða hvaða
lagaheimildir eru til staðar. Það eru
mörg lögfræðileg álitaefni uppi í
þessu máli, sem er með því áhuga-
verðasta sem ég hef tekið mér fyrir
hendur,“ segir Þorgils, sem hefur
varla haft undan að svara fyrir-
spurnum fjölmiðla eftir að hann tók
við máli Sindra eftir flótta hans. »6
Telur réttaróvissu
ríkja við komu Sindra