Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS
FLATAHRAUN 31 * 220 * HAFNARFIRÐI
S: 5658911 * www.ledljos.com
400w - 500w - 600w - 800w
42000LM - 52500LM- 63000LM - 84000LM
15°/30°/60°/
SKIPA & BÁTA
LED KASTARAR
svarað um þessa tilgátu. Þorgils
segist engu að síður vera í miklu og
góðu sambandi við hollenskan verj-
anda Sindra, Michiel M. Kuyp.
Mörg lögfræðileg álitaefni
- En hvað gerist þegar Sindri
kemur heim?
„Það er mjög góð spurning. Í
augnablikinu bíður hans ákveðin
réttaróvissa. Verið er að skoða
möguleikana í stöðunni. Það liggur
ekki fyrir hvort hann fari beint í
fangelsi. Núna erum við að skoða
hvaða lagaheimildir eru til staðar.
Það eru mörg lögfræðileg álitaefni
uppi í þessu máli, sem er með því
áhugaverðasta sem ég hef tekið mér
fyrir hendur. Flestir lögfræðingar
eru á þeirri skoðun að Sindri hafi
ekki verið í haldi þegar hann fór. Til
að geta strokið þarftu væntanlega
að vera í varðhaldi,“ segir Þorgils,
sem hefur starfað sem lögmaður í
rúm fjögur ár, aðallega í saka-
málum.
Miðað er við að Sindri verði fram-
seldur til Íslands innan þessara 19
daga sem hann er í varðhaldi í Hol-
landi. Þorgils segir minnst viku geta
liðið þar til Sindri komi heim, þar
sem stimpla þurfi marga pappíra í
stjórnkerfinu, hér og úti.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er góð leið til að slaka á og
hvíla símann, sem hefur verið fastur
við eyrað nánast allan sólarhringinn
að undanförnu,“ segir Þorgils Þor-
gilsson lögmaður, sem tók próf á
mótorhjól í vikunni og ekur nú um
göturnar á Suzuki-hjóli af gerðinni
GSXS 750.
„Þetta er ágætis byrjendahjól.
Það hefur verið draumur minn lengi
að læra á mótorhjól og ég ákvað fyr-
ir um mánuði að skella mér á nám-
skeið hjá Njáli Gunnlaugssyni. Ég
náði síðan prófinu og er farinn að
hjóla í vinnuna. Þetta er alveg
hrikalega gott, mæli með þessu,“
segir Þorgils, en hann hefur verið
mikið í fréttum að undanförnu sem
lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar,
fangans sem flúði af Sogni 17. apríl
sl. og komst úr landi til Svíþjóðar í
flugi, í sömu vél og Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra.
Sindri var sem kunnugt er hand-
tekinn í Amsterdam sl. sunnudag og
hefur verið úrskurðaður í 19 daga
varðhald. Hann hefur óskað eftir því
að vera framseldur til Íslands.
Mikill áhugi erlendra fjölmiðla
Þorgils segir álagið hafa verið
mikið síðustu daga og mál Sindra
fengið mikla athygli, ekki bara hér á
landi heldur einnig erlendis. „Eftir
að öll dramatíkin fór í gang byrjaði
síminn að hringja, stanslaust,“ segir
Þorgils en erlendir fjölmiðlar hafa
einnig verið á höttunum eftir lög-
manninum. „Það er mikill áhugi fyr-
ir málinu úti.“
Þorgils segist hafa verið í sam-
bandi við Sindra eftir handtökuna í
Amsterdam þó að honum væri skip-
aður hollenskur verjandi. Þorgils er
áfram lögmaður Sindra hér á landi
og vinnur núna við að undirbúa
heimkomu hans.
„Annars er aðgangur að gæslu-
varðhaldsföngum í Hollandi ekki
jafn góður og hér á landi.“
Verjandi Sindra í Hollandi gerði
athugasemd við handtökuna og taldi
íslensku lögregluna hafa elt Sindra
uppi og vísað hollenskum starfs-
bræðum á hann. Upplýsingar í
málaskrá hafi verið meiri en einhver
vegfarandi gat vitað. Spurður út í
þetta segist Þorgils ekki hafa fengið
aðgang að gögnum hollensku lög-
reglunnar og því geti hann engu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lögmaður Þorgils Þorgilsson við mótorhjólið sitt, að loknu prófi í vikunni. Góð leið til að slaka á, segir hann.
Mótorhjólið góð leið
til að hvíla símann
Mál Sindra Þórs fær mikla athygli, segir lögmaður hans
Próf Þorgils stóðst prófið með stæl, en ljósmyndari Morgunblaðsins var að
æfa sig þarna á eigin hjóli þegar hann hitti á lögmanninn fyrir tilviljun.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Lamaður maður sem hefur búið á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár
hefur ekki fengið að snúa þangað
aftur eftir aðgerð á Landspít-
alanum vegna mótmæla starfsfólks.
Tryggvi Ingólfsson hlaut alvar-
legan mænuskaða eftir að hann
datt af hestbaki árið 2006, hann er
lamaður að hálsi og þarf aðstoð við
allar athafnir daglegs lífs.
Í lok nóvember var hann lagður
inn á lungnadeild Landspítalans til
rannsókna vegna erfiðleika með
öndun. Eftir áramót kom í ljós að
kaplar í raföndun voru ekki að
virka og var ákveðin aðgerð um
tveimur vikum síðar til að laga það.
Tryggvi óskaði eftir að fara aftur
heim til sín á Kirkjuhvol á meðan
hann biði eftir aðgerðinni en fékk
þá þau svör þaðan að best væri að
hann kæmi ekki fyrr en eftir að-
gerð. Rétt fyrir páska var hann út-
skrifaður af Landspítalanum og þá
kemur í ljós að á Kirkjuhvoli voru
tólf starfsmenn búnir að skrifa und-
ir undirskriftalista þar sem þeir
hótuðu að ganga út ef Tryggvi
kæmi aftur. Meðal ástæðna sem
voru gefnar upp var mikið álag,
óöryggi og að Tryggvi væri erfiður
í skapi.
Fjölskylda Tryggva og fleiri hafa
barist í þessu máli síðan en enn
liggur Tryggvi inni á Landspít-
alanum. „Við erum að vera nokkuð
ráðalaus. Það er mánuður síðan
hann átti að koma heim og liggur
enn á lungnadeild Landspítalans og
tekur þar tvö pláss sem þau sár-
vantar,“ segir Finnur Bjarki
Tryggvason. Málið er nú í vinnslu
hjá Margréti Tómasdóttur tals-
manni sjúklinga og komið inn á
borð Embættis landlæknis.
„Forstöðukona Kirkjuhvols fór
yfir það með okkur hvers vegna
starfsfólkið mótmælti komu pabba
og það hljómaði allt eins og stjórn-
unarvandi. Okkur var sagt að við-
vera pabba skapaði mikinn kvíða
og að þau teldu sig ekki geta tryggt
öryggi hans, það vantaði upp á
þjálfun starfsfólks. Þau hafa talað
um að umönnun hans hafi verið
mikið á herðum sama starfsfólksins
og það sé komin svolítil þreyta í
mannskapinn. Pabbi er búinn að
vera þarna í ellefu ár og umönn-
unin hefur verið frábær, því er
þetta staða sem var erfitt að sjá fyr-
ir,“ segir Finnur og bætir við að
málið snúi ekki bara að föður hans,
það sé eitthvað sem þurfi að kryfja
innandyra á Kirkjuhvoli. „Pabbi
getur ekki komið til baka í óbreytt
ástand. Það er eitthvað verið að
vinna í hans málum en ég velti fyrir
mér hvort það sé eitthvað verið að
gera fyrir starfsfólkið með kvíðann
og vanlíðanina. Ef það er ekkert
verið að gera í því er ekki verið að
vinna í málinu.“
Finnur segist líta á mál föður síns
sem frelsissviptingu og að hann
hafi ráðfært sig við lögfræðing um
málið sem sagði það hreint og klárt
mannréttindabrot.
Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir,
hjúkrunarforstjóri Kirkjuhvols,
segir að ekki sé verið að úthýsa
Tryggva. „Við erum að skoða málin
og vinna í því að tryggja öryggi
hans. Það þarf að hafa nóga mönn-
un í kringum vistmenn og okkur
vantar kannski faglegt starfsfólk til
að vera hjá okkur,“ sagði Ólöf sem
vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
málið. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit-
arstjóri Rangárþings eystra, sagði
alla vera að reyna að gera sitt
besta. Margrét Tómasdóttir, tals-
maður sjúklinga, vildi ekki ræða
málefni einstakra sjúklinga.
Lömuðum manni
meinað að snúa
aftur heim
Tólf starfsmenn dvalar- og hjúkrun-
arheimilis hótuðu að ganga út
Mótmæli Tryggvi Ingólfsson fær
ekki að snúa til baka á Kirkjuhvol.
17. apríl:
Sindri Þór
flýr út um
glugga á
Sogni.
17. apríl:
Nær flugi í
Leifsstöð til
Svíþjóðar.
19. apríl:
Lögregluna
grunar að
Sindri sé staddur á Spáni.
20. apríl: Fréttablaðið birtir
yfirlýsingu frá Sindra þar sem
hann segist m.a. koma heim
„fljótlega“.
22. apríl: Sindri handtekinn í
miðborg Amsterdam.
24. apríl: Úrskurðaður í sólar-
hrings varðhald.
25. apríl: Úrskurðaður í 19
daga gæsluvarðhald.
Frá Sogni til
Amsterdam
MÁL SINDRA ÞÓRS
Sindri Þór
Stefánsson