Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
Ólafur Már Björnsson
& Tómas Guðbjartsson
halda fyrirlestur
Ísafjarðar Bíó,
Föstudaginn 27. apríl
2018 kl. 18 - 19.
Ókeypis aðgangur.Verið velkomin!
Ósnortin víðerni á Íslandi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður
samninganefndar ljósmæðra, útilok-
ar ekki að ljósmæður á heilsugæslu-
stöðvum fari í verkfall áður en þær
funda að nýju með samninganefnd
ríkisins. „Við höfum fengið umboð frá
okkar félagsmönnum og erum bara í
þreifingum með næstu skref. Það er
allavega þannig að stöðuna í dag
verður ekki við unað. Það er ekki einu
sinni samningsvilji og við fáum ekk-
ert og enga áheyrn,“ segir Katrín í
samtali við Morgunblaðið.
Næsti fundur Ljósmæðrafélagsins
og samninganefndar ríkisins er sett-
ur 7. maí. Katrín býst ekki við því að
heyra eitthvað frá ríkinu í millitíðinni.
„Það er ekkert í gangi og í rauninni er
staðan þannig að við vitum að samn-
inganefndin hefur ekki umboð frá sín-
um ráðherrum til þess að semja við
okkur. Það er bara þetta 4,21% sem
var lagt á borð í febrúar fyrir öll
BHM félögin og það eru engar breyt-
ingar. Þau hafa ekkert umboð í samn-
ingaviðræður við okkur.“ Hún segir
slíka hækkun óásættanlega. „Það
sem við höfum verið að berjast fyrir
er að fá leiðréttingu á launasetning-
unni. Það er eitthvað sem er löngu
tímabært og við höfum sýnt fram á,
og allir eru sammála um, að er rétt-
lætanlegt en við tölum algjörlega fyr-
ir daufum eyrum þeirra sem bera
ábyrgðina.“
Verkfall á Landspítalanum hefur
ekki verið rætt ennþá en ólíkt heilsu-
gæslustöðvunum er talsverð neyðar-
mönnunarskylda á spítölunum. Á
heilsugæslunum segir Katrín einu
undanþáguna vera að ein ljósmóðir
megi vera starfandi á öllu höfuðborg-
arsvæðinu og megi hún bara skoða
konur sem eru komnar yfir 40 vikur á
leið. „Þannig að í raun dettur niður öll
mæðravernd ef þetta verkfall verður
boðað, nema hjá konum sem eru
komnar yfir tímann og þá er bara ein
ljósmóðir.“
Viðbragðsáætlun virkjuð á LSH
Landspítalinn virkjaði viðbragðs-
áætlun til að bregðast við verkfalli
sjálfstætt starfandi ljósmæðra sem
sjá um heimaþjónustuma, en þær
hófu verkfall á mánudaginn. Land-
spítalinn mun þannig ekki geta út-
skrifað mæður í heimaþjónustu og er
nú unnið í því að manna neyðarvaktir
til þess að sinna því sem hefur hingað
til verið gert í heimaþjónustunni s.s.
blóðprufum á nýburum, vigtunum og
heilbrigðiskoðunum.
Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og
talsmaður sjálfstætt starfandi ljós-
mæðra í heimaþjónustu, segist vonast
til þess að hægt verði að ljúka verk-
falli þeirra fyrir helgina. „Við vorum
að vonast til að heyra eitthvað og ég
veit það er vilji í ráðuneytinu að þetta
leysist fyrir helgi. Þannig að við
krossum fingur og bíðum. Ég veit al-
veg að það er farið að reyna á núna
inni á spítala,“ segir Arney. Hún
bendir einnig á að í raun sé ekki um
verkfall að ræða því sjálfstætt starf-
andi ljósmæður eru verktakar og
ræður þannig hver og ein ljósmóður
hvað hún gerir. Hins vegar er mikill
samhugur. „Ljósmæður í heildina
hafa ekki áhuga á að taka þetta að sér
eins og staðan er núna. Það breytist
ekkert fyrr en búið er að gefa út drög
að samningi en margar eru að íhuga
að segja sig bara af þessum samn-
ingi.“
Útiloka ekki verkfall
Ljósmæður útiloka ekki verkfall á heilsugæslustöðvum
fyrir næsta samningafund Viðbragðsáætlun virkjuð á LSH
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Ljósmæður mótmæltu fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara.
Verkfallsaðgerðir gætu verið næsta skref.
Ketill Larsen, leikari og
fjöllistamaður, fyrrver-
andi starfsmaður
íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavík-
urborgar, er látinn, 83
ára að aldri.
Ketill var fæddur í
Reykjavík. Foreldrar
hans voru Axel Kvaran,
verkamaður í Reykja-
vík, og kona hans Helga
Þórðardóttir Larsen
bóndi. Þau bjuggu á
Grímsstaðaholtinu
lengst af og síðar í
Hafnarfirði. Ketill var
þriggja ára þegar faðir hans lést og
ólst hann upp með móður sinni í
Sogamýrinni og víðar. Hún bjó síðar
á Engi við Vesturlandsveg.
Ketill stundaði nám við Bænda-
skólann á Hvanneyri, Leiklistarskóla
Ævars R. Kvaran og brautskráðist úr
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið
1967.
Hann var við bústörf á Engi á
sjötta áratugnum en var síðar í ára-
tugi starfsmaður
íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavík-
ur. Þar var hann við
leiðbeinendastörf og
sumardvalir barna í
Saltvík, Víðidal og víð-
ar. Hann starfaði með
Leikflokki litla sviðsins
á vegum Þjóðleikhúss-
ins og í Leiksmiðjunni í
Lindarbæ. Hann lék
einnig ýmis hlutverk í
Þjóðleikhúsinu, meðal
annars Inúk í sam-
nefndu leikriti. Hann
skemmti börnum lengi
sem Tóti trúður og var í tugi ára sér-
legur aðstoðarmaður jólasveinanna
sem heimsóttu Reykjavík.
Ketill fékkst lengi við myndlist og
hélt tugi myndlistarsýninga í Reykja-
vík og víðar hér á landi og í Kaup-
mannahöfn. Hann gaf út barnabækur
og samdi fjölda leikþátta og ljóða.
Ketill var í sambúð með Ólöfu
Benediktsdóttur bókasafnsfræðingi
og eignuðust þau fjögur börn.
Andlát
Ketill Larsen
Sögulegum áfanga var náð í rétt-
indabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi
þegar Alþingi samþykkti í gær lög
sem festa persónulega notenda-
stýrða aðstoð (NPA) í sessi sem eitt
af megin-þjónustuformum við fatlað
fólk. Þetta segir í samþykkt Ör-
yrkjabandalags Íslands.
„Í slíkri þjónustu felst að réttur
fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs er auk-
inn gríðarlega þar sem aðstoðin er
skipulögð af notendum sem ráða
hver aðstoðar þá, hvenær og með
hvaða hætti,“ segir ennfremur.
Haft er eftir Rúnari Birni Her-
rera Þorkelssyni, formanni mál-
efnahóps Öryrkjabandalags Íslands
um sjálfstætt líf og formanni NPA-
miðstöðvarinnar, að þetta sé mesta
réttarbót varðandi málefni fatlaðra
„frá því að hætt var að binda okkur
við staur“. Hann leggur áherslu á
að um sé að ræða áfangasigur í
réttindabaráttu fatlaðs fólks, en við
blasi að víða sé pottur brotinn varð-
andi mannréttindavernd fatlaðra.
Sögulegum áfanga náð fyrir fatlað fólk