Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
TÚNIKA
14.990.-
Glæsilegar
vorvörur
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
16.990.-
JAKKI
9.990,-
SKYRTA
TIL SÖLU KAMÍNA
DÖNSK HÖNNUN
Kamínan er hönnuð í Óðinsvéum
árið 1929 af virtasta framleiðanda
Danmerkur.
Ástand er gott og virkar vel. Engar
skemmdir. Kamínan er staðsett í
Reykjavík.
Verðhugmynd:
850.000 kr.
Stærð:
Um það bil 190 cm.
hafa Samband:
Áhugasamir hafi samband á
netfangið gullik87@gmail.com.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta mál hefur verið þvílík sorg-
arsaga,“ segir Daði Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Hringrásar hf.
Vísar hann í máli sínu til rússneska
togarans Orlik sem legið hefur bund-
inn í Njarðvíkurhöfn síðustu fjögur
ár. Skipið er ryðgað og illa farið og
þykir mikið lýti á svæðinu.
Að sögn Daða keypti Hringrás
skipið til niðurrifs fyrir mörgum ár-
um. Til stóð að rífa það hér á landi en
þá fengust ekki tilskilin leyfi, enda
hafi reglur verið hertar til muna að
hans sögn. Orlik hafi því dagað uppi í
Njarðvík þar til Hringrás skipti um
eigendur í fyrra. „Við fengum þetta í
fangið með fyrirtækinu og höfum
reynt að koma skipinu úr landi í rúmt
ár, með misgóðum árangri,“ segir
Daði.
Síðasta sumar var skipið flutt til
Hafnarfjarðar. Þar fór fram úttekt á
botni skipsins til að hægt væri að fá
það tryggt fyrir flutning yfir hafið.
Skipið fékkst ekki tryggt og verður
því ekki flutt héðan. Hringrás hafði
svo gengið frá sölu á skipinu og þess
var beðið að nýir eigendur mættu
með dráttarbát til að sækja það. „En
nýi eigandinn gekk úr skaftinu, hann
hafði ekki fengið tilskilin leyfi til nið-
urrifs,“ segir Daði.
Yfirvöld í Reykjanesbæ hafa tals-
verðar áhyggjur af veru Orlik í
Njarðvíkurhöfn, enda hefur skipið
tvisvar næstum slitið landfestar og
einu sinni munaði litlu að skipið
sykki. „Að mati hafnaryfirvalda er
það spurning um tíma hvenær alvar-
legt óhapp verður af veru skipsins í
Njarðvíkurhöfn og því forgangsmál
að finna varanlega lausn á þeim
vandamálum sem togaranum fylgja,“
sagði í bókun á stjórnarfundi í
Reykjaneshöfn.
Þessi varanlega lausn verður að
líkindum sú að Hringrás rífur skipið
sjálft niður og hefur óskað eftir að-
stöðu til þess í Helguvíkurhöfn.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ eru
samþykk þessum áformum en það
niðurrif verður ekki einfalt. Nýjustu
vendingar eru þær að niðurrifið þarf
að fara í umhverfismat.
Í umsögn Umhverfisstofnunar
segir að þar sem aðstæður til niður-
rifs skipa séu ekki til staðar í Helgu-
víkurhöfn geti framkvæmdin valdið
umtalsverðum umhverfisáhrifum og
sé því háð mati á umhverfisáhrifum.
Meginhætta við framkvæmdina er
talin vera í formi olíu- og efnameng-
unar í jarðvegi fjörunnar í Helguvík.
Talsvert magn hættulegra efna losn-
ar við niðurrif skipsins, til dæmis úr-
gangsolía, spilliefni frá rafgeymum,
própan, freon og asbest. Þessi efni er
að finna í tugum eða hundruðum
kílóa í Orlik.
Það var þungt hljóð í Daða, fram-
kvæmdastjóra Hringrásar, þegar
umhverfismatið barst í tal. „Það tek-
ur held ég átján mánuði. Eitthvað
verður að gera til að tryggja að skip-
ið fari ekki niður á meðan.“
Augljóst er að Orlik hefur ekki
gert annað en kosta peninga og fyr-
irhöfn hjá Daða og hans fólki. „Við
náum aldrei inn fyrir kostnaði í þessu
máli. Þetta er bara vandamál fyrri
eigenda sem við verðum að leysa.“
Niðurrif Rússatog-
ara í umhverfismat
Togarinn Orlik hefur legið í Njarðvíkurhöfn síðan 2014
Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Ryðkláfur í Njarðvík Lítil prýði þykir að Orlik en hann verður að líkindum áfram á sínum stað enn um sinn.
ISS Ísland hefur fjárfest í vél-
menni sem mun sjá um skúringar
í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði.
Um er að ræða skúringavél frá
svissneska fyrirtækinu Taski en
Tandur hf. hefur umboð fyrir
sölu slíkra véla á Íslandi. „Þetta
er bara vélmenni sem þrífur gólf.
Vélmennið þarf að læra hvernig á
að ganga um rýmið, þannig það
er gengið um með tækið og því er
kennt hvað á að gera. Þegar það
er búið að læra og fara um allt
rýmið þarf bara að ýta á takka og
tækið þrífur,“ segir Páll Sævar
Guðjónsson, sölu- og þjónustu-
fulltrúi, hjá Tandri hf.
Hann segir vélmennið vera afar
hentugt fyrir stór rými s.s. versl-
unarmiðstöðvar, íþróttahús og
flugstöðvar en erlendis eru slík
vélmenni mikið notuð á spítölum
og flugvöllum. Spurður hvort
hann telji að innflutningur á slík-
um vélmennum muni leiða til upp-
sagnar á ræstingarstarfsfólki seg-
ir hann það óhjákvæmilegt að svo
sé.
„Þessu fylgir auðvitað starfs-
mannasparnaður, en það hefur
verið erfitt að ráða í fólk í ræst-
ingar þannig að þetta hjálpar til á
öllum leiðum. Aðalatriðið er að
þetta nær góðum árangri, því góð
þrif á stórum svæðum eru erfið
nema með aðstoð frá vélum.“
Tækin eru dýr en Páll segir að
fjárfesting í slíku vélmenni borgi
sig á einu til tveimur árum. „Ef
þú þarft að ræsta rými sem eru
fleiri þúsund fermetrar þarftu
mannskap og tæki til þess en
þetta tæki leysir þetta allt saman
af hólmi.“ mhj@mbl.is
Vélmenni skúrar
Hvaleyrarskóla
Morgunblaðið/Valli
Hreingerningar Vélmennið var prufukeyrt í Hvaleyrarskóla í gær.
ISS Ísland fyrst til að nóta vélmenni í
ræstingar Hentugt fyrir stór rými