Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir Síðasta sýningarhelgi Gul viðvörun Listamannaspjall laugardaginn 28. apríl kl. 14 –16 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ú tskriftarnemendur brutu upp hefð- bundið tískusýning- arform og lögðu sitt af mörkum til þess að færa kynlausa fatahönnun til nú- tímans í fjölmenningarþjóðfélagi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, lekt- or í fatahönnun við Listaháskóla Ís- lands (LHÍ), um tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun sem fram fór á Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. „Með því að sýna kynlaus föt og hanna kjóla á karlmenn svo eitt- hvað sé nefnt, leggja þeir níu fata- hönnuðir sem útskrifuðust í gær sitt lóð á vogarskálarnar til þess að brjóta niður múra á grundvelli kyns, menningar og kynþátta,“ seg- ir Linda. Hún segir konur vera meiri- hluta nemenda og hlutfall karla hafi verið frá 5 til 10% á ári, en engir karlmenn útskrifist í ár. Tískusýningin var hluti af viðamikilli dagskrá útskriftar- hátíðar LHÍ. Það þarf að líta á fatahönn- un af meiri alvöru Linda segir fatahönnunardeild hafa starfað frá stofnun LHÍ árið 2001 ásamt grafík, og vöruhönnun í Hönnunardeild sem er stærsta deild innan LHÍ. Arkitektadeild hafi bæst í við síðar. „Atvinnumöguleikar eftir nám eru ekki miklir á Íslandi og ég hvet nemendur mína til þess að fara til útlanda, sérhæfa sig og þróa áfram í fatahönnun. Það verður að segjast eins og er að það vantar að líta á fatahönnun af meiri alvöru,“ segir Linda sem finnst oft litið á fata- hönnun sem einhvers konar föndur fyrir konur. „Karlmenn huga meira að því að læra eitthvað sem veitir þeim öruggar tekjur og það er kannski þess vegna sem þeir sækjast ekki eftir að læra fatahönnun á Íslandi sem er þveröfugt við til dæmis Kynlaus föt sem brjóta niður múra Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands stendur yfir. Eitt af atriðum hennar er tískusýning útskriftarnema í fatahönnun sem fram fór í gærkvöldi í Lækninga- minjasafninu. Mikið var um dýrðir, litagleðin réð ríkjum og frumleikinn í fyrirrúmi. Flottir Eldrautt, skær gult og töff. Og karlmaðurinn flottur í pilsi. Æði Gegnsæ netflík var meðal þess sem áhorfendur fengu að njóta. Eitt það besta sem hægt er að bjóða sinni sál upp á er að syngja saman með öðru fólki. Og nú er lag, því hið árlega söngpartí Brokkkórsins, svo- kallað „Singalong“, verður haldið á morgun, laugardag 28. apríl, í Sam- skipahöllinni á félagssvæði hesta- mannafélagsins Spretts, Hest- heimum 14-16 Kópavogi. Brokkkórinn er kór hestamanna á höfuðborgar- svæðinu sem æfir undir stjórn hins eina sanna Magnúsar Kjartanssonar. Húsið verður opnað kl. 19.30 og mun kórinn syngja fáein lög um kl. 21.30 en svo tekur við samsöngur þar sem allir taka undir langt fram eftir kvöldi. Enginn þarf að óttast að kunna ekki texta til að geta sungið með, því textum verður varpað upp á stóru tjaldi. Opinn verður bar til að fólk geti keypt sér söngvatn. Selt er inn við inngang og gildir miðinn sem happdrættismiði. Einnig er hægt að kaupa sér viðbótarhapp- drættismiða, til að auka líkur á vinn- ingi. Fjölmargir glæsilegir vinningar verða dregnir út í hléi, stórir sem smáir, en þar ber hæst veglegt grill að verðmæti 55.000 kr., gjafabréf frá Litlu hestabúðinni Sólvangi og síðast en ekki síst folatolla undir Styrk frá Stokkhólma, Sólfaxa frá Sáms- stöðum, Farsæl frá Litla-Garði, Klæng frá Skálakoti og hinn mikla gæðingaföður Aðal frá Nýjabæ. Aðall er m.a. faðir Nökkva frá Syðra- Skörðugili, Hamingju frá Hellubæ og Hugmyndar frá Ketilsstöðum. Hver vill ekki freista þess að eignast þessi góðu gen og leiða sína hryssu undir höfðingjann? Allir hjartanlega velkomnir! Söngpartí Brokkkórsins í Sprettshöllinni á morgun, laugardagskvöld Ljósmynd/Bent Marinósson Brokkkórinn Hér má sjá hluta Brokkkórsins ásamt stjórnanda sínum, Magnúsi Kjartanssyni. Hressleikafólk. Söngur, fantafínir folatollar og veglegt grill Sólfaxi Gullfallegur stóðhestur sem er frá Sámsstöðum. Ljósmynd/Guðmundur Ragnarsson Aðall Hann bíður spenntur eftir því að fá til sín hryssur. Í Mexíkó er haldið upp á barnadaginn, 30. apríl til að minnast réttinda barna og mikilvægis þeirra í Mexíkó þar sem fullorðnir minnast mikil- vægis bernskunnar og hvernig börnin kenna okkur hversu gleðilegt og ein- falt lífið getur verið. Borgarbókasafnið menningarhús í Grófinni ætlar að fagna deginum með Mexíkönum næst komandi sunnudag 29. apríl kl. 14, þar sem gestir verða boðnir velkomnir með kaffi og kök- um. Eftir kaffið verður boðið upp á sögustund á spænsku og viðburði fyrir börnin. Félag Mexíkóa á Íslandi stendur fyrir hátíðinni og eru allir hjartanlega velkomnir. Mexíkóskum barnadegi fagnað næsta sunnudag Mexíkósk hátíð full af hlátri og skemmtun í Grófinni á barnadegi Morgunblaðið/Einar Falur Barnadagur Prúðbúnar Mexíkóskar stúlkur á götuhátíð Oaxaca í Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.