Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Valli Gleðjandi tískusýning Óneitanlega gleðja þessar flíkur augun. Verulega flottur afrakstur útskriftarnema bar fyrir augu fólks. Frakkland þar sem fatahönnun er eftirsóknarverður og stór iðnaður,“ segir Linda og bætir við að stærsti hluti útflutnings Dana sé hönnun og þar sé húsgagnahönnun stærst. „Nemendur sem fara í fata- hönnun verða að líta á starfsgrein- ina af meiri alvöru. Mörg góð fyrir- tæki hafa náð langt í útflutningi,“ segir Linda og nefnir fyrirtæki í úti- vistarfatnaði, barnafötin As We Grow, Farmers Market og Kron by KRONKON. „Það má ekki gleyma því að prjónahönnunarfyrirtækið Hilda flutti út vörur árið 1986 fyrir 6 millj- ónir bandaríkjadala á þáverandi verðlagi,“ segir Linda. Íslensk hönnun mikilvæg Útsjónarsemi, dugnaður, þraut- seigja og eitthvað af listrænum hæfileikum prýða góðan fatahönnuð að mati Lindu sem hvetur áhuga- sama og sérstaklega karlmenn til þess að líta til erlendra þjóða og sjá á hvaða stall þær setja fatahönnun. „Það er líka nauðsynlegt að styðja við bakið á íslenskri fata- hönnun með því að kaupa vöruna. Við megum ekki missa þekkingu á fatahönnun úr landi vegna metnaðarleysis og það er mikilvægt að almenningur styðji við greinina með því að kaupa íslenska hönnun,“ segir Linda sem telur að með réttu hugarfari og stuðningi gæti fata- hönnun orðið burðug atvinnugrein á Íslandi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Níu útskriftarnemendur úr fata- hönnunardeild Listaháskóla Ís- lands sýndu fatahönnun sína á tískusýningu í Læknaminjasafn- inu í gærkvöldi. Fatahönnuðirnir sem sýndu verk sín voru:  Aldís Rún Ingólfsdóttir  Anna Sif Gunnarsdóttir  Dögg Gunnarsdóttir  Norea Persdotter Wallström  Selma María Cassaro  Sigrún Lárusdóttir  Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir  Tinna Christina Bigum  Una Guðjónsdóttir Framtíðar- fatahönnuðir ÚTSKRIFTARNEMARNIR Svalt Klæðin voru verulega svöl og mikið í lagt enda útskriftarnemar búnir að vera lengi í námi. Geggjað Ekkert vantaði upp á fegrun fótleggjanna með blómstrum og rauða slæðan var líka augnayndi mikið. Nútíminn Sannarlega kynlaus flík og flott sem þessi sýndi. Andlitsskraut Ýmsir frumlegir fylgihlutir prýddu fyrirsæturnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.