Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is
Misty
FANTASIE
Haldari 6.990 kr.
Buxur 2.650 kr. og 3.880 kr.
Dekraðu
við línurnar
27. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.76 101.24 101.0
Sterlingspund 140.6 141.28 140.94
Kanadadalur 78.4 78.86 78.63
Dönsk króna 16.463 16.559 16.511
Norsk króna 12.669 12.743 12.706
Sænsk króna 11.736 11.804 11.77
Svissn. franki 102.36 102.94 102.65
Japanskt jen 0.922 0.9274 0.9247
SDR 145.34 146.2 145.77
Evra 122.66 123.34 123.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.0172
Hrávöruverð
Gull 1325.7 ($/únsa)
Ál 2247.0 ($/tonn) LME
Hráolía 74.0 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Ferðaritið
Luxury Travel
Guide, sem sér-
hæfir sig í skrif-
um um áfanga-
staði, hótel,
heilsulindir og
fleira, hefur valið
jóga- og heilsu-
setrið Sólir jóga-
stöð ársins í Evr-
ópu. Prentútgáfa
Luxury Travel Guide er gefin út í rúm-
lega hálfri milljón eintaka og er les-
endahópurinn efnameiri ferðamenn, að
því er fram kemur í tilkynningu frá Sól-
um. Veitir tímaritið árlega viðurkenn-
ingar til þeirra sem þykja skara fram úr
á sínu sviði.
Sólir voru stofnaðar vorið 2015 og
fagna því þriggja ára starfsafmæli um
þessar mundir. Eigendur Sóla eru Sól-
veig Þórarinsdóttir, Aðalheiður Magn-
úsdóttir og Karen Axelsdóttir.
Sólir útnefndar jóga-
stöð ársins í Evrópu
Sólir Sólveig
og Aðalheiður.
STUTT
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Æskilegt hefði verið að frumvarp um
ný persónuverndarlög væri komið
fram. Það myndi auðvelda fyrirtækj-
um vinnuna við að undirbúa sig fyrir
gildistökuna eftir mánuð, hinn 25.
maí. Þetta segir Halldór Másson,
ráðgjafi hjá Opnum kerfum, í samtali
við Morgunblaðið.
„Reglugerð
Evrópusam-
bandsins hefur
verið birt og því
höfum við hana til
stuðnings til að
takast á við þess-
ar breytingar
sem fylgja nýju
lögunum. Það
hefði hins vegar
verið af hinu góða
að geta miðað við frumvarpið því
vissulega geta ríkisstjórnir haft áhrif
á lagasetninguna. Nefna má sem
dæmi að í reglugerðinni eru laun
ekki flokkuð sem persónulegar upp-
lýsingar á meðan aðild að stéttar-
félagi er flokkuð sem viðkvæmar
persónulegar upplýsingar. Almennt
myndi Íslendingum þykja að þessu
ætti að vera öfugt farið,“ segir hann.
Sekt gæti numið 4% af veltu
Fyrirtæki eða aðrir sem gerast
brotlegir við persónuverndarlögin
geta fengið sekt sem getur numið allt
að 4% af árlegri veltu viðkomandi
fyrirtækis á heimsmarkaði eða allt
að 20 milljónum evra. Fjárhæð sekta
fer eftir eðli og alvarleika brots.
Að sögn Halldórs er misjafnt hve
langt á veg fyrirtækin eru komin
varðandi undirbúning fyrir löggjöf-
ina. „Mörg fyrirtæki hafa tekið málið
föstum tökum. Fjármálafyrirtæki og
fjarskiptafyrirtæki sem eðli málsins
samkvæmt safna miklu af gögnum
hafa staðið sig býsna vel. Því miður
eru of mörg fyrirtæki og stofnanir
sem hafa stungið höfðinu í sandinn
eins og strútur. Ætla að bíða og sjá
hvernig framvindan verður. Ég get
ekki mælt með því. Lögunum er ætl-
að að taka gildi eftir mánuð og snerta
öll fyrirtæki. En það er mikilvægt að
stjórnendur átti sig á að það er aldrei
of seint að hefjast handa,“ segir
hann.
Gæti tekið eitt og hálft ár
Spurður hve langan tíma sú vinna
taki hjá umsvifamiklum og flóknum
fyrirtækjum, nefnir hann eitt til eitt
og hálft ár.
Halldór vekur athygli á að megnið
af ákvæðum í fyrirhuguðum lögum
sé í núgildandi persónuverndarlög-
um. „Fyrirtæki hefðu átt að fram-
fylgja þeim en sektarákvæði hafa
ekki verið til staðar og Persónuvernd
gert erfitt að framfylgja lögunum.“
Skipta má vinnunni við undirbún-
ing persónuverndarlaganna í þrjá
hluta. Fyrst þarf að festa á blað alla
þá ferla þar sem unnið er með
persónugreinanlegar upplýsingar.
„Dæmi um upplýsingar sem fyrir-
tæki safna væri myndbandaleiga
sem skráir spólur á kennitölu við-
skiptavina,“ segir Halldór og nefnir
að í reglugerðinni sé tæmandi listi
yfir hvað teljast persónugreinanleg-
ar upplýsingar. Ef ekki sé til laga-
heimild fyrir söfnun upplýsinganna
þurfi að fá samþykki frá viðskipta-
vinum. Kvitta þurfi fyrir hvert og
eitt atriði, ekki dugi að fá langt skjal
sem sé samþykkt eins og hugbúnað-
arframleiðandum hefur verið tamt.
„Því næst þarf að renna yfir og
flokka öll gögn sem til eru í fyrirtæk-
inu sem hafa safnast saman í áranna
rás. Sem betur fer eru komin tæki og
tól sem flokka þau sjálfvirkt,“ segir
hann.
Loks þarf að tryggja að gögnin
sem safnað er séu örugg og tryggja
að notkun þeirra uppfylli verklags-
reglur. „Það er of algengt að trún-
aðarupplýsingar berist á ranga við-
takendur. Það er hægt að stilla
kerfin með þeim hætti að notendum
er leiðbeint með notkun, sjálfvirkum
aðgangsstýringum eða gögnin séu
dulkóðuð svo aðrir geti ekki lesið
þau.“
Enn fremur er hægt að láta tölvu-
kerfin læra inn á notendur, t.d. hve-
nær viðkomandi er í vinnu og hvaða
gögn hann nýtir. „Komi í ljós að hann
sé að vinna í kerfinu utan þess tíma,
og jafnvel frá útlöndum, kvikna við-
vörunarbjöllur.“
Betra fyrir atvinnulífið ef
frumvarpið væri komið
Morgunblaðið/Eggert
Sekt Sekt getur numið 4% af árlegri veltu fyrirtækja á heimsmarkaði.
Ný persónuverndarlög taka gildi eftir mánuð Fyrirtæki mislangt á veg komin
Halldór Másson
Bankaráð Seðla-
banka Íslands hef-
ur kosið Gylfa
Magnússon, dós-
ent í við-
skiptafræðideild
Háskóla Íslands,
formann ráðsins.
Tekur hann við
formennskunni af
Þórunni Guð-
mundsdóttur sem kjörin var vara-
formaður bankaráðsins.
Alþingi kaus nýtt bankaráð
Seðlabanka Íslands hinn 18. apríl
síðastliðinn. Í bankaráðinu eiga
einnig sæti Sigurður Kári Krist-
jánsson, Frosti Sigurjónsson, Bolli
Héðinsson, Una María Óskarsdóttir
og Jacqueline Clare Mallett.
Varafulltrúar í ráðinu eru Þór-
lindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir, Hildur Trausta-
dóttir, Vilborg Hansen, Kristín
Thoroddsen, Ólafur Margeirsson
og Bára Valdís Ármannsdóttir.
Gylfi Magnússon formaður
bankaráðs Seðlabankans
Gylfi
Magnússon
Hagnaður Kaffi-
társ nam 24,8
milljónum króna
á síðasta ári. Það
er töluverður við-
snúningur frá
árinu 2016 þegar
10,5 milljóna
króna tap var á
rekstri félagsins.
Munar þar mestu
að á síðasta ári var bókfærð 45 millj-
óna króna jákvæð matsbreyting á
fjárfestingareignum.
Rekstrartekjur félagsins á síðasta
ári námu 1.019 milljónum króna og
drógust saman á milli ára um 73
milljónir króna.
Rekstrarhagnaður var 29,2 millj-
ónir króna á síðasta ári, en til sam-
anburðar var hann 25,3 milljónir
króna árið 2016.
Eignir félagsins námu 1.302 millj-
ónum króna í árslok 2017. Eigið fé
var 534 milljónir króna og eiginfjár-
hlutfall félagsins var 41% um ára-
mótin.
Stjórn félagsins leggur til að ekki
verði greiddur út arður fyrir rekstr-
arárið 2017. Hjónin Aðalheiður Héð-
insdóttir og Eiríkur Hilmarsson eiga
allt hlutafé í félaginu.
Kaffitár snýr tapi í hagnað
vegna matsbreytingar
Aðalheiður
Héðinsdóttir
„Boltinn er nú hjá fram-
kvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins,“ segir á vef dóms-
málaráðuneytisins. Vonir standi
til að þaðan verði málið afgreitt
fljótlega og mögulegt verði að
taka reglugerðina upp í EES-
samninginn um svipað leyti og
hún komi til framkvæmda innan
ESB. Dómsmálaráðherra stefnir
að því að leggja fram frumvarp
til nýrra persónuverndarlaga á
vorþingi, segir í fréttinni.
Boltinn er hjá
Brussel
EVRÓPUSAMBANDIÐ