Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 ✝ Áslaug Zoëgafæddist 19. jan- úar 1926 í Reykjavík. Hún lést í Reykjavík 13. apríl 2018 eftir stutt veikindi. Foreldrar Áslaug- ar voru Geir Zoëga, verkfræðingur og vegamálastjóri, f. 28. september 1885, d. 4. janúar 1959, og Hólm- fríður Zoëga, f. 5. maí 1894, d. 8. júlí 1982. Systkini Ás- laugar voru: Helga, Bryndís, Geir Agnar, Gunnar og Inga og eru þau nú öll látin. Árið 1950 giftist Áslaug Gunn- laugi Pálssyni arkitekt, f. 25. mars 1918 á Ísafirði, d. 14. júlí 1983. Foreldrar hans voru Páll Kristjánsson byggingameistari, f. 27. mars 1889 í Stapadal, d. 3. júlí 1985, og Málfríður Sum- arliðadóttir, f. 14. desember 1888, d. 15. júní 1955. Börn Áslaugar og Gunnlaugs eru: 1) Geir, f. 24. maí 1951, fv. læknir. Börn hans eru Ólafur Örn og Silja. Áslaug og Gunnlaugur stofn- uðu sitt fyrsta heimili í Sörla- skjóli í Reykjavík áður en þau byggðu hús sitt við Vesturbrún þar sem þau bjuggu í meira en aldarfjórðung ásamt börnum sín- um. Eftir að Gunnlaugur lést árið 1983 bjó Áslaug á Laugarásvegi áður en hún flutti í Sólheima þar sem hún bjó til æviloka. Áslaug lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum árið 1943. Árið 1946 sótti hún vefnaðar- námskeið við Sätergläntens Väv- skolan í Dölunum í Svíþjóð. Þá fór hún til Stokkhólms og stund- aði nám í Handarbetets vänners vävskola 1947-48 og útskrifaðist þaðan sem vefnaðarkennari. Hún rak vefnaðarstofu í mörg ár í Reykjavík með Kristínu Eiríks- dóttur og ófu þær meðal annars kjólaefni fyrir Sigríði Bjarna- dóttur kjólameistara. Síðar starfaði Áslaug um aldarfjórðung hjá Sýslumann- inum í Reykjavík sem fulltrúi. Áslaug verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 27. apríl 2018, klukkan 15. landlæknir og prófessor í Há- skóla Íslands. Maki Jónína Ein- arsdóttir mann- fræðingur, pró- fessor í Háskóla Íslands, f. 1954. Börn þeirra eru Gunnlaugur, Ein- ar og Ólafur Páll. 2) Páll, f. 21. maí 1952, arkitekt. Maki Hrafnhildur Óttarsdóttir, f. 1953, líffræðingur hjá Krabba- meinsfélaginu. Börn þeirra eru Óttar, Áslaug og Katrín. 3) Helgi, f. 18. ágúst 1957, félags- fræðingur og prófessor í Háskóla Íslands. Maki Kristín Hildur Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Börn þeirra eru Páll Fannar og Elín Áslaug. 4) Hólmfríður, f. 28. janúar 1959, bókasafnsfræðingur. Dóttir hennar og Egils Þóris Ein- arssonar er Salvör. Maki Hólm- fríðar er Pálmar Hallgrímsson Hver gengur þarna eftir Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm, með djarfan svip og ögn af yfirlæti, á ótrúlega rauðum skóm? Þannig kvað skáldið Tómas um Reykjavíkurmeyna. Oft koma mér þessar ljóðlínur í hug þegar að ég hugsa um tengda- mömmu mína sem unga konu í Reykjavík fyrri ára. Hún ólst upp í stóru og fallegu húsi við Túngötu og tilheyrði yf- irstétt þess tíma. Í frændgarði og vinahópi var mikið um ættarnöfn og sjálf var hún af ætt Zoëganna í báða leggi. Það var ótrúlegt að ganga með henni um miðbæinn síðustu miss- erin þegar hún var orðin næstum blind en skynjaði þó einhverja birtu. Hún gat staðsett sig og sagt okkur frá breytingum sem höfðu orðið gegnum tíðina, þekkti nöfn og fyrirtæki og rakti ættir þótt e.t.v. einn og einn ætt- liður gleymdist. Áslaug og Gunnlaugur bjuggu í Svíþjóð um skeið og báru hlý- hug til Svía, sænskra hefða og menningar. Heimili þeirra bar þess merki, sérstaklega um jólahátíðina þegar boðið var upp á glögg úr fallegu sænsku glös- unum, drukkinn snafs með síld- inni og kveikt á svarta aðventu- stjakanum sem stóð á sænska jóladúknum. Áslaug var stórglæsileg og vel gefin kona sem fór vel með hæfi- leika sína. Það var alltaf gaman að umgangast hana. Hún fylgdist mjög vel með því sem var að ger- ast hverju sinni og missti varla úr fréttatíma. Hún hafði því alltaf um nóg að spjalla. Fjölskyldan var hennar hjart- ans mál. Að fylgjast með afkom- endum sínum fóta sig á lífsbraut- inni, helst frá degi til dags, gaf henni mikið. Hún var því aðal- fréttaveita okkar og þurfti ekki fésbókina til. Hún taldi allt of lít- ið hafa verið um hrós þegar hún var að alast upp og það sama skyldi ekki henda hennar niðja, sem hún þreyttist aldrei á að lofa. Nú er vor í lofti og á þessum árstíma vildi tengdamamma draga fram grillið. Það þurfti ekki að vera dýr eða merkilegur matur, en hann skyldi grilla á svölunum. Auðvitað samt aðalat- riði að fjölskyldan safnist saman, snæði og gleðjist yfir vorinu og ilminum frá grillinu. Hún var mikil stemmningskona og fann ávallt upp á einhverju til að halda upp á. Reyndar hélt ég meðan Gunnlaugur tengdapabbi lifði að þetta væri frá honum komið, en hafi svo verið hafði hún það alla- vega í heiðri. Elli kerlingu er ekki auðvelt að umgangast þegar sjónin, heyrnin og hreyfigetan dvínar. Þá getur verið erfitt að halda í lífsgleði og sjálfsvirðingu en mér fannst tengdamömmu takast það mjög vel. Ég veit að Hólmfríður dóttir hennar á stóran þátt í því, en Áslaug treysti á hana og gerði miklar kröfur til hennar sem og til sjálfrar sín. Þegar hún nú kveður þessa jarðvist höfum við fylgst að í 45 ár og ekki minnist ég þess að nokkuð hafi nokkurn tíma skyggt á vináttu okkar. Með þakklæti fyrir samfylgd- ina, elsku tengdamamma. Hrafnhildur. Elsku besta amma Áslaug okkar. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að við munum ekki framar fá okkur kaffibolla og spjalla saman. Við söknum þín sárt en erum þakklátar fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum af samverustundum okkar. Þú varst alltaf glöð og þakklát fyrir það sem þú áttir og fórst ekki leynt með hversu stolt þú varst af þínu fólki. Þú varst með ótrú- legt minni og alltaf með málefni líðandi stundar á hreinu. Þér fannst gott að hafa fólk í kringum þig og nýttir hvert tækifæri til að kalla fólk saman og hafa gaman og eru þau ófá „gillin“ sem við munum eftir á Laugarásveginum og í Sólheimum. Elsku amma, við vonum að þú vitir hversu mikið okkur þótti vænt um þig og hversu mikils virði það var okkur að eiga þig að. Þú varst alltaf til staðar og tilbúin að aðstoða þegar þú hafð- ir tækifæri til og hvetja okkur áfram. Við vitum hvað þér þótti vænt um okkur og hvað þú varst ánægð með okkur, það sagðir þú okkur oft. Við hefðum gjarnan viljað hafa þig áfram hjá okkur en erum á sama tíma þakklátar fyrir að þú hafir fengið að búa á þínu heimili og sjá um þig sjálf fram að loka- stundu en við vitum hversu mik- ilvægt það var þér. Svo fékkstu að draga síðasta andardráttinn á friðsælan hátt með fjölskylduna hjá þér. Hvíldu í friði, elsku amma okk- ar. Þínar ömmustelpur Áslaug og Katrín. Elsku besta amma mín. Við vorum miklar vinkonur og mér þótti svo notalegt að koma til þín í kaffi og spjall. Þú varst með allt á hreinu, fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni og fréttum og hafðir sterkar skoð- anir en alltaf með húmorinn í för. Mér fannst við skilja hvor aðra og ég tengdist þér sterkt. Enginn var heldur jafn stoltur af okkur barnabörnunum og þú. Og þú leyfðir manni alltaf að finna það. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að kveðja með reisn, glæsileg eins og ávallt, þó að ég hefði gert ráð fyrir að fá að hafa þig miklu lengur hjá okkur. Í veikindunum síðustu daga hafði ég aldrei miklar áhyggjur, ég var viss um að þú myndir ná þér, eins og vanalega. Við vorum að plana grillpartí í fína sólskýlinu, vorum reyndar búnar að fresta því um viku vegna spítalavistarinnar. Nú fæ ég mér ömmusósu út á ís- blómið og dreg fram harmóník- una, bara fyrir þig. Ég sakna þín alla daga. Þín Salvör. Áslaug Zoëga var glaðvær, glæsileg og gestrisin kona sem tekið var eftir. Áslaug var systir föður míns, ein úr hópi sex systk- ina sem ólust upp á Túngötu 20 í hjarta Reykjavíkur. Fjölskyldan var áberandi hluti af Reykjavík á þessum tíma og það mótaði þau alla tíð, öll sterkir, ákveðnir og hjartahlýir einstaklingar sem létu málin til sín taka og höfðu skoðanir á öllu mögulegu. Áslaug var næstyngst í hópnum og sú síðasta sem fellur frá. Það eru ákveðin tímamót þegar þau öll eru farin. Fjölskylda Áslaugar og fjöl- skylda mín, ásamt ömmu Hólm- fríði, bjuggu öll á sama svæði í Laugarásnum og þar með var talsverður samgangur á tímabili. Húsin opin, mæðurnar heima og við krakkarnir hlupum á milli, komum og fórum eftir hentug- leikum. Borðuðum ristað brauð og kókómalt í eldhúskróknum hjá Áslaugu á Vesturbrún með fyrirgangi. Við vorum sjálfstæðir krakkar og fengum að vera það og það var ýtt undir að við björg- uðum okkur sjálf. Mæður okkar hittust í morgunkaffi, reyktu Chesterfield og spjölluðu – lásu Alt for damerne, Hjemmet og Söndags BT. Lífið gat ekki verið betra í huga barnsins. Sumar og sól. Í kringum Áslaugu og Gunn- laug var glaðværð, veislur voru glæsilegar, byrjað að grilla fyrir tíma grillsins, jólafrokostar ógleymanlegir með sænskri skinku, jólaglögg og snafs. Allt saman löngu áður en slíkir siðir voru almennt þekktir hér á landi. Sumarveislur með glaðværð, vindlareyk og sumri. Ef það veiddist lax var náð í alla til að njóta – amma og öll systkinin mætt að borða saman og við krakkarnir í kjölfarið. Túngötu- systkinin voru ólík og ekki alltaf sammála. Það voru ræddar mis- munandi skoðanir, það heyrðist í þeim, en það gerði ekkert til, þannig voru þau. Fjölskyldan stóð saman, annað kom ekki til greina, allir þekktust vel og við áttum að þekkja rætur okkar. Það var pláss fyrir okkur krakk- ana í veislum, við fengum okkar borð, vorum með og tókum þátt og lærðum að njóta, heilsa rétt og borða eins og hjá tignum og ekki síst að kynnast hvert öðru. Líf Áslaugar og systkina hennar einkenndist af því að taka þátt og hafa rödd, njóta staðar og stund- ar, rækta fjölskyldu, vini og finna til gleði og sorgar. Njóta og vinna vel úr því sem lífið bauð. Ég minnist Áslaugar föður- systur minnar með hlýju og við Ólafur sendum fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Þórdís Zoëga. Þann 13. apríl lést föðursystir okkar Áslaug Zoëga. Með henni er farið síðasta barn afa okkar og ömmu, þeirra Geirs G. Zoëga vegamálastjóra og Hólmfríðar Zoëga, sem bjuggu á Túngötu 20 í Reykjavík. Þau eignuðust fyrst tvíburana Bryndísi og Helgu en Helga dó úr berklum aðeins 14 ára að aldrei en Bryndís stofnaði fyrsta leikskóla á Íslandi þar sem hún starfaði í 41 ár og lést í sept- ember árið 2000, 83 ára að aldri. Næstur var Geir Agnar, tækni- fræðingur, en hann lést árið 2013. Gunnar bróðir hans, lög- giltur endurskoðandi, faðir okk- ar, náði hér um bil 94 ára aldrei og lést í febrúar á síðasta ári. Ingileif Sigríður var hand- menntakennari í Melaskóla og lést árið 2001. Í stórum systkinahópi var Ás- laug sólargeisli sem hugsaði um móður sína Hólmfríði, systkini sín, frændfólk og vinafólk. Þau Áslaug og eiginmaður hennar Gunnlaugur Pálsson héldu heim- ili í Vesturbrún þar sem gleði var ríkjandi. Þau eignuðust fjögur börn; Geir lækni, Pál arkitekt, Helga prófessor í félagsfræði og Hólmfríði bókasafnsfræðing. Gunnlaugur var mikil vítam- íninnspýting fyrir fjölskylduna, hrókur alls fagnaðar, og Áslaug var glöð í skapi og hafði hugann alltaf við að samgleðjast öðrum. Þegar amma okkar Hólmfríður var í sárum vegna fráfalls eig- inmanns síns árið 1959 vatt Gunnlaugur sér til hennar og sagði henni að nú gæti hún glaðst því nýfædd dóttir yrði skírð í höf- uðið á henni. Það er minnisstætt þegar það orð barst út að Gunn- laugur væri á leið til landsins með jarðarber, sem þá voru nán- ast óþekkt á Íslandi. Fjölskyldan safnaðist saman í Vesturbrún og beið Gunnlaugs, sem síðan kom með fjölda jarðarberjabakka. Nákvæmlega var talið svo að ekkert barnið fengi meira en annað og Gunnlaugur sjálfur var þar á meðal. Allt varð skemmtilegt í hönd- um þeirra hjóna, Gunnlaugur fór með yngstu kynslóðina að sjá tunglsteininn í Þjóðminjasafninu, að horfa á Fischer og Spassky tefla í Laugardalshöllinni, að grilla í Vesturbrún. Og Áslaug var hvers manns hugljúfi, jákvæð og gefandi. Hún mundi eftir af- mælisdögum, fylgdist með gengi afkomenda, vina og venslafólks og samgladdist innilega þegar vel gekk, alltaf artarleg, jákvæð og gefandi. Áslaug var ekki einungis mág- kona móður okkar heldur besta vinkona hennar alla tíð. Hefur móðir okkar misst mikið. Og fað- ir okkar og Áslaug voru alltaf ná- in. Hann tók strax fram í Björns- bakaríi þegar hann var sendur með eldri bróður sínum til þess að kaupa vínarbrauð eftir fæð- ingu Áslaugar systur sinnar, að- eins þriggja ára að aldri, að fædd væri falleg stelpa. Áslaug lifði sjálfstæðu lífi heima hjá sér fram á það síðasta, studd af sterkum og hjálpsömum barnahópi. Þegar sú stund kom að heilsan var farin lagðist hún inn á Landspítalann í skurðar- gerð en í stað þess að þurfa að verja síðustu mánuðum lífs sína í það að fara frá stofnun til stofn- unar sofnaði hún værum blundi. Hún svaf uns yfir lauk. Eins og straumhörð á sem breytist í fljót og rennur um árósa til sjávar þar sem enginn veit hvenær áin end- ar og hafið tekur við fór Áslaug frænka okkar til forfeðra sinna, systkina og eiginmanns. Við er- um þakklát fyrir birtuna og ljósið sem hún gaf okkur hinum, vit- andi að hún er betur komin þar sem hún nú er. Líf okkar hinna verður samt ekki hið sama nú þegar hið skæra ljós konunnar sem aldrei vorkenndi sjálfri sér, sem ávallt gladdist með öðrum, er slökknað. Minning hennar mun lifa hjá okkur öllum. Gylfi og Gunnar Már. Hvar sem hún kom var eftir Áslaugu Zoëga móðursystur minni tekið. Hatturinn í stíl við jakkann, veskið við skóna og hálsmen og eyrnalokkar sem pössuðu saman. Hún var falleg, smart og heims- kona í alla staði. Hún var líka hrókur alls fagn- aðar, alltaf til í að hitta vinkonur á öllum aldri, fara út að borða, halda stórar fjölskyldu- og vina- veislur og njóta lífsins og augna- bliksins í góðra vina hópi. Fram á síðasta dag hélt hún veislur fyrir fólkið sitt og lifði lífinu lifandi þótt heilsunni hefði hrakað. Varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera alltaf í hennar innsta hring enda var Áslaug sérlega hlý og umvefjandi kona. Áslaug, Hólmfríður dóttir hennar og ég nutum þess að fara í húsmæðra- orlof saman og í síðustu ferð okk- ar í Húsafell kom Hebba með. Í þessum ferðum nutum við sam- verunnar, borðuðum nesti á teppi út í móa, einn snafs fyrir og eftir matinn og síðan sleiktum við sól- ina eða hlógum saman í rigning- unni, því það var alltaf gaman í þessum ferðum okkar. Áslaug fylgdist mjög vel með þjóðmálum og fréttum og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum líðandi stundar. Sköp- uðust oft líflegar umræður við matarborðið þegar við hittumst ásamt fjölskyldu hennar. Við hjónin kveðjum nú afar kæra móðursystur sem við munum ávallt minnast með gleði og þökk í hjarta. Hvíl í friði. Bryndís Helga og Guðmundur Kristinn. Við viljum nokkrum orðum minnast góðra vina um nær hálfr- ar aldar skeið, þeirra Áslaugar Zoëga og Gunnlaugs Pálssonar. Strax við fyrsta handtak, þétt- ingsfast og traust, fundum við að hér var vinum að mæta, sem yrði ánægjulegt að tengjast gegnum unglingana okkar, sem þá stefndu í að verða ráðsettir for- eldrar. Sú reyndist raunin og hef- ur aldrei borið skugga á vinskap okkar öll þessi ár. Gunnlaugur var einstaklega glaður, hnyttinn og skemmtileg- ur maður sem hafði frá mörgu að segja og sagði það svo unun var á að hlýða. Með þeim hjónum sam- an nutum við margra góðra stunda og vinskapar síðustu þrettán árin, sem Gunnlaugur lifði. Áslaug var allt til hinsta dags hugljúf og góð vinkona. Hún hafði vissulega ákveðna skoðun á mönnum og málefnum en aldrei svo að hún virti ekki skoðanir annarra. Það var alltaf gaman og fróðlegt að ræða við hana. Aldrei hittumst við svo að við ræddum ekki, og líklega fyrst og fremst, um hvað við höfum verið heppin í lífinu. Hamingjan er jú öðru fremur að eiga góða fjölskyldu og því láni áttum við að fagna í rík- um mæli; börnin og svo barna- börnin og loks barnabarnabörnin voru okkur endalaust umræðu- efni. Við þökkum nær hálfrar aldar trygglyndi og vinskap. Nákomnum Áslaugar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Katrín og Jón Óttarr. Áslaug Zoëga, guðmóðir mín og stórvinkona, er látin rúmlega níræð. Þar sem við Friðrik getum ekki fylgt Áslaugu síðasta spölinn kveðjum við hana hér í Moggan- um, sem er viðeigandi fyrir vinstrisinnaða konu sem tengdist blaðinu fjölskylduböndum um tíma. Áslaug, mamma og Sjöfn Kristins voru æskuvinkonur og entist sú vinátta þeim út lífið. Þær voru flottar konur sem kunnu á lífið, hjartahlýjar, hug- rakkar, háværar og svo ótrúlega skemmtilegar. Bæði mamma og Sjöfn hafa kvatt fyrir margt löngu og ég veit að Áslaug sakn- aði þeirra mikið. Minningarnar eru margar og góðar frá Vesturbrún, Laugarás- vegi, Sólheimum, Fjölnisvegi og jafnvel Costa del Sol. Vinátta mín við Áslaugu færði mig nær þeim ættingjum mínum sem hafa horf- ið af sjónarsviðinu og gaf mér tækifæri til að færa henni fréttir af yngri kynslóðinni. Við vinkonurnar sátum saman í nýju sólstofunni hennar nýlega og töluðum um gamla daga en líka um grillveisluna sem hún var nýbúin að halda og boðið sem hún var að fara í um kvöldið. Þannig var Áslaug, alltaf til í spjall og að hitta fjölskyldu og vini. Hún kenndi mér hversu mikilvæg fjöl- skyldan er og vinirnir og hversu mikilvægt það er að grípa hvert tækifæri til að gleðjast með þeim. Að leiðarlokum vil ég þakka vinkonu minni trúnaðinn, vinátt- una og allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman. Fjöl- skyldu Áslaugar vottum við Friðrik samúð okkar og þökkum um leið fyrir að hafa haft hana svona lengi í lífi okkar og hversu oft og mikið hún samgladdist okkur á undanförnum áratugum. Gakktu á guðs vegum, mín kæra. Rúna. Áslaug Zoëga Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.