Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 25

Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 ✝ AðalheiðurDóra Magnús- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. janúar 1923. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 15. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ragnheiður Hall- dórsdóttir, f. í Kot- múla í Fljótshlíð 6. maí 1892, d. 9. janúar 1979, og Magnús Helgi Valtýsson, f. á Búðarhóli í Austur- Landeyjum 6. október 1894, d. 15. febrúar 1972. Systur Dóru eru Guð- björg Vallý, f. 4. október 1928, og Hjördís, f. 10. maí 1931. Dóra giftist Ólafi Konráð Sveinssyni, f. 18. júlí 1920, d. 9. mars 1988, árið 1945 og eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Magnús Helgi, f. 1. júlí 1947, d. 28 maí 2007. Maki Guðbjörg Rósant Stefánsdóttir, f. 19. maí 1948, d. 14. júlí 2015. Börn þeirra: Hanna Dóra, f. 13. nóv- ember 1966, maki Trausti Sig- urðsson, f. 15. apríl 1957, eiga úar 1981, Aðalheiður Dóra, f. 2. ágúst 1984, Elín, f. 3. sept- ember 1986, og Ólafur Konráð, f. 11. júlí 1989. Dóra fæddist í Vestmanna- eyjum í húsi sem nefndist Höfðabrekka, en síðar fluttist fjölskyldan að Lambhaga. Hún spilaði handbolta með Tý sem ung kona og allar götur síðan hafði hún mikinn áhuga á handbolta og hélt allt tíð með sínum mönnum í ÍBV. Dóra fluttist til Reykjavíkur og lærði kjólasaum á saumastofunni Gullfossi sem rak líka versl- unina Gullfoss í Miðbæjarmark- aðnum. Dóra og Ólafur stofn- uðu heimili í Kleppsholtinu þar sem þau bjuggu fyrstu árin. Nokkru seinna byggðu þau sér hús í Nökkvavogi 12 ásamt Torfa og Margréti systur Ólafs. Síðar þegar börnin fæddust sinnti hún barnauppeldi og heimilisstörfum. Dóra og Ólaf- ur byggðu upp fyrirtækið Hauk og Ólaf ásamt Hauki og Krist- ínu, vinafólki sínu. Dóra vann síðar á Prjónastofunni Malin og á Hótel Sögu. Dóra og Ólafur ferðuðust mikið saman um há- lendi Íslands með félagsskap sem nefndist Mópokarnir, og síðar með foreldrum Dóru. Útför Dóru verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 27. apríl 2018, klukkan 15. þau þrjá syni. Ólaf- ur Stefán, f. 27. nóvember 1967, maki Anna Rún- arsdóttir, f. 30. maí 1967 og eiga þau þrjú börn. Helgi, f. 9. janúar 1972, maki Geirlaug Dröfn Oddsdóttir, f. 18. október 1975, og eiga þau tvær dætur. Skúli, f. 23. júlí 1976. 2) Sigmar Steinar, f. 23. ágúst 1949, maki Sigríður Maggý Hansdóttir, f. 2 sept- ember 1952. Barn þeirra er Ragnheiður, f. 3. júní 1979, og á hún tvö börn og eitt barna- barn. 3) Halldór, f. 12. nóv- ember 1950, maki Líneik Jóns- dóttir, f. 17 janúar 1952. Barn þeirra er Ólafur Freyr, f. 12. júlí 1973, og á hann þrjú börn. Unnusta hans er Hólmdís Ragna Benediktsdóttir, f. 27 október 1973. 4) Ólöf Ragn- heiður, f. 26. mars 1953. Maki Sigurður Albert Ármannsson, f. 14. apríl 1955. Börn þeirra eru Ármann Eydal, f. 13. jan- Í dag kveð ég ömmu Dóru. Ömmu sem gat svo sannarlega verið hlý en fyrst og fremst góður kennari og fyrirmynd. Hún kenndi mér að fara vel með, standa með mér og mínum skoðunum því ekki vorum við alltaf sammála enda kannski of líkar í skapi. Ömmu sem féll aldr- ei verk úr hendi hvort sem það var heima eða fyrir austan í sælu- reitnum þeirra afa austur í Fljótshlíð. En við eldri systkinin vorum svo heppin að fá að vera mikið fyrir austan með ömmu og afa er verið var að byggja bústaðinn. Hún var dugleg við að finna okk- ur verk sem við gátum unnið. Sækja vatn, negla og taka til. Amma var hæg og ekki fór mikið fyrir henni. Hún var lista- maður er kom að hannyrðum og marga flíkina saumaði hún á mig í gegnum tíðina, t.d. spariföt jafnt undir föt, kjóla og kápur. Allar vönduðu peysurnar sem hún prjónaði á mig. Ég er enn að nota peysur sem hún prjónaði á mig er ég var 16 ára og hún vildi nú ekki að mér yrði kalt á þessu skátaflandri (skátafári var orðið sem hún not- aði) og þær fylgja mér enn á flandri mínu um landið okkar fagra. Peysurnar ásamt sokkunum sem hún prjónaði á strákana mína eru vel geymdar. Ekki er hægt annað en minn- ast á hvað hún var mikill snill- ingur er kom að því að baka og elda. Eitt sumar var ég hjá ömmu og afa í nokkrar vikur og var hugsað um mig eins og prinsessu, búið að taka til morgunverð handa mér er ég kom á fætur og er ég kom heim úr vinnu var hnossgæti á borðum og svo mátti afi keyra mig og sækja á skáta- fundi. Einnig átti ég góðar stundir við lestur og náði að lesa flest- allar bækurnar í bókahillunni í stofunni í Nökkvavoginum. Takk kærlega fyrir alla sam- veruna í næri 52 ár, elsku amma Dóra. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Þín Hanna Dóra. Elsku heimsins besta ofur- amma. Þó að missirinn sé óneitanlega mikill núna þegar þú hefur kvatt okkur þá megum við ekki gleyma gleðinni sem þú færðir okkur né þeim miklu áhrifum sem þú hafð- ir á líf okkar og uppvöxt. Tveggja vanilludropaglasa vöfflurnar þínar verða ekki topp- aðar og leitin að Búkollu verður aldrei framar flutt af jafn mikilli snilld þó að hlustendurnir væru á sínum tíma stundum sofnaðir áð- ur en Búkolla hafði skotið upp kollinum. Þau voru ófá skiptin sem litlar tær og fingur fengu yl í þínum faðmi og alltaf var pláss fyrir einn í viðbót þó að settin væru ef til vill orðin þrjú. Þú varst alltaf aðdáandi númer eitt, sama hvort afrekin voru stór eða smá, og við áttum alltaf vísan botnlausan stuðning hjá þér þó að við værum ekki alltaf í rétti. Þú hafðir óbilandi trú á okkur og öllu því sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Hugrekki þitt, æðruleysi og umfram allt sú hjartahlýja sem þú gafst af þér mun alltaf verða okkur minnisstæð sem og það fordæmi sem þú sýndir okkur að sama hvað lífið leggur á mann þá er aldrei inni í myndinni að gefast upp heldur takast á við allar að- stæður með reisn og hlýju hjarta. Með ást, söknuði og þakklæti, Aðalheiður Dóra, Elín og Ólafur Konráð. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur ömmu. Það voru for- réttindi að eiga hana sem vin og ömmu og að hafa hana til 95 ára aldurs er nokkuð sem ég verð æv- inlega þakklátur fyrir. Tíminn sem við nýttum saman var svo skemmtilegur, það var hlegið og haft gaman hvert svo sem verk- efnið var. Við áttum það sameig- inlegt að við höfðum sterkar skoðanir á flestu og lágum ekkert á þeim og það var líklega það skemmtilegasta sem við gerðum, að rökræða og takast á um mis- munandi málefni. Amma hafði þann einstaka hæfileika að vera bæði hlý og búa yfir gífurlegum andlegum styrk. Það var ekkert sem kom henni úr jafnvægi og það skipti ekki máli hvað kom upp; alltaf var hún kletturinn sem maður gat leitað til. Það voru ófáir hlutir sem við brölluðum saman því það var oft þannig að þegar enginn vildi koma með mér í ævintýri þá var hún meira en tilbúin. Við bökuð- um saman loftkökur þegar ég var 12 ára og þótt kattahlandslyktin af hjartarsaltinu væri alla að drepa sagði hún ekki orð. Við fórum stundum að versla á ókristilegum tímum eða skelltum okkur í bíltúr um Reykjavík og þetta situr eftir sem bestu minn- ingarnar okkar saman. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ég hlakka til þess þegar við hittumst næst. Ármann Eydal Albertsson. Jarðvist Dóru frænku er nú lokið. Mínar fyrstu minningar um hana eru frá því að hún var ung kona og ég lítil stelpa. Hún var þá nýkomin frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og bjó hjá foreldr- um mínum um tíma, en mamma mín og Dóra voru systradætur. Ég var alltaf óskaplega spennt yfir því að fá að hafa þessa fallegu og góðu frænku mína inni á heim- ilinu og leit mjög upp til hennar. Hjá foreldrum mínum kynntist Dóra honum Óla frænda, sem var uppáhaldsfrændi minn, og þau felldu hugi saman, en ég var nú ekkert allt of ánægð með það til að byrja með, því mér fannst þau bæði pínulítið vera að svíkja mig. Ég áttaði mig þó fljótlega á því að þarna væru mínar tvær uppá- haldsmanneskjur alltaf aðgengi- legar á sama stað og þar að auki nánast alltaf í sama húsi og ég þangað til ég flutti úr foreldra- húsum, því Dóra og Óli byggðu í félagi við foreldra mína tvíbýlis- hús í Nökkvavogi 12, þar sem þau öll áttu heima til æviloka og er hún síðust þeirra til að fara það- an. Saga þeirra í þessu húsi nær yfir marga áratugi og er Dóra bú- in að búa þar í næstum 70 ár. Með andláti Dóru er lokið fyrsta kafl- anum í sögu þessa húss. Ég hef alltaf verið í miklu og góðu sambandi við Dóru frænku. Við fórum t.d. saman í Hagkaup einu sinni í viku í mörg ár og ef ég var í burtu, sem kom stundum fyrir, þá fékk ég afleysara fyrir mig, svo að þráðurinn slitnaði ekki. Við áttum góðar stundir í þessum búðarferðum okkar. Þar kom þó að þessar ferðir okkar fjöruðu út, eins og gengur þegar aldurinn færist yfir og tröppur og stigar verða einhverra hluta vegna erfiðari yfirferðar. Við héldum þó alltaf góðu sambandi. Aldrei kom ég að tómum kofun- um hjá Dóru, hvorki hvað varðaði veitingar né spjall um heima og geima, og alltaf tók hún mér fagnandi. Hún átti fallegt heimili sem hún hugsaði um af natni, eins og allt annað sem hún gerði. Hún var mikill fagurkeri og hafði gott auga fyrir fallegri hönnun. Hún var snillingur í sauma- og prjónaskap og mörg meistara- verk á því sviði hafa komið frá henni. Mér er minnisstætt þegar Margrét dóttir mín, sem hafði látið sauma á sig árshátíðarkjól hjá saumakonu og borgað stórfé fyrir, kom með kjólinn til Dóru nokkrum klukkustundum fyrir árshátíð, vægast sagt óánægð með útkomuna, og leitaði ráða hjá henni. Dóra sá strax hvað var að, tók málið í sínar hendur og lagaði kjólinn á örskotsstundu og útkoman varð sú að sjaldan hefur sést fallegri kjóll á mínu heimili, reyndar svo fallegur að Margrét gifti sig síðar í kjólnum og á hann enn. Þetta á hún Dóru að þakka en ekki saumakonunni. Dóra og Óli eignuðust fjögur börn, öll einstaklega vel gerðar og ljúfar manneskjur, og þau voru líka svo heppin að eignast fjögur tengdabörn, öll svipaðrar gerðar. Út frá þeim er kominn nokkur fjöldi afkomenda og var Dóra afskaplega ánægð með hóp- inn sinn á sinn hógværa hátt. Það voru forréttindi að þekkja Dóru frænku og þakka ég henni margra áratuga samfylgd. Nú mun ég ylja mér við minningarn- ar. Fjölskylda mín og ég vottum öllum afkomendum Dóru okkar dýpstu samúð. Helga Torfadóttir. Mig langar með fáeinum orð- um að minnast Aðalheiðar Dóru Magnúsdóttur móðursystur minnar sem lést hinn 15. apríl síðastliðinn. Dóra var elst þriggja systra, dætra þeirra hjóna Ragnheiðar Halldórsdóttur og Magnúsar Valtýssonar í Lambhaga í Vest- mannaeyjum. Yngst þeirra systra er Hjördís og síðan Guð- björg Vallý, móðir mín. Frá því að ég man eftir mér talaði mamma mikið um systur sínar og auðheyrt var að hún bar afar mikla virðingu fyrir þeim báðum og einkum þó Dóru, stóru systur sinni. Dóra var henni sannarlega eins konar fyrirmynd í svo mörgu. Ég fann strax sem barn og unglingur að Dóra var ákaflega þægileg og góð manneskja. Þá átti ég þess stundum kost að fara til Reykjavíkur, stundum með mömmu en stundum einn. Þá gisti ég oft hjá Dóru og Óla á heimili þeirra í Nökkvavoginum. Þar leið mér afar vel og þau hjón- in kappkostuðu sannarlega að láta mér líða vel hjá sér. Ekki skyggði á að strákarnir þeirra, Maggi, Denni og Halli, voru á nokkuð svipuðum aldri og ég og við gátum ærslast og leikið okkur daginn út og inn. Þá var sann- arlega mikið fjör og mikið gaman. Ragnheiður var yngst þeirra systkina og í minningunni var hún hin prúða og góða litla frænka í Reykjavík. Í þessum ferðum fóru Óli og Dóra oft með okkur krakkana í bíltúra á drossíunni, grænum Dodge R 7474. Fyrir mér voru þær ferðir ævintýri líkastar, ekki síst vegna þess að mamma og pabbi áttu þá ekki bíl þannig að fyrir peyja úr Vestmannaeyjum var þetta alger hápunktur. Dóra og Óli komu oft til Eyja, stundum um þjóðhátíðir. Og þá var kátt í höllinni hjá okkur krakkaskaranum í Lambhaga. Þá styrktust og fjölskylduböndin og bæði fullorðnir og börn nutu þess að vera saman. Frá því að ég man eftir mér bjuggu Dóra og Óli í Nökkvavog- inum og áttu þar fallegt og gott heimili. Eftir að Óli féll frá langt um aldur fram bjó Dóra áfram á sama stað og undi sér vel þar til yfir lauk. Hún var umvafin hlýju frá sínum nánustu fram til síð- ustu stundar. Með Dóru frænku er fallin frá góð kona, móðir, amma, langamma og langalangamma. Við minnumst hennar með hlýju og söknuði. Við hjónin vottum öll- um ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Aðalheiðar Dóru Magnúsdóttur. Ragnar Óskarsson. Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir Elsku Geiri brói. Nú er þjáningum þínum lokið. Við töl- uðum saman á hverjum degi. Ég er bara ekki að trúa þessu. Ég er al- veg dofin. Þú varst búinn að vera veikur síðustu ár, oft lent á spítala og oft höfum við haldið að þetta væri þitt síðasta. En þrjóskur varstu og alltaf komstu til baka, en í þetta sinn kemur þú ekki til baka og það er óbærileg hugsun. Hvað gerum við án þín? Þú varst kletturinn í fjölskyldunni og alltaf gat ég leitað til þín, ef mig vantaði eitthvað þá var hringt í Geira. All- ir sem þekkja þig vita að þú vildir allt fyrir alla gera, ef þú gast hjálpað þá var það ekkert mál. Fljótlega eftir að þú fluttist suður fórstu að keyra leigubíl, þá voru þeir margir sem byrjuðu í gegnum þig og fengu leyfi. Þú varst alveg einstakur maður með hjarta úr gulli. Við ferðuðumst mikið erlendis og eftir að við fór- um í fyrsta sinn til Bandaríkjanna kom lítið annað til greina. Þú hafðir þinn einkabílstjóra sem fannst nú ekki beint leiðinlegt að keyra út um allt. Alltaf varstu hress og kátur þó að í enda dagsins hafirðu varla getað stigið í fæturna en aldrei léstu bugast og alltaf fórum við aftur og aftur. Ein ferð var þó eft- ir og það var að fara í siglingu, mikið vildi ég að við hefðum náð því. Við ætlum nú samt að reyna að gera allt til að láta það rætast og ég veit að þú verður með okkur í anda. Elsku Geiri, mikið á ég eftir að sakna þín og á bara erfitt með að ímynda mér lífið án þín en ég veit að mamma og Hjödda systir taka vel á móti þér, mátt sko kyssa þær og knúsa frá mér. Við sjáumst þegar minn tími kemur. Elsku Inga og fjölskylda, við munum standa saman í þessum erfiðleikum. Guðfinna, Gunnþór og fjölskylda. Það er fátt í þessu lífi okkar eins sorglegt og að setjast niður og byrja að hugsa upp efni í minn- ingargrein um manneskju sem hefur verið manni einstaklega kær, og það í meira en þrjá ára- tugi. Það var búið að vera vitað í langan tíma að það væri tvísýnt með heilsu Oddgeirs, en þessi Oddgeir Kristjánsson ✝ Oddgeir Krist-jánsson fæddist 6. ágúst 1961. Hann lést 13. apríl 2018. Útför Oddgeirs fór fram 25. apríl 2018. staða hafði reyndar komið upp nokkrum sinnum áður og jafn- oft kom hann til baka, öllum til mik- illar undrunar í hvert sinn. Öðrum eins harð- jaxli og Geira man ég bara ekki eftir, að öllum öðrum ólöst- uðum. Undanfarin ár hafa einkennst af endalausri bar- áttu við margslungin og mjög krefjandi veikindi, og þar kom best í ljós hans einstaki persónu- leiki sem einkenndist af mikilli þrautseigju og kímnigáfu. Hann gerði lítið úr sínum hlut í öllum þessum bardögum sem hann háði, en þakkaði að öllu leyti sinni trygglyndu og þolinmóðu fjölskyldu hvert sinn sem sigur hafðist. Í samtölum okkar í gegnum öll þessi ár kom alla tíð í ljós hvað hann elskaði fjölskylduna sína mikið og bar velferð hennar fyrir brjósti meira en nokkuð annað í þessum heimi. Það skein í gegn að hann var mjög þakklátur öllu því heilbrigð- isstarfsfólki sem tók þátt í að sinna honum á þessum erfiðu tím- um. Oddgeir var vinur minn í 32 ár og aldrei bar skugga á þá vináttu í allan þann tíma. Hann var með eindæmum skemmtilegur dreng- ur með stórkostlega frásagnar- gáfu, hjálpsamur og greiðvikinn við alla þá sem voru honum kærir og mátti eiginlega ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta þar úr. Ég sagði oft við hann Geira að bara að heyra í honum og heyra hann hlæja gerði alla daga betri. Hann reyndist mér og fjöl- skyldu minni einstaklega vel alla tíð og mikil eftirsjá er að honum Oddgeiri, skarð sem ekki verður fyllt. Oddgeir vann með föður mín- um í mörg ár og nákvæmlega sömu sögu hefur pabbi að segja, þar bar aldrei skugga á samskipti þeirra alla tíð, mikill vinátta og gagnkvæm virðing allt til enda. Kæra fjölskylda Oddgeirs, ég vil senda ykkur öllum mína dýpstu samúðarkveðju, og frá fjölskyldu minni líka. Þið eigið öll heiður og miklar þakkir skildar, kæra Inga, Krist- ján, Heiðar, Hólmgeir og Bryn- dís, fyrir einstaka umönnun og þolgæði alla tíð, missir ykkar er mikill. Föður Oddgeirs, systkinum, barnabörnum og tengdafólki sendi ég hugheila samúðarkveðju. Einar Atli Júlíusson Júlíus Einarsson. Lítil en samt stór, hæglát en samt ákveðin, brot- hætt en samt sterk, alvarleg en samt glettin. Þetta var amma mín, þessi einstaka kona sem afrekaði svo margt á sinni ævi. Stóra verk- efnið hennar var að koma hópn- um sínum til manns, eflaust hefur verkefnið oft virst óyfirstíganlegt eins og þegar hún missti eigin- mann sinn og móður á fjögurra mánaða tímabili. Uppgjöf var ekki til í hennar bókum og henni tókst ætlunarverkið. Amma bar Ása Eyjólfsdóttir ✝ Ása Eyjólfs-dóttir fæddist 13. apríl 1918. Hún lést 20. mars 2018. Útför hennar fór fram í kyrrþey 28. mars 2018. ekki tilfinningar sín- ar á torg, skipti ekki skapi og tók ekki þátt í hetjudáðum. Fyrst og fremst var hún trú sínum gild- um; dugnaði, sam- viskusemi og æðru- leysi. Þrautseigjan, sjálfsbjargarvið- leitnin og ákvörðun- in um að gera hlut- ina sjálf á sinn hátt bar árangur. Hún bar hag sinna fyrir brjósti, það var það sem máli skipti. Fyrir þessa ömmu mína er ég svo þakklát. Ég ber nafnið henn- ar með stolti og vona að ég stand- ist væntingar. Takk, elsku amma, fyrir hvatninguna, arfleifðina og vænt- umþykjuna. Ása Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.